Leiðir sannfæringin "krónan er ónýt" til kröfunnar um einhliða upptöku annars gjaldmiðils?

Það gaus töluvert upp í vikunni umræðan um krónuna vs. evruna. Og að sjálfsögðu, risu menn upp eina ferðina enn. Með hina dæmigerðu fullyrðingu. Að hún sé fullkomlega ónýt. Og Ísland dæmt til endalauss óstöðugleika ef hún er ekki afnumin eins fljótt og auðið er.

  • Það sem ég velti fyrir mér er það, hvort þeir aðildarsinnar sem telja krónuna fullkomlega ónýta og óferjandi.
  • Hafa í reynd klárað það í huga sér, hvað það akkúrat þíðir? Ef þetta er rétt hjá þeim! 

 

Ég ámynni fólk, að skv. reglum um evruna, þarf að ná eftirfarandi árangri!

  1. Verðbólga skal ekki vera hærri en 1,5% umfram verðbólgu þeirra 3. aðildarlanda evru, sem hafa lægsta mælda verðbólgu.
  2. Halli á ríkisrekstri, ekki umfram 3% af þjóðarframleiðslu fjárlagaárið á undan.
  3. Vaxtagjöld ríkisins, í útboðum nýrra skuldabréfa, skulu ekki vera umfram það að vera 2% ofan við meðalvaxtagjöld útgefinna ríkisbréfa þeirra 3. meðlimalanda evru, sem hafa hvað best lánstraust á mörkuðum.
  4. Skuldir viðkomandi ríkis skulu ekki vera umfram 60%.
  5. Og ekki síst, að gjaldmiðill viðkomandi lands, skal vera tengdur við evruna. Í 2 ár samfellt. Og þó svo að Seðlabanki Evrópu verji tiltekin vikmörk, þ.e. +/-15%, þá þarf viðkomandi land að hafa tekist að halda sér hjálparlaust í tengingu yfir þetta tímabil, án þess sem kallað er að "umtalsverð spenna" hafi verið um þá tengingu. Hún þarf með öðrum orðum, að vera stöðug.

Það myndi þíða, að ef t.d. Ísland þyrfti að verja tenginguna með örvæntingarfullum aðferðum, þá væri það fall.

Vanalega þegar ríki hafa gengið inn í evru, hafa þau einungis gengið inn í ERM II, á lokametrunum. Eftir að hafa varið töluverðu árabili, til þess að ná fram þeim stöðugleika sem er krafist - - ath, innan síns gjaldmiðils.

Til þess að sýna fram á stöðugleika tengingu, hafa þau vanalega sjálf tekið upp á því, að viðhalda þrengri vikmörkum við evruna t.d. +/-3%.

Og vanalega haft þau vikmörk í gildi um einhvern tíma, áður en þau ákveða að "taka lokaprófið." 

Að vera 2 ár innan ERM II.

 

Það sem ég óska eftir skýrum svörum um? Er hvort stöðugleiki innan krónu er mögulegur eða ekki?

Augljóst er, að skv. reglum ESB. Þá er aðferðin sem í gildi er sú. Að land sem vill inn í evru. Þarf að ná fram ofangreindum stöðugleika markmiðum. Innan síns gjaldmiðils.

  • Það dugar ekki - að taka prófið, ef þarf að treysta á stuðning Seðlabanka Evrópu.
  • Því það er sjálfkrafa fall!
  • Það dugar ekki heldur, að taka prófið. Ef það þarf að taka lán frá Seðlabanka Evrópu, til að fjármagna einhvers konar nauðvörn, til að forða því að krónan falli að vikmörkum Seðlabanka Evrópu.
  • En það einnig væri fall.

Ekki gleyma, ofangreindu verðbólgumarkmiði - markmiði um vaxtastig. Sem þarf að ná fram innan eigin gjaldmiðils.
-----------------------------------

Punkturinn er sá - að ef það er ekki mögulegt að:

  1. Ná fram lágum vöxtum innan krónu.
  2. Ná fram lágri verðbólgu innan krónu.
  3. Ná fram stöðugri tengingu án utanaðkomandi aðstoðar við annan gjaldmiðil - innan krónu.
  • Þá er ofangreind vegferð einfaldlega ekki fær!

 
Hvað er þá eina leiðin, ef menn meina virkilega það að krónan sé ónýt fullkomlega?

Einhliða upptaka annars gjaldmiðils. Það er þá eina svarið.

  • Ég hef tekið eftir því, að aðildarsinnar hafna einhliða upptöku.
  • Sem annaðhvort þíðir:
  1. Þeir stórfellt íkja þegar þeir tala um það hve fullkomlega vonlaus að þeirra mati krónan er.
  2. Eða, þeir hafa ekki klárað það til enda, hvað sú hugsun þíðir. 

 

Niðurstaða

Ég velti fyrir mér hvort krafan um einhliða upptöku annar gjaldmiðils eigi eftir að verða hávær á nk. kjörtímabili. En þeir sem virkilega eru sannfærðir um það. Að tilvist krónunnar verði að taka enda sem allra - allra fyrst. Því þeir telja hana stærstu ástæðu óstöðugleika hérlendis. Landið dæmt til þess að vera í stöðugum vandræðum svo lengi sem hún er hér í gildi.

Þeir ættu rökrétt að komast að þeirri niðurstöðu.

Að einhliða upptaka sé eina leiðin.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorgeir Ragnarsson

Þessi ályktun af landsfundi Sfl. var fráleit. Það er búið að afskrifa einhliða upptöku annars gjaldmiðils sem raunhæfan möguleika eftir nokkurra ára umræður um þetta!

Mig grunar að þetta sé nokkurs konar smjörklípa ESB-sinna í flokknum, sem eru í minnihluta (álykta með stuðningi nytsamlegra sakleysingja), en þurfa að viðhalda umræðunni um hve allt hér á Íslandi sé vonlaust, sérstaklega krónan.

Nú þegar aðildarviðræður eru komnar í fullkomið öngstræti sér þetta hugmyndasnauða fólk enga aðra leið en að hjakka á því að krónan sé ónýt til þess að geta síðan seinna fært það fram sem rök fyrir að ganga í ESB (Biluð plata?), þó að við þurfum fyrst að sanna að krónan sé ekki ónýt til þess að geta fengið evru gegnum sambandið!

Þorgeir Ragnarsson, 25.2.2013 kl. 14:05

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 10
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 65
  • Frá upphafi: 859307

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 57
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband