Í viðtali tekið við hann laugardagskvöldið 7. agúst varði Már Guðmundsson þá ákvörðun, að halda áliti aðallögfræðings Seðlabankans þess efnis að lán gengistryggð í gegnum aðra gjaldmiðla væru sennilega ólögleg.
Már Guðmundsson: Óviðeigandi ef Seðlabanki hefði kynnt lögfræðiálit "Á þessum tíma stóðu samningar við kröfuhafa bankanna sem hæst og endurskipulagning þeirra til framtíðar lá fyrir dyrum. Þrátt fyrir það ákvað Seðlabankinn að halda þessu lögfræðiáliti leyndu fyrir bönkum og skilanefndum bankanna. Már Guðmundsson, Seðlabankastjóri sem tók við þeirri stöðu þremur mánuðum síðar, sagði í fréttum Stöðvar 2 í kvöld að Seðlabankinn hefði ekki átt að stimpla þetta lögfræðiálit sem hið eina rétta."
- Sú ákvörðun að halda því áliti leyndu, er gríðarlega ábyrgðalaus.
- En, ef þeir sem voru að semja við hina erlendu aðila hefðu haft þá vitneskju í höndum, þá hefðu þeir vitað að umtalsverð meiri óvissa væri um endanlegt virði lánapakkanna þeirra verð sem þeir voru um að semja.
- Aukin óvissa þíðir lægri verð.
- Þannig, að Már hafði af þjóðinni milljarða tugi a.m.k. með því að halda frá upplýsingum er hefðu auðveldað embættismönnum okkar er voru að semja við hina erlendu aðila að krefjast lægri verðs.
Már Guðmundsson: Óviðeigandi ef Seðlabanki hefði kynnt lögfræðiálit
Það hefði verið fullkomlega óviðeigandi. Við getum rifjað upp að á þessum tíma þá var komin umræða í þjóðfélaginu um að þessi lán væru hugsanlega ólögleg og það þurfti ekkert lögfræðiálit í höndum Seðlabankans til þess að vita af því. Lögfræðiálit sem keypt eru með fororði fyrir starfsemi viðkomandi aðila á ekki að afhenda þriðja aðila, þá hefði bankinn verið að stimpla álitið og segja að þetta væri hin rétta niðurstaða, sagði Már.
Eins og Marínó G. Njálsson útskýrir á sínu bloggi, stenst ekki sú fullyrðing Más að í Maí 2009 hafi verið útbreitt umræða í samfélaginu um möguleika þess að lánin væru ólögleg, sbr. blogg Marínós:
Seðlabankastjóri með skáldskap í sjónvarpsfréttum og gerir lítið úr aðallögfræðingi sínum
Þvert á móti var það skilda Seðlabankans, einmitt að upplýsa stjórnvöld og Fjármálanefn Alþingis um málavexti, því eðli máls skv. þá er það þekking sem er okkar helsta haldreypi í vegferð hverri í átt að réttum niðurstöðum hverju sinni.
Með því að halda mikilvægri þekkingu frá bærum aðilum, sýnist mér Seðlabankinn hafa valdið Íslandi verulegu tjóni á nýjan leik.
Þannig, að í ljósi þess að afsagnar Davíðs Oddsonar var krafist einmitt vegna þess að rökstuddar ástæður voru fyrir því, að hann hafi valdið landinu verulegu fjárhagslegu tjóni á grundvelli ílla ígrundaðra ákvarðana og í kjölfarið verið rúinn öllu trausti og því ekki lengur fær sem Seðlabankastjóri, þá má segja að núverandi ríkisstjórn hafi þarmeð einnig skapað fordæmi fyrir því að krefjast nú afsagnar stjórnenda Seðlabankans á grunni svipaðra raka, þ.e. að stjórnendur hafi valdi samfélaginu tjóni með ákvörðun er þeir tóku skv. í besta falli ílla ígrunduðum forsendum, og að þeir hafi þeir nú skv. því tapað öllu trausti og því ófærir um að starfa lengur. Seðlabankastjóri að sjálfsögðu ber heildarábyrgð og þ.e. nú réttlátt að krefjast þess, að Már annað af tvennu víki þeim sem báru ábyrgð á hinni röngu ákvörðun, eða þá að hann víki sjálfur - en Seðlabankastjóri verður að hafa traust þ.s. þ.e ein grunnforsenda þess Seðlabankastjóri geti starfað sem skildi.
Már verður að útskýra þessa ákvörðun, og annað af tvennu víkja þeim er báru ábyrgð á henni, ef honum var ekki málavextir kunnugir, eða víkja sjálfur ef hann ákvað að blessa ákvörðunina með þögninni..
Kv.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:48 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
- Rússland ætlar að hætta stuðningi við uppreisnarmenn í Súdan ...
- Gríðarlega mikilvægt að Úkraína fær bráðnauðsynlega hernaðara...
- Ég er eindregið þeirrar skoðunar - Ísrael geti ekki unnið str...
- Trump, hefur viðurkennt að geta ekki greitt - 464 milljón dol...
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 29
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 29
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Már segir að það hefði verið óviðeigandi að greina frá lögfræðiálitinu en það þótti ekki óviðeigandi af hálfu SÍ að taka afstöðu gegn hæstarétti þegar hann hafði gefið sinn dóm. Samt var dómurinn samhljóða álitinu sem þessi sami banki fékk þrettán mánuðum fyrr!!
Gunnar Heiðarsson, 8.8.2010 kl. 06:13
Út af hverju á Már Guðmundsson að segja af sér vegna þessa gjörnings, hann var ekki byrjaður sem seðlabankastjóri þegar þessu áliti var stungið undir stól.
Valsól (IP-tala skráð) 8.8.2010 kl. 10:17
Réttmæt ábending hjá þér Valsól. Á hinn bóginn þ.s. hann er æðsti yfirmaður Seðlabankans, þá er réttmætt að krefjast þess að hann rannsaki hvernig stóð á þessari slæmu ákvörðun, og síðan hann víki eða víti þá sem báru á henni ábyrgð - þ.e. ef þ.e. svo að hann vissi ekki af þessu máli.
Á hinn bóginn, að ef hann blessaði þessa ákvörðun með þögn eftir að hann tók við, þ.e. onum var málavextir kunnugir, þá ber hann sömu ábyrgð og að ef hann hefði tekið hana sjálfur.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 8.8.2010 kl. 14:19
Já ég er sammála, þessu leynipukri með alla hluti er bara óþolandi.
Valsól (IP-tala skráð) 8.8.2010 kl. 15:03
Það er nauðsynlegt að það komi fram að Már Guðmundsson var ekki í viðtali í sjónvarpsfréttum.
Hann sendi inn yfirlýsingu sem var lesin viðstöðulaust upp af Páli Magnússyni framkvæmdastjóra RÚV og þuli.
Seðlabankastjórinn var ekki meiri bógur en svo að hann hafði ekki manndóm til að koma fram í viðtali til að gefa skýringar á verkum sínum.
Við skulum hafa það í huga. Að öðru leyti tek ég undir færslu höfundar.
Theódór Norðkvist, 8.8.2010 kl. 15:21
Ef að ég man rétt, þá var á þessum tíma, núverandi aðstoðarseðlabankastjóri, Arnór Sighvatsson, einnig aðstoðarseðlabankastjóri, hjá þeim norska.
Ef að núverandi seðlabankastjóri, hefur hvorki vilja né getu til þess að grípa til viðeigandi ráðstafana, gagnvart aðstoðarbankastjóra sínum og annarra lykilstjórnanda bankans, sem starfa þar enn frá þeim tíma, sem þetta "atvik" kom upp, þá ber honum sjálfum að víkja.
Kristinn Karl Brynjarsson, 8.8.2010 kl. 15:55
Theódór, Már var í eigin persónu í viðtali á stöð2 í gærkvöldi. Þar lét hann þessi orð falla.
Gunnar Heiðarsson, 8.8.2010 kl. 16:39
Takk fyrir innlitin gott fólk.
Varðandi hvernig hægt er að bregðast við ástandinu eins og þ.e. - en mig grunar að Hæstiréttur muni fella þann dóm að samningsvextir standi; þá væri hægt að lækka grunnvexti í 1%.
Það myndi duga til þess að bankarnir myndu samt fá 2% í raunvexti, þannig að þá þarf ef til vill ekki auka þeirra eigið fé.
Að auki geta þeir þá boðið ný lán á lægri vöxtum og skv. lögmáli framboðs og eftirspurnar, að ef þú lækkar verð vöru þá eykur þú eftirspurnina eftir henni, þá ætti vaxtalækkun að skila því að fleiri lán séu tekin.
Fleiri fjárfestingar verkefni komast þá á koppinn, þ.e. þau þurfa ekki standa undir eins hárri arðsemiskröfu ergo fleiri verða hagkvæm með lánveitingu.
Lægri vaxtagjöld til almennings og fyrirtæka, af því leiðir þ.s. meira fjármagn verður til umráða, að neysla eykst og einnig nýfjárfestingar og framkvæmdir.
Samanlögð áhrif, umtalsvert boost fyrir hagkerfið, aukning hagvaxtar myndi verða umtalsverð, minnkun atvinnuleysis og bættur hagur fyrirtækja og almennings.
Þetta væri raunveruleg velferðar-ákvörðun.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 8.8.2010 kl. 16:58
Þá biðst ég afsökunar á því að hafa haft Má fyrir rangri sök að hafa ekki veitt viðtal í eigin persónu, ég bara fylgist ekki með Baugsmiðlum að ráði.
Glæpaverk eru Más eru alveg næg að maður sé ekki að bæta við þau svona smáræði.
Theódór Norðkvist, 8.8.2010 kl. 18:09
Ásmundur 8.8 2010 23:29
Ég fann frétt um þetta mál þar sem vitnað var í þetta viðtal við Björn Þorra í Silfri Egils en en ég sá ekki viðtalið.
---------------------------------------
---------------------------------------
Þetta er orðin nokkurs konar deila um keisarans skegg.
Þ.s. skiftir máli er að stjórnvöld gerður ráð fyrir að lánin væru lögleg og hegðuðu sér skv. því.
Þeirra fulltrúar einnig sömdu um yfirfærslu lánapakka á þeim grunni.
Þó það hafi einhver umræða verið til staðar er dróg í efa löggildi þeirra lána, þá er ofangreint höfuðatriðið, þ.e. sú umræða varð ekki til þess að stjv. og samninganefnd ríkisins breytti sínu mati á lánunum.
Þ.s. álit Seðlabanka hefur vanalega töluvert meira vægi en álit sjálfstæðra lögfræðinga úti í bæ, þá hefði það getað haft umtalsverð áhrif ef Seðlabankinn hefði beitt sér til þess að það mat sem var ríkjandi innan stjórnkerfisins og samninganefndar ríkisins tæki breytingum.
--------------------------
Tjónið af því að Seðlabankinn beitti sér ekki, slagar sennilega hátt í hin frægu mistök Davíðs Oddsonar er hann lánaði bönkunum háar fjárhæðir rétt fyrir hrun er leiddi til raungjaldþrots Seðlabankans, sem neyddi ríkið til að taka mjög - mjög óhagstætt lán, til að redda honum fyrir horn.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 8.8.2010 kl. 23:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning