28.10.2013 | 19:32
Langtímajafnvægisatvinnuleysi á Spáni 26%, 14% á Írlandi skv. útreiknuðum viðmiðum Framkvæmdastjórnar ESB
Matthew Dalton hjá Financial Times vakti athygli á þessu, en þ.e. virkilega áhugavert ef þ.e. afstaða Framkvæmdastjórnar ESB að "structural unemployment" sé virkilega 26% á Spáni og 14% á Írlandi. Þetta er áhugavert ekki síst vegna þess að akkúrat núna er atvinnuleysi á Írlandi 13,3% en á Spáni er það 26,2% eða ca. við það viðmið sem starfsmenn Framkvæmdastjórnarinnar kalla "structural" þ.e. ekki "cyclical."
Svokallað "Irish Fiscal Advisory Council" gaf út skýrslu fyrr á árinu, sem fjallar um þessa "áhugaverðu" afstöðu sérfræðinga Framkvæmdastjórnar ESB: Fiscal Assessment Report April 2013.
Ég ætla aðeins að fara í gegnum þá greiningu:
Takið eftir því að allur ríkishallinn í Írlandi er skilgreindur sem "structural" en ekki "cyclical."
Það er áhugavert - virkilega.
Takið eftir - sjá myndina að neðan - að skv. þessu er "enginn slaki" í írska hagkerfinu á þessu ári.
En eins og sjá má, er raunverulegur vöxtur í Írlandi þegar yfir skilgreindu "potential growth" eða mögulegum vexti.
Þetta kemur betur í ljós - sjá mynd að neðan - en eins og sjá má, er ekkert "output gap" þ.e. enginn slaki. Ef miðað er við áætlanir sérfræðinga Framkvæmdastjórnar ESB.
Til samanburðar áætlar AGS slaka upp á 1,8% á þessu ári.
En OECD áætlar slaka upp á 7,7%.
Á milli áætlana sérfræðinga þessara 3-ja stofnana er því enginn smáræðis munur.
Sá munur getur stafað af ólíkum greiningar aðferðum - og ólíkum skilgreiningum.
Rétt að árétta þó, að gráa línan á myndinni að ofan, sýnir mögulegan vöxt smá aukast ár frá ári.
Þá líklega minnkar einnig áætlað "structural" atvinnuleysi.
Hvað ef sérfræðingar Framkvæmdastjórnarinnar hafa rétt fyrir sér?
Þá skortir Spán og Írland - getu til hagvaxtar. Flóknara er það ekki.
Það er auðvitað hugsanlegt að alvarlegt efnahagsáfall - - geti skaðað getu til hagvaxtar.
Á hinn bóginn þarf það ekki að vera "varanlegur skaði."
- 14% atvinnulausir annars vegar og 26% atvinnulausir, ættu að fela í sér - vannýtta hagvaxtargetu.
- Svo þá þarf maður að velta fyrir sér - af hverju er þá geta til hagvaxtar ekki fyrir hendi, þannig að líkur séu á því að atvinnuleysi geti minnkað? En það gengur ekki upp að "structural" atvinnuleysi sé þetta mikið, nema að geta beggja hagkerfa til að vaxa upp úr því atvinnuleysi - sé ekki til staðar.
- Þá þarf að skoða það, hvaða þættir það eru, sem "lama" svo mikið, getu beggja hagkerfa til vaxtar.
Eitt atriði sem getur "tímabundið" minnkað mögulegan hagvöxt, er alvarleg skuldastaða.
Það að sjálfsögðu á við bæði hagkerfin, að þau eru virkilega að drukkna í skuldum.
Eins og sjá má á myndinni til hliðar frá The Economist, þá er til staðar hreint ótrúlega alvarleg skuldastaða.
En á Írlandi skuldar atvinnulífið rúmlega 200% af þjóðarframleiðslu, almenningur rúmlega 100% og ríkið ca. svipað. Eða samtals rúmlega 400% af þjóðarframleiðslu.
Á Spáni er heildarstaðan skv. myndinni kringum 300%.
Það sannarlega getur verið, að þetta ástand - framkalli hagvaxtarlömun. Sú þarf þó ekki að vera langtíma, en ef þ.e. skuldastaða sem er hin eiginlega ástæða lömunarinnar, getur lækkun þeirra skulda þá smám saman að nýju - endurreist hinn mögulega hagvöxt.
Það getur verið að sé ástæða þess, að sérfræðingar Framkvæmdastjórnarinnar telja, að mögulegur vöxtur á Írlandi muni smá aukast ár frá ári, næstu ár.
Ef það er málið - að skuldakreppan sé orsökin. Þarf að vinna á henni og það af krafti.
Þá ætti mögulegur vöxtur aukast ár frá ári, og samhliða "structural" atvinnuleysi minnka.
----------------------------------
Forsenda þeirrar útkomu auðvitað er þá sú, að skuldirnar séu á leið í lækkunarferli eða það sé þegar hafið.
Þar liggur einmitt vandi, því ef þetta er rétt skilið hjá mér - - þá er óvíst að það standist að mögulegur vöxtur sé að aukast á næstu misserum, því að skuldastaða beggja hagkerfa er enn að aukast.
Reyndar hefur skuldastaða atvinnulífs á Spáni skánað nokkuð. En staða ríkisins fer versnandi á meðan. Og staða almennings er enn að versna.
Niðurstaða
Ég ætla ekki að fella dóm á það hvort AGS hefur rétt fyrir sér, að Írland hafi enn slaka upp á 1,8% miðað við upphaf þessa árs, eða Framkvæmdastjórn ESB hefur rétt fyrir sér með það að sá sé ekki til staðar. En ég get vel keypt það, að mjög alvarleg skuldastaða skaði möguleika til hagvaxtar.
Það getur mjög vel verið, að geta til hagvaxtar hafi skaðast umtalsvert bæði á Írlandi og á Spáni, en þar hafa skuldir aukist mjög mikið hjá nær öllum aðilum innan hagkerfanna þ.e. almenningi - fyrirtækjum - sveitafélögum - héraðsstjórnum og ríkinu.
Þá er ákaflega mikilvægt að koma þessum skuldum í lækkunarferli. Ef það gengur ekki á allra næstu árum, þá getur hagvaxtargeta áfram verið í lamasessi næstu ár.
Tja eins og gerðist í Japan í kjölfar kreppunnar er hófst þar veturinn 1989.
Bendi einnig á áhugaverða grein Financial Times:
-----------------------------
En greinandi Financial Times bendir á að ein skýring þess að tiltölulega rólegt hefur verið á evrusvæði þetta ár samanborið við sl. ár, sé sú - - að erlendir fjárfestar séu þegar farnir.
Markaðurinn fyrir ríkisbréf sé einokaður af innlendum aðilum, líklega bönkum - - þannig að óheppilegt samband banka og ríkissjóða. Sé frekar að styrkjast en veikjast. Það getur þítt, að þegar Seðlabanki Evrópu fer af stað með fyrirhuguð þolpróf á evrópskum bönkum, en til stendur að hafa þau raunverulega erfið - - að þá verði umtalsvert rugg á mörkuðum.
En talið er líklegt að þau próf leiði fram slæmar fréttir víðsvegar um bankaheim Evrópu.
"But arguably a much bigger reason for the recent stability in eurozone bond markets across much of the rest of the region is that foreign investors have retreated. So far this year, domestic investors have accounted for almost 100 per cent of the net issuance of Italian and Spanish government debt, according to calculations by BNP Paribas. Of outstanding Spanish bonds, almost 70 per cent is currently held domestically. For Italy, the figure is almost 60 per cent."
Ríkissjóðirnir falla því saman eða hanga saman, eins og tveir drukknandi menn á sama bjarghringnum.
Það er því ekki furðulegt að fréttir berast af því að Mario Draghi sé undir miklum þrýstingi frá stjv. aðildarríkjanna, að þynna út hið fyrirhugaða þolpróf svo að allir helstu bankarnir standist það.
En stórt rugg gæti hugsanlega drekkt samtímis ríkissjóðunum og bönkunum, jafnvel á mjög skömmum tíma.
Kv.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 29.10.2013 kl. 18:00 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 10
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 65
- Frá upphafi: 859307
Annað
- Innlit í dag: 10
- Innlit sl. viku: 57
- Gestir í dag: 10
- IP-tölur í dag: 10
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning