27.9.2011 | 22:04
Enn eina ferðina, virðist vera að opnast fersk óvissa vegna Grikklands!
Þriðjudagurinn var vægast sagt sérkennilegur á heims-mörkuðum, en það var í gangi mjög veruleg hækkun beggja vegna N-Atlantsála. Ástæða þess, að ég tel þetta skrítið, er að skv. þeim sem um málið hafa fjallað á erlendum miðlum sem sérhæfa sig í því að fylgjast með verðbréfamörkuðum; er engin hönd á festandi ástæða fyrir þessum hækkunum.
Það virðist ekkert annað vera að baki, en sú von - að fundurinn í Washington sl. föstudag, þ.s. megnið af fjármálaráðherrum heims var saman kominn, hafi ítt duglega við Evrópu.
En þar fengu fjármálaráðherrar aðildarríkja ESB, sérstaklega evrusvæðis, mjög mikla ofan-í-gjöf. Og þeir á móti, lofuðu bót og betrun.
Síðan þá, hefur orðrómur sveimað yfir mörkuðum, um áætlanir um 50% afskriftir skulda Grikklands, um nýjar áætlanir um stækkun björgunarsjóðs evrusvæðis - en þetta virðast í besta falli vera hugmyndir á umræðustigi.
Reynd eru teikn uppi um að fulltrúar sumra aðildarríkja Evrusvæðis, séu áhugasamir - meðan viðbrögð ímissa annarra, sýna fram á að það er langt í frá einhugur um slíkar hugmyndir.Í reynd veit ekki nokkur maður, hvort ráðherrar evrusvæðis, raunverulega voru hristir það duglega - að aðgerða sé von.
""My guess is that traders are betting that with the stakes so high, i.e. the future of the euro zone, the authorities couldn't possibly slip up at this critical stage," said Jeremy Batstone-Carr at Charles Stanley, who is unconvinced the recent rally has legs."
Miðað við reynsluna síðan apr. 2010 er evrukrýsan hófst - myndi ég ekki gefa mikið fyrir slíkar vonir.
Eins og sést eru þetta miklar hækkanir - bæta alveg upp lækkanir sl. viku!
Hækkun markaða V-hafs: Dow's Rally Loses Steam
- "The Dow Jones Industrial Average finished the session up 146.83 points, or 1.33%, to 11190.69, after surging as much as 325 points."
- "The Standard & Poor's 500-stock index gained 12.43 points, or 1.07%, to 1175.38."
- "The technology-oriented Nasdaq Composite closed up 30.14 points, or 1.2%, to 2546.83."
Hækkun markaða A-hafs: Europe's Markets Rise
- "The Stoxx Europe 600 index closed up 4.4% at 229.91."
- "The U.K.'s FTSE 100 index added 4% to 5294.05, "
- "France's CAC-40 index ended up 5.7% at 3023.38 and "
- "Germany's DAX advanced 5.3% to 5628.44. "
Ný vandræði á Grikklandi!
Eftirmiðdaginn kom fram ný frétt á Financial Times vefnum: Split opens over Greek bail-out terms
Zero-Hedge er með myndarlegann úrdrátt úr þessari frétt: FT Report That Greek Bailout Package On The Verge Of Collapse After Surge In Greek Funding Needs Sends Stocks, Euro Plunging From Highs
Hentugt að geta bent á Zero-Hedge, því rétt er að fara varlega með langar tilvitnanir úr fréttum FT.
- Skv. fréttinni, fara 7 aðildarríki Evrusvæðis fram á, að fjármögnunarhola Grikklands, verði endurmetin - telja hana í reynd vera 172ma. í stað 109ma. skv. 2-ja mánaða gamallri áætlun, hækkun um 63ma..
Ég tel mig vita hvað er á seyði - en skv. áætlun samþykktri sl. sumar, var hluti af áætlun krafa um sölu 50ma. andvirðis af grískum ríkiseignum.
Þessi söluáætlun, var mér ljóst alveg frá upphafi að var gersamlega óraunhæf - þó svo að ísl. evrusinnar hafi að sjálfsögðu tekið henni með kostum og kynjum.
Ef við gerum ráð fyrir að, ríkin 7 vilji hætta við þessa algerlega óraunhæfu áætlun þá er björgunarpakkinn frá sl. sumri þegar kominn með 50ma. gat.
Restin eða 13ma. er þá væntanlega vegna þess, að samdráttur á Grikklandi, er - wonder of wonders - verri en áætlað var. En skv. grískum tölum var samdráttur 8,1% og 7,3% á fyrstu tveim fjórðungum ársins. Samdráttur ársins talinn í heild a.m.k. prósenti hærri en áður var áætlað.
- Þannig, að skekkjan er sennilega 13ma.
- En löndin 7 telja nú að 50% afskrift sé nauðsynleg af hálfu banka, sem taka þátt í planinu.
- Mér sýnist þetta vera lofsverð tilraun til raunsægis!
- Betra seint en aldrei!
Málið er að björgun 2 eins og áætlunin var sett fram, var algerlega óraunhæf. Þ.e. ekki nema rúml. 20% afskrift skulda Grikklands. Þegar flestir óháðir hagfræðingar telja 50% lágmark, og fj. er farinn að meta afskriftarþörf nær 70%.
En skv. frétt, er mikil andstaða við þessar hugmyndir - ekki síst Frakka. En franska bankakerfið sem á hvað mest af skuldum Grikklands, stendur á brauðfótum - við ystu mörk hruns.
Stærri afskrift sennilega óttast stjv. Frakkl. að myndi fella bankakerfið í Frakklandi.
En ég stórlega efa úr þessu, að frönsk stjv. komist hjá því - að bjarga eigin bönkum.
Sé einungis spurning um tíma - hvenær að þeim atburði kemur.
Vandræði Frakklands - eru líklega þ.s. mun ríða baggamuninn fyrir Evruna!
Niðurstaða
Hugsanlega falla markaðir í Evrópu á miðvikudag, en markaðir í Bandar. voru opnir lengur. Og þeir risu reyndar heilt yfir, miðað við upphaf dags. En eftir að markaðir lokuðu í Evrópu, féllu þeir frá þeirri stöðu sem þeir þá voru búnir að ná. Er frétt FT fór í loftið.
Klárt að Financial Times hefur áhrif. Er raunverulega lesið af aðilum á markaði.
Ég get ekki séð annað en að hækkun þriðjudagins, sé byggð á óskhyggju og draumórum.
Sú hækkun gengur örugglega til baka aftur - og gott betur. Ekki þó víst að það gerist í þessari viku, en þó má það vera.
Spurning hvernig deilan sem virðist kominn upp vegna Grikklands, spilast út!
Kv.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:09 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 10
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 65
- Frá upphafi: 859307
Annað
- Innlit í dag: 10
- Innlit sl. viku: 57
- Gestir í dag: 10
- IP-tölur í dag: 10
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning