Ég skil alveg af hverju Þjóðverjum líst meinílla á það að ábyrgjast skuldir annarra Evrópuþjóða. En, hin leiðin að gera það ekki, verður til mikilla muna dýrari fyrir alla!

Ég sé einungis eina leið til að bjarga núverandi Evrusvæði. Ef það verður ekki gert, þíðir ekki endilega að það verði ekki nein Evra. En, það þíðir a.m.k. að Evrulöndum fækkar umtalsvert.

Á leiðtogafundi Evrópusambandsins, var samþykkt að björgunarkerfi ESB sem búið var til í sumar, haldi áfram í breyttri mynd en sem mestu leiti sama kerfið. Sjá: EU summit: The conclusions

En, Þýskaland virðist hafa safnað um sig, leiðtogum flestra annarra norðlægra aðildarríkja ESB, um það að standa gegn öllum hugmyndum um nokkurt form sameiginlegrar ábyrgðar á skuldum - sbr:

EU leaders back new bail-out system :"...senior officials from these countries – including Germany, Finland, the Netherlands and Sweden – have insisted that the EU re-emphasise fiscal austerity in so-called “peripheral” members and quickly pass new budgetary rules that would fine profligate countries." - "“Traditionally, the northern countries see the situation similarly and I believe there’s no miracle which we should wait for,” said Jyrki Katainen, the Finnish finance minister. “If you have more expenditures than income, then you have to adjust it.”"

Annað af tvennu, hafa menn of bjartsýnar hugmyndir um líklega getur S-Evrópu ríkja og Írlands, til að standa við þá aðlögun sem á þau er lögð, eða þ.e. leynilegt Plan B í undirbúningi.

Aðlögun sú sem hagkerfi Evrusvæðis í vanda þurfa að undirgangast, er jafngildi fullkomins hagkerfis storms:

  • Lækkun launa - sem minnkar hagkerfið, og hækkar skuldir sem hlutfall landsframleiðslu. Dregur einnig úr eftirspurn.
  • Niðurskurð útgjalda, sem einnig minnkar efnahagsleg umsvif.
  • Síðan, dýr lán sem krefjast skattahækkana til að standa undir greiðslum. En, samdráttar aðgerðir þíða að skattar þurfa að hækka enn frekar, sem enn á ný orsakar samdrátt og svo enn frekari skattahækkanir. Með öðrum orðum "classic debt depression".
  • Á sama tíma er ekki hægt að fella gengi, og þannig létta undir með atvinnuvegunum með skjótari hætti.
  • Meðan á þessu stendur, eru lífskjör á stöðugri niðurleið á sama tíma, og gjaldþrotum meðal almennings fjölgar, og atvinnulausum fjölgar.
  • Klárlega er hætta á að, almenningur geri uppreisn og kjósi ríkisstj. til valda, sem velur að stíga út úr slíku prógrammi sbr. Argentína v. upphaf aldarinnar. En, Argentínu menn yfirgáfu AGS prógramm eftir að þjóðarframleiðsla hafði í heild minnkað um 25 prósentustig, eftir samdrátt ár frá ári. En þó var þeirra prógramm mildara en þau prógrömm sem nú eru í gangi.
Markaðurinn þekkir hagfræði söguna, og veit vel að sterkar líkur eru um að löndin í björgunarpökkunum, muni ekki geta staðið við sínar skuldir. Að auki, virðist hann vera mjög skeptískur á getu nokkurra annarra landa, til að ráða fram úr sínum málum - sem einnig standa frammi fyrir mjög erfiðum aðlögunar vandamálum sbr. Portúgal og Spán.

Sjá færslur þ.s. hugmyndum um víðæka björgun er lýst:

Frank-Walter Steinmeier and Peer Steinbrück, hvetja Merkel Kanslara Þýskalands, til að taka forystu um að stýra Evrópusambandinu, út úr núverandi vandræðum!

Forsætisráðherra Luxembúrgar og fjármálaráðherra Ítalíu, hvetja til þess að Evru krýsan verði leyst með útgáfu, sameiginlegra Evru bréfa!

 

Það sem þarf að gerast til að stöðva krýsuna:

  • Afkriftir skulda Írlands og Grikkland að hluta. Þetta er algerlega nauðsynlegt þ.s. þau ríki munu aldrei getað borgað til baka núverandi skuldir.
  • Þarf að auki, að bjóða upp á aðferð til að niðurgreiða vexti til landa í vandræðum. Sameiginlegt Evrubréf einmitt myndi framkalla slíkt.
  • Önnur aðferð væri allsherjar sameiginleg trygging, á skuldum ríkjanna sem ekki eru þegar í björgunarpakka. Evrubréf er vægari aðferð. En annað af því tvennu þarf, svo bundinn verði endir á það að land eftir land sé hrakið af skuldamörkuðum, svo það lendi í lausafjárvanda.
  • Einhvers konar aukin eftirfylgni er klárlega nauðsynleg. Að auki, þarf að vera ljóst að aðhalds aðgerðir halda áfram hjá ríkjunum sem hafa verið að eyða um efni fram. Þannig, að ekki sé verið að gefa þeim allt eftir. Þvert á móti þ.s. þetta gerir, er að milda aðlögunina sem þarf að framkvæma sem þá gerir hana hugsanlega mögulega. Annars er hún það líklega ekki.


Það eina sem virðist í boði, til að hægja á krýsunni, eru kaup Seðlabanka Evrópu á bréfum ríkja í vandræðum, til þess að reyna að halda aftur af verðhækkunum þeirra:

Vandinn er sá, að aðeins ef þau kaup eru mjög stórfelld getur þetta haft einhver veruleg áhrif, annars ekki.

En, nægilega stórfelld kaup, væri í reynd bakdyra leið til að lækka skuldir hinna ríkjanna, og um leið taka að umtalsverðu leiti ábyrgð á þeim. En, aðildaríki Evrunnar bera ábyrgð á ECB. Þ.s. Þýskaland er stærsta hagkerfið innan Evru, á það stærsta einstaka hlunk þeirra ábyrgða.

Þannig, að Þjóðverjar hafa einnig hindrað það, að slík kaup verði stórfelld.

Þannig, að þá er ekki nokkur þáttur í víðri veröld, sem sjáanlega hindrar að markaðurinn muni á næsta ári, halda áfram að íta löndum út af markaðinum - þ.e. Portúgal og Spánn komi næst.

The Eurozone in bad need of a psychiatrist :"Let’s be quite clear. If the Eurozone follows this path either all of the sovereign debts become German public debt, or the euro will collapse in many separate currencies, causing horrendous economic dislocations."

Þetta eru orð Stephano Micossi frá Evrópu Háskólanum. En, hans orð benda til þess, að meira að segja innan ESB elítunnar, sé verulegs ótta farið að gæta. 

En, hann segir akkúrat þ.s er rétt. En, Þjóðverjar eru þegar búnir að hafna því að taka á sig skuldir Evrópu, svo við erum að tala um seinni útkomuna.

En, í grein sinni leggur Micossi áherslu á það að Evrópa verði að sannfæra markaðinn um það, að allar skuldir verði tryggðar. Það eina sem mögulega getur gert það, er sameiginleg trygging.

Þjóðverjar hafa mjög ákveðið hafnað þeirri leið! Þannig er það!

 

The EU’s Franco-German "Directoire" and the European Central Bank have between them ruled out all plausible solutions to the eurozone’s debt crisis :"So we drift on with rising yields into 2011, when Portugal must raise €38bn, Belgium €85bn, Spain €210bn, and Italy €374bn – according to Goldman Sachs."

  • Stærsti hlutur þeirra upphæða kemur á fyrstu 3. mánuði næsta árs.
  • Hættan er klár, að öll ofannefnd lönd falli út af fjármálamörkuðum, og komist í lausafjárvanda, og þurfi því björgun - á næsta ári.
  • En hættan þegar löndum fækkar sem standa undir björgunarsjóðnum, sem er á sameiginlegri ábyrgð, sem þíðir að þær ábyrgðir sífellt á færri löndum þ.e. þeim fækkandi hópi landa sem þá standa eftir í sjóðnum - og að auki þurfa að leggja fram stórfelldar viðbótar ábyrgðir - - er klár: Hún er að þau lönd segi stopp - við veitum ekki frekari ábyrgðir.
  • Þá verða þau lönd, sem ekki fá lán, nett greiðsluþrota. Eins og banki sem lendir í lausafjárkrýsu og fellur.
  • Þá gengur yfir ESB skæðadrýfa bankahruna, þegar bréf þeirra landa verða verðlaus. Einnig í löndum eins og Þýskalandi.

 

Einmitt síðasta atriðið á eftir að verða einnig Þýskalandi og þeim öðrum löndum sem standa með Þjóðverjum, um þeirra ákvörðun, mjög skeinuhætt. En, lánatöp munu skekja þeirra eigin bankakerfi, sem líklega annað af tvennu munu þurfa endurfjármögnun sem þá hækkar einnig skuldir þeirra lands, eða að þau fara okkar leið að láta banka verða gjaldþrota og stofna nýja í staðinn.

Spurning er hvort yfirlísingar um að ríkin í Suðri eigi að spara og borga, lísi raunverulegri trú á að slíkt sé í reynd mögulegt - þ.e. að menn trúi á kraftaverk.

En, ef svo - þá má vera, að þegar það verður þá komi hrunið stjórnendum Evrópu á óvart, og að engar undirbúnar gagnaðgerðir hafi þá verið mótaðar. Þá verður þetta óskaplega kaotískt þ.s. aðgerðir ríkja verða ósamræmdar - hvert ríki mun sinna eigin hagsmunum.

Niðurstaðan sennilega, gjaldþrot nokkurn veginn S-Evrópu eins og hún leggur sig, og fall hennar út af Evrusvæðinu.

En, við greiðsluþrot af því tagi sem ég er að tala um, mun það verða alger nauðsyn að yfirgefa Evruna, því annars verða ríkissjóðir ófærir um að standa undir greiðslum - meira að segja innan lands - af nokkru tagi. En, án möguleikans til að prenta peninga, eru einungis takmarkað magn peninga fyrir hendi og síðan ekki meir. En að vera með Evruna er það sama og starfa með erlendan gjaldmiðil, og þegar þ.e. svo þá hefur þú bara það magn af honum sem er til staðar í þínum hyrslum og síðan ekki meir. Þá fá ríkisstarfsmenn ekki laun - og starfsemi ríkjanna getur einfaldlega lamast þannig að grunnþjónusta sé ekki veitt. Mikið rót getur skapast og mun skapast innan ríkjanna.

Þ.s. getur síðan gerst, er að um tíma verði þau hagkerfi nær alveg tæmd af fjármagni. Þannig að jafnvel að hluti þeirra hagkerfa neyðist til beinna vöruskipta vegna skorts á peningum í umferð. En, það mun taka tíma að koma nýjum peningum í umferð.

Fallið verður óskaplegt - atvinnuleysið sennilega það mesta í hagkerfissögu þeirra landa.

Hvað N-Evrópu varðar, þá ætti hún að geta komist hjá gjaldþrotum ríkissjóða. En, hún sleppur ekki ósködduð, þ.s. hrun S-hagkerfanna þíðir stórfellda minnkun framboðs þaðan, þannig að útflutningur til þeirra landa hverfur að mestu leiti. Að auki, verður þörf fyrir endurskipulagningu bankakerfa þeim til skaða, og þó þau komist hjá gjald-/greiðsluþroti þá verður ástandið þar -þó muna skárra- einnig umtalsvert lakara en þ.e. í dag. 

Það sem ég er að segja, er að með því að taka ekki á vandanum sameiginlega, þá hendi Evrópa frá sér að miklu leiti, þeirri uppbyggingu sem átt hefur sér stað síðan á 6. áratugnum, með uppbyggingu Kola og Stál bandalagsins.

Hugsa sér, að þ.s. virtist vera sigur þeirrar stefnu þ.e. Evran, skuli í reynd vera yfirskot, sem orsaki slíkt hrun að sjálft bandalagið sem stóð að myndun hennar, einnig fellur í kjölfarið.

Ég segi þetta með söknuði. Því Evrópa slíkrar framtíðar, verður Evrópa byturleika og vaxandi togstreytu á ný!

Sjá: Why Greece will have to leave the eurozone

 

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 10
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 65
  • Frá upphafi: 859307

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 57
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband