Mun upptaka evru leiða til sambærilegra vaxtakjara og í N-Evrópu?

Gylfi Arnbjörnss., hagfræðingur ASÍ, Guðmundur Gunnarsson o.flr. Hafa skemmt sér mjög við að gera samanburð á vaxtakjörum á Íslandi í gegnum árin, og vaxtakjörum sem finna má stað í löndum N-Evrópu, þó helst löndum á evrusvæði. Ásökunin er alltaf sú, að það sé einungis ein ástæða fyrir þeim mun, og loforðið skýn í gegn að ef, tiltekinn gjaldmiðill verði tekinn upp. Þá leiði það til sambærilegra vaxtakjara og finna má í þessum tilteknu samanburðar löndum.

Með þessu fylgir oft sú sóðalega ásökun, að þeir sem standa gegn upptöku evru, séu um leið andstæðingar þess að bæta kjör ísl. lánþega.

 

En stenst þetta?

Meginskýring formanns ASÍ, aðalhagfræðings ASÍ og þeirra verkalýðsforingja sem fylgja þeim að málum, er að verðbólga og óstöðugleiki á Íslandi sé krónunni að kenna. Um leið og skipt verði í stöðugann gjaldmiðil, þá muni lága verðbólgan og vextirnir erlendis, skila sér hingað til lands.

Við taki svo björt framtíð með blóm í haga.  

Hvað veldur verðbólgu á Íslandi:

  1. Fyrsta er auðvitað hækkanir úr alþjóðakerfinu t..d ef olía hækkar, korn og aðrar hrávörur.
  2. Svo er það eftirspurnar-þensla, sbr. þegar hagkerfi er að yfirhitna, þá getur það gerst að eftirspurn aukist hraðar en aukning framboðs, þá býður innanlands markaðurinn þann þátt upp, og verð hækkar – þetta getur verið allt á milli himins og jarðar, þar á meðal laun sbr. yfirborganir. En þekkt er að þær aukast á toppi hagsveifla.
  3.  Víxlverkan launa og verðlags, sbr. síðustu kjarasamningar á fyrri hl. sl. árs, þá var eins og dæmigert er hér laun hækkuð hjá öllum jafnt. Laun starfsm. verslana eru fjármögnuð með verðum söluvara, þannig að verslanir hækka alltaf verð þegar laun eru hækkuð yfir línu – launahækkanir verslunarmanna fara því alltaf í verðlag. Síðan er þröngt í búi hjá ríki og sveitarfélögum, ekkert tekjuborð fyrir kostnaði v. hækkun launa, þannig að hið opinbera hækkaði gjöld. Svo að launahækkanir starfsm. ríkis og sveitarfélaga fóru einnig í verðlag. Þetta eru allt fjölmennir hópar launafólks þeirra hækkanir voru settar í verðlagið – að sjálfsögðu æpti Gylfi “krónan”. Alltaf sama fíflið.
  4. Síðan eru það hinar miklu sveiflur sem eiga sér stað með reglulegum hætti í tekjum af útflutningsgreinum, en þær eru verðbólguvaldandi – það virkar með þeim hætti að þegar vel gengur þá yfirborga þær greinar gjarnan laun, því umsvif aukast og þær greinar vilja flr. starfsm. Það hefur áhrif á verðlag, því aðrar greinar neiðast til að hækka laun einnig, þá verður dæmigerð vílxverkan milli launa og verðlags. Sjá hér sönnun:

    Commodity currencies and the real exchange rate, Paul Cashin, Luis F. Céspedes, and Ratna Sahay. Samkvæmt greinngu þessara ágætu herramanna, þá útskýrir alþjóðlegt fiskverð 40,9% af gengissveiflu krónunnar, yfir þann áratug sem notaður er til viðmiðunar. Ath. þeir taka ekki sveiflur í veiðum, sem einnig sveifla tekjum okkar hagkerfis. Þeir taka ekki heldur, sveiflur í álverði á alþjóðlegum mörkuðum, sem væntanlega einnig hefur áhrif á gengi krónunnar í gegnum það að sveifla okkar gjaldeyristekjum. Síðast en ekki síst, ekki heldur mið af sveiflum í ferðamennsku, sem einnig sveiflar okkar gjaldeyristekjum og örugglega er einn þátturinn en, sem hefur áhrif á gengi krónunnar. Ath., auk þessa, að allar þessar sveiflur í gjaldeyristekjum, sem hingað til koma fram í sveiflum á gengi krónunnar, verða áfram til staðar þó skipt væri um gjaldmiðil - - þ.e. annar gjaldmiðill útrýmir ekki sveiflunum sem eru á okkar hagkerfi. Eitthvað þarf þá að sveiflast í staðinn, eins og Stiglitz benti á er hann var hér síðast. Fullkominn ímyndun, að hagkerfið verði stöðugt við það eitt að skipta yfir í annann gjaldmiðil. Jafnvel þó sá hafi stöðugara gengi.

  • Engin af verðbólgum í ofangreindum liðum hefur nokkuð með krónuna að gera. Verðbólga sl. árs, var vegna liðar 1. og liðar 3. þ.e. hækkana að utan og vegna þeirrar miklu víxlverkunar sem varð milli launahækkana og verðlags.
  • Að sjálfsögðu gerist víxlverkunarferli milli launa og verðlags með alveg sama hætti, ef gjaldmiðillinn er dollar, eða pund, eða svissn. Franki, eða evra. Þetta sýnir lýgina í þeim áróðri, að með því einu að skipta um gjaldmiðil, verði verðbólga um leið sambærileg við þ.s. gerist og gengur í N-Evrópu.
  • Þær verðsveiflur sem ég lýsi að ofan, og koma frá gjaldeyrisskapandi greinum, og eiga sér stað fyrir tilverknað sveifla í þeim tekjustofnum; að sjálfsögðu eiga sér stað áfram.
  • Ekki síst, þær sveiflur hafa ekkert með hagstjórn hér beint að gera, þ.e. munu eiga sér stað eftir sem áður, sama hve vel við leitumst við að stjórna á Íslandi.

 

Óstöðugleiki verður því áfram mikill, vegna þess að hann stafar frá atvinnuvegunum, óstöðugleika þeirra!

  • Sá óstöðugleiki mun ekki einungis vera verðbólguvaldandi eftir sem áður, eins og lýst er að ofan, heldur á það einnig við að þær tekjusveiflur hríslast í gegnum hagkerfið, og orsaka tekjusveiflur fyrirtækja og einstaklinga, sem starfa innan hagkerfisins.
  • Þessi viðvarandi óstöðugleiki í afkomu skiptir máli, en við erum að tala um óstöðugleika þeirra tekna sem standa undir vel rúmlega 90% af gjaldeyristekjum hagkerfisins; og er því megingrundvöllur allra launa sem eru greidd á Íslandi.
  • Málið er, að óstöðugleiki í tekjum - að vita ekki með vissu hverjar tekjur framtíðarinnar verða, skapar óvissu um greiðslugetu.
  • Óvissan um afkomu, er áhætta í augum þeirra, sem eru að meta áhættu af því að lána starfandi aðilum og einstaklingum á Íslandi.

Ákvörðun um vexti, þegar á botninn er hvolft, sníst um mat á áhættu - þ.e. mat á öryggi um framtíðargreiðslugetu viðskiptavinar eða lánþega.

Það er því augljóst, að vegna áframhaldandi óstöðugleika hérlendis, hversu vel sem hér verður stýrt, þá verður óhjákvæmilega alltaf álag á vexti til aðila starfandi hérlendis eða einstaklinga.

Þá er ég að tala um mat erlendra banka!

Myndin sýnir þróun vaxtakostnaðar ríkisstjórna aðildarríkja evru yfir sl. 10 ár!

 

Graphic: Interest rates on 10-year government bonds

  1. Því er þó gjarnan haldið fram, að þetta sér rangt - að fjárfestar meti eingöngu einhverskonar meðaláhættu evrusvæðis sem heild!
  2. Þetta er augljóslega órökrétt, því sjálfselskum einka-aðilum, er enginn akkur í því að vera góðir við okkur hér. En þeir geta vel reiknað út að t.d. verslun í Þýskalandi, sem er hagkerfi í sókn þ.s. enn er aukning á neyslu, er mun traustari í dag heldur en sambærileg verslun starfandi innan Grikklands - eða Portúgals - eða Ítalíu, sem eru hagkerfi í kreppu og samdrætti, því líkur á minnkun umsvifa þannig tekjum í verslun. Sambærilegt mat geta þeir vel gert á Íslandi, þ.e. þeir sjá að miklar tekjusveiflur á Íslandi, hafa margítrekað framkallað miklar sveiflur í neyslu því tekjum af verslun, og að flest bendi til að slíkar sveiflur haldi áfram. Rökrétt eru þeir áhugasamari um að veita lán til þýsks aðila þannig að sá fær eðlilega hagstæðari lánskjör, sennilega verulega hagstæðari.
  • Ef þið skoðið myndina að ofan - þá virðist sem að markaðurin hafi raunverulega um hríð, haldið að með upptöku evru hyrfi að mestu umfram lántöku áhætta smærri aðildarríkja Evru.
  • Það á örugglega eftir að verða rannsóknarefni framtíðar, af hverju fjárfestar gerðu þessi mistök, að telja áhættu ríkja í S-Evrópu auk Írlands o.flr. smærri aðildarríkja á jaðrinum, verða þá nær sömu og Þýskalands.
  • En eins og þið sjáið, hefur markaðurinn endurmetið áhættu af því að lána ríkissjóðum aðildarríkja Evru, síðan evrukrýsan hófst.
  • Þetta er mikilvægt atriði - - markaðurinn lýtur ekki lengur á það sem nær sömu áhættuna, að lána til mismunandi ríkja innan evrusvæðis.

Það má alveg treysta því, að þegar bankar hafa svo stórfellt hækkað mat sitt um áhættu á lánum til ríkisstjórna jaðarríkja evrusvæðis - vegna efnahagssótöðugleika þar sem hefur aftur komið upp á yfirborðið.

Að þá séu þeir sömu bankar að flestum líkindum einnig, búnir að endurmeta áhættu almennt á lánum til aðila starfandi innan þeirra sömu hagkerfa, sem þeir meta nú örugglega í dag mun áhættumeiri.

Ísland með langa sögu efnahags óstöðugleika, sem er miklu mun sambærilegri við sögu Evrópuríkja við Miðjarðarhaf, heldur en við hagkerfissögu Evrópuríkja við N-Atlantshaf; mun augljóslega verða skellt saman í áhættuhóp með ríkjum S-Evrópu.

Enda eins og ég segi, þeirra saga eins og okkar, saga reglulegra gengisfellinga, verðbólgu umfram þ.s. gerist í N-Evrópu. 

Fjárfestar sem standa eftir með sárt ennið af viðskiptum við S-Evrópu, eru að læra sína lexíu.

Markaðurinn mun ekki endurtaka mistök sín frá sl. áratug, er hann mat allt evrusvæðið með nær sömu áhættuna.

Ég er að segja, að þetta sé varanleg breyting að flestum líkindum - - nema, og aðeins nema, að Evrusvæði takist að renna inn í raunverulega sameiginlega hagstjórn.

Það held ég sé ólíklegt.

 

Niðurstaða

Hún er einfaldlega sú, að það sé rangt að aðilar á Íslandi og almenningur myndu njóta sambærilegra vaxtakjara á við þ.s. best gerist í ríkjum N-Evrópu, með því einu að skipta úr krónu yfir í evru.

Eins og ég útskýri, verða áfram til staðar þættir í okkar hagkerfi, sem munu áfram skapa verðbólgu umfram þ.s. gerist á meginlandi Evrópu.

Að auki, verður hagkerfi okkar áfram verulega óstöðugt, sem þíðir að áhætta um lánveitingar verður áfram augljóslega mun meiri til aðila starfandi á Íslandi, sem og til einstaklinga sem hér eiga heima, og fá allar sínar tekjur frá ísl. hagkerfinu. 

Þetta þíðir að vextir hér á landi, verða áfram a.m.k. umtalsvert hærri en þ.s. best gerist, á meginlandi N-Evrópu.

Það besta sem segja má um málflutning evrusinna, er að hann sé stórfellt villandi.

-------------------------------

Bendi að auki á umfjöllun mína frá því í gær: 

Þó svo upptaka evru lækkaði vexti, myndi það ekki skila hærri lífskjörum!

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Björnsson

2005 International Monetary Fund October 2005 IMF Country Report No. 05/366

Iceland: Selected Issues

Bls: 36

19.

The requirement of a real yield of 3.5 percent for the pension funds tends to create a floor for the domestic bond market yields. There are concerns that pension funds might lose interest in the bond market if yields dip below this threshold. While such a high expected yield may have been warranted in the past, it may be more difficult to defend in the current environment with very low international interest rates. At the same time, the 3.5 percent real requirement applies to the average yield, with HFF bond yields constituting the lower end of possible returns. Pension funds are allowed to hold up to 50 percent of their assets in equity, which may be particularly attractive given the funds’ long planning horizon.

Initial rate eru lámarkavextir á markaði, 80% ráðandi, merki að þeirra krafa er minnst lámarks.  Milli markaða [Banka, Ríkja] gildir að Það ríki [kennisaðili] sem sækir um fjármagn í reiðufé, fær það á þeim kjörum sem eru aðeins hærri en sem gildir að lámarki heima hjá því sjálfu.

Þetta gildir um ábyrg Ríki og fjármálastofnar, þar IQ til að silja þetta er spurning. Hinsvegar  þar ekki hagfræði eða tryggingarfræði kunnátu eða lögfræði til skilja, þessu verður aldrei  með Ábyrg Ríki og fjármálstofnir eru til. 

Þjóðverja er með eina mestu raunviriðsölu á íbúa í öllum ríkjum EU, en eru langtíma grunnvextir hvergi lægri en þar. Þeir voru það líka fyrir stofnun EU, innri samkeppni um aukningu eða viðhald eigin raunvirðisölu á eigin markaði.   Ríki EU er með sameiginlega hráefnis , lágvöru og orku grunn, í vöruviðskitpum [um 80% allra viðskipita erþannig st-ðugur milli þeirra].  Brussell á lækka raunvirði í þessum grunni, hinsvegar er eigið frumkvæði einstakra ríkja vel þegið.  T.d. lækki Ísland sannarlega raunkostnað verð á afla upp úr sjó græði EU heildin öll á því, til langfram því, allir í þjónar grunnsins græða jafnt.    Aðal keppnin fer fram í borgum smásölu neytenda þar sem álagning gefur svigrúm á samt fjölda söluaðila. 1 % af 60.000 er 600 og Ríki þola að 1,0% fari á hausinn.   Grunnur er hins fáir aðilar sem þarfa sað passa upp á að okri ekki á fjöldanum. 

Ég er fæddur í Dannörku með Evrósk yfirstéttar gen, og hugsunarhátt, og vara Íslendinga við bulli í svoköllum EU rassaslekjum.      

Bull uppsöfnunar lífeyrissjóð kerfinum  hér er skyldugt að taka við iðgjöldum í reiðufé á hverju ári, þar sem upphæð tekur ekki mið af grunnvaxta getu á Íslandi eða í örðum ríkjum. Stjórendur eru því nauðbeygðir til að reyna verðtyggja það að kaup skástu bréf í Kauphöll á Íslandi, þar fákeppni ríkir. Almennt á Vesturlöndum er bullandi tap í skammtíma áhættu fjárfestingum um raunvexti að meðaltali  og vertygging á langtíma forsendum er í járnum.       

Hér er lang best að minnka iðgreiðslur í þess bull sjóði skammtíma hámarks áhættu fjárfesta, þar sem meðal áhættu ávöxtum til skammstíma er neikvæð allt í kringum okkur.

Orku verð er engin sérstök vandamál í mörgum ríkjum og alls ekki í USA. Þar sem langt er á milli gæða markaða.

Júlíus Björnsson, 14.2.2012 kl. 22:41

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 10
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 65
  • Frá upphafi: 859307

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 57
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband