31.8.2011 | 21:57
Af hverju eru kaup Huang Nubo minna hættuleg fyrir Ísland en margir óttast? Áhrifin af varnarsamningnum!
Ég bendi einnig á eldri umfjöllun: Á að heimila Huang Nubo að kaupa Grímsstaði á Fjöllum? En mest áberandi fjölmiðlaumfjöllunarefni á Íslandi þessa viku án nokkurs vafa eru hugsanleg kaup Huang Nubo, fyrrum áróðursmálaráðherra Kína en í seinni tíð - kaupsýslumaður; á Grímsstöðum á fjöllum.
Þetta er stærsta einstaka jörðin á Íslandi í einkaeigu, ríkið þarf þó að heimila söluna vegna þess að Huang Nubo er ekki þegn eins af meðlimaríkjum EES eða Evrópusambandsins.
Hver eru áhrif varnarsamningsins við Bandaríkin?
Fann þetta fína kort á netinu. Meira að segja litla Ísland er með!
Bandaríkin munu aldrei heimila að Ísland verði leppríki Kína!
Þetta snýst að sjálfsögðu um eigið hagsmunamat Bandaríkjanna!
- Ísland er ósökkvandi flugmóðurskip í miðju N-Atlantshafi, einnig er hægt að hafa hér stórar flotastöðvar eins og kom í ljós í seinni styrrjöld, að auki pláss fyrir verulegann fjölda herliðs - eins og Bandamenn í seinni styrrjöld einnig notfærðu sér, þegar hluti herliðs á leið til Normandý 1944, var safnað upp hér.
- Kínverskur hersafnaður, floti eða flugher; eða allt í senn. Væri á Íslandi mun nær ströndum Bandaríkjanna, en innan landamæra eða landhelgi Kína.
- Frá Íslandi er unnt að stöðva alla umferð skipa og flugvéla yfir N-Atlantshaf.
- Svo lengi sem Bandaríkin hafa einhverju hlutverki að gegna í vörnum Evrópu, eða hafa herstöðvar innan Evrópu - hefur það krýtískt mikilvægi fyrir Bandaríkin, að siglingar og loftferðir yfir N-Atlantshaf, geti átt sér stað án hindrunar.
- Bandaríkjamenn, myndu því alls ekki geta sætt sig við, að óvinveitt ríki þeim, setji upp herstöðvar á Íslandi, eða nái með öðrum hætti þannig tökum á Íslandi, að það hverfi af þeirra yfirráðasvæði.
En hefur Kína ekki allskostar við Bandaríkjamenn, vegna þess að þeir eiga svo mikið af bandarískum ríkisskuldabréfum, og bandarískum dollurum?
- Bandaríkin hafa miklu öflugara tangarhald á Kína, en Kína hefur á Bandaríkjunum.
- Til að skilja af hverju - þarf að skoða kortið að ofan!
- Bandaríkin eru enn þann dag í dag mesta flotaveldi heims. Þó svo Kína nái þeim ef til vill að efnahagsstyrk innan næstu 20 ára, þá mun það kosta Kínv. gríðarlegar peningaupphæðir að byggja upp sambærilegt flotaveldi. Ekki hrist fram úr erminni á stuttum tíma.
- Kína fær megnið af sinni olíu frá Persaflóa.
- Til að komast til Kína, þurfa olíuskipin að sigla í gegnum hin þröngu sund við og milli eyja Indónesíu eyjaklasans.
- Indónesía er bandalagsríki Bandaríkjanna.
- Ef Bandaríkin kjósa að stöðva siglingar á olíu til Kína - þá mun hagkerfi Kína nema staðar í síðasta lagi innan nokkurra mánaða, jafnvel nokkurra vikna. Fer eftir umfangi strategískra byrgða.
- Bandaríkin geta sem sagt, slökkt á hagkerfi Kína - hvenær sem er!
- Þetta er miklu mun öflugari hótun - en Kína getur beitt Bandaríkin, þegar við erum að tala um efnahagssviðið.
Að auki, er ekki endilega svo slæmt fyrir Bandaríkin ef dollarinn væri verðfelldur - vegna þess að þá myndi viðskiptahallinn hverfa - - heldur má ekki gleyma, að Kína sjálft yrði þá fyrir mjög verulegu efnahagstjóni, er útflutningur til Bandar. minnkaði stórum.
Mikið atvinnuleysi myndi skapast í strandhéröðum Kína þ.s. vörur til útflutnings eru enna helst framleiddar.
Það gæti ógnað stöðugleika innan Kína - vegna þess ógnarfjölda atvinnulausra sem við erum að tala um.
Kommúnistar í Kína hræðast ekkert meir, en hugsanlega uppreisn - en stórar uppreisnir sögulega séð hafa átt sér stað við og við, valdið miklum usla - jafnvel fellt sjálft ríkið.
- Svo það hefur í reynd fjarskalega lítinn trúverðugleika - að Kína myndi nokkru sinni raunverulega - gera tilraun til að kollvarpa hagkerfi Bandaríkjanna!
- Á hinn bóginn - hefur sá möguleiki að Bandaríkin slökkvi á hagkerfi Kína; ákaflega mikið meiri trúverðugleika - - enda er Kína í reynd ekki með nokkra sterka mótleiki!
- Kína getur ákaflega lítið gert - nema að leggja niður skott!
Svo Ísland er alls ekki í nándar nærri eins mikilli hættu á því að verða að leppríki Kína, eins og margir óttast!
Það er ekki raunhæfur möguleiki á kínverskri leppríkisvæðingu Íslands -
- svo lengi sem siglingar- og flugferðir yfir N-Atlantshaf, halda áfram að hafa krítískt mikilvægi fyrir Bandaríkin,
- og svo lengi, sem Bandaríkin halda áfram að hafa mikið sterkari flota en Kína, svo Kína getur ekki tryggt öryggi siglinga á hráefnum til Kína.
Eins og ég sagði, það mun taka Kína langann tíma að ná upp slíkum flotastyrk að þeir geti, mætt flota Bandaríkjanna á jafnréttirgrundvelli á heimshöfunum. Ég er að tala um áratugi.
Að auki, mun einnig taka tíma að ná fram þeirri þekkingu á beitingu flota, gæði þekkingar áhafna - og Bandaríkin hafa.
- Vegna mikilvægis Íslands - munu Bandaríkin fylgjast vel með atferli Kína og kínv. aðila hérlendis!
- Bandaríkin munu ekki hika við að tjá kínv. stjv. það, ef þeim mislíkar framferði kínv. að einhverju leiti, hérlendis - þá þannig að það ógni hagsmunum Bandar.
- Það þarf enginn að efast um vilja Bandaríkjanna, til að tryggja sitt eigið öryggi - eigin hagsmuni.
Þessi veruleiki gefur okkur mun mikið meira svigrúm til athafna gagnvart Kína, sem smáríki á stærð við Ísland - undir öllum eðlilegum kringumstæðum ættu að hafa!
- Þetta sýnir ekki síst - hvílíkir fárans blábjánar þeir eru - sem halda að Evrópa geti veitt Íslandi sambærilega vernd/tryggingu, og Bandaríkin geta.
- Evrópa hefur enga raunverulega mótleiki, ef Kína myndi kjósa að ásælast Ísland.
- Þó fræðilega geti Evrópa sett hér upp herstöð, ef hún einhverntíma kemur sér upp sameiginlegum her, þá hefur Evrópa enga svipu gagnvart Kína - til að halda aftur af þeim, ef þeir leitast við að hafa áhrif pólitískt innan Íslands.
- Að auki, er Þýskaland og Frakkland, orðið verulega háð útflutningi til Kína. Auk þess, að frönsk og þýsk fyrirtæki, eru orðin mjög innvikluð í kínv. markaðinn - og hefur þar Kína ágæta möguleika til að beita þrýstingi.
- Þannig, að okkur væri nær engin vernd af því að vera meðlimir að ESB, þegar Kína á í hlut.
- Bandaríkin eru í reynd eini aðilinn í heiminum, sem getur varið Ísland - fyrir ásælni Kína!
- Að auki, er mikilvægi Íslands fyrir Bandaríkin mun stærra í reynd, en það er fyrir Evrópu!
- Mikli meiri líkur eru því til þess, að Bandaríkin hafi vilja til að tryggja stöðu Íslands gagnvart Kína!
Íslandi er því óhætt - að heimila kínverskar fjárfestingar á Íslandi!
Þetta þíðir þó ekki að ekkert sé að óttast!
Við eigum ekki að ana fram eins og blindir kettlingar! Rétt er að framkvæma eðlilegar ráðstafanir:
- Halda fjölda kínverskra starfsmanna í skefjum.
- En reikna má fastlega með því að hluti starfsmanna kínverskra fyrirtækja starfandi á erlendri grundu, sé í reynd á vegum kínverskra stjórnvalda.
- En kínversk fyrirtæki þurfa alltaf blessun stjórnarflokksins á erlendum fjárfestingum, heimild hans til að starfa erlendis. Það má reikna með því, að kínv. fyrirtæki séu í bland agentar Kína stjórnar.
- Síðan auðvitað, er þetta spurning um störf hérlendis - þ.e. hver fær þau.
- Beitum 51% reglunni.
- Innan Kína þá þurfa erlendir fjárfestar að sæta því, að stofna samstarfsfyrirtæki með kínv. aðila, sem þá þarf að njóta blessunar flokksins.
- Öll erlend fjárfestingarfyrirtæki, þurfa heimild flokksins - til að fjárfesta.
- Kínverski aðilin skv. kínv. lögum, bera 51% eignarhlutdeild að lágmarki.
- Krafist er "full technology transferr". Vestræn fyrirtæki í seinni tíð þó leitast yfirleitt við að halda einhverju eftir. En mörg hafa brennt sig á þessum reglum og hegðan samstarsaðilans - en oft hefur það gerst, að kínv. aðilinn fer fljótlega að framleiða mjög svipaða vöru en ódýrar. Hinn vestræni aðili tapar markaðshlutdeild - verður fyrir tjóni.
Ég er að segja, að við eigum að beita kínv. aðila sem hér vilja starfa - þeim aðferðum sem þeir sjálfir beita heima fyrir - að vissu marki.
Það er, ég vil að við beitum 51% reglunni - ásamt kvöðinnu um samstarfsfyrirtæki við ísl. aðila.
Ég vil sem sagt - að Ísland og íslendingar auðgist á þessu!
Kínverjar fái að kynnast því smá, að vera dálítið mjólkaðir :)
Er með lausn á vandanum, varðandi söluna á landinu
- Ein leið vegna andstöðu við það að selja kínverska aðilanum landið - gæti verið tilbrigði við 51% regluna.
- Að íslenska ríkið gerist samstarfsaðili kínverska fjárfestisins.
- Fjárfestirinn hafi landið til umráða - ríkið samþykki að skipta sér ekkert af starfseminni - - svo fremi að ákvæði samkomulags við fjárfestinn séu öll uppfyllt.
- Óháðann gerðardóm væri unnt að skipa - svo ríkið væri ekki með sjálfdæmi um málavexti!
- Ríkið gæti samið um að fá greiddann arð.
Ég held að þessi leið geti slegið mjög á ótta þeirra - sem óttast söluna á landinu.
Möguleiki væri að ríkið hefði forkaupsrétt á eignarhlut kínv. fjárfestisins, ef sá einhverntíma síðar meir vill selja.
Svona væri unnt að fara að í framtíðinni - í hvert sinn sem kínv. fjárfestir vill kaupa land á Íslandi!
Niðurstaða
Fyrir utan það sem ég hef nefnt, þá þarf að komast fyrir þann möguleika - að leikinn sé sá leikur sem Magma Energy fékk að leika, þ.e. að stofna málamynda skúffufyrirtæki, til að komast framhjá banni skv. ísl. lögum.
Þetta er helsti veikleikinn. Því skv. EES, þá má ekki gera mismun á rétti innlendra aðila og á rétti aðila frá öðrum aðildarlöndum EES og ESB, þegar þeir vilja starfa hérlendis.
Kína er ekki meðlimur að EES eða ESB, svo við getum mismunað kínv. aðilum, eins og ég legg til - svo fremi sem þeir geta ekki beitt skúffufyrirtækis gambíttnum. Á þann gambítt þarf að loka - undir eins.
---------------------------------
Svo fremi sem takist að loka fyrir skúffufyrirtækis gambíttinn - þá sé ég ekki nokkur óyfirstíganleg vandkvæði fyrir okkur, um að heimila fjárfestingar kínv. aðila á Íslandi.
Kv.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:27 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
- Rússland ætlar að hætta stuðningi við uppreisnarmenn í Súdan ...
- Gríðarlega mikilvægt að Úkraína fær bráðnauðsynlega hernaðara...
- Ég er eindregið þeirrar skoðunar - Ísrael geti ekki unnið str...
- Trump, hefur viðurkennt að geta ekki greitt - 464 milljón dol...
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 6
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 35
- Frá upphafi: 856024
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 33
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Samkvæmt Monro kenningunni er ekki líklegt að Sámur frændi leyfi þeim Gula að tjalda á lóðinni hjá sér. Sammt er hugsanlegt að þeir Rauðu og Gulu sættist á að skipta með sér þessari eyju. Annar framleiðir jú draslið og hinn kaupir það fyrir lánsfé frá framleiðandanum og styrsta leiðin er yfir norðurpólinn með stöffið. Hvort 320.000. hræður geta haft þar árif gegn hagsmunum 1.500.000.000. manns vísa ég í sögubækur. Eftir að hafa lesið nokkrar sýnist mér að okkar er valið á milli Rauðs og Guls eða...
Guðmundur Ingi Kristinsson, 1.9.2011 kl. 20:37
Að sjálfsögðu erum við leiksoppar, en ég sé ekki annað en að mikilvægi umráða yfir Íslandi, muni vaxa fremur en hitt í augum kana, eftir því sem veldi kínv. vex ásmegin.
Ef þeim líst svo að yfirráð þeirra yfir höfunum séu að veikjast, reikna ég með að þeir kjósi á ný að setja hér upp herstöð.
En meðan þeir geta hert að hálsi kínv. hagkerfisins hvenær sem er - er ekki víst að kanar sjái þörf á herstöð, til að halda kínv. á mottunni.
Við eigum í sjálfu sér ekkert val!
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 1.9.2011 kl. 21:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning