Er Stefán Ólafsson Bjartur í Sumarhúsum?

Stefán Ólafsson tekur nú undir sönginn frá verkalýðshreyfingunni, í pistli sem nefnist: Þjóðin þarf kauphækkun – núna.

Vandinn er sá að peningurinn er ekki til. En Stefán virkilega heldur annað.

Ég bendi á þ.s. reyndar er áhugaverður punktur hjá honum: "Íslendingar hafa raunkaup á svipuðu róli og Spánverjar, Möltubúar og Slóvenar, þjóðir sem eru mun fátækari en Íslendingar."

Myndin er tekin af blogginu hans!

  • Það er algerlega rétt, að það er töluvert bil á milli landsframleiðslu á mann á Íslandi í dag.
  • Og tímakaups, og Ísland er töluvert neðar á listanum yfir tímakaup skv. PPP jafnvirði.

 

Hans ályktun er "Kaupið á Íslandi er þannig talsvert of lágt miðað við ríkidæmi þjóðarinnar."

Það er út af fyrir sig rétt - - en á sama tíma er til staðar stór sannleikur sem hann kýs að líta alfarið framhjá.

Nefnilega þeim sannleika, að þetta ástand er ekki því að kenna að einhverjir vondir - - vilji ekki borga hærri laun.

  • Þetta snýst um það, að skuldirnar þ.e. erlendu gjaldeyris - mynda umtalsverð nettó tekjuáhrif.
  • Þ.e. með öðrum orðum ekki til peningur fyrir lífskjörum á Íslandi, nema að frádregnum kostnaðinum við þær skuldir.
  • Þær skuldir, tilvist þeirra, er án efa - meginskýring þess misræmis sem hann sannarlega hefur komið auga á. Framleiðni skýrir rest.
  • Það verður að taka tillit til þeirra hagsmuna, að tryggja að nægilegt fé sé til staðar á jöfnuði landsmanna, svo áfram verði unnt að greiða þessar skuldir niður.
  • Mér skilst að jöfnuður landsmanna að teknu tilliti til erlendra skulda, hafi verið jákvæður á sl. ári upp á ca. 2% til rúmlega 2%.
  • Mismunurinn á jöfnuðinum upp í 0 er það borð sem er fyrir báru - fræðilega unnt að hækka laun í það borð. Taka það út.
  • En ég held að borðið sé í minnkun, vegna þess að útfl. tekjur fara lækkandi, v. kreppunnar í Evrópu.
  • Líklega er stór fiskverðs lækkun framundan, v. þess að Norðmenn og Rússar hafa ákveðið að hækka kvóta á þorski í Barentshafi um kvartmilljón tonn í eina milljón tonn, afla-aukning sem fer inn á markaði á þessu ári; á sama tíma og kreppan í Evrópu versnandi fer, þ.e. efnahagskreppan.
  • Það þíðir, að borð fyrir báru - getur þegar verið orðið - - ekki neitt.
  • Jafnvel getur verið, að það snúist í mínus - - að lífskjör þurfi að lækka, v. hraps útl. tekna.
-------------------------------------

"ASÍ forystan hefur því verk að vinna. Kaupið þarf að hækka í fleiri og stærri skrefum en verið hefur, um leið og harðasta aðhaldi gegn verðhækkunum er beitt."

  1. Þetta er gersamlega óraunhæf sýn - - en málið er að vegna þess að 90% af neysluvarningi er innfluttur, fer ávallt stór hluti af launahækkunum beint í innflutning. Fyrir utan að innflutningur í þjóðhagsreikningum er frádráttarmegin, þegar hagvöxtur er reiknaður.
  2. Munum að borðið fyrir báru getur þegar verið horfið, það væri ekki björgulegt að fara að nýta AGS lánin, til að greiða fyrir innflutning neysluvara.
  3. Þú getur ekki mögulega búið til meira fullkomnari uppskrift að nýju hruni - nýrri kollsteypu.
  • Í þessu samhengi, er baráttan við kauphækkanir í kjölfarið - - ekki stóra atriðið. 
  • Í dag er genginu klárlega stýrt með hagsmuni jöfnuðarins gagnvart útlöndum, þess vegna lækkaði krónan svo skarpt sl. haust, eftir að ferðamannavertíðinni lauk - - því þá minnkuðu gjaldeyristekjur.
  • Það sannar í reynd ábendingu mína, um það að borðið sé í reynd agnarlítið. Að, krónan hafi þá orðið að lækka, alveg um leið og tekjurnar minnkuðu.

Stórar launahækkanir nú myndu þíða gengissig daginn eftir - - Stefán er í reynd að biðja um, endurtekningu 8. áratugarins, þ.s. kaup hækkaði og gengið lækkaði stuttu síðar, í ritúali sem endurtekið var trekk í trekk.

Það var vegna þess, að þá neitaði verkalýðshreyfingin, að taka tillit til þess - - hve mikið fé raunverulega er til. Ekki fyrr en með þjóðarsáttarsamningunum, sem eitthvert vit komst á málin. Verkalýðahreyfingin, lækkaði í reynd verðbólgu með því, að lækka til muna kaupkröfurnar. Og verðbólgan var miklu mun lægri áratuginn þar á eftir.

Þetta er vegna þess - að kauphækkanir þegar ekki er til fé fyrir þeim - -> Fara beint í verðbólgu.

Annaðhvort þannig að innlendar hækkanir fyrirtækja og ríkis sjá um það að lækka kaupmáttinn aftur, eða að gengið er látið síga. Sú hugmynd að hafa aðhald að hækkunum myndi því ekki virka, þ.s. í staðinn væri gengið þá fellt til að triggja jöfnuðinn v. útlönd.

-------------------------------------

"Kauphækkun eykur einkaneysluna sem skapar fyrirtækjunum meiri sölufæri, fleiri störf verða þá til og skatttekjur hins opinbera hækka, sem gerir aftur mögulega hækkun lífeyris og launa opinberra starfsmanna, í sama takti."

"Hagvöxturinn verður einnig meiri með þeirri örvun sem launahækkunin veitir."

Stefán Ólafsson horfir alfarið framhjá viðskiptajöfnuðinum - - sem er þó lykilbreyta í dæminu. Fyrir utan, að það virkar ekki á Íslandi að fara leið neysludrifins hagvaxtar.

  1. Aukin neysla, fer beint í innflutning eins og útskýrt að ofan - - sem leiðir til þess að viðskiptajöfnuður landsmanna að teknu tilliti til kostnaðar v. erlendar skuldir, yrði þá fljótlega neikvæður.
  2. Þá fer Ísland eins og bent er að ofan, að greiða fyrir neyslu með AGS lánunum.
  3. Svo gleymir Stefán því, að aukinn innflutningur er frádráttarmegin í þjóðhagsreikningum, svo þ.e. raunverulega ekki mögulegt að búa til hagvöxt með þessum hætti á Íslandi. Slíkt virkar aftur á móti í samfélögum sem eru 40-80 sinnum stærri, þ.s. mun hærra hlutfall neysluvara er framleitt innan sama lands. Þá eflist sú framleiðsla, og hagvaxtaraukning raunverulega á sér stað. Einhvern veginn, virðast menn ekki skilja hvernig hlutir eru með öðrum hætti í örþjóðfélögum.
  • Þú getur ekki mögulega búið til minna ábyrga stefnumörkun fyrir okkar þjóð.
  • Ný kollsteypa væri 100% örugg.

Eina leiðin til að búa til hagvöxt á Íslandi með sjálfbærum hætti, er með því að:

  1. Fyrst auka útflutning.
  2. síðan auka innflutning - samhliða.
  • Það verður að vera þessi röð. 

 

Niðurstaða

Stefán Ólafsson, ásamt vinum hans innan Verkalýðshreyfingarinnar. Virðast nákvæmlega ekki neitt haf lært af sögu kollsteypa í íslensku þjóðfélagi. En Ísland er í grunninn afar einfalt. Því er það svo furðulegt hve margir virðast ekki skilja hvernig Ísland virkar.

Þ.e. innflutningur er borgaður með útflutningi.

Ef við skuldum í formi gjaldeyris, þarf að taka einnig tillit til kostnaðar sem fylgir þeim skuldum.

Þ.s. eftir er af gjaldeyri, eftir að búið er að borga af þeim skuldum. Er það fjármagn sem til staðar er, fyrir allt sem hér þarf að gera. Þ.e. hvort sem við erum að tala um laun. Eða aðrar þarfir, eins og þarfir ríkisins fyrir fjármagn til framkvæmda. Þarfir fyrirtækja, fyrir eigin starfsemi.

  • Stefán er að hvetja til "fullkomins ábyrgðaleysis."
  • Vegferðar sem myndi framkalla nýja kollsteypu með 100% öryggi.

-----------------------------

Þess vegna kom ég fram með spurninguna - - Er Stefán Ólafsson, Bjartur í Sumarhúsum?

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk fyrir mjög góða og skýra samantekt á þeirri heilbrigðu skynsemi að þú eyðir ekki meir en þú aflar.

En fatta ekki alveg tenginguna við frænda minn Bjart í Sumarhúsum, hann hafði nú fá önnur markmið í lífinu en hvötina að vera óháður ráðsmennsku höfðingja og viljann til að eyða ekki meir en hann aflaði, að teknu tilliti til þess að hann sparaði.

En þetta er ekki flókið með Stefán, hann er í bullandi pólitík fyrir ESB aðild og þetta er einn liður í þeirri pólitík.

Að níða niður það sem við höfum og upphefja það sem við höfum ekki.

Gömul taktík frá dögum Sovétshimnaríkisáróðursins.

Fræðimaður er Stefán ekki, ekki frekar en hundurinn hans Bjarts í Sumarhúsum og það er það næsta sem hægt er að tengja hann við sögnina við Bjart.

Tek það fram að ég er ekki að líkja honum við hundinn, bara taka dæmi um óskylda aðila sem þó hafa eitt sameiginlegt, það er að vera ekki fræðimenn.

Annars en og aftur, frábær pistill sem allir ættu að lesa.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 6.1.2013 kl. 08:12

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

OK, ég samþykki að þ.e. líklega hart gengið að Bjarti að líkja honum við Stefán.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 6.1.2013 kl. 15:24

3 Smámynd: Þorgeir Ragnarsson

Vandinn er einmitt sá Einar, að stór hluti  þjóðarinnar skilur akkúrat ekki þetta með hvernig Ísland virkar...meðan skuldastaðan er eins og hún er mun þurfa að draga eins mikið úr innflutningi og hægt er til þess að hægt sé að greiða skuldirnar.

Minni innflutningur þýðir m.a. það að fólk fær minna af allskyns varningi og verður að sætta sig við gamla bílinn lengur o.s.fr. Sumir eru afar ósáttir við þetta en ef það á að reka þjóðarbúið með sjálfbærum hætti þá er einfaldlega ekki annað í stöðunni.

ESB-sinnar ljúga því að evran sé lausnin á þessu. Með evrunni yrði ekki gengissig, í staðinn yrði einfaldlega peningaþurrð vegna sama útflæðis, sem þyrfti aftur á móti að leysa með lánum frá evrópska seðlabankanum - bingó, nýjar og meiri skuldir!

Þorgeir Ragnarsson, 7.1.2013 kl. 10:00

4 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Já, ég var einmitt búinn að sjá þá tilteknu útkomu. Það versta væri, ef mönnum myndi detta í hug - einhliða upptaka annars gjaldmiðils. Þá sennilega brysti á allsherjar tæming á peningamagni hér á ótrúlega skömmum tíma þ.e. "runaway panic."

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 7.1.2013 kl. 11:16

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 63
  • Sl. sólarhring: 124
  • Sl. viku: 1429
  • Frá upphafi: 849624

Annað

  • Innlit í dag: 61
  • Innlit sl. viku: 1319
  • Gestir í dag: 61
  • IP-tölur í dag: 61

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband