21.9.2011 | 01:32
Áhrif framboðs Guðmundar Steingrímss. með Besta Flokknum?
Eins og fram kom í gær, hyggst Guðmundur Steingrímsson bjóða sig fram til Alþingis, með Besta Flokknum. En Besti lýsti því yfir um sl. helgi, að framboð til Aþingis stæði fyrir dyrum.
Sem Framsóknarmaður, er ég ekki neitt óánægður með þessa þróun. En sannarlega mun hún hafa áhrif á Framsóknarflokkinn. En ég tel að flokkurinn geti mjög vel varið sig, gagnvart þessari ógn.
En ég tel í reynd, að framboð Guðmundar með Besta minnki líkur þess að framboð BF hafi neikvæð áhrif fylgislega á Framsóknarfl.
Þar kemur til sú stefnuyfirlýsing sem Guðmundur Steingrímsson hefur komið fram með - sbr. útskýringu hans á því af hverju hann sagði sig úr Framsóknarflokknum - sjá umfjöllun:
Við verðum eiginlega að hugsa þetta skv. markaðsgreiningu, eins og kjósendur væri markaður, og flokkarnir að keppast um þann markað
- En ef við skoðum þann markað, þá þíðir framboð Guðmundar með BF það algerlega fyrir öruggt, að framboð BF verður eindregið aðildarsinnað.
- Þannig, að samkeppnin um atkvæði aðildarsinna - er að aukast.
- Á sl. landsþingi Framsóknarflokksins, var samþykkt ályktun sem felur í sér, að Framsóknarflokkurinn tekur afstöðu - gegn aðild: Ályktanir flokksþings 2011.
- Hann er því ekki lengur, að keppa um aðildarsinnaða kjósendur.
Áhrif framboðs Guðmundar Steingrímss. með BF á Framsóknarflokkinn?
- Þau hljóta að vera þau, að Framsóknarfl. einbeiti sér enn frekar að núverandi markaðssókn.
- Það er, atkvæði þeirra sem eru andvígir aðild.
Þá einfaldlega, verður BF og Framsóknarfl. eins og 2 fyrirtæki, sem hvort um sig hefur skilgreint sinn markað - og einbeitir sér að þeim markaði!
- Í þessum skilningi eru vörur flokkanna, stefnan!
Ég tel ágætar líkur á því, að þessi markaðssókn Framsóknarfl. komi til með að virka!
Atkvæðum fjölgar ekki endilega rosalega mikið - en ekkert fylgishrun ætti að eiga sér stað!
Áhrif framboðs Guðmundar Steingrímss. ásamt BF á aðra flokka?
Eins og ég útskýrði í: Ef Guðmundur Steingrímsson stofnar flokk, mun sá taka fylgi af Samfylkingu! Gambíttur SDG virðist vera að ganga upp!
- Þá tel ég að Guðmundur Steingrímss. vekji fyrst og fremst áhuga óánægðra Samfóa.
- En Guðmundur Steingrímss. - sem ljóst er, fær mjög jákvæða athygli Samfóara.
En fram að þessu, að minu viti, hafa óánægðir Samfóar ekki haft neinn flokk - sem þeir geta kosið í staðinn, og þannig refsað eigin flokki. En þeir geta ekki hugsað sér að svíkja lit í aðildarmálinu.
En ég er þess fullviss, að þ.e. fullt af óánægðum Samfóum, sem eru óánægðir með ríkisstjórnarsamstarfið og hvernig hefur gengið.
Ég spái því, að skoðnanakannanir muni fljótt sýna umtalsverða fylgissveiflu frá Samfylkingu yfir til BF Guðmundar Steingrímss.
Að auki grunar mig, að fylgi muni leita yfir til BF frá óánægðum VG-urum!
En innan VG-er að finna nokkurn fj. af fólki, sem ekki flokkast til gamallra kommúnista eða vinstri róttæklinga, en kaus VG síðast. Er þó ivið vinstri sinnaðra en Samfylking hefur verið sl. ár.
Þetta fólk er margt hvert - fremur Evrópusinnað. Er einkum að finna á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum. En svo bersýnilegt var fyrir síðustu kosningar hvaða stjórnarsamstarf myndi verða.
Sem skýrir að verulegu leiti, hvers vegna VG átti svo auðvelt með að svíkja and-aðildarsinnuð kosningaloforð.
VG-verður í sérdeilis slæmri klemmu!
- Vegna þess hve óvinsæl ríkisstj. er orðin!
- Vegna þess, að fjölmargir upplifa stjórnarsamstarf VG sem svik, við gefin kosningaloforð.
Þá verður VG-milli tveggja elda!
- Framsóknarfl. mun reyta af honum aðildarsinna! Sérstaklega landsbyggðarfólk.
- BF-mun reyta af honum þá fremur vinstri sinnuðu aðildarsinna, sem VG-inniheldur.
Sennilega mun enginn flokkur verða fyrir meira tjóni í næstu kosningum - heldur en VG.
Niðurstaða
Hið nýja framboð krystallar þörf fyrir Framsóknarfl. til að fylgja eindregið hinni nýju stefnu sem mörkuð var á sl. Landsfundi.
En sú stefna verður að vera múrinn sem ver fylgi flokksins, héðan í frá.
Hið nýja framboð gerir þetta enn meir ljóst!
En með aukinni samkeppni um aðildarsinnað fylgi, þá er vænlegra núna fyrir Framsóknarfl. að sækja í and-aðildarsinnað fylgi.
Það ætti að vera algerlega bersýnilegt - héðan í frá.
Eftir þetta væri það mjög varasamt fyrir flokkinn, að gefa nokkra hina minnstu mánamiðlun um hina nýju stefnumörkun.
Í þessa nýju stefnu verður að halda með sömu festunni, og her heldur í varnarmúr - þegar andstæðingar sækja að.
Nýja stefnan verður að hafa 100% trúverðugleika!
Einungis þannig, getur flokkurinn varið sig - þessari nýju ásókn.
Þá einfaldega hrekkur hún af múr stefnunnar - stefnan verður sem brjóstvörn flokksins.
Fylgissveifla frá flokknum, verður þá í mesta falli óveruleg!
Á móti, getur hann náð sér í frekara and-aðildasinnað fylgi frá VG.
Kv.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:44 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 10
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 65
- Frá upphafi: 859307
Annað
- Innlit í dag: 10
- Innlit sl. viku: 57
- Gestir í dag: 10
- IP-tölur í dag: 10
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ágætis pæling hjá þér Einar og líkleg.
En hvernig væri að við færum nú að breyta örlítið orðalagi í skrifum okkkar. Í stað þess að tala um "aðildarsinna" og "andaðildarsinn", segðum við "sjálfstæðissinna" og "andsjálfstæðissinna". Forskeytið "and" hefur alltaf á sér nækvæða merkingu.
Gunnar Heiðarsson, 21.9.2011 kl. 10:28
OK. Punktur verðugur íhugunar.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 21.9.2011 kl. 12:37
Mitt mat er að gælur Guðmundar við Besta dragi mjög úr trúverðugleika tilvondi flokks á landsbyggðinni.
Besti er fyrst og fremst menningarelítan í Reykjavík og á enga skírskotun til landsbyggðar. Það gæti því verið að þessi flokkur næði einhverrju á SV horninu þar sem hann er upprunnin en nái ekki fótfestu annarsstaðar. Af fenginni reynslu áratuganna gæti maður spáð flokki í þessum dúr þetta 4-6 þingmönnum.. Hreyfingin hyrfi af þingi og ef til vill gæti þetta kostað alla flokka eitthvað því væntalega verður helst keyrt á ESB málin. Samfylkingarkjósendur þurfa ekki annað eftir því en landlausir ESB sinnar í Sjálfstæðisflokki, VG og Framsókn gætu slegið til.
Jón Ingi Cæsarsson, 21.9.2011 kl. 13:49
Einmitt - og SV-hornið er einnig þ.s. meginfylgi Alþýðuflokks/Samfylkingar hefur alltaf verið. Það er einnig, svæði sem VG hefur lengir verið sterkur innan, einnig sögulegar fylgisrætur sem rekja sbr Alþýðubandalag, þar á undan Vinstri Sósíalistar.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 21.9.2011 kl. 14:45
Samfylkingarkjósendur fá ESB stefnuna heima í sínum flokki og þurfa ekki að kjósa framboð sem hefur það sama á dagskrá....
en þetta gæti tekið verulegan slatta af Framsókn í SV þar sem ESB áhuginn er meiri en hjá Framsókn á landsbyggðinni og svo eru það VG-ESB áhugamenn...sem eru gjarnan fyrrum Framsóknarmenn en þar flæddi á milli. Þeir gætu auðveldlega fellt sig við þetta framboð. Ég hef ekki trú á að margir Sjálfstæðismenn fari..en örugglega meginþorri þeirra sem kusu Borgarahreyfinguna - Hreyfinguna...flokkur sem brást þeim algjörlega sem voru óhressir með fjórflokkinn.
Jón Ingi Cæsarsson, 21.9.2011 kl. 18:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning