Evrunni að hnigna sem alþjóðlegur gjaldmiðill!

Á sl. áratug horfðu evrusinnar með stolti á vaxandi áhrif evrunnar. Ekki síst þegar þeim þjóðum fjölgaði sem fóru að nota evrur, í grunn gjaldeyrisvarasjóða sbr "reserve currency." Notkun evrunnar í gjaldeyrisvarasjóðum, framkallaði umtalsverða aukningu á eftirspurn eftir evrunni á sl. áratug. Og var örugglega mikilvægur þáttur í gengishækkun hennar á þeim áratug gagnvart dollar. En vaxandi styrkur evrunnar gagnvart dollar, var einnig af evrusinnum táknmynd þeirra stolts.

En árið sem leið, hefur orðið umtalsverð minnkun á notkun evru í gjaldeyrisvarasjóðum.

Fjöldi seðlabanka í heiminum, sérstaklega virðist þetta gæta meðal asískra seðlabanka, hafa selt hluta af evrubyrgðum sínum - - þannig minnkað hlutfall evra í sínum sjóðum.

Þetta er örugglega hluti af ástæðu þess, að gengi evru hefur lækkað nokkur miðað við gengi hennar fyrir ári.

"International Monetary Fund data show that emerging nations have cut the weighting of EMU bonds in their reserves to 24.7pc from a peak of 30pc at the onset of Europe’s crisis three years ago, with a record drop in the third quarter of 2012."

Þetta er auðvitað ekki risasveifla - - en eins og sést, þíðir þetta að umfang evra innan varasjóða, er komið þó niður í hvað það var akkúrat fyrir 10 árum.

Ef skuldakreppa evrusvæðis heldur áfram að magnast, getur þessi þróun haldið áfram.

 

Hrun í erlendri fjárfestingu á evrusvæði!

James Fontanella-Khan var með áhugaverða samantekt á fimmtudag:

Europe: Burnt and abandoned

  • "Between 2007 and 2011, annual investment in the 27 countries of the EU dropped by more than €350bn..."
  • "The decline was 20 times the fall in private consumption, for example, and four times the decline in the overall economy."
  • "That lost investment means companies in Europe will not generate €543bn in revenues they would otherwise have churned out between 2009 and 2020, the study estimated."
  • "Foreign direct investment has shrunk at a rate of 10 per cent a year since 2008, according to European Central Bank data."
  • "Merger and acquisition activity in Europe last year was down 34 per cent on 2011, and down 70 per cent from a 2007 peak, according to the OECD, a club of mostly rich nations."

Ég hef heyrt um þetta áður, að erlend risafyrirtæki. Séu að yfirgefa Evrópu í röðum. Það hefur einnig verið fjöldi af lokunum starfseininga.

Þetta er enn ein vísbending þess, að framtíðar hagvöxtur Evrópu verði afskaplega - afskaplega, dapur.

En eins og ég hef margoft áður sagt, hef ég miklar áhyggjur af stöðu Evrópu, vegna einmitt þess hve lélegar framtíðar horfur hagvaxtar eru. Þá hef ég tínt til, að mannfjöldaþróun í Evrópu sé þegar farin að fækka vinnandi höndum sem í boði eru. Og hitt, að verð á orku í Evrópu er orðið afskaplega hátt og fer hækkandi, meðan þ.e. t.d. ca. 1/4 þess í Bandaríkjunum. 

Svo má nefna eitt enn, en aðildarsinnar hneykslast gjarnan á stöðu samgöngumannvirkja í Bandaríkjunum, og benda á það hve mikið betra ástand þeirra er í Evrópu. En það þíðir einmitt, að ekki er unnt að íta undir hagvöxt í Evrópu með frekari eyðslu í samgöngumannvirki. Meðan að í Bandaríkjunum, er vel unnt að sjá þ.s. hugsanlega hagkvæma ráðstöfun - að ríkið slái lán fyrir umsvifamiklum framkvæmdum í samgöngum. Þannig að líkindi séu að, aukin skilvirkni hagkerfisins borgi það til baka síðar.

Í Evrópu væri sambærilegt átak, að byggja brýr til einskis og vegi einnig.

-----------------------------

Málið er að lélegri framtíðar hagvaxtargeta þíðir, að Evrópa mun eiga fyrirsjáanlega mjög erfitt með það í framtíðinni, að losna úr núverandi skuldavanda.

En vanalega leiðin, er sú að vaxa frá vandanum.

Mjög sjaldgæft að ríkjum takist að minnka skuldir, meðan þau eru í efnahagssamdrætti. Yfirleitt takist það ekki, eða líklegar er að skuldir aukist frekar en hitt hvað sem ríkið streitist á móti.

Það sé vegna þess, hve nútímaríki bera mikla samfélagslega ábyrgð. Þannig að kreppa magnar upp kostnað. Samtímis að mikil umsvif ríkisins innan hagkerfanna, þíðir að það munar verulega um það í heildarhagsveiflunni - ef ríkið minnkar sín umsvif.

Þannig að ef þ.e. ekki hagsveifla til að vega þá niðursveiflu ríkisins upp af hálfu einkahagkerfisins, þá sé mjög örðugt fyrir ríkið að framkalla skuldalækkun með niðurskurði. Því hagkerfið minnki þá á móti, þannig að hlutfall skulda af landsframleiðslu minnkar ekki - eða jafnvel hækkar.

  • Við slíkar aðstæður, sé verðbólga hin klassíska útleið af síðustu sort. 

 

Niðurstaða

Spurning hvort evrusinnar vita af því, að evrunni er farið að hnigna sem heimsgjaldmiðli?

Skelfilegt fyrir framtíð Evrópu, hve erlendum fjárfestingum hnignar nú ört.

-------------------------------

Skemmtilegur farsi: Putin hefur boðið Gérard Depardieu rússneskan ríkisborgararétt "“If Gerard really wants to have a residency permit in Russia or a Russian passport, we can consider this issue resolved positively,” Mr Putin said."

Haft eftir leikaranum: ""Mr Depardieu confirmed he had asked for Russian citizenship. “Yes, I applied for a passport, and I am glad my application has been accepted,” he wrote.""

Spurning hvenær vandi Frakklands verður að tragedíu? Fyrst að hann er í dag orðinn að farsa.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 76
  • Sl. sólarhring: 84
  • Sl. viku: 1442
  • Frá upphafi: 849637

Annað

  • Innlit í dag: 70
  • Innlit sl. viku: 1328
  • Gestir í dag: 70
  • IP-tölur í dag: 69

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband