Yfirmaður evrópska bankaeftirlitsins, leggur til björgunaráætlun fyrir evrópska banka!

Þetta er mjög áhugavert - því sl. föstudag hélt Christine Lagarde merkilega ræðu, þar sem hún lagði til sem yfirmaður AGS að evrópskir bankar, myndu verða knúðir til að auka eigið fé sitt - um verulegt hlutfall. En skv. því sem fram kemur í hennar ræðu, liggur á að gera þetta. Evrópa megi alls ekki taka þann pól í hæðina, að eiga þann lúxus að hafa nægann tíma til að velta þessu fyrir sér.

Sem sagt - tafarlaust.

Síðan sl. mánudag, þá hafnar Framkvæmdastjórnin formlega því, að það þurfi að neyða evrópska banka, til að auka eigið fé sitt: Brussels rules out bank recapitalisation

Staða evr. banka sé sterk - að þeirra sögn!

Hvað gerist svo í á þriðjudag? Þá kemur yfirmaður bankaeftirlits Evrópusambandsins fram, og segir:

Watchdog Worried About Europe's Banking Sector

Europe bank regulator plans radical funding aid

  • "The European Banking Authority, a supervisory body for banks in the European Union, wants the €440 billion ($635 billion) European Financial Stability Facility to provide direct capital injections to ailing banks."
  • "It is an attempt to reassure investors worried about the impact of the debt crisis on bank balance sheets, German business daily Financial Times Deutschland reported on Tuesday."

Yfirmaður bankaeftirlits ESB, er í reynd að lísa yfir nákvæmlega sömu áhyggjum, og Christine Lagarde tjáði sl. föstudag á opinberum vettvangi.

Hann og Lagarde vilja beita sitt hvorri aðferðinni - þ.e. hans tillaga er minna stuðandi, hann leggur ekki til að bankar séu knúðir af yfirvöldum til að auka eigið fé. Heldur aðeins, að björgunarsjóð Evrusvæðis, verði falið það viðbótar hlutverk - að veita björgunarlán til evr. banka í vandræðum.

þannig verði fjárfesta sannfærðir um að, til staðar sé neyðarfjármagn - ef til þurfi að grípa. Hugmynd hans, til að róa markaði.

Það sem gerir þetta áhugavert - er að nú er komin upp klár deila milli stofnana. Það er AGS og evr. bankaeftirlitið annars vegar og hins vegar Framkvæmdastjórnin og Seðlabanki Evrópu, sem sl. mánudag dissuðu á að nokkur ástæða væri til sérstakra aðgerða.

Evr. bankar að þeirra sögn væru flestir hverjir í góðum málum, þeir hefðu styrkt sitt eigið fjár hlutfall - og skv. stress prófum hefði langflestir þeirra fengið góða einkunn.

Spurning hvernig markaðir munu bregðast við því - að nú eru þessar stofnanir komnar í hár saman!

 

Hin þróunin sem vakti athygli mína, skv. tölum þá hefur dregið mjög úr bjartsýni neitenda um framtíðina bæði í Bandaríkjunum og Evrópu

ESI Indicator

Grafið að ofan er tekið af vef Framkvæmdastjórnar ESB:

Economic sentiment down further in both the EU and the euro area

"In August, the Economic Sentiment Indicator (ESI) declined by 5.0 points to 97.3 in the EU and by 4.7 points to 98.3 in the euro area. This decline resulted from a broad-based deterioration in sentiment across the sectors, with losses in confidence being particularly marked in services, retail trade and among consumers. Only the construction sector in the euro area recorded an improvement."

Takið eftir að skv. þessu er bjartsýni komin niður fyrir vegið meðaltal, þ.e. niður fyrir 100.

Sjáið svo á myndinni að ofan, hvernig spírallinn lítur út - þ.e. byrjar að fara upp cirka mitt ár 2008 en er á klárri niðurleið á þessu ári - fremur brattri niðurleið.

US economic confidence falls from 59.2 to 44.5

"The US Conference Board, a respected industry group, said on Tuesday its index of consumer attitudes sank to 44.5 from a downwardly revised 59.2 the month before." - "Consumer spending accounts for 70pc of US economic activity and the falling confidence has raised concerns about their willingness to spend and aid the recovery."

Þetta eru í reynd slæmar efnahagsfréttir - því þær benda til að neysla verði léleg næstu mánuðina að líkindum, þ.e. 3. ársfjórðung. Það bæði í Evrópu og Bandaríkjunum.

"Economist said the latest readings were consistent with sluggish growth, at best, in the third quarter of this year."

Við þetta rauk verð á gulli upp, og staðnæmdist v. lok markaða: 1.833,63$

Þrátt fyrir fréttirnar - féllu markaðir í Bandaríkjunum ekki:

  • "The Dow Jones Industrial Average finished up 0.18pc at 11,559.95, "
  • "while the broader S&P 500 index closed up 0.23pc at 1,212.92."
  • "The Nasdaq Composite index is set to close up more than 0.5pc."

Það virðist sem að markaðir séu enn, í bjartsýniskastinu sem hófst sl. viku - og er Dow Jones búinn nokkurn veginn að vinna upp tapið fyrr í mánuðinum, stefnir í að enda hann nokkurn veginn á sléttu.

Það er merkileg þróun í reynd - að loforð Bernanke um að halda vöxtum í um "0" út 2013, dugi til að lyfta mönnum þetta mikið - þrátt fyrir allar slæmu efnahagsfréttirnar sem dundu yfir í mánuðinum.

Í Evrópu var þetta bland í poka, upp í Bretlandi en niður í Frakklandi og Þýskalandi, en upp smávegis á Ítalíu og Spáni. Manni finnst samt merkilegt - að markaðir skuli hafa farið upp:

  • "The FTSE 100 index in London has closed up 2.7pc at 5268.66"
  • " the CAC 40 in Paris closed down 0.2pc at 3,159.74,"
  • "the DAX 30 in Frankfurt slipped 0.5pc to close at 5,643.92. "kk

 

Niðurstaða

Óvissan heldur áfram að magnast, sérstaklega í Evrópu. Nú eru AGS og bankaeftirlitið í Evrópu, annars vegar, Seðabanki Evrópu og Framkvæmdastjórnin, hins vegar. Á sitt hvorri skoðuninni, um ágæti stöðu evr. banka. En ljóst er að markaðir - hafa lýst yfir vantrausti sbr. að skuldatrygginga-álag evr. banka hefur aldrei í sögunni verið hærra. Millibankamarkaður sýnir klár merki um að vera farinn að frjósa - - sjá hér frétt The Economist: Chest pains

Þannig að mér sýnist AGS og evr. bankaeftirlitið, klárt hafa rétt fyrir sér, að ástand evr. banka sé alvarlegt, og einhverja stóra ákvörðun þurfi að framkvæma þeim til aðstoðar, sem allra - allra fyrst.

Það er ekki að undra, að neytendur séu uggandi, og haldi að sér höndum um neyslu. Sem auðvitað víxlverkar með neikvæðum hætti við heildarstöðuna.

--------------------------

Það stefnir í að september 2011 verði mjög áhugaverður mánuður. En þá koma þjóðþing Evrópu aftur úr sumarfrýi. Og þá hefjast deilur um hvað skuli gera og hvað ekki, fyrir alvöru.

Þær deilur þykist ég viss, munu síðan hafa eigin áhrif til ruggunar á mörkuðum.

Við lifum áhugaverða tíma - sannarlega!

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 845417

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband