Vaxtakrafa Ítalíu nálgast hratt ósjálfbær 7%

Atburðir dagsins í dag fram að þessu hafa verið dálítið sérstakir. En vaxtakrafa ítalskra ríkisbréfa hefur nú náð nýjum met hæðum, farið yfir 6,5%.

Á sama tíma, hefur háværum orðróm um afsögn Berlusconi skotið upp í pressunni á Ítalíu, nánar tiltekið í hægri sinnuðum blöðum - sem vanalega hafa fylgt ríkisstjórn Ítalíu að málum.

Seinni part dag var vaxtakrafa Ítalíu kominn í 6,68% fyrir 10 ára ríkisbréf!

Með þessu áframhaldi, verður vaxtakrafan komin upp undir 7% undir lok viku!

Sjá þróun vaxtakröfu ítalskra bréfa!

Athygli vakti eftirfarandi haft eftir einum úr stjórn Seðlabanka Evrópu:

Yves Mersch: "he warned that the central bank discusses “all the time” the possibility of stopping its purchases of Italian government debt if it thinks Rome is not delivering its promised austerity reforms" - "If we observe that our interventions are undermined by a lack of efforts by national governments then we have to pose ourselves the problem of the incentive effect," he said.

  • En nýr seðlabankastjóri Evrópu, Ítalin Mario Draghi, er enginn vinur Berlusconi. 
  • Athygli hefur vakið, að vaxtakrafa Ítalíu fór að hækka jafnt og þétt, eftir að Draghi tók við fyrir skömmu síðan sem Seðlabankastjóri Evrópu, og ein möguleg skýring skv. háværum orðróm er að Draghi hafi sett kaup ECB á ítölskum bréfum á ís, tja - þangað til að Berlusconi hefur sagt af sér.
  • Vitað var að vaxtakrafan myndi hækka ef kaupum væri hætt, og þ.e. áhugavert að þessi orðrómur skjóti nú rótum í pressunni akkúrat núna - í sl. viku var það, burt með Papandreo sem nú er farinn, nú er það burt með Berlusconi.
  • Áhugavert er að markaðir sem hafa fallið nokkuð í morgun, fóru að snúa við þegar orðrómurinn um Berlusconi kom upp. Berlusconi hefur svarað þessu og sagt þetta af og frá.
  • Plott af slíku tagi eru eitt einkenni viðsjálfverðra tíma - það gæti verið að í örvæntingunni sem gætir innan stofnana ESB, hafi þeirri hugmynd skotið rótum - að allt verði betra á Ítalíu - bara ef Berlusconi fer frá. Alveg eins og, í sl. viku skapaðist mikill þrýstingur á Papandreo að hætta. Hann þótti þá þvælast fyrir - og þ.e. sannarlega upplifun þeirra af Berlusconi.
  • En Berlusconi hefur einfaldlega þverneitað fram að þessu, að grípa til mjög harðra niðurskurðar aðgerða á Ítalíu, sem talið er innan stofnana ESB að sé nauðsynlegar.
Facebook síða berlusconi þ.s. hann segir orðróm um afsögn úr lausu lofti gripinn!

Í þessu tilviki hef á samúð með Berlusconi, þó svo maðurinn sé sem persóna alger óþverri, þá hefur hann rétt fyrir sér í þetta sinn. Óþverri þarf ekki að vera bjáni eftir allt saman.

En vandi Ítalíu er ekki vegna þess að hallinn sé 2. eða 3. prósentum of mikill á Ítölskum fjárlögum, niðurskurður útgjalda mun nánast engu breyta um raunverulega stöðu Ítalíu - um þ.s. stendur að baki ótta fjárfesta um stöðu Ítalíu; því bakgrunnur þess ótta snýr að skorti á hagvexti á Ítalíu.

Ítalía er einfaldlega stödd inni í röngum gjaldmiðli. 20% gengisfelling hefði mjög líklega dugað Ítalíu. En, niðurskurðar aðgerðir sem litlu máli skipta í reynd um fjárhag Ítalíu, munu íta undir þá þróun sem nú er þar í gangi - - um viðsnúning í átt til efnahagslegrar niðursveiflu.

Ítalía þarf hagvöxt - það eru hagvaxtarhvetjandi aðgerðir sem bjarga Ítalíu, ef hún bjargast getur innan evru. Sá niðurskurður sem Ítölsk stjv. gætu nú framkv. skilar of lítilfjörlegu til að það sé atriði sem máli skipti. Þess í stað væru áhrif slíks niðurskurðar líklega meir neikvæð - vegna þess að sá niðurskurður myndi styrkja niðursveifluna. Í reynd með þeim hætti grafa undan getu Ítalíu til að standa undir skuldum.

Það hljómar eins og þversögn sjálfsagt í eyrum einhverra, að niðurskurður geti gert íllt verra. En skuldir Ítalíu eru það gríðarlega miklar sbr. það kostar áætlað Ítalíu 300ma.€ að greiða af skuldum á næsta ári, að útgjalda niðurskurður er eins og dropi í hafið. Hann hefur ekki þau áhrif á skuldbærni Ítalíu, til þess að hann sé þess virði.

Þá er hann sennilega nettó neikvæður, vegna þess að hann mun styrkja tilhneygingu í átt að samdrætti, og þ.e. samdráttur í hagkerfinu - mjög raunverulega getur ítt Ítalíu í gjaldþrot.

Í reynd þarf Ítalía að losna út úr evrunni!

----------------------------------------

Ps: Seðlabanki Evrópu sendi frá sér tilkinningu, sem getur verið svar við ofangreindum orðrómi:

"The ECB announced this afternoon its purchases of eurozone bonds more than doubled to 9.52bn euros in the past week - taking the total holdings to 183 bn euros since buying began early last year."

Skv. þessu er bankinn að kaupa bréf ennþá á fullum dampi, og það er ekki verið að heimila bréfum Ítalíu að hækka.

Sem með vissum hætti er enn verra, því þá eru bréf Ítalíu að falla í verði þó svo að Seðlabanki Evrópu sé að kaupa.

Með öðrum orðum, að aðgerðir Seðlabanka Evrópu séu hættar að skila gagni!

Ef svo er, þá er ekkert framundan hjá Ítalíu annað en frekari hækkanir - ECB sé búinn að tæma sína aðgerðakistu (nema auðvitað hann fái heimild til ótakmarkaðrar prentunar).

----------------------------------

Ps2: Seinni partinn er vaxtakrafa Ítalíu skv. FT.com kominn í 6,68% fyrir 10. ára ríksbréf. Þetta er ótrúleg þróun, en ef þetta heldur svona áfram verður krafan fyrir 10. ára ítölsk ríkisbréf kominn í um 7% v. lok vikunnar. Flestir hagfræðingar telja það ekki sjálfbært fyrir Ítalíu að skulda svo dýrt.

En 300ma.€ þarf að endurfjármagna hjá Ítalíu á næsta ári, og ef verðið er þetta eða enn hærra, þá verður skuldastaða Ítalíu hratt óbærileg.

Nouriel Roubini :"With real rates at 4pc and GDP growth at 0pc (better than current data), Italy still needs 5pc of GDP primary surplus to stabilise debt at 120pc."

 

 

Niðurstaða

Hratt hækkandi vaxtakrafa Ítalíu setur Evrusvæðið upp að vegg.

Heimurinn í sl. viku, á G20 fundinum neitaði tilboðinu um að koma Evrópu til bjargar sbr. 

Brazil’s Dilma Rousseff: “I have not the slightest intention of contributing directly to the EFSF; if they are not willing to do it, why should I?” 

Í reynd er svokallaður björgunarpakki Evru í rjúkandi rústum - áætlunin sem lögð var fram á G20 fundinum er fokin út í veður og vind.

Líklegt er að vaxtakrafa á Ítalí muni halda áfram að hækka.

Þrístingur hlýtur nú fara hratt vaxandi á leiðtoga evrusvæðis - að veita seðlabanka Evrópu heimild til ótakmarkaðrar prentunar.

En úr þessu sé ég ekki nema þá tvo valkosti í stöðu evrunnar:

  1. Massíf prentun, þ.s. ECB prentar fyrir endurfjármögnun aðildarríkja í vanda og samtímis, til að endurfjármagna evr. bankakerfi. Aukning verðbólgu gæti verið á bilinu upp í 7% í besta falli, en hugsanlega einnig á bilinu 10-15%. Fer eftir magni þess sem þá verður prentað.
  2. Að brjóta upp evrusvæðið, þá annaðhvort að ríku ríkin stofni nýjan gjaldmiðil eða að lönd í vanda yfirgefi evru þ.e. Ítalía, Spánn, Portúgal, Grikkland jafnvel Frakkland. Að mínu viti væri það skárra að ríku löndin myndu fara. 

Spurning hve nálægt stjórnlausu hruni hlutir þurfa að fara - til þess að slík ákvörðun verði tekin.

En því dýpri sem vandinn verður því meiri verður hættan á snöggu stjórnlausu hruni - þá einkum vegna hættunnar á bankahruni, sem ef það fer af stað getur farið eins og sinueldur í gegnum Evrópu.

Í því tilviki gætu nær öll aðildarríki evru endað í vanda Íslands, þ.e. að hafa tekið yfir bankana - stofnað nýja - að vera með höft á fjármagnsflutninga. En slíkt hrun myndi líklega eins og hér átti sér stað, þvinga fram höft á fjármagnshreyfingar. Ef þetta gerist fyrir mörg aðildarríki - getur jafnvel gerst í allra versta falli fyrir þau öll; þá væri evran líklega í reynd hrunin.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Björnsson

Það koma fram í BBC áðan að þetta væri spurningu norkrra daga, viku að hlutafallslegar endurfjármagnsálögur gagnvart Ítalíu færu í upp í Írsku hætti mörkinn, um 8,0%. Ríkistjórninn þyrfti að fara frá. Fjármagnvsiðhaldskostaður Banka á endurrfjámögunarmörkuðum hækkar ef CIP [alþjógengismælikverði] hækkar á Ítalíu.

 

october 20113.356 %
september 20113.079 %
august 20112.759 %
july 20112.680 %
june 20112.747 %
may 20112.647 %
april 20112.620 %
march 20112.486 %
february 20112.379 %
january 20112.150 %

Frá janúar hefur CPI gengið  hækkað um 56% á Ítalíu.  Ríki evru 1 flokks er með meða gengi 2,5% [+- 0,5]annars flokks er með 3,5% [+-0,5].

Samsæri um  að hjálpa Ítalska ríkinu að draga úr neytenda eftirspurn  [og eða skera niður in fjármagnskostnað] tel ég líklegt.

Júlíus Björnsson, 7.11.2011 kl. 17:46

2 Smámynd: Júlíus Björnsson

Fréttir frá USA að þeir sjá sér hag í því að gegni Dollars sé veikt gagnvart Evru, Því öflugir[vaxandi] neytendmarkaðir í t.d. Kína, Malsíu, Indlandi og Brasilíu mun skila sér sem aukning ferðmanna til USA. 

Heima neytenda markaða sjálfbærni er varnarsókn séð að ofan.

Júlíus Björnsson, 7.11.2011 kl. 17:55

3 Smámynd: Júlíus Björnsson

Ef verið er að tala um 10 ára stjórnsýslu gengis endurfjámögunar bréf, sem skuldbindingu um 4,0% fjármagnskostað á ári.  Þá greiðir skuldari minnst 4,0% í vexti á hverju ári og hefur því greidd 40% í vext á 10 árum greiðir upp bréfið, ef um kúlufjármögnun er að ræða þá greiðir allt eftir 10 ár í einni greiðslu.  

Hvað Brusell verðgrunnur er mörg prósent af raunvirði CIP gengis Ítalíu er fróðlegt að vita.  Það er hægt að pína almenna neytendur á Ítalíu  miklu meira en á Grikklandi, einmitt vegna lítillar skuldsetngar  þeirra í samanburði.  Ítalía er gengisbundinn þræll Brussell, óháð mynt á Ítalíu markaði. Í grunni EU myndast tekjur og gjöld Ítalíu af stórum hluta.  Til að losna við Brussell verður Ítalía flytja þetta jafngildi frá Brussell heim til sín eða til ríkja utan EU. Einn fyrir alla og allir fyrir einn.

Júlíus Björnsson, 7.11.2011 kl. 18:45

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 10
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 65
  • Frá upphafi: 859307

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 57
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband