14.7.2012 | 02:20
Ekki útlit fyrir tilslakanir gagnvart Grikklandi!
Gríska ríkisstjórnin vill fá meiri tíma til að standa við "skuldbindingar" Grikklands, sérstaklega að niðurskurði verði dreift á lengri tíma. En vandinn við þetta er, að þá þurfa aðildarríkin að láta Grikkland fá meiri peninga - mætti kalla það, "björgun 3." En enginn vilji virðist til þess að standa í slíku eina ferðina enn gagnvart Grikklandi, sérstaklega þegar Spánn er í vandræðum - kann að vera að miklum fjármunum þurfi að verja til að halda því landi á floti.
- Vandinn er ekki síður, að ímsir telja nú - að rétt sé að láta Grikkland krassa, sem aðvörun til annarra landa innan evrusvæðis.
- Svo má ekki gleyma heldur, að trúverðugleiki stjórnenda Grikklands er í algeru lágmarki, margir telja að það verði að halda svipunni hátt á lofti.
- Svo vilja sumir meina, að tilslakanir gagnvart Grikklandi, væri það að umbuna slæma hegðun.
Það var alltaf fyrirframljóst - að það myndi vera á brattann að sækja fyrir grísk stjórnvöld, að fá fram nokkrar hinar minnstu tilslakanir.
Á sama tíma, virðist nú næsta öruggt - að Grikkland þ.e. grísk stjv. geta ekki fylgt fram hinni svokölluðu "björgunaráætlun."
Þetta segir eiginlega að - það geti verið að styttast í hið endanlega gríska krass.
Sjá Der Spiegel International: Germany Rejects Greek Plea for More Time
Skv. frétt þá hefur Spiegel heimildir fyrir því, að ekki komi til greina sbr. Spán, sem hefur fengið 1 árs frest, að veita nema í besta falli - greiðslufrest í nokkrar viðbótar vikur.
Það sé allt og sumt sem sé slakinn í áætluninni, sem fjármögnuð er skv. láni - frekari frestir krefðust því frekari fjármögnunar, sem enginn vilji sé fyrir.
"Greece has committed itself to saving an additional 11.5 billion ($14 billion) over the two-year period from 2013 to 2014, but is having difficulties coming up with ways to make further cuts in addition to the massive austerity measures it has already passed."
Sterkar líkur virðast um það, að fulltrúar svokallaðrar "þrenningar" (AGS, Seðlab.Evr., Björgunarsjóður evrusvæðis - í eigu og undir stjórn aðildarríkjanna) sem eru að skoða þessa dagana stöðu mála í Grikklandi, muni skila skýrslu þess efnis - að Grikkland sé ekki að standa sig.
Enda hefur nánast alger upplausn ríkt, tvær þingkosningar átt sér stað í sumar, því í reynd nánast ekkert gerst í um tvo mánuði.
En svokölluð björgunaráætlun, er með mjög þröngan tímaramma - og stífar kröfu uppi um mjög umtalsverðan viðbótar niðurskurð, þegar á þessu ári - niðurskurður sem ekki er búinn að eiga sér stað.
Ég er mjög skeptískur á að Grikkland endist mikið lengur.
En ég á mjög bágt með að trúa, að ríkisstjórn með minnihluta kjósenda að baki sér - geti farið í slíkar aðgerðir, þegar ástand mála er nú orðið svo hörmulegt sem það er, nú þegar.
En ljóst má vera, að kjósendur munu telja að flokkarnir hafi gengið á bak orða sinna, en þeir lofuðu að semja um það, að slakað yrði á gagnvart Grikklandi.
Í því ástandi sem rýkir, getur verið mjög grunnt núna - á alvarlega óeyrðir og aðra upplausn.
-------------------------------------
Líkur eru þó á því, að Grikkland verði ekki gjaldþrota þegar fyrir nk. mánaðamót, en lausn virðist vera að Grikkland gefi út skammtíma bréf þ.e. til 3 mánaða - til að greiða útborgun á skuld við Seðlabanka Evrópu, en sú stofnun hefur gefið út að hún mun ekki gefa nokkurn aflsátt.
Greece to sell 1.25 bln eur 3-month T-bills July 17
En það frestar bara greiðslunni um 3 mánuði. Svo kemur ofan á, krafan um harkalegan niðurskurð - sem Grikkland stendur enn frammi fyrir - > á að framkvæma STRAX.
Á sama tíma, var ríkisstjórn Grikklands búin að segja - að það muni ekki verða af þeim uppsögnum fj. ríkisstarfsm. sem einmitt er krafa um.
Ef hún bakkar með það loforð - sem hún gaf einungis fyrir nokkrum vikum, og önnur kosningaloforð - þá er hætt við sprengingu í samfélaginu.
Niðurstaða
Grikkland hefur heldur farið út úr fókus, vegna þess að nú er Spánn land sem mun meir munar um í vanda, þá allt í einu virðist Grikkland minna mikilvægt. Það hafa einnig verið raddir uppi þess efnis, að lofa Grikkjum að verða gjaldþrota.
En áhættan er sú, að ef Grikkland krassar úr evrunni - er rofið tapúið að upptaka evru sé ekki afturkallanleg.
En það hefur einmitt verið talið eitt af lykilatriðum að baki trúverðugleika evrunnar, að hún væri óafturkræf - þ.e. ekki unnt fyrir ríki að bakka til baka út úr henni síðar.
Ef það tabú er rofið, verður evran einfaldlega mjög niðurnjörvað gjaldmiðilssamstarf.
Þetta fordæmi getur því breitt í reynd öllu.
Því með því er þá nýtt fordæmi skapað, að það sé víst hægt að fara út. Og ef Grikkland fær áfram að vera í ESB, en ég sé ekki nokkra praktíska leið til að reka land þaðan sem ekki sjálf vill fara, þá er það fordæmi komið að lönd innan evru geti einfaldlega bakkað aftur út úr henni, og haldið samt fullri aðild að Evrópusambandinu.
Þannig, að í reynd ef mönnum er í reynd alvara með það, að vilja verjast hugsanlegri eða líklegri upplausn evrusvæðis, þá eiginlega má ekki skapa þetta fordæmi.
Kv.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
- Rússland ætlar að hætta stuðningi við uppreisnarmenn í Súdan ...
- Gríðarlega mikilvægt að Úkraína fær bráðnauðsynlega hernaðara...
- Ég er eindregið þeirrar skoðunar - Ísrael geti ekki unnið str...
- Trump, hefur viðurkennt að geta ekki greitt - 464 milljón dol...
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 26
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 23
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning