Pólitískur jarðskjálfti er staðreynd. Stjórnmálaflokkarnir, verða að bregðast við þessum rassskelli kjósenda, annars liggur beint við að Besti Flokkurinn mun endurtaka leik sinn í Reykjavík á landsvísu!

Jón Gnarr, hefur nú í viðtölum í kjölfar kosninga, róað aðeins þá sem höfðu áhyggjur af því, hvað róttækni hans þíðir.

En, það var ekki endilega augljóst að andófinu hans, væri einungis beint gegn flokkakerfinu.

En, úrslitin í Reykjavík þ.s. Besti Flokkurinn fær 34,7% atkvæða, hlítur að skoðast sem pólitískur jarðskjálfti.

 

Úrslit í Reykjavík (Sjá MBL.IS)

 Atkvæði%Fulltrúar
BB - Framsókn
1.629 2,70
DD - Sjálfstæðisflokkur
20.006 33,65
EE - Reykjavíkurframboð
681 1,10
FF - Frjálslyndir
274 0,50
HH - Framboð um heiðarleika
668 1,10
SS - Samfylking
11.344 19,13
VV - Vinstri græn
4.255 7,11
ÆÆ - Besti flokkurinn
20.666 34,76
Á kjörskrá: 85.808
Kjörsókn: 63.019 (73,4%)
 

Talin atkvæði: 63.019 (100,0%)
Auð: 3.238 (5,1%); Ógild 258 (0,4%)
Uppfært 30.5. kl. 10:23

 

Fer Besti Flokkurinn inn í landsmálin?

Þetta virðist mér liggja alveg þráðbeint fyrir. En, óvarlegt væri að álíta svo, að Besti Flokkurinn sé einhver bóla, sem bara muni koðna, svo við hinir þurfum ekkert að bregðast við honum.

Slík viðhorf, geta einfaldlega leitt til þess að Besti Flokkurinn endurtaki leikinn, sem landsmálaflokkur.

 

Krafan er augljós til stjórnmálaflokkanna, þ.e. endurnýjið ykkur eða sumir ykkar munu hverfa!

  • Að skipta um fólk í brúnni, einstaka þingmenn, er ekki endilega þ.s. ég á við og kjósendur. Þó í tilvikum þurfi sennilega einstaklingar að víkja af vettvangi.
  • Þetta snýst fremur um, að læra af mistökum hrunsins, og sannfæra kjósendur um, að slík fyrn séu ekki líkleg til að endurtaka sig aftur.
  • Við erum því fremur að tala um, vinnubrögð - þá er ég að vísa til þess, sem kallað er "karp" þ.s. almenningur virðist orðinn mjög víðtækt leiður á, þ.e. að þ.s. virðist vera orðið nánast ritúalískt að aðilar skiptist í stjórn og stjórnarandstöðu - þ.s. stjórnarflokkar séu alltaf að því er virðist sjálfvirkt á móti því sem stjórnarandstaðan leggur til, og gagnkvæmt að stjórnarandstaðan sé alltaf sjálfvirkt á móti því sem stjórnin leggur til. Þ.e. allavegna upplifun fólksins, að svona sé þetta. Í einni setningu er ákallið eftir því; að vinna saman, þvi þjóðin sé í vanda. Ákallið er sem sagt eftir því sem kallað er "Leadership" - þ.e. stjórnmálaforingjarnir, fari í landsföðurs-/móðurs-legar stellingar, og leiði "okkur" út úr klandinu. Fólkið er orðið hrútleitt á deilunum.
  • Einnig erum við að tala um, að setja sér starfsreglur - til að draga úr líkum á endurtekningu fyrri mistaka. Þá er ég að vísa til að flokkarnir setji sér strangar siðareglur.
  • Að lokum, er það vinnubrögð innan flokkanna sjálfra, þ.e. vöndun málsmeðferðar innan sjálfra flokkanna. En, flokkarnir þurfa að bæta getu sína til að vinna ný mál með þeim hætti, að kostir og gallar séu leiddir fram, svo að hætta í mistökum í stefnumálum sé lágmörkuð. Hérna er ég m.a. að vísa til 90% lánanna, sem í dag eru talin mistök, en voru sett fram af Framsóknarflokknum, sem eitt af bindandi stefnumiðum flokksins á nú ófrægu landsþingi hans.

Hér eftir í þessari tilteknu bloggfærslu er orðum mínum beint til Framsóknarmanna

  • Framsóknarflokkurinn, þó svo hann heilt yfir landið standi fylgislega að meðaltali svipað og síðast, þá er ekki rétt að hrósa sér af því sem árangri.
  1. En, síðustu sveitastjórnarkosningar, þ.e. úrslit þeirra fyrir Framsókn, voru eftir allt saman mjög slæm, þannig að í aðalatriðum endurtekning þeirrar stöðu, er ekki hægt að skilgreina sem eitthvert hól fyrir núverandi forystu flokksins.
  2. En, hafa ber í huga, að Framsóknarflokkurinn er í stjórnarandstöðu við ríkisstjórn, sem hefur ítrekað reynt að þröngva í gegn svokölluðum Icesave samningi, gegn mjög víðtækri og harðri andstöðu þjóðarinnar. Þ.e. mjög einkennilegt - svo ekki sé meira sagt - að Framsóknarflokknum hafi ekki tekist að græða á því fylgi, að í því stóra máli að hafa staðið með vilja þjóðarinnar.
  3. Hreint út sagt, að ekki hafi tekist að vinna flokknum aukið fylgi í andstöðu við Icesave stjórnina - sem í ofanálag þverneitar að koma með nægilegum hætti til móts við gríðarlega alvarlega skuldastöðu fjölmargra heimila, en þ.e. hreinlega stórfurðulegt að forystu flokksins hafi einnig mistekist að ræna stjórnarflokkana fylgi út á það mál; þá verð ég að segja, að forysta flokksins, verður að taka sér tak, fara að skila betra starfi - annars alveg á sama hátt og við værum að tala um þjálfara knattspyrnuliðs sem ekki væri að vinna nægilega marga leiki - þá verður að skipta um! Ég reikna með að einhver taki þetta óstinnt upp, en þetta er staðan, eins og ég sé hana, og ég stórefa um að ég sé sá eini. Forystan verður nú, að fara að skila meira fylgi til flokksins því annars mun flokkurinn rísa upp aftur og skipta um á ný. Ég held að forystu flokksins - annars - hljóti að vera þetta ljóst, einkum Sigmundi Davíð.
  4. En, full ástæða er að ætla að Besti Flokkurinn hafi séns í landsmálin, og ef við lítum svo á að kosningahegðun í tilteknum stórum sveitarfélögum geti gefið vísbendingu; þá verður Framsóknarflokkurinn að taka þá ógn alvarlega.

 

-----------------------------------------------------------hvað getur flokkurinn gert?

Ráðstefna um framtíð íslenskra stjórnmála / ráðstefna um framtíð Framsóknarflokksins!

Ég vil frekar að ráðstefnan hafi hina almennari skýrskotun!

  • Eitt er öruggt, að afsökunarbeiðni sú sem Sigmundur Davíð (alveg burtséð frá hve einlægt hann meinti hana) kom fram með í ræðu á síðasta miðstjórnarfundi, hefur hvergi nær dugað til. Miklu - miklu meira, klárlega þarf til.
  • En, málið er ekki að sannfæra þá Framsóknarmenn, sem þegar eru sannfærðir um ágæti flokksins, heldur kjósendur - á þeirra sannfæringu mikið upp á vantar. 

Ég er sannfærður um, að það besta sem Framsóknarflokkurinn getur gert, sé að setja endurskoðunar-, endurhugsunarferlið beint á torg, þ.e. fyrir allra augum.

Þ.e. ekki í nefnd, sem vinnur á bakvið luktar dyr, og gefur síðan út niðurstöðu einhvern tíma eftir dúk og disk. (Munum, málið er sannfæring fólksins þarna úti en ekki þegar sannfærðra flokksmanna)

 

Réttast sé að blása til ráðstefnu:

  • Því almennari skírskotun, því betra; en ég á við, að betra væri að þetta myndi verða ráðstefna um framtíðar vinnubrögð í ísl. stjórnmálum, fremur en eingöngu ráðstefna um framtíðarvinnubrögð framsóknarflokksins. 
  • Munum, að flokknum vantar að sannfæra kjósendur, sem æpir á samstöðu og leiðsögn. Ráðstefnan, myndi því skila mun meira, ef hún innibæri málsmetandi aðila í þjóðfélaginu, sem væru ekki endilega einungis Framsóknarmenn. Sem myndu taka fullan þátt í málefnavinnu þeirri, sem fram færi.

Flokknum vantar að sannfæra kjósendur um:

  • Hann sé ekki spilltur -
  1. Við erum að tala um siðareglur, þ.e. því mikilvægt að bjóða til ráðstefnu málsmetandi aðilum í þjóðfélaginu, sem einmitt hafa tjáð sig mikið um þetta atriði. Hafa hugmyndir, um heppilegar siðareglur.
  2. Síðan væri þeim hleypt inn í vinnuhópa - en punkturinn er að útkoman fái sem víðtækasta skírskotun, þannig að hún öðlist hámarksskírskotun til sem allra -allra flestra.

  • Hann sé nútímalegur flokkur
  1. Þetta snýst einnig um vinnubrögð. Hér væri gott að fá til liðs, stjórnmálaskýrendur og rína, sem hafa tjáð sig um slík mál, sem ekki eru endilega i Framsóknarflokknum.
  2. Ég ítreka hið mikilvæga atriði um víðtæka skýrskotun - þ.e. þörfina á að sannfæra þjóðina, enn ekki einungis innanbúðarfólk sjálfs flokksins.
  3. En, útkoman væri þá - hvað er stjórnmálaflokkur framtíðarinnar? Framsóknarflokkurinn, myndi þá ákveða að tileinka sér þá þætti, sem taldir eru af rínendum, þær aðferðir sem ráðstefnan telur vera vinnuaðferðir stjórnmála 21. aldarinnar.

  • Málsmeðferð innan flokksins sé vönduð -
  1. Ég mynni á 90% lánin, sem varð á sínum tíma, útkoma nú ófrægs landsþings flokksins.
  2. En, leiðir þarf að finna, til að minnka líkur á endurtekningu slíkra mistaka. En, sterk vísbending er um, að vinnuaðferðir þær sem tíðkast á Landsþingi, séu of veikar.
  3. Eins og við vitum, er flokkstarf sjálfboðaliða starf, að lang-mestu leiti. Þó talað sé um, flokkana sem ryksugu fyrir fjármagn - þá er staðreyndin sú, að stjórnmálaflokkarnir á Íslandi, eru veikar stofnanir.
  4. Þ.e. einfaldlega til staðar, alvarlegur skortur á getu til sjálfstæðrar stefnumótunar, innan íslenskra stjórnmálaflokka.
  5. Þetta er ein stærsta ástæða þess, að mínu mati, hve áhrif þrýstihópa hafa verið sterk - en, það er mjög oft svo að þrýstihópar úti í samfélaginu vinna ákveðna málefnavinnu, sem þeir láta svo fulltrúa sína innan stjórnmálaflokkanna hrinda í framkvæmd.
  6. Það fyrirkomulag, hentar mjög þeim tilteknu þrýstihópum, sem í reynd hafa átt tiltekna flokka - sögulega séð og síðan einnig í krafti þeirra áhrifa, tiltekin ráðuneyti.
  7. Þ.e. því ein meginforsenda þess, að draga úr áhrifum þrýstihópa innan sjálfra stjórnmálaflokkanna, að auka sjálfstæða getu þeirra sem stofnana til stefnumótunar.
  8. Það siðan, er svo ein meginforsenda þess, að hægt verði einnig að draga úr áhrifum þeirra tilteknu þrýstihópa, innan ísl. stjórnmála.
  9. Ég er þeirrar skoðunar, vegna smæðar Íslands, þá verðum við að beita "Internetinu" - því það sé eina leiðin til að viðhalda stöðugri og samfelldri málefnavinnu, í sjálfboðaliðastarfi.
  10. Ég er að tala um, að málefnavinnan verði sett á vefinn - með aðgangstakmörkunum. Þá sé hægt, að viðhalda málefnavinnunni sem sjálfboðaliða starfi - að auki nýta starfskrafta áhugsamra, hvar sem er og hvenær sem er. 
  11. Málefnahóparnir - muni héðan í frá starfa, stöðugt.
  12. Þeir beri ábyrgð, hver á sínum málefnaflokki - og vinnan verði á þeim "kaliber" að þangað geti þingmenn leitað, til að fá aðstöð við að vinna frumvörp og önnur þingmál. Að auki, þegar flokkur fer í ríkisstjórn, sé leitað í málefnahópana, eftir einstaklingum í stöður aðstoðarmanna ráðherra, ráðgjafa - o.s.frv. Það auðvitað tekur tíma, að byggja upp svo vandaða vinnu, en sagt er - hálfnað verk er þegar hafið er. Einhverntíma, þarf að hefja það verk - þá vinnu!.

 

----------------------innskot

Eins og sést af þessu, hef ég nokkrar hugmyndir um - hvernig bæta má ísl. stjórnmálastarf.

Smæðin er okkur fjötur um fót - þ.s. hún veldur því að stofnanir verða veikar og of lítið eða þröngt framboð verður af sérfræðingum, um hvert málefni.

En, "Internetið" er fram komið - og ég sé ekkert athugavert við að beita aðferðum þeim sem kallaðar eru "outsourcing".

---------------------------innskoti lokið 

  • Að lokum, þarf Framsóknarflokkurinn, að bjóða upp á einhverja tiltekna leiðsögn þ.e. stefnu um, hverskonar Ísland við viljum til framtíðar.
  1. Ljóst er að þetta verður ekki gert án uppgjörs um, hvor Ísland á að vera meðlimur að Evrópusambandinu eða ekki.
  2. En, mjög áhugavert er að fylgjast með vandræðum Evrusvæðisins.
  3. Í grunninn er vandinn sá - að tiltekin lönd innan Evrusvæðisins hafa haft síversnandi viðskiptahalla við tiltekin önnur meðlimalönd Evrusvæðisins. Þetta er það ójafnvægi, sem er að ógna tilvist Evrunnar.
  4. Vandinn er sá, að viðskiptahalli veldur söfnun skulda - í reynd hafa löndin með viðskipta-afgang verið að verulegu leiti að lifa á eyðslu íbúa Evrulandanna með viðskipta-halla. Á sama tíma, hafa bankar í löndunum með viðskipta-afgang, lánað gríðarlegt fé til íbúa landanna með viðskipta- halla, og þannig einnig að mjög verulegu leiti fjármagnað þá ofneyslu íbúa þeirra landa. Þetta er ástæða vandræða Spánverja og Portúgala, að stærstu leiti. En, spænska ríkið sjálft skuldar lítið - en, eins og hérlendis, er það einkum skuldavandi fyrirtækja og einstaklinga, sem mun halda landinu í viðvarandi kreppu ef ekki e-h stórt breitist. Vandi Grikkja, er einnig þessi vandi að hluta, en við þennan vanda bætist einnig óráðsýgja grískra stjórnvalda - en, Grikkland hefur öll vandamálin; of miklar skuldir ríkisins, of miklar skuldir almennings og of miklar skuldir fyrirtækja. Þannig séð, getum við einnig nokkuð speglað okkur í vanda Grikklands.
  5. Út af því, að bankakerfin í löndunum með viðskipta-afganginn, hafa að verið svo dugleg að fjármagna ofneyslu landanna með viðskipta-hallann, þá verður vandi landanna með skuldirnar sem skapast hafa fyrir tilverknað viðskipta-hallans, einnig vandi landanna með viðskipta-afgang - því þeirra bankar eiga að stórum hluta þær skuldir og hrun fyrir landanna með viðskipta-hallann er því raunveruleg ógnun við bankakerfi landanna með viðskipta-afgang.
  6. Það hve vandinn víxlverkar milli landanna með viðskipta-halla og viðskipta-afgang, sem í reynd gerir hann sameiginlegann, er ástæða þess að hann verður ekki leystur með öðrum hætti - þ.e. sameiginlega.

  • En hvaða lærdóm eigum við að draga af þessu?
  1. Löndin í S-Evrópu lentu í sama vanda og við, þ.e. krónan á tímabili var of sterk fyrir okkar útflutnings atvinnuvegi, svo útflutningi hnignaði um skeið með sama hætti og Evran var í reynd of sterk fyrir útflutnings atvinnuvegi landanna á Evrusvæðinu með vaxandi viðskipta-halla, þannig að útflutnings atvinnuvegum þeirra hnignaði þar einnig með nákvæmlega sama hætti og hérlendis.
  2. Á sama tíma, alveg eins og hérlendis þá orsakaði of sterkur gjaldmiðill fyrir hagkerfið, því að kaupmáttur íbúa var í reynd falsaður. En, þegar gengi er of hátt skráð fyrir þarfir tiltekins hagkerfis, þá verður kaupmáttur launa of hár fyrir hagkerfið, sem byrtist í því að innflutningur verður of mikill - þ.e. innflutningur verðmæta verður meiri en útflutningur verðmæta, með öðrum orðum viðskipta-halli skapast.
  3. Viðskipta-halli óhjákvæmilega veldur söfnun skulda í viðkomandi hagkerfi, því allt kostar eitthvað - með öðrum orðum, eitthvað þarf að borga fyrir þennan umfram innflutning.
  4. Hérlendis var ríkið ekki að safna skuldum - það var ekki heldur ríkissjóður Spánar, né ríkissjóður Írlands. En, á Spáni og á Írlandi, sköpuðust einnig eins og hér, bóluhagkerfi.
  5. Bóluhagkerfið í reynd falsaði tekjur ríkissjóða - Íslands, Írland og Spánar, sem í öllum 3. löndum borguðu niður skuldir sinna ríkissjóða, sem voru reknir með tekjuafgangi. En, í öllum 3. löndum, skapaði bóluhagkerfið ríkissjóðunum miklar veltutekjur um tíma.
Niðurstaðan er sú, að ef Ísland hefði gengið í Evrópusambandið, væri það í sömu súpunni og Spánn, Írland og jafnvel Portúgal - en spurningin er þá, hvort í því samhengi betra/verra er að búa við Evru?

  1. Verðfall krónunnar, hefur sennilega dregið úr því atvinnuleysi sem annars hefði orðið, og með mjög auðveldum hætti, lækkað launakostnað útflutnings atvinnuvega.
  2. Áhinn bóginn, ef við hefðum búið við Evru, hefðu ekki skuldir 2.faldast eins og skuldir þeirra er skulda í öðrum gjaldmiðlum gerðu þegar krónan féll.
  3. Vextir eru einnig mun lægri en hérlendis.
  1. Hmm -fræðilega getum við afgreitt þær erlendu skuldir með þeim hætti, að setja þá sem skulda í erlendum gjaldmiðli í þrot - þannig að þær skuldir afskrifist að mestu með skjótum hætti.
  2. En, þetta er hugsanlega fær leið einmitt vegna þess að megnið af þeim skuldum eru í eigu nú erlendra aðila.
  3. Við getum ákveðið að lækka vexti og það mikið - en, þ.e. alveg hægt að gera með lagasetningu, þ.e. tímabundið sé sjálfstæði Seðlabanka afnumið og vextir lækkaðir því með stjórnvalds aðgerð.
  4. Það ætti alveg að vera óhætt, því engin verðbólgu spenna er til staðar í því samdráttar ástandi sem nú ríkir. En, verðbólgu spenna skapast við þenslu - eingöngu.
  5. En, verðbólgan sem nú mælist, skapast ekki fyrir slíka spennu heldur eingöngu vegna gengisfalls.
  6. Frekara gengisfall mun þá fara fram - að einhverju marki. En, krónan mun þá þar eftir staðnæmast við sitt raunverulega markaðs virði - miðað við astæður. Þaðan í frá, ætti því ekki að verða eins erfitt að halda henni stöðugri, því eftir allt saman - þá eru hér enn flutt út verðmæti og meðal langtíma verðmæti krónu ætti skv. fræðikenningum ekki öllu að jafnaði að sveiflast um langan tíma langt frá mati markaðarins á þeim raun-heildar-verðmætum, sem sköpuð eru innan hagkerfisins okkar.
  7. Þá fara margir sem skulda í erlendum gjaldmiðli í þrot - sem er ekki endilega slæmar fréttir að öllu leiti, því þeirra þrot og afkrift þeirra erlendu gjaldmiðils lána þá dregur úr streymi fjármagns í erlendum gjaldmiðli úr landi. Þá verður fyrir bragðið, meiri gjaldmiðill eftir í landinu til annarra hluta.
  8. En, nettó útstreymi gjaldmiðils úr okkar hagkerfi er því miður til staðar, þ.e. halli á gjaldmiðils jöfnuði landsins. Þann halla þarf að afnema sem fyrst, - (en hann er ástæða þess að talið hefur verið þörf á að taka lán hjá AGS til að setja inn á okkar sameiginlega gjaldeyrisreikning til að skapa þar nægilegt borð fyrir báru á meðan unnið er að endurreisn hagkerfisins, með það að markmiði að auka tekjur þess) þ.e. hægt að gera með því að erlendir aðilar afskrifi lán til hérlendra aðila í tengslum við gjaldþrot þeirra innlendu aðila - annars vegar - og - hins vegar - með því að leitast sé við að auka tekjur þjóðarbúsins í erlendum gjaldmiðli.

Eitt er þó hið minnsta ljóst, að ekki getur Ísland tekið upp Evru á allra næstu árum - svo þ.e. ekki valkostur um annað, en að miða endurreisn okkar efnahags lífs, við það að við höldum áfram að vinna innan krónu hagkerfis.

Af skoðun á vanda þeirra landa sem hafa lent í efnahags vanda innan Evrusvæðisins, sést að upptaka Evru krefst mjög strangrar efnahags stjórnunar:

  1. Þ.s. ekki er möguleiki á að fella gengi, verður að halda öllum launahækkunum í skefjum.
  2. Í reynd, ef Evran hækkar, þá þurfa launin að lækka.
  3. En, niðurstaðan verður að vera sú, að viðhalda verður inn-/útflutnings-jöfnuði. Ergo - þannig að launastig verður að markast af þörfum útflutnings atvinnuvega.
  4. Ef, þ.e. ekki gert, þá verður sú vegferð sem nokkur lönd þau sem nú eru í vandræðum innan Evrusvæðis, endurtekin. Þ.e. vaxandi viðskiptahalli - skuldasöfnun - síðan hrun.

-----------------------------------------------innskot

(Á myndinni, sést óhagstæð þróun sem átt hefur sér stað meðal meðlima landa Evrusvæðisins, Þýskaland er neðsta línan, Grikkland er eftst. Þ.s. þetta sýnir, er að verðbólga hefur verið hærri, í flestum löndum Evrusvæðisins en í Þýskalandi, þannig að samkeppnishæfni þeirra vs. Þýskaland, hefur verið að dala, öll árin eftir að Evran var tekin upp. Afleiðingin, að ójafnvægi milli hagkerfanna, hefur farið vaxandi, í stað þess að minnka. Þetta ójafnvægi, er raunverulega þ.s. er að drepa Evruna)

En flest löndin, þ.s. laun hækkuðu meira en í Þýskalandi, lentu í spíral vaxandi viðskipta halla.

-------------------------------------------innskoti lokið

  • Þ.s. þarf í reynd gera, er að "benchmark"-a Þýskaland
  • En, þ.s. Evrópski Seðlabankinn, stjórnar Evrunni skv. þýskum hagsmunum, verður að miða launastig- og einnig verðbólgustig, við þ.s. gerist og gengur í þýska hagkerfinu.
  • Þetta verður að vera lærdómur þeirra ríkja, er lentu í vandræðum.
Í reynd þ.s. flest löndin hafa ívið minna skilvirkt atvinnulíf, og Ísland ekki þar undanskilið, verður því launastig að auki að vera ívið lægra. Alls ekki hærra.
  • Að vera innan Evrunnar, verður mjög harður skóli - og ég hef miklar efasemdir um, að ísl. hagstjórn sé fær um þetta. Höfum í huga, að hagstjórn landanna innan Evrusvæðisins, lenti einnig í vandræðum þ.e. hún brást í reynd eins og sést á myndinni að ofan. Þannig, að þetta er raunverulega erfitt í framkvæmd.
  • Þetta er of alvarlegt mál, til að mönnum megi heimila, að skauta yfir þetta.

----------------------------------innskot

Sjá seminar Stiglitz: Stiglitz - fundur.

  • Stiglitz, á 75-87 mínútu, leggur áherslu á, að við höldum krónunni, og spilum með hana af skynsemi. Telur höft ekki vandamál, ef framkvæmd þeirra sé vandlega íhuguð. Hafta stjónun, sé alltaf lifandi ferli. Hann, leggur til að gróði af gengishagnaði, sé skattlagður sérstaklega - sem hann telji, draga úr tilhneygingu fjárfesta, til að framkalla litlar sveiflur til að græða á þeim.
  • 88-101 mínútu minnist hann á Thailand og Ísland, telur þ.s. hann kallar þriðju leið, vera sú ákjósanlegustu fyrir okkur.
--------------------------------innskoti lokið

 

  • Þó svo að það hafi marga galla, að vinna áfram með krónuna - er það einnig auðveldara til mikilla muna í framkvæmd.
  1. Það verða sennilega áfram að vera gjaldeyrishöft - en ég minni á að Stiglitz taldi ekki að þau ættu að þurfa að vera alvarleg hindrun fyrir atvinnulíf.
  2. Ég minni einnig á að kínv. stj.v. þau stýra gengi sýns gjaldmiðils, sem þíðir að þau geta þurft í tilvikum að grípa inn flæði á gjaldeyri. En, þ.s. gjaldeyrissjóðir kínv. eru svo gríðarlega stórir, hafa þeir svo mikið borð þar fyrir báru, að inngrip af því tagi verða fyrir bragðið ólíkleg.
  3. En, með svipuðum hætti og þeir hafa gert, þurfum við að byggja upp gjaldeyris-varsjóð. En, hann verður sennilega aldrei risastór - en samt, ef við getum kúplað yfir í að viðhalda alltaf einhverjum afgangi, þá mun smám saman verða hægt að byggja upp sístækkandi varsjóð. Með honum verður þá hægt að sveiflujafna - þegar þess er þörf. Að auki, verður hann vogunarsjóður ef í framtíðinni þarf að redda bankakerfinu.
  4. Síðan, er einnig auðveldar, með krónunni, að bregðast við óvæntum sveiflum sem því miður verða, jafnvel þó allt sé rétt gert í hagstjórn. En við erum sem smátt hagkerfi sérlega viðkvæmt fyrir sveilfum, einmitt vegna smæðarinnar og einhæfs útflutnngs. En, innan Evru yrðum við nauðug- viljug að lækka launastig grimmt eða þá í staðinn að lenda í atvinnuleysi. En, Stiglitz leggur áherslu á, að sveiflujafna frekar með gjaldmiðli en atvinnustigi - því svo mikilvægt sé að viðhalda hámarks verðmætasköpun innan samfélags með hámörkun nýtingar vinnandi handa.
  5. Hvernig sem veltur, þurfum við að beita þeirri langtíma stefnu, að auka útflutning. En, þá eykst það sem til er í landinu af gjaldeyri - ergo, þá hægt að kaupa meira inn.
  • Eitt af því allra mikilvægasta, er að auka virðisauka stig okkar útflutnings - þá á ég við, þann virðisauka hráefna sem til verður fyrir tilverknað framleiðslunnar hérlendis.
  1. Það getum við gert með því að auka verðmæti þeirra vöru, sem hérlendis er framleidd.
  2. Þ.e. síðan einnig forsenda þess, að hér sé hægt að borga há laun -
  3. Einnig að auki forsenda þess, að hér verði hægt að viðhalda mjög dýru þjónustu kerfi við almenning.
  4. -en, fyrir alla opinbera þjónustu og laun þarf eftir allt saman að borga, með útflutningi. Og, ef verðmætastig útfluntings er aukið, þá er hægt að hafa efni á meira. Flóknara er það ekki.

Þetta verður ekki þó leyst úr hendi með hraði - en, aukning verðmætastigs útflutnings, er nauðsynlegt burtséð frá því hvort við búum áfram við krónu eða tökum upp Evru -

  • En, það auðveldar þó til muna að búa við Evru, því þá verður okkar hagkerfi samkeppnishæfara við þýska hagkerfið, sem er það "benchmark" sem þarf að viðhafa, ef Evra verður einhverntíma tekinn upp. 
  • En, þýska hagkerfið - í samanburði við það ísl. framleiðir á mun hærra virðisaukastigi sbr. dýrar vélar og tæki - en á Íslandi er dæmigerð framleiðsla lág-virðisauka sbr. ferskfisksútflutningur og óunnið ál. En, hér innanlands er ekkert framleitt úr áli og að auki, er megnið af fiski fluttur út óunninn. Þessu þarf að umbreyta - því annars þarf alltaf að hafa hér lægra launastig en í þýskalandi, til að vega upp minni tekjur per útflutnings einingu.
  1. Mín skoðun í dag, er sú að við eigum að einbeita okkur að því að bæta hagstjórn
  2. Borga niður skuldir Íslands, eða endurskipuleggja þær.
  3. Auka verðmætastig útflutnings og auka einnig magn hans.

Þetta eru þó langtímaverkefni.

Evra verður að valmöguleika - en, þ.e. langt í hana. Mikli meira en 4. ár skv. bjartsýnustu hugmyndum. 20 ár, er ef til vill ekki fjarri lagi. 

Ég sé það ekki heldur, sem neitt aðal-atriði að ganga í ESB. Eins og ég sé það, breitir það afskaplega litlu - hvað varðar getu okkar til hagvaxtar, til framtíðar. 

  • Eins og sést af því hvað kom fyrir tilteknar þjóðir innan Evrusamstarfsins, sem nú eru í vanda.
  • Er ekkert því til fyrirstöðu, að framkvæma nokkurn veginn öll þau sömu hagstjórnar mistök og framkvæmd voru hérlendis, þar innan. Eða, ekkert fram að þessu, hefur verið því til fyrirstöðu.
  • Hvort reglum Evrusamstarfsins, verður breitt e-h umtalsvert, vegna lærdóms af kreppunni, er annað mál. En, öll ríki Evrusamstarfsins, munu þurfa að samþykkja breytingar á því. Það getur því reynst örðugt, að koma þeim í gegn. En, án verulegra breytinga, getur Evran raunverulega liðið undir lok. 

Sumir virðast einhvern veginn halda, að ESB muni rétta allt hér við, koma reglu á þá hluti sem þarf að koma reglu á - þ.e. þeir rétti okkur einhverja formúlu, sem síðan verði einfaldlega farið eftir, þannig verði okkar mál leyst.

Mér finnst slík hugsun, ekki vera neitt sérlega raunhæf. Eins og ég sé það, þá er enginn þarna úti, sem mun leysa okkar mál fyrir okkur, þau þurfum við öll leysa sjálf.

Þannig, ESB reddar okkur ekki - það er okkar verkefni. Það, kemur okkur ekki endilega heldur í kolll. En, við skulum segja einfaldlega, að þ.s. gróðinn er nær enginn af því að vera þar fyrir innan, þá getum við allt eins staðið fyrir utan - ef út í þ.e. farið.

  • Þ.e. ljóst, að markaðurinn hefur lært sína lexíu - það verður því ekki endurtekið að öll Evruríki fái nánast sömu vaxtakjör, fyrir skuldabréf óháð því um hvaða Evruríki er að ræða.
  • Algerlega að lágmarki, verða reglur um Evrusamstarfið, túlkaðar mun þrengra en áður - ef það þá dugar. Sem gerir það mjög óraunhæft, að reikna með undanþágum fyrir Ísland. 
  • Líklegra er að einhvers konar sameiginlegum hagstjórnar markiðum, verði komið á fót - með einhvers konar virkri eftirfylgni. En, það á allt eftir að koma í ljós.

Ps: Að lokum, fyrir Framsóknarflokkinn - þá þarf hann að taka að sér eitthver mikilvægt deilumál, og leisa það - þannig að sanna að hann skipti máli. En, í dag íja ímsir að áhrifaleysi hans.

  • Ég legg til, að það verði kvótamálið. Enda, þarf að leisa það í samvinnu við hagsmuna-aðila, þ.e. svokallaða kvótaeigendur - sjómenn - og vinnslu. 
  • Með lausn þess, með hætti sem þjóðin getur sætt sig við - þá myndi hagur Framsóknarflokksins styrkjast mikið.
  • Ríkisstjórnin er þegar búin að gefast upp í því máli - svo það má segja, að nú geti hver sem er tekið upp þann bolta.
  • Það gæti verið snjallt fyrir Framsóknarflokkinn, sem sagður er bera ábyrgð á kerfinu.

 

Ég þakka þeim fyrir sem lásu sig í gegnum þetta :)

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Sigurbergur Arason

Ég nennti ekki að lesa allan pistilinn frá orði til orðs en það sem ég las var mjög áhugavert. Eins og þetta með opið málþing framsóknarmanna. Gott mál og væri hrein snilld. Flokkurinn þarf líka að sanna sig með því að leysa eitthvert mál. Kvótakerfið væri pólitískt sterkt fyrir flokkinn að taka á. Brýnustu málin að leysa á Íslandi nú eru hins vegar efnahagsmálin og fjárhagsstaða fjölskyldna í landinu.

Við Íslendingar erum í svipaðri stöðu og Bretar í upphafi Hitlersstríðsins. Ógnin er bara ekki Hitler heldur hrun heimilanna í landinu. Við erum búin að sjá að Chamberlain er ekki að ráða við verkefnið. Þannig er búið að koma stjórninni frá sem sat þegar hrunið varð.

Þegar Chamberlain fór frá þá tók Churchill við - þannig var það hjá Bretum. En við erum ekki að sjá neinn Churchill við stjórnvölinn hjá okkur. Ég er ekki að tala um að við þurfum að vera í einhverri leiðtogadýrkun, en við horfum á stjórnmálaleiðtogana sem stýra landinu og okkur finnst þeir ekki vera nógu skörulegir. Ágætisfólk en er að stjórna af veikum mætti. Okkur finnst að betur megi ef duga skal.

Það vantar forystu sem vekur okkur tiltrú og fær okkur til að hlusta og sannfærir okkur um að það sé raunverulega verið að gera það sem gera þarf. Og þó Jóhanna og Steingrímur J. séu gott fólk þá vekja þau okkur ekki þessa öryggiskennd.

Svo lítum við til stjórnarandstöðunnar - og spyrjum: Eru þarna leiðtogarnir sem við þurfum? Kunna þau betur að leysa málin?

Í dag er framsókn ekki að slá þann tón sem sannfærir kjósendur. Kjósendur eru að leita að forystu sem veit hvað hún er að gera og getur sannfært okkur hin um það. Churchill okkar tíma. Þarf ekki að vera einn einstaklingur, getur verið forystusveit, en þarf að sameina þessa kosti.

Málið snýst ekki um það hvort maðurinn í brúnni heitir Sigmundur Davíð eða eitthvað annað. Málið snýst um það hvort hann og félagar hans fá okkur hin til að hlusta og til að treysta sér. Gallinn er að flestir þeir sem eru ekki innviklaðir í Framsóknarflokkinn hætta að hlusta þegar Sigmundur byrjar að tala. Telja að hann sé alltaf með sömu tugguna. Sama gerðist með Guðna Ágústsson. Báðir eru góðir menn. Sigmundur þarf að taka sér tak og byrja að tala þannig að fólk leggi við hlustir.

Einar Sigurbergur Arason, 2.6.2010 kl. 03:18

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 1
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 857479

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband