12.10.2010 | 19:42
Breytingar framundan á gjaldþrotalögum. Kröfur fyrnast á fjórum árum!
Ef þ.e. rétt að Ögmundur Jónasson áformi að leggja fram frumvarp þ.s. réttur almennings sem stendur frammi fyrir kröfu um gjaldþrotsúrskurð verði bætt stórum, skv. neðangreindu - þá er það gott!
En þá myndi stykjast mjög samningsaðstaða skuldara gagnvart bönkum og fjármálastöfnunum!
Það myndi fela í sér mjög stóra tilfærslu valda til handa almenningi!
Breytingar framundan á gjaldþrotalögum. Kröfur fyrnast á fjórum árum
"Dómsmálaráðherra, Ögmundur Jónasson, hyggst leggja fram frumvarp á Alþingi fljótlega þar sem lögum um gjaldþrotaskipti verður breytt á þann veg að kröfur fyrnist á fjórum árum. Eftir þann tíma verður því ekki hægt að ganga að fólki en í dag getur slíkt fylgt fólki til æviloka."
En í dag virðist mögulegt að halda áfram að endurnýja kröfur í það endalausa - meira að segja dæmi um að kröfur hafi verið lögð fram í dánarbú.
Þannig, að hér hefur aldrei verið tekin upp sú regla er gildir almennt í siðuðum þjóðfélögum þ.e. "limited liability" - sbr. Bandar. og ríki Evrópu. Misjafnt þó hvar mörkin eru akkúrat sett.
En, Ísland er klárlega eina landið í hópi þeirra landa er við berum okkur saman við, sem hefur svo barbarísk gjaldþrotslög - þ.s. réttur einstaklinga virðist nær enginn - en réttur kröfuhafa nær takmarkalaus.
En eru nokkrar líkur þess að þetta náist fram?
Í dag virðast banka- og fjármálastofnanir nánast hafa neitunarvald, um hugsanlegar aðgerðir stjórnvalda til að bæta hag skuldugra í landinu.
Hefur alltaf stöðugt komið fram mjög öflug andstaða gegn hverskonar hugmydum í þát átt -
En, þetta frumvarp myndi hafa í för með sér, að allt í einu verði það valkostur fyrir skuldara að hóta af fara sjálfur fram á gjaldþrot - því þ.s. ef ofangreind breiting næst fram, þá losnar viðkomandi við sínar skuldir eftir einungis 4. ár.
Það sýnist mér mun betri díll - en sá er stjórnvöld hafa fram að þessu verið að bjóða skuldurum Íslands - sama hvort þ.e. kallað Greiðslujöfnun, Frysting eða Greiðsluaðlögun - þ.s. engar af hinum leiðunum bjóða upp á fulla skulda afskrift.
Þannig að ef þetta næst fram, þá muni hefjast allsherjar steypiregn óska um eigin gjaldþrot - þ.s. þúsundir heimila sjálf muni óska eftir slíkri meðferð.
En skv. AGS er bankakerfið þegar á barmi gjaldþrots - sbr. : IMF Staff Report Iceland Third Review
Kíkjið á bls. 45 í AGS skýrslunni, og sjáið töfluna - "Non performing loans stay at a high level".
- Skv. eru 45% lána í bankakerfinu í veseni þ.e. "non performing".
- Þ.e. reyndar skv. bókfærðu verði - en miðað við upphaflegt verðgildi sem bankarnir rukka skv. þá eru þau lán andvirði 63% heildarlána.
- En eins og sést aðeins neðar á sömu bls. er meðal-eiginfjár staða þeirra 17%.
Ég sé fram á það að bankakerfið myndi allt hrynja með brauki og bramli - og það með hraði, ef almenningur fengi slíkt vopn í hönd gagnvart þeim!
Sem er einmitt ástæða þess að ég held að ekki verði af þessu!
En, fram að þessu hefur bönkum og fjármálastofnunum alltaf tekist að stöðva allar mikilvægar tillögur til réttindabóta fyrir skuldara - sem reynt hefur verið að leggja fram, m.a. svokallað lyklafrumvarp.
Á þessari stundu, eru fjármálastofnanir að hamast við að stöðva annað mál - þ.e. tillögu Hagsmuna samtaka Húsnæðiseigenda (HH) - sem gerir ráð fyrir einungis 18% leiðréttingu lána.
Ásta H. Bragadóttir, starfandi framkvæmdastjóri Íbúðalánasjóðs, segir sjóðinn ekki þola flata lækkun á húsnæðislánum.
Mega ekki lækka höfuðstól lána
"Lífeyrissjóðirnir hafa ekki leyfi til þess að lækka höfuðstól húsnæðislána sem þeir hafa veitt, enda skerðir það lífeyri félagsmanna í framtíðinni, segir Sigurbjörn Sveinsson, stjórnarmaður í Almenna lífeyrissjóðnum."
Mjög varfærnar tillögur - en nú gengur hver forsvarsmaður fjármálastofnana fram og segir sína stofnun ekki geta þetta - talsmaður lífeyrissjóða hafa einnig mótmælt þesusm hugmyndum o.s.frv. - þannig að mér virðist stefna í að þær nái ekki fram að ganga - en fram að þessu hafa núverandi stjv. án undantekninga lippast niður gagnvart vilja okkar fjármálastofnana.
Því miður er vart að reikna með öðru en að útkoman verði hin sama - ef og þegar Ögmundur Jónasson mun reyna að koma sinni mikilvægur breytingu í gegn!
Niðurstaða
Tillaga Ögmundar Jónassonar myndi verða mjög mikilvæg efling réttinda skuldara gagnvart fjármálastöfnunum landsins, og bæta mjög samningsstöðu þeirra gagnvart þeim fyrirtækjum og stofnunum - sem er einmitt ástæða þess að vænta að þær nái ekki fram; enda hefur þessi ríkisstj. fram að þessu virst alltaf og ætíð bugta sig og beygja gagnvart vilja þeirra stofnana þegar á hefur reynt.
Kv.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:45 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Ríkisstjórn Donalds Trumps, sbr. JD. Vance, alítur aðstreymi ...
- Úkraína og Donald Trump, virðast nærri samkomulagi um hernaða...
- Vekur undrun varðandi ákvörðun Trumps forseta um viðskiptastr...
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
Nýjustu athugasemdir
- Ríkisstjórn Donalds Trumps, sbr. JD. Vance, alítur...: Þó ég muni ekki fyrir hvað Obama fékk friðarverðlaun Nóbels Þá ... 18.2.2025
- Ríkisstjórn Donalds Trumps, sbr. JD. Vance, alítur...: Huh? Nei, flóttamannastraumurinn er hluti af Cloward-Piven plan... 17.2.2025
- Ríkisstjórn Donalds Trumps, sbr. JD. Vance, alítur...: Grímur Kjartansson , - það hefur verið sannað að HAMAS hirti dr... 17.2.2025
- Ríkisstjórn Donalds Trumps, sbr. JD. Vance, alítur...: USAID gat á engan hátt gert grein fyrir hvert allir þessir fjár... 17.2.2025
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
-
eyglohardar
-
bjornbjarnason
-
ekg
-
bjarnihardar
-
helgasigrun
-
hlini
-
neytendatalsmadur
-
bogason
-
hallasigny
-
ludvikjuliusson
-
gvald
-
thorsteinnhelgi
-
thorgud
-
smalinn
-
addabogga
-
agnarbragi
-
annabjorghjartardottir
-
annamargretb
-
arnarholm
-
arnorbld
-
axelthor
-
arnith2
-
thjodarsalin
-
formosus
-
birgitta
-
bjarnijonsson
-
bjarnimax
-
westurfari
-
virtualdori
-
bookiceland
-
gattin
-
davpal
-
dingli
-
doggpals
-
egill
-
jari
-
einarborgari
-
einarsmaeli
-
erlaei
-
ea
-
fannarh
-
fhg
-
lillo
-
gesturgudjonsson
-
gillimann
-
bofs
-
mummij
-
kallisnae
-
gp
-
gudmbjo
-
hreinn23
-
gudrunmagnea
-
gmaria
-
topplistinn
-
skulablogg
-
gustafskulason
-
hallurmagg
-
haddi9001
-
harhar33
-
hl
-
diva73
-
himmalingur
-
hjaltisig
-
keli
-
fun
-
johanneliasson
-
jonsullenberger
-
rabelai
-
jonl
-
jonmagnusson
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
gudspekifelagid
-
juliusbearsson
-
ksh
-
kristbjorg
-
kristinnp
-
larahanna
-
leifurbjorn
-
lifsrettur
-
wonderwoman
-
maggij
-
elvira
-
olafureliasson
-
olinathorv
-
omarragnarsson
-
ottarfelix
-
rafng
-
raksig
-
redlion
-
salvor
-
samstada-thjodar
-
fullvalda
-
fullveldi
-
logos
-
duddi9
-
sigingi
-
sjonsson
-
sigurjons
-
stjornlagathing
-
athena
-
stefanbogi
-
lehamzdr
-
summi
-
tibsen
-
vala
-
valdimarjohannesson
-
valgeirskagfjord
-
vest1
-
vignir-ari
-
vilhjalmurarnason
-
villidenni
-
thjodarheidur
-
valli57
-
tbs
-
thorgunnl
-
thorsaari
-
iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.2.): 7
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 523
- Frá upphafi: 860918
Annað
- Innlit í dag: 6
- Innlit sl. viku: 470
- Gestir í dag: 6
- IP-tölur í dag: 6
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Stærstu breytingarnar sem þarf að ná í gegn er að lausafjárkröfur geti ekki orðið að veðbandskröfu í gegn um fjárnám. Lánveitandi sem veitir lán með 24% vöxtum er með háa vexti vegna þess að það er áhætta í lánveitingunni. Ef viðkomandi á síðan að geta gert fjárnám í fasteign, þá eru rökin fyrir 24% vöxtum farin. Sama gildir um innheimtukostnað upp á tugi prósenta eða háa fasta upphæð. Það er svo furðulegt, að hér á landi virðist lánveitandinn aldrei vera að taka áhættu. Hvers vegna eru vextir þá svona háir?
Marinó G. Njálsson, 12.10.2010 kl. 23:13
Þetta er auðvitað rétt hjá þér og væri mikill árangur að ná því fram, þó reglan um fyrningu skulda náist ekki fram að þessu sinni.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 13.10.2010 kl. 00:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning