Það er mikil sýndarmennska í gangi varðandi mál Huang Nubo!

Þetta er mín upplifun, sérstaklega finnst mér þetta eiga við þingmenn Vinstri Grænna sem vaða nú uppi, með eindæmum hlægilegt að Björn Valur skuli nú allt í einu tala gegn þeirri ráðstöfun að heimila Huang Nubo að leigu að Grímsstöðum á fjöllum til langtíma, gegn því að sveitarfélögin á svæðinu eigi landið.

Málið er að hans afstaða og ímissa annarra er svo afskaplega órökrétt!

Mig grunar að í hans tilviki sé þetta fyrst og fremst pólitísk froða!

 

  • Punkturinn er sá að það er engin leið, alls engin, að koma í veg fyrir fjárfestingu Huang Nubo, meðan Ísland er með í gildi samkeppnislagasafn Evrópusambandsins!
  • Það kom í ljós um daginn er sænskur maður keypti - Eignast 46% hlut í veiðiréttindum - tvær og hálfa jörð á Vestfjörðum, þá þurfti ekki að leita til stjórnvalda - né höfðu þau í reynd nokkuð um málið að segja, þ.s. að skv. EES sem inniber samkeppnislagasafn ESB, þá hafa íbúar EES ríkja og ESB aðildarríkja jafnan rétt til fjárfestinga á slíkum eignum í löndum hvers annars. Það er þráðbeint bann við mismunun í gildi! Mismunun er kærð til Eftirlitsstofnunar EFTA, sem síðan vísar því máli til EFTA dómstólsins sem dæmir skv. dómafordæmum svokallaðs Evrópudómstóls.
  • Huang Nubo ef honum er settur stóllinn fyrir dyrnar, þarf ekki annað en að kaupa lítið fyrirtæki í Svíþjóð, það þarf ekki endilega vera skúffa getur t.d. verið starfandi dvergfyrirtæki t.d. ferðaskrifstofa með einn eða tvo starfsm. Síðan leggur hann fjármagn á reikning þess fyrirtækis og það gerist fjárfestir hérlendis. Þá gilda sömu reglur um það og hvert annað fyrirtæki sem hefur lögheimili í aðildarlöndum EES eða ESB, að þau hafa jafnan rétt á við ísl. fyrirtæki eða einstaklinga.
  • Þetta er þ.s. ég á við um það, að afstaða Björns Vals gangi ekki upp. En hann styður að Ísland sækji um aðild að ESB. Vill eins og hann segir að málið sé ákveðið af þjóðinni. En aðild myndi færa okkur enn dýpra inn í lagaramma ESB, og sá lagarammi gerir það í reynd ómögulegt að stöðva Huang Nuboa.
  • Það má vera auðvitað að einhverjir þingmenn VG skilji ekki að þeirra afstaða sé órökrétt. En ég held að Björn Valur viti þetta. Afstaða hans sé fyrst og fremst pólitískt ryk.
  • Svo um ísl. starfsmenn, en þá aftur á við að vegna EES regla eða ESB regla, er í reynd ekki unnt að setja erlendum fyrirtækjum stólinn fyrir dyrnar, krefjast þess að þau hafi ísl. starfsm. En um fyrirtæki frá EES og ESB gildir, að þau hafa jafnan rétt á við ísl. fyrirtæki að koma hingað með eigin starfsm., eins og ísl. hafa rétt til að koma með sína starfsm. til aðildarlanda ESB.
  • Ef leitast væri við að setja Huang Nubo stólinn fyrir dyrnar, krefjast þess að hann hafi ísl. starfsm., þá aftur gildir að hann getur með því að eignast t.d. sænskt smáfyrirtæki, komist framhjá öllum slíkum kröfum. Þá gildir um það fræðilega sænska fyrirtæki að það hefur jafnan rétt á við ísl. þar með starfsm. þess - þó þær væru nær allir kínv. 


Hið rökrétt er!

  • Þeir sem vilja ekki sjá eign útlendinga á íslensku landi, verða að krefjast þess ef þeir ætla að vera sjálfum sér samkvæmir, að Ísland segi upp EES.
  • Að auki að horfið verði þegar frá áformum um hugsanlega aðild, umsókn um aðild verði dregin til baka sem allra fyrst.
  • En einungis með því að ganga úr EES, útiloka ESB aðild um alla framtíð - - verður mögulegt fyrir Ísland að setja reglur sem takmarka eignaraðild útlendinga á landi hérlendis.
  • Það hefur verið minnst á reglur sem gilda í Danmörku, en Danir sömdu á sínum tíma um sérundanþágu frá reglum ESB, þeir einir mega beita slíkum takmörkunum. Þær standa engum öðrum til boða. Alls ekki landi sem óskar eftir aðild að sambandinu. En Danir voru í aðstöðu til að fá sérákvæði fram fyrir sig, vegna þess að þeir voru meðlimir að ESB þegar þær samkeppnisreglur voru settar. Þeir hótuðu að beita neitunarvaldi - fengu sitt fram. Um öll lönd sem hafa síðar fengið aðild, eða eru að óska aðildar; þá stendur ekki til boða að fá að beita sambærilegum ákvæðum. Það sama á við um Ísland sem meðlimur EES. Það er ekki mögulegt að setja slíkar takmarkanir meðan EES regluramminn er í gildi.
  • Að auki gildir það einnig, að ef fólk vill tryggja það að erlend fyrirtæki starfandi hér hafi íslendinga í vinnu, þá er ekki unnt að setja þeim stólinn fyrir dyrnar svo lengi sem Ísland er meðlimur að EES, þar með - með lagaramma ESB í gildi varðandi svokallað 4 frelsi.


Niðurstaða

Það er alltof mikið um ílla upplýsta umræðu um Huang Nubo málið. Ég hef sagt að svo lengi sem við erum meðlimir að EES, þá sennilega sé það ferli nú í þeim skársta farvegi sem mögulegur sé, þ.e. að sveitarfélögin eigi landið - að Huang Nubo þurfi að semja um öll mál við þau.

Þá hafa þau eitthvað um málið að segja, eitthvað um framtíð svæðisins.

-------------------------------

Einungis með uppsögn EES, er unnt að setja reglur hérlendis sem takmarka með almennum hætti rétt útlendinga til þess að eiga hérlendis land.

Að auki, á það einnig við um kröfu þess efnis að fyrirtæki sem eru erlend og starfa hérlendis hafi íslenska starfsmenn, að eina leiðin til þess að ísl. stjv. geti sett reglur eða lög, um tiltekið lágmarkshlutfall ísl. starfsm. hjá erlendum fyrirtækjum starfandi hérlendis - - er að Ísland yfirgefi hið snarasta EES. Að sjálfsögðu er þá heilaskemmd að ætla að sækja um ESB aðild, og vera samtímis þeirrar skoðunar að íslendingar eigi að starfa hjá erlendum fyrirtækjum starfandi hér.

Það er alltof mikið um það að fólk virðist ekki skilja þessar grunnstaðreyndir.

Umræðan er alltof þokukennd.

Ekki eru fjölmiðlarnir neitt að upplýsa um þessi atriði - ekki einu sinni RÚV.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Góð grein og athyglisverð, Einar Björn.

En eitt vefst fyrir mér; nú brjóta íslendingar EES lögin um fjórfrelsið með gjaldeyrishöftunum og ekkert gerist. Væri þá ekki líka hægt að brjóta EES með því að banna landakaup erlendra hvaðan sem þeir koma? A.m.k. láta reyna á það?

Kolbrún Hilmars, 29.7.2012 kl. 16:20

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Ehem, okkur var fyrirgefið út af gjaldeyrishöftum vegna viðurkennds neyðarástands, og vegna þess að stjv. eru með mótaða áætlun með undirskrift AGS um losun hafta í áföngum. Það eru aftur á móti mörg dómafordæmi um það að hart sé tekið á mismunun. Það eru þá fyrirtækin sjálf sem kæra eða þeir einstaklingar sem telja á sér brotið. Það myndi sennilega ekki þurfa mjög langa umfjöllun hjá EFTA dómstólnum.

Síðan þ.s. samningurinn er í ísl. lögum, hluti af þeim, myndu aðilar nota dóm EFTA í dómsmáli hérlendis þ.s. krafist væri skaðabóta af stjv.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 29.7.2012 kl. 16:56

3 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Þá er ekkert annað að gera en segja upp EES og gera tvíhliða viðskiptasamning í staðinn. Líkt og Sviss og hvíslað er að Noregur sé að hugleiða.

Það sér það auðvitað hver heilvita maður að 300 þúsunda manna þjóð getur aldrei notið neins "jafnræðis" gagnvart 500 milljóna manna apparati.

Kolbrún Hilmars, 29.7.2012 kl. 17:28

4 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Eða segja honum upp og treysta á reglur Alþjóða Viðskiptastofnunarinnar eingöngu, sem aðildarríki ESB eru einnig meðlimir að ásamt okkur, Kína, Japan, S-Kóreu og mjög mörgum flr. ríkjum.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 29.7.2012 kl. 17:49

5 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Enn athyglisverðari hugmynd, Einar Björn. Hef ekki fyrr heyrt nefndan þennan möguleika; Alþjóða Viðskiptastofnunina. ?

Kolbrún Hilmars, 29.7.2012 kl. 18:05

6 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Við erum meðlimir, skammstöfunin er "WTO." Þetta er hið alþjóðlega viðmið, það þíðir tollar en þeir eru ekki lengur það háir. Hið minnsta hafa Japanar - Kínv. - S-Kóreumenn - Taivanar o.flr. Bandaríkin einnig, alveg treyst sér til að flytja vörur til annarra landa og borga þá tolla, samt talið viðskiptin borga sig. 

Þú getur gluggað í gegnum vef "WTO."

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 29.7.2012 kl. 18:16

7 Smámynd: Elle_

Já, merkilegur pistill og takk fyrir hann.  Og ég varð hissa á ýmsu, eins og undanþágu Danmerkurs.  Það hefur þó legið ljóst fyrir að við yrðum að segja upp EES-samningnum ef við ætluðum að halda landinu/landsvæðum meðal ísl. ríkisborgara.

Elle_, 30.7.2012 kl. 00:09

8 Smámynd: Elle_

Danmerkur.

Elle_, 30.7.2012 kl. 00:09

9 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Takk Einar, þetta var þarft, sem og athugasemdirnar.  

Hrólfur Þ Hraundal, 30.7.2012 kl. 13:46

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 3
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 36
  • Frá upphafi: 845414

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband