3.11.2013 | 19:46
Ísland getur hugsanlega boðið Snowden hæli, í samkomulagi við vestrænar þjóðir að hann verði hér!
Í Guardian er frétt þess efnis, að í þýsku útgáfu Der Spiegel, hafi 50 þekktir þýskir einstaklingar skrifað undir áskorun þess efnis. Að Snowden verði veitt hæli í Þýskalandi.
Germany 'should offer Edward Snowden asylum after NSA revelations'
Ég hef fram að þessu talið það af of frá, að Ísland veiti Snowden hæli.
En ef stór Evrópuþjóð verður á undan okkur, mundi hælisvistar-tilboð Íslands þannig séð - fá nokkurt skjól af hælisvistar-tilboði hins miklu mun stærra ríkis.
Einnig gæti hælisvist hans hér, verið nokkurs konar lending á því hvar hann skal vera, í víðtækara samkomulagi við vestrænar þjóðir - t.d. ef Snowden fyrst fer til Þýskalands.
Það hefur orðið greinileg breyting á umræðunni um njósnir Bandaríkjamanna á allra síðustu vikum, eftir að ríkisstjórn Þýskalands lét vita af því - að NSA "National Security Agency" Bandar. hefði njósnað um síma Angelu Merkel kanslara Þýskalands á sl. kjörtímabili.
Að auki kom fram að njósnað hefði verið um síma fleiri evr. leiðtoga.
Á allra síðustu dögum, hafa bæst við afhjúpanir þess efnis að einstök Evrópuríki, séu sjálf töluvert umsvifamikil í netnjósnum.
Snowden says calls for reform prove intel leaks were justified
Þýskaland getur verið að nálgast þann punkt, að veita Snowden hæli!
Germany Open to Speaking to Snowden
Það hafa verið uppi hugmyndir innan Þýskalands síðan afhjúpunin um hleranir á GSM síma Merkelar komu fram, að fá Snowden til að veita þýskum stjórnvöldum nánari vitnisburð um þær njósnir.
"Both the Interior Ministry, which is overseeing the government's investigation, and Thomas Oppermann, head of the parliamentary committee overseeing the intelligence services, indicated they would like to hear from the former NSA contractor."
Skilvirkasta leiðin væri að fá Snowden til Þýskalands - ekkert tæknilega ómögulegt við það. Þó það væri bersýnilega flókið í útfærslu.
En það mundi krefjast einhvers konar samkomulags við Rússland.
Síðan þarf einhvern veginn að leysa það mál, að Þýskaland hefur í gildi samkomulag við Bandríkin, um afhendingu sakamanna og gagnkvæma virðingu dóma.
Svo er ekki víst endilega að Rússar mundu hafa áhuga á að fá Snowden til baka, ef hann verður farinn annað.
Tæknilega er hugsanlega hægt að semja við Rússa um það, að þýskir sendimenn fái að ræða við Snowden í Rússlandi.
"Mr. Oppermann, a Social Democrat, said on Twitter on Friday that he would like to hear Mr. Snowden as a witness, but only without risking his safety and "completely ruining" Germany's relations with the U.S."
Eins og sést á viðbrögðum þingmanns þýskra krata, eru menn á nálum varðandi samskiptin við Bandaríkin, en á sama tíma - - virðist vaxandi vilji til að beita Bandaríkin sjálf þrýstingi í njósnamálinu.
Þingmaður græningja, Hans-Christian Ströbele, sagðist hafa hitt Snowden í Moskvu, var með í fórum sínum bréf sem hann sagði frá Snowden - þ.s. Snowden býðst til að vitna fyrir þýskum stjórnvöldum.
Skv. því vill Snowden helst fá að koma til Þýskalands eða svipaðs lands.
"Germany rejected Mr. Snowden's asylum application this summer. However, given the seriousness of the allegations he has brought to light, it isn't certain Germany would immediately hand him over to the U.S. But Germany would face a serious diplomatic rift with the U.S. were he to be given protection here."
Ein tæknilega möguleg lausn - - gæti verið að Snowden fengi að fara hingað.
Eftir að hann hefur borið vitni fyrir þýskum stjórnvöldum.
En þá þarf a.m.k. að vera fyrir hendi, þegjandi samkomulag við bandar. stjv. um það - að þau sætti sig við veru hans hérlendis, sem nokkurs konar form útlegðar.
Það gæti verið lending, að hann geti ekki nokkru sinni farið til Bandar., en til þess að draga úr þeirri gagnrýni sem Bandaríkin eru undir, þá sætti þau sig við það - að hann verði í vestrænu landi í öryggi og góðu atlæti líklega æfina á enda.
- Augljóslega getur Ísland aldrei veitt Snowden hæli í fullkominni andstöðu við Bandaríkin.
Niðurstaða
Afhjúpanir Snowden hafa beint sjónum almennings að því hve gríðarlega umsvifamiklar njósnir ekki einungis Bandaríkjanna, heldur flr. vestrænna ríkja eru orðnar innan internetsins.
Þetta er sjálfsagt mjög þörf umræða - hvar mörkin eiga að liggja, hvað má og hvað ekki má.
Það má því taka undir það með Snowden, að þörf hafi verið fyrir það, að vekja upp þá umræðu.
Bandaríkin hafa líklega gengið heldur of langt, í kjölfar 9/11 atburðarins, er leyniþjónustustofnanir Bandar. urðu fyrir mikilli gagnrýni. En þá kom í ljós að upplýsingarnar voru til - en það vantaði stofnun til að samræma meðferð slíkra upplýsinga. Þess vegna varð NSA til.
En nú er búið að leysa þann galla sem þá var afhjúpaður, standa menn frammi fyrir hinum vandanum. Að sú stofnun sem átti að leysa skort á skilvirkni um meðferð og öflun upplýsinga, er farin að ganga líklega - - skrefum of langt.
Það þarf að toga til baka - - finna nýtt jafnvægi.
Þetta þurfa Bandaríkin sjálf að gera - - vegna sjálfra sín.
En einnig önnur vestræn ríki.
Kv.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 4.11.2013 kl. 01:17 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 10
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 65
- Frá upphafi: 859307
Annað
- Innlit í dag: 10
- Innlit sl. viku: 57
- Gestir í dag: 10
- IP-tölur í dag: 10
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég held við þurfum ekkerrt að hafa áhyggjur af Snowden, Einar.
Hann spilar þennan póker sinn ágætlega. Fyrst sendir hann gögn um að Bandaríkin njósni um allt og alla. Við það fer umræðan af stað en er þó nokkuð almenns eðlis. Því næst sendir hann upplýsingar um að sími Merkel sé hleraður af NSA. Þá fyrst fer umræðan á villt plan. Þjóðverjar ærast, réttilega og aðrar Evrópuþjóðir taka undir. Allir beyta sínum spjótum að Bandaríkjunum, einnig íslensk stjórnvöld.
Þegar umræðan er komin vel á veg og árásir Evrópuþjóða á bandaríkjamenn standa sem hæðst, lætur hann lítinn mola detta um að atferli NSA sé einnig tíðkað hjá stæðstu ríkjum Evrópu og ekki nóg með það, heldur að samvinna milli leyniþjónustna allra þessara landa sé mikil. Staðfestir þar ummæli forsvarsmanna NSA um að upplýsingar frá vinaríkjum séu upplýsingar sem njósnastofnanir þeirra ríkja sendi NSA.
Í beinu framhaldi af þessum litla mola, sem Snowden lét síðast falla, hefjast umræður um það meðal ráðamanna innan Þýskalands að hugsanlega ætti að veita honum hæli. Hvers vegna skildi það vera? Ætli það gæti kannski verið að Þjóðverjar sjái sér hag í því að veita honum hæli gegn þagmælsku um starfsemi þýsku leyniþjónustunnar?
Það er alveg ljóst að Snowden mun komast af og hann hefur ekki neinn sérstakann áhuga á Íslandi í sínum framtíðarplönum, þó einn ákveðinn stjórnmálaflokkur hér á landi haldi það. Líkur þess að hann hafi einhvern gjaldmiðil í sínum fórum sem freistar íslenskra stjórnvalda er frekar lítill. Það er þó annað mál varðandi önnur og stærri lönd. Sjálfsagt á hann mikinn sjóð til að selja Þjóðverjum, bæði í upplýsingum sem og þögn.
Gunnar Heiðarsson, 3.11.2013 kl. 20:27
Velti því einnig fyrir mér hvar mörkin eigi að liggja. Það er á vitorði leiðtoga heimsins,að stórveldi njósna, en er talið siðlaust að njósna um forseta eða kannslara ríkis? Þessu skilt; það er bannað að nota ákveðna teg. af sprengjum (minnir klasasprengjur) og svo eiturefnavopn,en stríð eru ekki bönnuð. Hvort banninu sé ætlað að verja almenna borgara,vegna þess gífurlega víðfeðma svæðis sem þessi vopn tortíma,þegar ætlast er til að þau eyði hergögnum og þeim vígbúnu,sem er herinn. Bar stutt spekulering Einar og eitthvað sem verður seint svarað. Ætti ekki að hugsa um þennan hrylling,en maður heyrir fréttir.
Helga Kristjánsdóttir, 3.11.2013 kl. 20:52
Helga, ég reyndar held að efnavopn hafi frekar verið bönnuð vegna þess, að beiting þeirra var næstum því eins skaðleg fyrir þann her er beitti þeim vopnum, eins og þann er þeim var beint gegn. Enda var þeim ekki beitt í Seinni Styrjöld þ.s. mannfall almennra borgara var í háu margfeldi miðað við hvert mannfall almennra borgara var í því fyrra. Þ.s. skipulagðar útrýmingar herferðir voru í gangi. Samt var þeim ekki beitt þá - - eða a.m.k. ég er þess fullviss, að það var ekki vegna verndar alm. borgara. Heldur v. þess, að herirnir sjálfir gátu ekki höndlað það tjón á eigin liði, sem þau vopn orsökuðu.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 4.11.2013 kl. 00:57
Að Snowden fengi hæli á Íslandi er æði langsótt með núverandi stjórnarflokkum við völd. Bæði Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn hafa alltaf beygt sig í duftið fyrir bandarískum yfirvöldum og gera það enn, meiri undirlægjuháttur en hjá yfirvöldum nokkurs annars ríkis. Þegar sendiherrann var kallaður inn á teppið, var það bara sýndarmennska.
.
En ef svo ólíklega vildi til að Snowden fengi boð um hæli ef hann kæmi hingað, þá myndi ég ráðleggja honum að þiggja ekki það boð undir neinum kringumstæðum. Því að áður en hann næði að segja "But I thought that ... oh, shit!" þá væri hann kominn um borð í vél USAF sem væri tilbúin til flugtaks frá Keflavík vestur um haf, handjárnaður við tvo leyniþjónustumenn.
Aztec, 4.11.2013 kl. 01:09
Gunnar, áhugaverð kenning.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 4.11.2013 kl. 01:13
Aztec, ef það væri raunverulega samkomulag um dvöl hans, þar á meðal af hálfu Bandaríkjamanna þó það yrði ekki ef til vill gert opinbert, mundi slík beiðni aldrei koma. Stjórnarflokkunum myndi líða hreint ágætlega með það, að litla Ísl. fengi þetta hlutverk.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 4.11.2013 kl. 01:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning