28.7.2012 | 21:38
Seðlabanki Evrópu getur bjargað evrunni!
Kominn aftur til baka úr stuttu frýi. Það virðist að sl. fimmtudag og föstudag hafi átt sér stað stórt svokallað rallý á evrópskum og amerískum mörkuðum, út af ræðu sem Mario Draghi seðlabankastjóri evrusvæðis hélt í London sl. fimmtudag.
Í kjölfarið á föstudag, virtist mönnum á markaði sameiginleg yfirlýsing fundar Merkelar og Hollande, taka undir orð Draghi. Svo markaðir héldur fluginu áfram á föstudag.
Vonin mikla er að Seðlabanki Evrópu loksins - loksins, taki upp stóra prentunaraðgerð til björgunar fjármálakerfi evrusvæðis, og þar með til björgunar evrunni sjálfri.
En hvort raunverulega af þessu verður - er allt, allt annar handleggur.
En Draghi hefur a.m.k. sýnt fram á að orð hans geta enn haft áhrif.
Á hinn bóginn eru það áhrif, sem mjög auðvelt er að eyða - með því að skaða sinn trúverðugleika, sbr. ef hann endurtekið kemur með yfirlísingar án þess að nokkuð komi síðan í kjölfarið í formi aðgerða.
Orð Mario Draghi sl. fimmtudag:
Mario Draghi pledges to do 'whatever it takes' to save euro
""Within our mandate, the ECB is ready to do whatever it takes to preserve the euro. And believe me, it will be enough," ." - ""To the extent that the size of the sovereign premia (borrowing costs) hamper the functioning of the monetary policy transmission channels, they come within our mandate.""
Úr þessu má lesa, eða mjög margir lesa þau með þeim hætti, að Seðlabanki Evrópu sé með í farvatninu þá stóru aðgerð sem stjórnvöld Spánar og Ítalíu hafa verið að óska eftir nú mánuðum saman.
Það er að ECB hefji stórfelld kaup á ríkisbréfum beggja á markaði, í þeim tilgangi að tryggja þeim lánsfé á viðráðanlegum fyrir þau kjörum.
Þetta er þó mjög á lagalega séð gráu svæði, því skv. ákvæðum sáttmála ESB sem fjalla um ECB þá er ECB bannað að veita aðildarríkjum neyðarlán - sbr. "bailout." En á hinn bóginn er algerlega klárt að án þess að lántökukostnaður Spánar og Ítalíu er niðurgreiddur og það hressilega.
Þá sigla bæði löndin í strand, Spánn jafnvel fyrir nk. áramót, eða jafnvel einhverntíma í haust. Ítalía sennilega hefur ívið lengri tíma, sennilega a.m.k. fram á mitt nk. ár.
Fræðilega væri unnt síðar meir að skuldbreyta þeim lánum í langtímalán á lágum vöxtum, jafnvel 100 ára bréf eins og Bretar hafa þrisvar í sinni sögu gert.
Hvað sögðu Merkel og Hollande sl. föstudag?
"France and Germany are fundamentally tied to the integrity of the euro area. They are determined to do everything to protect it." - "European institutions ... must fulfil their obligations,"
Menn hafa sérstaklega verið að lesa skilaboð út úr seinni setningunni, á þá leið að þau væru að segja eitthvað á þá leið "yfir til þín Mario Draghi."
En enn einu sinni veit í reynd enginn hvort von er á aðgerðum, en þetta tvennt þ.e. orð Draghi og þ.s. menn lesa sem stuðningur Merkelar og Hollande við þau orð Draghi, lyfti mörkuðum mjög hressilega upp síðustu tvo dagana fyrir helgi, að auki lækkaði vaxtakrafa Spánar um rúmt prósent.
Þetta getur reynst mjög mikið skammtíma glaðningur - ef þessum orðum er ekki fylgt eftir frekar fljótt með aðgerðum.
En skv. Financial Times: Politicians back Draghis aggressive stance
"Still, senior eurozone officials cautioned market hopes that the ECB was preparing to restart its long-dormant bond-buying programme as soon as next week, when the ECBs governing council meets in Frankfurt, were likely to be disappointed." - "Critically, several senior officials said the ECB was unlikely to dip back into Spanish and Italian bond markets unless it was preceded by action from the eurozones 440bn rescue fund, the European Financial Stability Facility, which last year was given the power to purchase bonds both on the open market and at auction." - "The bank will want some guarantees now, said the official. They will want to see the governments are willing to act and that the Spanish government is committed to reforms. - "There are no plans in the pipeline, said a second senior eurozone official. One needs to remember that what Schäuble and Merkel really, really do not want is to get the Bundestag out of summer recess.
Svo miðað við þetta - virðist í reynd ekki neitt hafa gerst. Málið sé á milli ECB og aðildarríkja statt á sömu slóðum og um sama leiti á sl. ári, þ.e. ECB vill að aðildarríkin taki á sig aukinn kostnað sbr. björgunarsjóðakerfi, sem ríkin standa straum af sameiginlega.
ECB vilji að pólitíkusarnir veiti forystu í málinu - en ef þetta er rétt, veit ég ekki alveg til hvers yfirlísing Draghi var. Nema að, upp sé að koma deilur innan sjálfs bankans um stefnuna. Menn greini á, þannig að menn tali ímisst norður eða suður.
Ég get sosum keypt það að ekkert sé að gerast á næstunni - það sé líklega rétt að Merkel og Hollande hafi ekki áhuga á að kalla eigin þing úr sumarfrýi, en þau koma vanalega ekki saman fyrr en mánaðarmót ágúst/september eða e-h eftir þau mánaðamót. En það virðist hefð í Evr. að allir taki frý í ágúst.
En þá má velta fyrir sér hvort Draghi er ekki að eyða trúverðugleika sínum út í loftið.
Jæja, þetta verður að koma í ljós hver hefur rétt fyrir sér.
Hvort eitthvað gerist á leiðtogafundi aðildarríkja ESB í nk. viku.
Ef ekki þá pissar þetta rallý á mörkuðum hratt út aftur, og verð leita í það far er þau voru stödd í.
Niðurstaða
Það virðist ekki a.m.k. augljóst að skjótar aðgerðir fylgi að baki orðum Mario Draghi sl. föstudag. Ef tilvitnanir FT.com í þ.s. þeir kalla háttsetta embættismenn eru á rökum reistar, þá virðist í reynd ekki neitt hafa gerst.
En eitt er þó ljóst að ECB getur bjargað evrunni - þ.e. með þeirri aðferð að baktryggja allt klabbið þ.e. bankana og aðildarríkin.
Og einfaldlega keypt stöðugt ríkisbréf á undirverði þannig tryggt ríkjum ódýrt lánsfé.
Samtímis getur ECB dælt peningum inn í banka, endurfjármagnað þá með seðlaprentun.
Ath. - ekkert af slíku þarf að vera skilyrðislaust. Að sjálfsögðu t.d. dældi "Federal Reserve" ekki peningum í bandaríska banka án nokkurra skilyrða, og það gerði "Bank of England" ekki heldur fyrir breska. Reyndar kvá bandar. bankar þegar vera búnir að endurgreiða það fé til seðlabankans.
Veiting ódýrs lánsfjár til aðildarríkja í vanda - getur verið gegnt sambærilegu kerfi eins og um AGS lán væri að ræða, nema að ECB getur veitt það fé t.d. á 1% vöxtum.
Auðvitað þarf ECB að taka yfir fulla ábyrgð á bankakerfi aðildarríkja evrusvæðis.
Það auðvitað bindur enda á það kerfi, að bankar séu "slush funds" ríkisstjórna, sbr. hvernig ríkisstjórn Ísland nýtir okkar lífeyrissjóði sem eru meginkaupendur ríkisbréfa og þannig fjármagna hallarekstur þess. Sama gera ríkin í Evrópu við banka starfandi í eigin landi, þess vegna myndast svo slæm víxlverkan milli skuldakreppau ríkissjóðs og banka sem sá ríkissjóður ber ábyrgð á.
En þá kemur vandi, að ríki sem sjálf eru ekki í vanda - eru líklega treg til að binda enda á þetta þægilega samband, sjá ekki af hverju þau eiga að gera það er þau eru ekki í vanda.
Leiðirnar til lausnar eru þekktar - en viljann hefur skort.
Og þ.e. ekkert endilega augljóst að sá vilji sé allt í einu kominn.
Kv.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
- Rússland ætlar að hætta stuðningi við uppreisnarmenn í Súdan ...
- Gríðarlega mikilvægt að Úkraína fær bráðnauðsynlega hernaðara...
Nýjustu athugasemdir
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Margar þjóðir eru tibúnar að hjálpa til við uppbygginguna en sú... 9.12.2024
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Grímur Kjartansson , Sýrland er efnahagslega rjúkandi rúst - ei... 9.12.2024
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Mér skilst að al-Jilani hafi keypt sér liðveislu USA með því a... 9.12.2024
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerl...: Ásgrímur Hartmannsson , grímur -- Viðreisn er hægri flokkur. Ha... 8.12.2024
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 1
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 32
- Frá upphafi: 857479
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 28
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég hafði 2 Hollendinga í heimsókn um jólin og spurði þá "hvað getur ESB gert til að bjarga evrunni?"
Önnur svaraði strax "prenta seðla" og hún er ekki vitlaus kona og hátt sett. Hin er einnig greind og hátt sett, en deildi efasemdum mínum um að prenta og prenta og ekki takast á við vandann sjálfann, eins og USA hefur gert.
Þu staðfestir orð Gerntrud Staalvagen frá Hollandi kæri bloggvinur!
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 28.7.2012 kl. 23:27
Vandinn er að það eru einungis vondar lausnir mögulegar - Spánn er svo herfilega skaddað hagkerfi eftir fjárfestingarbóluna sem þar sprakk cirka ári seinna en sambærileg bóla sprakk hérlendis, að ég á mjög erfitt með að sjá hvernig mögulega þeir geta fylgt fram þeirri leið sem þeim er sett fyrir af stofnunum ESB. En vandi ríkisins þar er vegna þess að hagkerfið er skaðað, en almenningur er skuldum vafinn - fyrirtæki einnig, að mörgu leiti er ástandið þar líkt ástandinu hérlendis. En stofnanir ESB ætlast til þess að ríkið skeri niður samtímis því að almenningur og fyrirtæki víðsvegar um þeirra hagkerfi einnig eru að því á sama tíma.
Ríki í sambærilegum vanda sbr. Svíþjóð á 10. áratugnum, hafa vanalega reddað sé með því að auka útflutning - það væri aðferð okkar. Þá hafa þau minnkað innflutning á móti sbr. Svíþj. sem einnig gekk í gegnum gengisfall - sem bjó til hagstæðann viðskiptajöfnuð, en ég er stórfellt efins að Spánn geti leikið þann leik.
En til að skapa jákvæðann viðskiptajöfnuð, ekki bara jákvæðann heldur nægilega stórann jákvæðann, þá þarf í staðinn verulegar beinar launalækkanir en slíkar auka þá skuldavanda almennings auk þess að það dregur enn frekar úr neyslu - hvort tveggja minnkar hagkerfið enn frekar en orðið er sem hækkar hlutfall skulda þess miðað við landsframleiðslu, auk þess að tekjur ríkisins minnka vegna veltuminnkunarinnar.
Vandinn við þetta er hve erfið skuldastaða er útbreidd, en það eru þær skuldir sem verða hengingarólin er tekjur allra minnka þ.e. fyrirtækja - almennings og svo ríkisins. Þ.e. eiginlega vegna þeirra sem líklega svokölluð leið innri hjöðnunar gengur ekki upp í tilviki Spánar - þó svo hún virðist hafa gengið upp í Eystrasaltöndum, en í þeim löndum eru skuldir almennt minni og því neðangreindur vítahringur ekki eins erfiður.
En hann er þannig, að á víxl sker almenningur niður, fyrirtæki einnig - síðan ríkið aftur, og síðan almenningur aftur og fyrrtæki, og svo hefst hringurinn aftur. Meðan hagkerfið spíralar sífellt hraðar niður. Þetta er kallað "debt depression" hagfræðingurinn Kanes skilgreindi hana fyrir mörgum áratugum.
Eina leiðin til að komast hjá honum, virðist vera að dæla peningum inn í kerfið - þannig lækka verðgildi peninganna sjálfra, sem þá raunlækkar skuldir hagkerfisins, þá allra aðila innan þess samtímis. Hinn möguleikinn virðist hrun sem einnig veldur miklu tapi þeirra sem eiga peninga.
Tregða aðila sem eiga peninga til að sætta sig við að ástandið sé með þessum hætti, getur leitt til verstu útkomunnar. En þ.e. þó ekki endanlega öruggt að sú útkoma verði ofan á.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 29.7.2012 kl. 01:25
sammála að þetta sé eina leiðin, ef allir auðkýfingar NEITA að afskrifa skuldir og verða kannski helmiki ríkari en fyrr. Vandamálið í mínum huga er misskipting auðsins.
Takk fyrir fyrirmyndar gott svar. það er rökkstutt og skiljanlegt,
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 29.7.2012 kl. 01:38
Helmings fátækari...átti þetta að vera að sjálfsögðu!
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 29.7.2012 kl. 01:39
Þ.e. visst ógnarjafnvægi milli misskiptingar, sem þarf augljóslega vera töluverð einatt hefur verið en þó misjafnt hve mikil eftir tímabilum innan samfélaga, og þarfarinnar fyrir skilvirkni. Samfélög virðast skilvirkust þegar finnst einhverskonar millilending - þ.e. hvorki of né van, en samtímis vill keppni aðila eftir meiri auð en alltaf eru sumir duglegri en aðrir magna upp misskiptinguna.
Mér sýnist engin endanleg lausn möguleg, en skilvirkasta ástandið er t.d. breytilegt eftir tæknistigi og einnig þeim björgum sem til staðar eru í hverju samfélagi. Að auki er erfitt að halda aftur af útsjónarsömum einstaklingum.
Það er því stöðug togstreita - mér sýnist líklegt að aldrei muni hverfa. Að auki er sennilega aldrei unnt að vera 100% viss á hverjum tíma akkúrat hvar þessi "goldilocks" punktur liggur, þannig að einnig út af því verði deilan um rétta skurðpunktinn ætíð til staðar.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 29.7.2012 kl. 03:16
Sammála innilega að togsteitan verður að vera, en ekki á milli "erfingja" og "erfingja erfingja" ...endalaust. Því verður að breyta?
Lesu Hermann Hesse og Thomas mann. Svona leiðir alltaf til hnignunar og ófrjósemi, hvort sem er ríkis eða fjölskyldu.
Allar fjölskyldur þarfnast mest að tilheyra samfélagi og síðan að vera (ríkir) einstaklingar?
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 29.7.2012 kl. 03:41
Er þessi lausn ekki hálfgerð hringekja fáráðnleikans, Einar? Er þetta ekki bara stækkuð mynd af þeim aðferðum sem íslensku bankarnir notuðu fyrir hrun? Kemur ekki að skuldadögum?
Að prenta peninga er auðvitað ein leið, en hverjir eru fylgifiskar hennar?
Vandinn er sameiginleg mynnt yfir mismunandi hagkerfum. Þann vanda verður fyrst og fremst að leysa. Til þess eru tvær leiðir; sameiginleg mynnt yfir sameiginlegu hagkerfi eða mismunandi myntir yfir mismunandi hagkerfum. Allar aðrar lausnir eru einungis frestun á því sem er óhjákvæmilegt, algeru hruni.
Að sameina hagkerfi evrulanda undir eitt þíðir í raun stofnun eins stórríkis. Þetta er sú lausn sem æ oftar heyrist meðal ráðamanna evruríkja og kommisara ESB. En er sú leið raunhæf? Munu þegnar þeirra þjóða sem mynda evrusamstarfið vera tilbúnir til að afsala sínu þjóðríki? Varla og því má segja að sú leið sé úr myndinni. Verði engu að síður farin sú leið, er hætt við að Evrópa muni enn einusinni loga í ófriði, með tilheyrandi hörmungum.
Þá er einungis ein leið eftir, mismunandi myntir yfir mismunandi gjaldmiðlum. Afnám evrunnar. Þessi leið er vissulega sársaukafull og sýnu verst fyrir þau ríki sem verst standa. Að gera þetta meðvitað og skipulega er þó sársaukaminna en láta það koma stjórnlaust. En það þarf þá að fara að taka til hendinni. Hver dagur sem líður án þess að sú vinna hefst gerir sársaukann meiri.
Gunnar Heiðarsson, 29.7.2012 kl. 09:03
Það þarf ekki að vera. Mundu eftir "stagflation" árunum. Ég er á því að þá hafi verðbólgu verið beitt af löndum Evr. og N-Ameríku. Þá lækkuðu lífskjör í þeirri verðbólgu bæði V- og Austan hafs. Það sennilega var óhjákvæmilegt er olíuverð fór upp og fór aldrei alveg til baka í sama far.
Verðbólga getur aðlagað lífskjör í Evrópu að þeim björgum sem raunverulega eru til staðar með svipuðum hætti.
Ég er á því að verðbólga sé ekki endilega versta leiðin til þess - sársaukaminni en leið innri verðhjöðnunar sem verið er að íta yfir löndin af stofnunum ESB og þjóðverjum.
Allar leiðir að markmiði sem þú velur hafa afleiðingar. Spurningin þá hver hefur minnst alvarlegar slíkar af þeim sem þú hefur úr að velja.
Það má vel vera að ef þjóðir evrusvæðis redda sér með verðbólgu frá stærra hruni þá komi hrun einhverntíma seinna.
En þ.e. þá vandi þess tíma - þeirrar framtíðar. Með verðbólguleið geta þær hugsanlega velt því til framtíðar hvort sameiginlegur gjaldmiðill og þjóðríki enn með töluvert sjálfstæði gengur upp eða ekki. Það verður örugglega áfram mjög "messy" ástand.
En næsta hrina stórra vandamála gæti hugsanlega frestast um einhvern árafjöld inn í framtíðina. Hver veit, kannski þá sé vilji til stærri skrefa átt til sameiningar sem ekki er nú til staðar. Eða kannski er þá vandinn aftur tímabundið leystur með sömu verðbólguleiðinni.
Þá er það auðvitað orðið soldið hin venjulega íslenska aðferð að aðlaga hagkerfið reglulega með verðbólgu. Auðvitað er sá möguleiki til staðar, að einhverjir segi bless við evruna ef útlit er fyrir að stefnan verðólguleið verði valin. Það gætu þá verið frekar lönd eins og sjálft Þýskaland og Austurríki. Sem myndi gera evruna að gjaldmiðli hinna landanna sem þurfa öllu jöfnu veikari gjaldmiðil eins og t.d. Ítalíu og Spán.
---------------------------
Sennilega er meginpunkturinn sá að enn eru til staðar flr. en ein möguleg útkoma.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 29.7.2012 kl. 10:42
Anna - ég held að þá yrði að breyta því grunn mannlega eðli að vera frekar sjálfselskur og samtímis að hver og einn vill vanalega hafa það betra fyrir sjálfa sig, og sínar fjölskyldur. Það leiðir til þess að við erum mjög oft frekjur, tillitsemi við hvert annað oft takmörkuð. Sjáumst dálítið oft ekki fyrir í sókn hvers og eins eftir betra. Þá gjarnan fýkur tillitsemin gagnvart hverju öðru út í vindinn. Síðan með lögum, dómstólum, lögreglu jafnvel her - leitast hvert samfélag til að halda einhverri stjórn á hlutum. Gengur ávallt misvel. Ekki má gleyma að einnig að einstök samfélög sem heild, eru einnig ávallt í mjög sambærilegri samkeppni sín á milli.
-------------------
Í raun finnst mér mannlegt eðli enn mjög líkt eðli dýranna sem marka sér landareignir, verja þær með kjafti og klóm gagnvart næsta einstaklingi sömu tegundar, hvert og eitt ávallt reynir að ná sem bestri landspildu.
Að þrátt fyrir að við séum mun flóknari í nálgun og samfélagsgerð, sé okkar innsta eðli enn hið sama. Ég á ekki von á að þetta samkeppniseðli hverfi, né töluverð sjálfselska - en spurning hvort samfélögin verði ekki eitthvað hæfari í því að leiða hópinn framhjá verstu hindrununum, mér sýnist t.d. að hætta á styrrjöldum meðal ríku þjóðanna sé mun minni en fyrir 100 árum t.d. Þannig að e-h hefur batnað. Þó enn haldi hlutir áfram að vera klúður með margvíslegum hætti.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 29.7.2012 kl. 10:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning