Mariano Rajoy framkvæmir skipanir veitenda neyðarláns um niðurskurð!

Eins og fram kom í helstu fjölmiðlum heims á miðvikudag, hefur forsætisáðherra Spánar kynnt um viðbótar niðurskurðar-aðgerðir, ofan í þær sem hann hafði áður ákveðið að innleiða snemma á árinu. En það þarf einmitt að muna, að Rajoy var þegar farinn að beita hörku. Fyrri aðgerðir fólu einmitt í sér skerðingar á tekjum ríkisstarfsmanna, niðurskurð hjá ráðuneytum, og hækkanir skatta. Nú heggur Rajoy aftur í sama knérunn, þ.e. frekari skerðingar tekna opinberra starfsmanna, auk þess að skattar eru hækkaðir enn frekar. Þetta kemur ofan í ástand þ.s. vaxandi kreppa rýkir.

  • "Mr Rajoy said VAT will rise from 18pc to 21pc – though a 4pc rate will remain for food"
  • "Unemployment benefits will be cut."
  • "Interest on mortgages will no longer be tax deductable."
  • "Public employees will lose their Christmas bonus – a de facto pay cut – and will have to work longer..."
  • "Fiscal tightening will amount to 2.7pc of GDP this year, 2.5pc next and 1.9pc in 2014 in the midst of a deep slump without monetary stimulus or devaluation to cushion the blow."

Það er mjög umdeit hagfræðilega - hvað skal gera í aðstæðum sem þessum. En ég er sammála þeim sem lýsa kreppuástandinu á Spáni sem "balance sheet depression."

En það vísar til þess, að um er að ræða meir skuldakreppu hagkerfisins - en ríkisins sjálfs.

Þ.e. að kreppan í hagkerfinu, skapar vanda ríkissjóðs - ekki öfugt.

Vandinn er, að þær aðgerðir sem Spánn er þvingaður til að beita - miða út frá þeirri hugsun, að vandi Spánar sé ríkisútgjalda-legs eðlis, því rétt greining að skera niður útgjöld og hækka skatta.

Þarna greina menn á um - hver grunn vandinn er.

En þ.e. algerlega ljós í mínum huga, að í ástandi því sem ríkir á Spáni, er mjög neikvætt eða rangt að beita þeim úrræðum sem verið er að þvinga upp á Spán.

Spain bows to EU ultimatum with drastic cuts

Spain Piles On Austerity Measures

EU Leaders Fail to Convince

Spain steps up austerity amid protests

Debate rages over benefits of fiscal austerity

 

Það sem þarf að hafa í huga - er að úrræði þurfa að taka mið af því samhengi sem rýkir!

  • Ef ríkissjóður er skuldsettur t.d. eftir sukk einhver ár á undan.
  • Og ef á sama tíma, þ.e. ekki til staðar útbreiddur skuldavandi meðal almennings.
  • Og að auki, ef atvinnulíf er ekki heldur mjög verulega skuldsett.

Þá er algerlega sjálfsagt að beita þeim úrræðum, að einfaldlega skera niður.

En segjum, í ástandi þ.s. þjóðfélagið eða hagkerfið sjálft er lítt skuldsett, en annað á við um ríkið.

Þá er tiltölulega lítið mál fyrir aðila innan hagkerfisins, að stíga inn í myndina - þegar ríkið stígur til baka.

Þá er auðvelt að einkavæða, því nægt svigrúm er til staðar hjá atvinnulífinu að taka yfir.

Almenningur almennt séð lendir ekki í alvarlegum vanda við slíkar aðstæður, þó tekjur lækki tímabundið.

Við slíkar aðstæður, þá verða engin sérstök vandamál af því, að ríkir sker niður - getur meira að segja skilað meiri skilvirkni, ef atvinnulíf með hröðum hætti tekur við einhverri þeirri starfsemi sem ríkið áður ástundaði.

 

Hvaða ástand aftur á móti rýkir á Spáni?

  1. Það var húsnæðisbóla á Spáni alveg eins og á Írlandi og Íslandi, sem sprakk með látum. Alveg eins og hérlendis, og á Írlandi. Fylgdi þessu gríðarleg aukning skuldsetningar almennings. Og þegar nú tekjur skreppa saman - þá skapast erfið víxlverkan milli lána og launa, sem skilar hratt vaxandi skuldavandræðum hjá almenningi. Sem að sjálfsögðu, hefur mjög neikvæð áhrif á neyslu - sem er í miklum samdrætti, og vaxandi. En í svona stóru landi, skiptir neysla mjög miklu máli, er hátt hlutfall veltu sjálfs hagkerfisins. Frekari samdráttur neyslu - er því bein tilvísun á frekari hagkerfissamdrátt, og enn frekari aukningu atvinnuleysis, vegna tapaðra starfa meðal þjónustufyrirtækja.
  2. Alveg eins og á Íslandi og Írlandi, var einnig mjög mikil fjárfestingarbóla meðal atvinnulífs, skilst mér að skuldir þess séu mun meiri en skuldir ríkisins þ.e. e-h yfir tveim þjóðarframleiðslum, meðal skuldir almennings eru rúml. þjóðarframleiðslan. Samanlagt skuldir almennings og fyrirtækja, rúmar 3 þjóðarframleiðslur. Meðan ríkið sjálft skulda milli 80-90%.
  • Það er því alveg klárt að meginvandinn - er skuldavandi sjálfstæðra aðila innan hagkerfisins, sem og einstaklinga.
  • Bæði almenningur og fyrirtæki, fyrir utan þau sem eru í útflutningsstarfsemi, eru að draga sig saman - spara sem mest, að leitast við að greiða niður skuldir.

Við þessar aðstæður er alveg klárt, að atvinnulíf getur ekki komið inn á móti, er ríkið dregur sig til baka.

Almenningur sem sjálfur er í vanda, er ekki heldur fær um það.

Þannig að í reynd er ríkið að umtalsverður leiti halda hagkerfinu uppi - með hallarekstri sínum.

Með því að eyða umfram - meðan aðrir eru að spara.

Ég get með engu móti séð aðra útkomu en þá, að ef ríkið við þessar aðstæður - framkvæmir samtímis harðan niðurskurð, sem og hækkar neysluskatta, dregur enn frekar úr kaupum á þjónustu af einkaaðilum; þá muni óhjákvæmilega hagkerfis samdrátturinn magnast upp enn frekar.

Það sem verður að muna, að ef hagkerfið skreppur saman - þá hækkar skuldir ríkisins sem hlutfall þjóðarframleiðslu, því hún minnkar en skuldirnar ekki.

80% skuldir við 10% minnkun þjóðarframleiðslu, verða þá að kringum 100% skuld.

Að ranglega greina vanda Spánar - og neyða upp á Spán aðgerðum, sem í reynd henta við vanda af annars konar tagi, getur skapað mjög alvarlegt vandræða ástand.

Mér lýst virkilega ílla á þetta!

 

Niðurstaða

Því miður virðast "útgjalda haukar" ráða of mikli innan stofnana ESB, og einnig tiltekinna meðlimaríkja sem hafa yfir peningunum að ráða. Útgjalda haukar einmitt einblína á ríkisútgjöld, og telja að hagstjórn snúist nánast um ekkert annað en að passa upp á útgjalda- og skuldastöðu ríkisins sjálfs.

En við tilteknar aðstæður eins og þær sem rýkja núna, og einnig rýktu síðast í kjölfar "the roaring tventies" þá getur grunnafstaða útgjaldahauka leitt til mjög varasamrar þróunar.

Þetta sáum við í Þýskalandi, sem á 4. áratugnum var í mjög líku ástandi og Spánn, ríkisstjórn Þýskalands 1930-1932 beitti gríðarlega harkalegum niðurskurði. 

Ekki mjög ósvipað því sem nú er verið að þvinga Spánn til.

Afleiðing var kosningasigur nasista 1932, og valdataka árið eftir.

Síðan gripu nasistar til aðgerða sem útrýmdu að miklu leiti atvinnuleysinu, sem þá var í Þýskalandi rúmlega 30% - þ.e. með hervæðingu.

Þ.e. einmitt hættan, að sá niðurspírall sem Spánn er nú þvingaður inn í, muni keyra Spán inn í mjög þjóðfélagslega hættulegt ástand. 

---------------------------------

Tek fram þó, að ég er ekki að leggja til að spænska ríkið auki útgjöld - fari í "stimulu."

Eingöngu það, að það bíði með niðurskurð - meðan sjálfstæðir aðilar innan hagkerfisins eru enn ekki búnir að klára sinn.

En um leið og sjálfstæðir aðilar og einstaklingar, hafa náð eitthvað aðeins að laga sína stöðu, farið að örla á aukningu umsvifa þeirra - þá getur ríkið farið að minnka við sig.

Ekki fyrr! Ekki eins og málum er háttað á Spáni!

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband