Stríðið í Mali hefur allt í einu gosið upp!

Skv. fréttum virðist að franskir hermenn hafi í skyndingu verið fluttir til Mali, til að mæta óvæntri sókn skæruliða þeirra sem hafa Norður hluta Mali á sínu valdi - í suður átt. Reuters segir, að franskir hermenn ásamt stjórnarhermönnum ríkisstjórnar Mali, hafi nú bæinn Konna aftur á sínu valdi. Að verið sé að hreinsa nálæg svæði, af hermönnum íslamistanna frá Norði.

Ég skrifaði áður um þetta stríð þann 6.4.2012, sjá: Túaregar í N-Mali lýsa yfir sjálfstæðu ríki - kallað Azawad

Þið getið séð kort sem ég þá fann á netinu, og sýnir ca. þann hluta sem Túarega hermenn eða skæruliðar tóku snemma á sl. ári, sem er mjög víðlent landflæmi ca. 2-svar stærra en Frakkland.

Map of Tuareg rebellion in Northern Mali (Azawad), showing towns controlled by the MNLA rebel group as of April 1, 2012

Þó stærri hlutinn af því sé þurr auðn eða steppur, þ.s. nærri ekkert vex.

France confirms Mali military intervention

Malian army beats back Islamist rebels with French help

West Scrambles to Counter Islamist Offensive

Einn möguleikinn er sá, að Túaregarnir í Norður hlutanum hafi ákveðið að vera fyrri til. En þeir að sjálfsögðu vita af því, að Frakkar eru með það í undirbúningi, að stofna til herfarar gegn þeim, í Norður hlutanum. En allir alþjóðlegir fjölmiðlar hafa fjallað um þær áætlanir Frakka.

Annar möguleiki, er að þetta hafi verið "raid" eða snögg áhlaup til að verða sér út um nýjar t.d. vopnabyrgðir, eða e-h annað sem þá vanhagaði um.

Hvað um það, eftir hina óvæntu árás á Konna sl. fimmtudag, þá virðist sem að Frakkar hafi brugðist mjög skjótt við. Og sent þær sérsveitir á vettvang, sem þeir gátu með snöggum hætti - flutt yfir til landsins.

Skv. fréttum, annað af tvennu, réðu þeir niðurlögum íslamistanna með snöggum hætti, eða þeir sjálfir ákváðu að hverfa af vettvangi - þegar þeir áttuðu sig á því, að Frakkarnir voru allt í einu mættir.

Það seinna er ekki endilega ólíklegt, enda skæruliðar vanir því, að hörfa jafn snöggt og þeir sækja fram, er þeir finna að þeir mæta líklega ofurliði.

  • Áhugavert er að skv. frétt Der Spiegel, þá virðist sem að stjórnarhermenn, hafi lítið viðnám veitt - þegar Konna féll. Alger ringulreið í reynd ríkt.
  • Þ.e. alveg í takt við það, þegar Suður hluti landsins féll, virðist sem að stjórnarherinn, sé lítt eða ekki fær - að standast þeim snúning.
  • Þannig að fréttin þess efnis, að Stjórnarhermenn og Frakkar, hafi unnið sigur í Konna - - er örugglega færð í stílinn.
  • Annað er áhugavert, hvernig Frakkar tala um skæruliða þá eða íslamista sem ráða Norður hlutanum, þ.e. - ávallt talað um "terrorista" eða hryðjuverkamenn.
  • Mjög er gjarnan tönnslast á einu atviki er átti sér stað á sl. ári, er íslamistarnir spilltu einhverri gamalli gröf, í hinni fornu Timbúktú. Ekki veit ég af hverju þeim var í nöp við þann sem var þar grafinn fyrir margt löngu. En ég hef ekki heyrt nokkrar fregnir af spjöllum á fornum minjum, nema þessu tiltekna atviki. Sem mjög er blásið upp í fjölmiðlum. Líkt við aðfarir Talibana.
  • Reynd er mjög leitast við, að mála þá mynd af skæruliðum Túarega, að þeir séu einhvers konar Talíbanar Afríku. Oft sagt að al-Qaeda tengingar séu til staðar.
  • Punkturinn er auðvitað sá - að í stríði er sannleikurinn ávallt - fyrsta fórnarlambið.
  • Frakkar eru hinir gömlu nýlenduherrar landsins - - þeirra fyrirtæki líklega ráða enn yfir helstu auðlindum þess, þ.e. gulli en þar eru gullnámur, og baðmull en mikið er ræktað af henni.
  • Ein frétt er þó líklega alveg örugglega rétt, en það virðist að töluverður hópur fólks sem ekki eru af kyni Túarega. Hafi flúið núverandi yfirráðasvæði þeirra. Til Suður hlutans. Einhver tugur þúsunda.
  • Að auki, virðist sem að þeir hafi sett á sharia lög, bannað eitt og annað sem bannað er skv. þeim lagakóða, einnig kvikmyndasýningar. Og að sjálfsögðu alla áfengisdrykkju. 
  • Ca. 90% íbúa landsins býr í Suður hlutanum. Á meðan að Túaregar sem eru ca. 10% íbúa, búa einkum í N-hlutanum. Sem er miklu mun strjálbýlli. Sennilega eru þeir meirihluti íbúa í Norðri.
  • Svo að stórum hluta sé þetta sennilega - -stríð þjóðernishópa.
  • Það er ekki ólíklegt, að menn óttist það - hvað gerist víðar þarna á svæðinu, ef menn heimilar einum hópi þ.e. í þessu tilviki Túaregum, að rísa upp og taka yfir stór svæði.
  • En mörg löndin í Afríku, eru sannkallaður óskapnaður - sem búinn var til þvers og kruss á þær þjóðir sem raunverulega búa þarna.
  • Ég get auðvitað ekki útilokað, að öfgasinnaðir íslamistar í al-Qaeda, hafi runnið á ástandið í Mali, en þeir virðast af því tagi, að þeir leitast við að taka þátt í slíkum vandræðum á svæðum þ.s. meirihlutinn er íslams trúar, hvar sem þau vandræði er að finna í heiminum.
  • En ég sé ekki endilega heldur ástæðu til þess að taka slíkum fullyrðingum sem öruggum sannleika.

Líklega verða Túaregarnir ívið fastari fyrir, ef sókt verður að þeim inn á þau svæði sem þeir hafa nú haldið í allnokkurn tíma.

En líklega hafa þeir haft tíma, til þess að koma sér upp víggirðingum - ásamt því að grafa sig niður.

---------------------

Kemur líklega í ljós nk. sumar, þegar Frakkar væntanlega verða búnir að safna því liði. Sem á að sækja og hrekja Túaregana á brott.

 

Niðurstaða

Túaregarnir lýstu yfir sjálfstæðu Azawad á sl. ári. Það er vel hugsanlegt. Að baki uppreisninni, standi raunverulegur draumur um "Túarega" ríki. En Túaregar eru ein af þjóðum Afríku. Sem búa í nokkrum löndum. En eiga ekki sitt eigið.

Líklega þó, er á meðal þeirra margir af þeim sem voru málaliðar fyrir Muammar Gaddhafi, þangað til að sá maður var hrakinn frá völdum í Lýbýu og fyrir rest myrtur fyrir utan bílinn sinn, eftir að bílalest hans hafði verið stöðvuð.

Ef kjarninn eru þeir málaliðar, þá fengu þeir auðvitað þjálfun af hálfu Gaddhafi á sínum tíma. Og líklega tókst þeim að flýja frá Lýbýu með vopnin. Sú þjálfun og vopn, hafa líklega gert þá miklu mun betri en ríkisher Mali.

Það kemur þá síðar í ljós, hvernig þeir standast snúning þeim Afríkuher, sem Frakkar ætla að safna. Hvort sem þ.e. raunverulega rétt, að þarna sé vaxandi hreiður fyrir al-Qaeda eða ekki. Var sennilega alltaf ljóst - - að slík uppreisn. Fengi aldrei að líðast.

En menn óttast ávallt, að Afríkuríkin liðist í sundur. Ef einn hópurinn, fær að rísa upp og mynda sítt þjóðríki. Þá opnist Pandóruboxið, og upp frá því verði ekki við neitt ráðið.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 859316

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband