Áhugavert viðtal við Jón Gnarr, í Reykjavík Grapevine.

Þegar flett er á vefsíður Grapevine.is, er hægt að nálgast frýtt eintak - sem í vantar vissar lykilfærslur.

Sjá hér: Nýjasta tölublað Reykjavik-Grapevine

Viðtalið, er greinilega á bls. 15 - en, formálann að því má sjá á bls. 14.

En Illugi Jökulsson, hefur verið svo góður, að birta þídda útgáfu af því viðtali á eigin bloggi.

Sjá, þítt viðtal við Jón Gnarr: VIÐTAL VIÐ NÆSTA BORGARSTJÓRA?

 

Ég sé ekki ástæðu, til að endurbirta það í heild, heldur tek ég stuttar tilvitnanir - sem vekja áhuga minn. Þ.s. ég er að reyna að rína í, er hvers konar stjórnandi Jón Gnarr, mun huganlega verða.

 

""Eee, ja, ég er sjálfmenntaður listamaður og hef tekið þátt í ýmsum verkefnum gegnum tíðina. Ég hef leikið, skrifað, leikstýrt, unnið við auglýsingagerð og búið til gommu af gamanþáttum. Og ég hef leikið stór hlutverk í nokkrum bíómyndum...- ég hef enga formlega menntun."
 

Ég tek fram, að ólíkt flestum öðrum, er ég ekki aðdáandi grínsins hans Jóns Gnarr. Þ.e. ekki þannig, að mér leiðist hann, frekar að ég svona - rétt brosa þegar aðrir skella upp úr. Sennilega er ég ekki alveg á sömu línu, húmorslega séð. En, burtséð frá því - er ljóst að hann er mjög hæfilíkaríkur listamaður og það hve hann skemmtir mörgum, þættirnir hans virka eftir allt saman í augum margra, þá er það fullkomin sönnun þess, að þarna fer maður með hæfileika.

Ég staldra þó við viðurkenndan skort á menntun - enda margsannað í gegnum tíðina, að þekkingarskortur getur verið til trafala, þegar verið er að taka ákvarðanir þ.e. orsök og afleiðing er flókin.

 

"Þegar ég var ellefu ára gafst ég upp á skólanum. Ég neitaði að læra margföldunartöfluna, dönsku - eiginlega allt sem ég sá ekki fram á að geta haft hagnýt not af. Mig langaði að verða trúður í sirkus. Þegar ég var þrettán ára var ég alveg hættur í skólanum og var sendur í heimavistarskóla fyrir vandræðabörn og unglinga að Núpi í Dýrafirði. Þar fékk ég mikinn tíma og pláss til að sinna því sem mig langaði."
 

 

En, mjög líklega er eitt af því sem orsakaði hrunið, að okkar bankamenn einmitt spiluðu á "þekkingarskort" ísl. stjórnmálamanna. En, margt bendir til, að þeir sem voru við völd, hafi hreinlega ekki skilið líklegar afleiðingar þeirra ákvarðana sem þeir voru að taka.

Ég bendi á, að núverandi ríkisstjórn virðist mér einnig birtingarmynd sama vanda. En, ljóst virðist að Hollendingar og Bretar, hafi einmitt spilað á þekkingarskort núverandi ráðherra, talið þeim trú um að bráðabirgðasamningur, gerður af fyrri ríkisstjórn um lausn Icesave, væri einnig bindandi fyrir nýja ríkisstjórn - og þ.s. í reynd var ný samningalota. Þarna, sem sagt, hreinlega plata embættismenn ríkisstj. Hollands og Bretl. samninganefnd og ráðherra Íslands - og úr verður sá hörmungarsamningur, sem mjög naumlega tókst að stöðva.

 

"Ef við fáum meirihluta, þá tökum við bara stjórnartaumana og ráðum öllu. Og við myndum láta þrautþjálfað fagfólk í að reka borgina. Ég lít á borgina sem einingu og innri bygging hennar er alveg fullfær um að reka sig sjálf, án hjálpar stjórnmálamanna. Þeir eru hvort sem hálfan daginn bara að vinna í þágu flokksins síns.""
 
  • Sko - ég bendi á þetta vandamál með þekkingarskortinn, því þetta er raunverulegt vandamál og þ.e. ekki endilega lausn að ráða einfaldlega fólk sem þekkir til verka - því ef þú hefur ekki næga þekkingu sjálfur til að meta valkostina sem þeir bjóða þér upp á þá ertu algerlega á valdi þeirra sem þú réðir til verksins.
  • Málið er, ef þín þekking er virkilega mjög takmörkuð, hefur þú þá nokkuð vit á að ráða rétta fólkið - ég meina, hvernig getur þú þekkt á milli einstaklings sem hljómar vel á yfirborðinu eða þess sem raunverulega hefur djúpstæða þekkingu, ef þú sjálfur hefur ekki næga þekkingu til að spyrja réttu spurninganna eða meta svörin?
  • Klassíska vandamálið, er hvernig getur þú treyst þeim, sem þú ræður til verka - þegar maður les þetta viðtal við Jón Gnarr, kemur fram mjög sterk "anty authority" hugsun. Honum leiðast "authority típur". Honum leiðast stjórnmál. Það getur bent til þess, að hann muni ekki nenna því seinna meir, að pæla mjög mikið í þessu. Hugsunin geti verið, ráða einhverja til verksins og síðan, láta þá um það. Í því getur falist hætta - þ.e. skortur á eftirfylgni.
  • Mörg dæmi eru um, að ráðinn forstjóri eða framkvæmdastjóri, steli frá eigin fyrirtæki. Með öðrum orðum, þá er ekki nóg að ráða einhvern sem þú heldur góðan, þú þarft einnig að fylgjast með hans/hennar verkum og að auki, helst hafa nægilegt vit til svo þú getir áttað þig á hvenær þeir eru ekki að sinna sínum störfum.
  • Engin starfsemi, bara rekur sig sjálf - en skortur á eftirfylgni einmitt býður hættunni heim. En, ef forstjórinn eða framkvæmdastjórinn, tekur eftir því að enginn er að fylgjast með hans/hennar störfum, eru mörg söguleg dæmi til um að þá fari viðkomandi að haga rekstrinum skv. eigin persónulega hag. Dæmigerð hegðun, er einmitt hjá forstjóra fyrirtækis að búa til skammtímagróða, "casha-út" í formi árangurstengdra greiðsla - svo ertu farinn áður en allt hrynur. Hjá hinu opinbera, getur spilling orðið til vegna þessa t.d. með þeim hætti, að þú kemur því fyrir þannig, að þú græðir persónulega þegar verkefnum er úthlutað - a)Þér er greitt beint undir borðið. b)Þú færð greiðslur með einhverjum óbeinum leiðum, t.d. þannig að reikningur er opnaður í erlendri skattaparadís á þitt eignarhaldsfélag. - Þetta er í reynd svipuð spilling og pólit. fulltrúar stundum leiðast í; en hún getur einnig átt sér stað innan embættiskerfis í topp stöðum innan þess, ef pólit. fulltrúar eru ekki að fylgjast með hvað á sér stað innan starfseminnar.
  • Sem sagt - þú verður óviljandi fórnarlamb þeirra sem notfæra sér fávisku þína - sbr. ríkisstjórnin núverandi vs. Bretland/Holland í tengslum v. Icesave, umliðnar ríkisstjórnir vs. ísl. útrásarvíkingar - en flest bendir til að síðustu 4. árin fyrir hrun hafi útrásarvíkingarnir reynd stjórnað landinu - en upphaf þess ástands sannarlega má rekja til fávisku þeirra sem stjórnuðu þegar bankarnir lentu í þeirra höndum - en vart er ástæða að reikna með því að þeir fávísu stjórnmálamenn hafi planað þá útkomu, og nú ætla Reykvíkingar að afhenda borgina í hendur á einstaklingi sem viðurkennir nær algerann skort á skólagöngu. Er verið að bjóða hættuni heim - eða hvað?
  • Fólk virðist segja - stjórnmálamenn eru hvort sem er trúðar - svo, látum raunverulegann trúð stjórna! Er þetta ekki smávegis bilað?

 

Hverjir hafa reynst honum vel?

"Og svo eru bissnissmennirnir sem hafa í raun og veru gert mér kleift að vinna við það sem ég vil vinna við. Jón Ásgeir er einn af þeim og hann virðist eiga Stöð 2, sem hefur veitt mér fullt af tækifærum til að vinna og skapa - en reyndar á frekar einhliða skilmálum. Ég á ekki höfundarréttinn á neinu sem ég hef skapað. Jón Ásgeir á hann."

 

Jón Ásgeir - sá bissnessinn í því sem hann var að gera.

Merkilegt, að hann skuli vera velgjörðarmaður hanns?

  • Verða þá einhverjir bissness-menn ráðnir, til að stjórna borginni, meðan Jón Gnarr spókar sig sem Borgarstjóri, skrifar undir þ.s. honum er rétt - sbr. "Yes minister - Yes Primeminister".

 

 

Það greinilega blundar níhílisti í Jóni Gnarr -

"Þegar ég var þrettán ára var ég alveg hættur í skólanum og var sendur í heimavistarskóla fyrir vandræðabörn og unglinga að Núpi í Dýrafirði."

"Fjórtán ára gamall var ég virkur félagi í mörgum alþjóðasamtökum sem var verið að stofna um þær mundir - Baráttusamtökunum fyrir kjarnorkuafvopnun, Svarta fánanum, Greenpeace - ég gekk í fullt af róttækum samtökum og var meira að segja partur af herferð um að skrifa bréf til fangelsaðra stjórnleysingja. Ég hafði nógan tíma til að sinna svonalöguðu."
 "ég hef aldrei haft áhuga á stjórnsýslu eða pólitík. Ég er algjörlega andvígur þeirri hugmynd að eitthvað fólk úti í bæ geti skipt sér af lífi þínu, sú hugsun ergir mig." ... "Ég hef aldrei horft á Silfur Egils eða hlustað á umræðuþætti í útvarpinu. Ég þekki ekki einu pólitíkusana. Ég hitti Hönnu Birnu í settinu á einhverjum sjónvarpsþætti og ég hafði ekki hugmynd um hver hún var."
 "Öll kerfi eru á móti skapandi hugsun, því þau eru fullmótuð og búin að koma sér fyrir í sinni skúffu, og eru stolt af því."
 ""Skapandi hugsun ógnar þeim. Ógnar skólastarfinu sem byrjar á að kenna okkur að skapandi hugsun sé einskis virði þangað til þú ert orðinn fullorðinn. Þú þarft að eyða bestu árum ævinnar í að læra um eitthvað sem einhver annar skapaði, svo geturðu farið að gera eitthvað. Það passa ekki allir inn í þetta mót, sem skapar þörf fyrir hugtök og "vandamál" sem þarf að skilgreina og þá erum við komin að geðlæknum og sálfræðingum."
""Ja, ég þekki ekki skattkerfið, það er mjög flókið. Ef ég fengi að ráða myndi enginn borga skatta. Mér leiðist að borga skatta. Ég er alltaf í skuld við skattinn og kerfið hefur leikið mig mjög illa. Kerfið er óréttlátt og ég vil breyta því."
"Þetta er allt dautt. Skattstofan er dauð, tollurinn er dauður, RÚV er dautt. Þetta eru stofnanir sem mynda hryggjarstykkið í samfélaginu og þær eru allar dauðar. Blaaaah!""
 

Ég velti því fyrir mér, hvernig einstaklingur sem gat ekki þroskast innan skólakerfisins - segist á móti kerfum - hljómar dæmigert ofvirkur - getur haldist við á hrútleiðinlegum borgarstjórnarfundum þ.s. þarf að fjalla um mál, afgreiða mál, fjalla um þau vandamál sem alltaf koma upp; taka ákvarðanir? Hætt við að athyglin verði löngu farin e-h annað :)

Þ.e. nefnilega töluverð vinna í því falinn, að kynna sér mál að nægilegu marki, svo hægt sé með vitrænum hætti að velja á milli þeirra valkosta, sem embættismennirnir bjóða upp á.

Ég meina - í alvöru talað - er það vitrænt val að svara því vandamáli að stórfellt klúður varð fyrir tilverknað óvandaðra vinnubragða og fíflsku - sem margir hafa túlkað með þeim hætti að það fólk sem er að taka ákvarðanir sé ekki með næga þekkingu til að ráða við þau mál sem þau eiga að sjá um; að þá einmitt að taka fegins hendi einstaklingi sem viðurkennir "enga þekkingu", "engan áhuga", "lifir í núinu", "með mjög takmarkaða þolinæði",  "ætlar sér að skúbba málum í hendur einhverra "sérfræðinga" en viðurkennir þó algert hatur á sérfræðiþekkingu sbr. engan áhuga á þekkingu sem aðrir hafa búið til"?

Er það þá ekki einfaldega þ.s. við uppskerum - hrun borgarinnar?

 

Jón Gnarr - er með nokkrar jákvæðar hugmyndir!

"Okkar pólitíska veröld er mótuð af einhvers konar samtryggingu sem er inngróin í okkur af því við erum svo fá."

  • Þarna kemur hann inn á kjarna sannleik, þ.e. við erum að tala um örríkið Ísland, sem þíðir að hópar þeir sem eru að vasast með stjórnun mála - eru smáir.
  • og, ég er 100% sammála, að samtrygging er ein birtingarmynd - afleiðing - þeirrar smæðar.

"Og hér koma pólitísku flokkarnir í staðinn - þeir mynda bandalög sem verða eins konar feðraveldi eða lénsveldi. Við erum með fjóra flokka - sósíalista, íhaldsmenn, bændur og jafnaðarmenn - þeir skipta stundum um nöfn en kjarni þeirra er alltaf sama lénsskipulagið sem hefur alltaf stjórnað okkur."

 

  • Mín persónulega hugmynd að lausn - er beint lýðræði. 
  • Vegna smæðar, verður alltaf mjör erfitt hér, að koma í veg fyrir tilurð fákeppnisfyrirkomulags þ.s. örfáir ráða og skipta markaðinum á milli sín - sbr. olíufélögin, tryggingafélögin, bankarnir o.m.flr. Sjálfsögðu stjórnmálaflokkarnir - sem eins og olíufélögin, skipta kjósenda markaðinum á milli sín.
  • Það eina sem ég sé, sem raunverulega mögulega raunbreitingu, er beint lýðræði - þá á ég við þjóðaratkvæðagreiðslu fyrirkomulag sbr. Sviss.

"Ég held að við verðum að hætta að flytja inn olíu og nota rafmagn í staðinn."

 

  • Þarna kemur hann inn á grunnþörf - þ.e. við þurfum að draga úr því sem við verðum að flytja inn. Rafmagnsbílar eru þó ekki eina lausnin - en, einnig er hægt að knýja sprengihreyfla beint með öðrum vökvum eða gastegundum - sbr. metan, vetni eða alkohóli.
  • Grunnvandi, að þetta kosta peninga. En, við erum að tala um breitingu sem þarf hvort sem er að eiga sér stað yfir e-h árabil.
  • Það tók 2. áratugi að útrýma að mesti olíuhitun, hita með vatni þess í stað.

""Já, ég vona að við fáum menningarbyltingu hér. Að við förum að upplifa okkur sem þjóð á nýjan hátt. Og ég hef nokkrar hugmyndir þar að lútandi. Eins og í sambandi við sjálfstæði þjóðarinnar. Mér finnst sjálfstæðinu ógnað. Við þurfum að leggja nýja áherslu á það, og þar gæti ný áhersla á rafmagnsbíla leikið sitt hlutverk. Með því að skilgreina og leggja áherslu á það sem er sérstakt við okkur, með því að leiða nýsköpun á sumum sviðum. Þar eru möguleikar - við gætum orðið fyrirmynd annarra þjóða á þessu sviði.""
  • Þarna er ég eiginlega hálf hissa á sjálfum mér - því ég er 100% sammála.
  • Sjálfstæðinu er sannarlega ógnað - Icesave samningurinn hefði algerlega bundið á það enda.
  • Rafbílavæðing - getur verið góður hlutur. En, ég víl horfa aðeins víðar á - tala um að innleiða "innlenda orkugjafa". En, metan - metanól - vetni, eru aðrir möguleikar og þá er hægt að nota áfram sprengihreyfla og nokkurs konar bensínstöðvar. En, stóri kosturinn er að ekki þarf þá að bíða marga klukkutíma eftir því að geymirinn hlaði sig. Að auki, getur drægið verið sambærilegt og við bensínbíl.
  • Já, við þurfum að finna okkur eitthvað, sem við getum gert sem sé sérstakt. Ekki nóg að hafa bara - fisk, ál og ferðamenn. En, útflutningsafurðir okkar eru bagalega "low tech" sem einnig þíðir virðisauki er lágur sem veldur því að erfitt verður að halda uppi þeim lífskjörum, sem við viljum búa við. En, allt kosta eitthvað. Uppbygging alþjóðlegrar fjármálamiðstöðvar mistókst. Það var stóra hugmynd síðasta áratugar. Okkur vantar annað í staðinn - og það getur ekki orðið meira ál. Vandinn við álið, er að það býr til tiltölulega fá störf. Virðisaukinn sem hér verður eftir, er einnig fremur lítill.
  • Sko - ég hef sett mínar hugmyndir fram áður, og þær eru eftirfarandi:
  1. Þjóðaratkvæðagreiðslufyrirkomulag ala Sviss.
  2. Stórfelld lækkun vaxta - ekki meira en 2-3%.
  3. 50% afsláttur á sköttum í 5-10 ár til; a)Fyrirtækja sem vilja umbreyta rekstri í form sem skilar þaðan í frá gjaldeyristekjum, b)Þeirra sem stofna til alveg nýs rekstrar er skili gjaldeyristekjum - - tilgangur, að hvetja til aukningar gjaldeyristekna.
  4. Ég er þeirrar skoðunar, að óhjákvæmilegt sé - meðan versta kreppan gengur yfir - að skera mikið niður rekstur og þjónustu ríkisins. En, reka verði ríkið sem næst núllinu - ekki í mínus.
  5. Síðar þegar uppgangur hefst, verði að reka það í plús - til að minnka skuldir svo smám saman sé hætt þeirri vitleysu að senda okkar skattfé til erlendra fjármagnseigenda. Þetta þíði að aðhald í rekstri, haldi áfram þó góðæri komi. Þá á ég við, að haldið sé í við aukningu útgjalda þegar tekjur aukast þannig, að alltaf verði afgangur.

 

Hverjum líkar Jóni Gnarr við?

Greinilega ekki framsóknarmenn -

 

"Ég myndi ekki vinna með Framsóknarflokknum og ég vona að sá flokkur snúi bara upp tánum og hætti að vera til, að minnsta kosti í Reykjavík."

 

Ekki heldur sjálfstæðismenn - en hann hljómar sem að honum sé hlýtt til VG.

 

"Ef ég er í heimsókn á skrifstofu Vinstri-grænna og við förum að tala um The Wire og þau eru öll sammála um það sé besti sjónvarpsþáttur allra tíma, og svo kemur einhver frá Sjálfstæðisflokknum og hefur aldrei heyrt minnst á The Wire, þá veit ég hverjir eru skemmtilegir og ég er búinn að komast að því með hverjum ég vil helst vinna."

En, vísbendingu í þá átt, má einnig sjá í áður fram kominni róttækni - en í VG er helst að finna þá hópa, sem aðhyllast vinstri sinnað stjórnleysi - en, þó vill hann ekki titla sig stjórnleysingja.

 

"Og á hinu pólitíska litrófi, þá er anarkisminn til vinstri. En ég er á móti þeirri pólitík sem kveður á um hvað maður eigi að gera. Bannar hluti. Bannar nektarklúbba og internet-aðgang. Ég get ekki skrifað undir það. Hvað kemur það mér við ef einhver kýs að eyða tíma sínum í nektarklúbbum eða hanga á netinu í leit að klámi? Ég held að stjórnmálaflokkarnir á Íslandi séu komnir í blindgötu. Þeir eru búnir að vera."

 

Klárlega er þarna "anarkísk" hugsun - en er hún vinstri- eða hægri-sinnuð?

  • Vinstri sinnaðir anarkistar vilja fara beint í ríkislausa kommúnsismann sem lofað var sem endapunkti af Karli Marx - þ.s. allir væru jafnir, enginn yfir aðra hafinn, þ.s. hlutir virka samt "af því bara". En, ég hef aldrei séð neina sannfærandi röksemdafærslu þar um.
  • Hægri sinnaðir anarkistar, leggja ofuráherslu á frelsi án takmarkana. Þetta er hin endalega sjálfselsku stefna -- sem snýst um að enginn má banna mér neitt. Ég á að hafa rétt að gera hvað sem ég vil. Ég er voða reiður og pirraður, ef ég fæ ekki að gera allt hvað þ.s. ég óska mér að gera, framkvæma, þegar ég vil það framkvæma. Einhverjar boð og bann maddömur, geta bara farið og í skít og kanel.

Mér sýnist, að Jón Gnarr, sé ekki að stefna á kommúnisma þ.s. enginn á neitt.

Frekar, að hann sé pirraður á boðum og bönnum, sem hljómar sem að hafi verið hans persónulega einkenni allt frá bernsku.

Ergo - hann er frekar að tala um e-h sem nálgast að vera "Hægi anarkismi" en "Vinsti anarkismi".

En, hægri "libertarianistar" vilja einnig, enga - alls engar - hömlur á hvað einkaframtak má og má ekki gera. En, þetta hljómar ekki alveg eins og línan hans Jóns Gnarr.

Svo, í mínum augum, hljómar anarkisminn hans Jóns Gnarr, frekar "confused".

Einhvers konar and-"authority" án þess, að vera líklega mjög djúpt pældur.

  • Helstu velgjörðarmenn hans, hafa þó verið bissness menn! 
  • Titlar sig - and pólitík - and kerfi.

 

Niðurstaða

Ég held að Jón Gnarr sé almennt séð góðviljaður - hann vill vel.

  • En sagan er full af fólki, sem var góðviljað, en minna gott fólk færði sér í nyt. Sbr. orð Leníns um nytsama sakleysingja, sem hjálpuðu honum að komast til valda, en hann síðan varpaði í fangabúðir. 
  • Jón Gnarr, verður að vara sig á öllum þeim tækifæris-sinnum, sem munu hópast í kringum hann, bjóða þjónustu sína - taka undir hugmyndir um að nauðsynlegt sé að breita - reyna að ræna byltingunni hans.
  • Þarna er ég að benta á augljósann menntunarskort - augljósann skort á þolinmæði og áhuga á pólit. sem veldur samanlagt einmitt ótta hjá mér um að hann geti orðið fórnarlamb tækifærissinna.
  • En, mér sýnist að mjög freystandi verði fyrir hann, að afhenda þetta einhverjum öðrum, og sinna svo því sem hann hefur áhuga á hverju sinni. Það væri sambærilegt við konunginn, sem lét ráðgjafana stjórna - og þeir stjórnuðu eins og þeim hentaði.
  • Við skulum muna eftir fyrsta forsætisráðherra Rússlands, eftir fyrstu byltinguna 1917, sem síðan var steypt af minna góðviljugum mönnum, sem stálu í reynd byltingunni.

Auðvitað þarf þetta ekki að fara ílla - kannski velur Jón Gnarr einungis gott fólk til verka - svo verður allt í lagi þó hann hafi lítinn fókus á þau mál sem þeir sjái um fyrir hann - og hann getur einbeitt sér að því, að útfæra nánar byltingar hugmyndir sínar.

En, vitin til varnaðar í heimssögunni, eru því miður svo mörg.

Ég er sammála honum um sumt, en ég hef áhyggjur af þessum "anty-authority" tendensum hans - og greinilegum alvarlegum þekkingarskorti.

Sagan hefur því miður tilhneygingu til að endurtaka sig, því þegar til kemur - halda menn að þeirra aðstæður séu það sérstæðar að reynsla annarra skipti ekki máli eða þeir einfaldlega hafa ekki áhuga á að velta sér upp úr hver reynsla annarra var.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Einar.

Skemmtileg samantekt hjá þér.

En er þetta ekki þá spurningin um hvort góðviljaðir menn með reynslu leiðbeini honum?????

Eða með öðrum orðum, listin að velja sér ráðgjafa.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 24.5.2010 kl. 17:08

2 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Eftir lestur á þessu viðtali við Jón í Gapevine setti mig hljóðan. Því meira sem ég hef hugsað um þetta, því sannfærðari er ég um að Jón sé að reyna að ganga fram af fólki, hann sé orðinn hræddur við of mikið fylgi og ábyrgðina sem því fylgir.

Því miður virðast aðrir fréttamiðlar vera sofandi eða ághugalausir um þetta viðtal. Það er ekki nýtt, þeir hafa þegar hafið leikarann upp til himna og sjá enga ástæðu til að koma með óþægilegar fréttir af honum. Fréttamenn virðast kunna það eitt að lepja vitleysu frá fólki sem þeir telur vera "inn" hverju sinni. Þetta gerðu þeir gagnvart útrásarguttunum meðan gengi þeirra átti að vera sem mest.

Mottó fréttamanna er: Ef orðið kemur frá snillingi er engin ástæða til að efast. Sama hvort snillingurinn er skúrkur eða grínisti.

Gunnar Heiðarsson, 24.5.2010 kl. 18:06

3 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Rétt hjá þér -Ómar. Stjórnunarlis, felst að mjög miklu leiti í því, að velja rétta fólkið til verka, og síðan gefa því nægilegt svigrúm. En, þarna þarf eitthver jafnvægi á, því þú þarft einnig að sannfæra þá um, að þú sért alltaf með á nótunum, og hafir fullann skilning á hvað þeir eru að gera.

Spurning um að þeir virði þig líka, en virðingarskortur er oft upphafið á því, að menn fari að spila með þig.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 24.5.2010 kl. 23:35

4 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Alveg rétt hjá þér Gunnar, fjölmiðlar hér á landi - virðast einatt fara beint í eitthverskonar klappstýrufar. Þeir kóa með, í stað þess að sinna því hlutverki að hrópa úlfur - úlfur.

Ekkert hefur lagst um þeirra hegðun. En, alveg eins og hjá bönkunum, er þarna að finna allt sama fólkið og brást síðast.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 24.5.2010 kl. 23:37

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 10
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 65
  • Frá upphafi: 859307

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 57
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband