Túaregar í N-Mali lýsa yfir sjálfstæðu ríki - kallað Azawad

Þetta er stríð sem litla athygli hefur fengið á Íslandi, en skv. frétt Financial Times og Reuters hafa uppreisnarmenn Túarega í N-hluta Afríkuríkisins Mali, gefið út yfirlísingu um myndun sjálfstæðs ríkis í N-hlutanum. Nafnið Azawad.

 

Azawad - fann þetta kort á netinu, sjá vefslóð!

Map of Tuareg rebellion in Northern Mali (Azawad), showing towns controlled by the MNLA rebel group as of April 1, 2012

Miðað við fréttir Reuters og Financial Times virðist kortið passa við uppgefnar lýsingar.

""The Executive Committee of the MNLA calls on the entire international community to immediately recognize, in a spirit of justice and peace, the independent state of Azawad," Billal Ag Acherif, secretary-general of the Tuareg-led MNLA rebel group MNLA said on its www.mnlamov.net (sama síða í google translate)home page." - "The statement, which listed decades of Tuareg grievances over their treatment by the distant southern capital Bamako, said the group recognized borders with neighboring states and pledged to create a democratic state based on the principles of the United Nations charter."

Skv. fréttum erlendra fjölmiðla er nefndur óttinn um íslamisma, þ.e. vestrænum fjölmiðlum. En það er mjög dæmigert tal, þegar á sér stað órói af nokkru tagi í landi þ.s. íslam er meirihluta trúarbrögð.

Það sem virðist gerast er að málaliðaher Gaddhafis hafi að miklu leiti verið skipaður túareg málaliðum. Eftir að Gaddhafi var sigraður á sl. ári, voru málaliðarnir ekki lengur velkomnir í Lýbíu.

Þeir virðast hafa farið þá heim - en tekið vopnin með sér.

Þó svo ég hafi ekki mikla þekkingu á umkvörtunum túarega, við stjórnvöld í Bamako, þá eru túaregar að mörgu leiti kúrdar Afríku. Þ.e. þeir búa á Sahel svæðinu í Afríku, og sögulega séð sáu þeir um flutninga á varningi yfir Sahara auðnina á úlfaldalestum. En á seinni tíð hefur hefðbundinn lífsstandard þeirra orðið úreltur, og svæði sem þeir áður flökkuðu um að vild var skipt af nýlenduherrum og síðan hlutu sjálfstæði.

Túaregar virðast ekki í meirihluta í nokkru þeirra ríkja þ.e. Mali, Chad, Niger eða Máritaníu.

Sennilega hafa þeir því verið "afskiptir" - ég get skilið að sá draumur hafi myndast, að búa til sjálfstætt túarega land. Eins og kúrdum dreymir um Kúrdistan.

Ég hef einnig töluverða samúð með þeim draumi.

En hætta er á því, að þarna skapist nýtt Biafra stríð.

En líklegt er að ríki Afríku sameinist um það, að berja túaregana niður. En Mali er langt í frá eina landið sem búið var til án tillits til íbúa. Hinn klassíski ótti um upplausn - að opna einhvers konar Pandóru Box, getur gripið um sig.

 

Nýlendurherrarnir hafa þegar gefið út yfirlísingu - "French Defense Minister Gerard Longuet said Paris firmly rejected the declaration." - ""A unilateral declaration of independence which is not recognized by African states would not have any meaning for us," Longuet told Reuters."

Frakkar hafa fram á seinni ár, enn haft mjög mikil afskipti af sínum fyrri nýlendum.

Haft lengst af her í mörgum þeirra - þó það hafi minnkað á seinni árum.

Það kemur vart á óvart að stjv. í París, séu ekki til í að heimila fyrir sitt leiti klofning Mali í túarega land og síðan fjölmennara S-svæði, sem myndi áfram heita Mali.

En það voru Frakkar eftir allt saman, sem skópu þessi lönd þarna á svæðinu, fyrir utan Máritaníu.

Að sjálfsögðu án nokkurs tillits við íbúana.

Það væri því alveg nýtt, ef frakkar færu allt í einu að stjórna málum á svæðinu með tilliti til íbúa.

 

Niðurstaða

Sem íslendingur get ég ekki annað en haft vissa samúð með sjálfstæðisdraumum "undirokaðra" hópa í öðrum löndum. En íslendingar voru einu sinni íbúar danaveldis. Þó svo við hefðum aldrei verið beitt alvöru harðræði. Þá var okkar draumur um sjálfstæði í reynd ekki meir réttmætur en draumar t.d. tíbeta - kúrda eða túarega. Við vorum heppin, að danir voru okkur nægilega vinsamlegir.

Sjálfstæðisbarátta annarra þjóða hefur yfirleitt verið þyrnum stráð. Munum pólverja sem voru í 2 aldir undirokaðir af þjóðverjum og rússum. Munum finna sem þurftu að verja sjálfstæði sitt í Seinni Heimsstyrrjöld eða Eystrasaltlandanna sem voru hernumin af Rússum 1940 eftir stutt sjálfstæði, fengu það ekki aftur til baka fyrr en 1990.

Og sumum tekst ekki að knýja fram sjálfstæði sbr. ibo fólkið í S-Nígeríu.

Við skulum því ekki með sjálfvirkum hætti taka undir yfirlísingar gamla nýlenduveldisins.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 41
  • Sl. sólarhring: 302
  • Sl. viku: 1407
  • Frá upphafi: 849602

Annað

  • Innlit í dag: 40
  • Innlit sl. viku: 1298
  • Gestir í dag: 40
  • IP-tölur í dag: 40

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband