23.12.2011 | 18:20
Gleðileg jól öll sömul :) Næsta ár verður spennandi!
Gleðileg jól, og hafið það gott næstu daga. Vonandi lengur. En því miður þá efast ég um að jóla- og áramótafriðurinn endist lengi.
Árið er búið að vera viðburðaríkt á erlendum vetfangi. Myndin að neðan lýsir þróun gengis evrunnar gagnvart dollar yfir árið. Og eins og smá má hófst árið á lágu gengi, síðan hækkaði það - náði hámarki í maí. Sveiflan milli lægsta og hæsta punkts er rúml. 11%.
En fyrri hluti árs var tími nokkurrar bjartsýni á evrusvæði. En alveg fram í maí virtist sem evrusvæðið væri að sigla úr kreppunni, hagvöxtur talinn þokkalegur - spáð þokkalegum hagvexti áfram. En þá hófst niðursveiflan - einmitt í maí. En sá mánuður var verulega slakari en apríl. Þaðan í frá hefur hagvöxtur verið á niðurleið nokkurn veginn jafnt og þétt.
Það má eiginlega sjá það á gengisþróuninni - að evran lækkar samhliða að meðaltali mánuð eftir mánuð þaðan í frá. Nú er svo komið við lok ársins - að kreppa virðist nær örugg á nk. ári, ef hún er ekki hafin nú þegar.
En árið hófst á miklum samningum um - kaldhæðni örlaganna - hvernig ætti að stækka björgunarsjóð evrusvæðis. Síðan voru einnig löng fundahöld um samhliða sem lyktaði í samkomulagi í apríl sl. um stofnun nýs varanlegs björgunarkerfis "ESM" sem myndi taka við frá 2013. En samkomulag um stækkun núverandi sjóðs - það leið og beið með frágang þess.
Þannig leið eiginlega nær allt sumarið, að ósamkomulag ríkti um björgunarsjóða-kerfið. En ofan í þetta hófst niðursveiflan í maí. Svo að lokum þegar mál voru komin alla leið í ágúst. Þá fóru bréf Ítalíu og Spánar að hækka verulega. Og ljóst varð að vandinn var kominn alla leið til þeirra landa.
Eins og ef til vill einhver man, var kynnt í september svokölluð lausn um mál björgunarsjóðsins, þ.s. átti að stækka hann í 1.000ma. með því að breyta honum í stóra afleiðu, þ.s. fé þ.s. til staðar er í honum væri notað til að ábyrgjast fyrstu 20% af tjóni fjárfesta sem myndu kaupa bréf í nýju afleiðukerfi, sem átti að safna u.þ.b. 800ma..
Stóra lausnin var sem sagt peningar annarra. En í október fengu aðildarlönd evru afsvar frá aðildarlöndum AGS - sem máli skipta. Evrópu var sagt að fjármagna dæmið sjálf.
Mál standa eiginlega enn á þessum stað - hvað björgunarsjóðinn varðar. En á fundi í desember var samþykkt að bæta við 150ma. sem myndi verða lánað til AGS - Yfirlísingu fundar ráðherra aðildarríkja ESB - lesið, þetta er áhugavert plagg.
- Takið eftir seinni blaðsíðunni - þetta er drepfyndið, en Ítalía og Spánn eiga sjálf að leggja fram samtals 30,34ma..
- Ég held að óhætt sé að draga það fé frá hinum 150ma., þannig að raun upphæð sé: 111,66ma..
- Þá lækkar heildarupphæðin í upphæð sennilega á bilinu 300-320ma..
Staðan er sem sagt sú, að árið hefur liðið án þess að Evrusvæði hafi tekist að skapa trúverðuga baktryggingu, fyrir Spán og Ítalíu!
Evran stendur því og fellur með því að þeim takist að bjarga sér sjálf - hversu trúverðugt það er!
Dæmið er sem sagt í fokki - annað áhugavert plagg: "International Agreement On A Reinforced Economic Union". Fyrir þá sem hafa áhuga á að lesa þá framtíðaráætlun um evruna, sem aðildarríkin hafa verið að búa til - samhliða því að ekki hefur tekist að laga bráðalausafjárvanda lykilaðildarríkja, þannig að markaðurinn hlýtur að vega og meta líkur á greiðsluþroti Ítalíu, Spánar og jafnvel flr. ríkja - bankakerfis álfunnar einnig; samhliða því að hagkerfið virðist vera að dýfa sér inn í kreppu.
Takið eftir myndinni vinstra megin, en þar sést hve eftirspurn eftir skuldabréfaútgáfum evr. banka hefur verið að hrynja saman eftir því sem liðið hefur á árið, síðan eins og sést hægra meginn á sömu mynd - stendur bankakerfi Evr. frammi fyrir miklum endurnýjunum lána á fyrri hluta nk. árs.
Þetta eru áhugaverðar staðreyndir, þegar það er haft í huga að hagkerfi evrusvæðis er að dýfa sér ofan í kreppu, ásamt því að þá eru miklar líkur á að skuldakreppa aðildarríkja í vanda versni enn frekar - sem mun víxverka við vanda bankanna, með neikvæðum hætti. Það er einmitt þegar öll aðvörunarljós loga um ástand bankakerfis álfunnar, að Seðlabanki Evrópu hefur ákveðið að bjóða neyðarlán til þriggja ára á 1% vöxtum. 524 bankar þáðu það góða boð og tóku 489ma. að láni.
Þetta mun þó sennilega ekki gera meira en að lengja í hengingarólinni.
Mér sýnist því sterkar líkur á því að útmánuðir nk. árs verði spennandi. En það eru ekki bara bankar sem verða að endurnýja mikið af lánum fyrri hl. árs. Það á einnig við um Ítalíu, að meira en helmingur þeirra skulda sem Ítalía þarf að endurnýja kemur inn á fyrri hl. árs. Og þar af góður slurkur þegar í janúar 2012.
Já ég virkilega held að nk. ár verði spennandi!
Kv.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:27 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 10
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 65
- Frá upphafi: 859307
Annað
- Innlit í dag: 10
- Innlit sl. viku: 57
- Gestir í dag: 10
- IP-tölur í dag: 10
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Gleðilega hátíð Einar Björn og þakk fyrir margar mjög fróðlegar og spennandi greinar.
Já næsta ár verður spennandi í alþjóða stjórnmálunum og ekki hvað síst um þróun ESB og Evrunar.
Einnig verður fróðlegt að vita hvort þessi ESB umsókn Íslands verði ekki kafsigld, en með hvaða hætti það verður er ekki gott um að spá !
Eitt er alveg víst ekki jókst nú fylgið við ESB trúboðið með þessu trúðs viðtali við hann Össur þar sem hann hélt að þjóð hans væru eins og hverjir aðrir ferfættir asnar sem hægt væri að plata með því að dingla framan í þá einhverri ofvaxinni gulrót. Sem hann reyndar þorði ekki að sýna okkur þarna í Kastljósinu.
Gunnlaugur I., 24.12.2011 kl. 15:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning