Menn eru farnir að spyrja sig þessa, nú að aflokinni viku sem hófst með tilkynningu um gríðarlegan eyðslupakka, til stuðnings Evrunni.
Evran féll á föstudag, niður í hið lægsta sem hún hefur verið gagnvart dollar, í 18. mánuði. Hún er reyndar, að nálgast óðfluga þ.s. hún fór lægst gagnvart dollar árið 2008, þegar útlitið var hvað svartast í Evrópu, þegar menn óttuðust að fjármálakerfi álfunnar væri að hrynja.
Skoðið mjög flott margmiðlunar-graf á vef Der Spiegel International, sem sýnir þróun Evrunnar frá stofnun, og fram á föstudag 15.05.2010.
Der Spiegel International: The Rise and Fall of the Euro
"The euro fell to a low of $1.2359 against the dollar on Friday, its weakest level since November 2008. This took the single currencys losses to 5 per cent since hitting an intraday high of $1.3093 on Monday."
Samdráttaraðgerðir eru hlutaorsök lækkunar Evru
Ákveðin kaldhæðni er í því, að þegar ríkisstjórnir Spánar og Portúgals, voru beittar fortölum síðustu helgi, til að flíta aðgerðum ætlað að draga úr halla á ríkisútgjöldum, þá virðist sem að margir fjárfestar meti að þær aðgerðir muni draga úr möguleika Evrusvæðisins, a.m.k. til skamms tima litið, til hagvaxtar - þ.e. að þær niðurskurðar aðgerði séu hluti af því, sem sannfæri fjárfesta um að selja Evrur og þannig, að lækka Evruna gagnvart öðrum gjaldmiðlum.
En, meginorsök lækkunar sennilega, er ákveðin grunn viðhorfs breyting sem átt hefur sér stað, þ.e. að heimurinn er nú allt í einu orðinn skeptískari en fyrir 2. vikum síðan, um efnahagslega framtíð Evrusvæðisins og þar með, um framtíð sjálfrar Evrunnar.
"Spain and Portugal both announced austerity packages this week, which were likely to act as a drag on economic expansion in the 16-nation block."
Portúgalski verðbréfamarkaðurinn, féll á föstudag um 4% - talið er af völdum ótta þess efnis, að niðurskurðar aðgerðir, muni valda efnahags samdrætti.
Kostnaður Portúgals af 10 ára skuldabréfum, þó hann hafi hækkað, er enn langt fyrir neðan þær hæðir sem markaðurinn verðleggur grísk 10. ára skuldabréf. En, önnur Evrópulönd þrýstu á um þessar niðurskurðar aðgerðir, vegna ótta þess efnis að röðin myndi næst koma að Portúgal á eftir Grikklandi.
En, halli upp á 9,4% er vel yfir meðaltali Evrópusambandsríkja, upp á rúm 6% - og talinn ósjálfbær þegar horft er fram í tímann. Sá halli, sem þíðir hækkandi skuldir, ásamt veikum forsendum fyrir hagvöxt - var talinn hafa í för með sér þá hættu, að Portúgal gæti verið næsta ríkið til að falla út af lánamörkuðum, og þar með lenda í greiðsluvandræðum.
Portuguese shares fall 4% amid growth fears
"Portugals stock market fell more than 4 per cent on Friday amid fears that austerity measures to cut the countrys yawning budget deficit would hit economic growth."
"The cost of government borrowing also increased slightly with yields on Portugals 10-year government bonds climbing 9 basis points to 4.63 per cent."
"The austerity plan announced by José Sócrates, Portugals prime minister, aimed to cut the budget deficit by more than half in under two years, from 9.4 per cent of gross domestic product in 2009 to 4.6 per cent in 2011."
"The extra measures include a 5 per cent pay cut for politicians and senior public sector managers as well as increases in value added, income and corporate taxes ranging from 1-2.5 percentage points."
Þegar horft er til Spánar, þá er enn hærri halli, upp á 11,2% augljóst hættumerki, þegar horft er fram-á-við. Það ásamt gríðarlegu atvinnuleysi, yfir 20%, veikum forsendum fyrir hagvexti; var talið benda til þess, að eftir Portúgal gæti Spánn verið næstur í röðinni með að verða hrakinn út af lánamörkuðum, og þannig komast í greiðsluvandræði.
Spánn virðist einnig vera á leiðinni í verðhjöðnunar-spíral, sem af flestum hagfræðingum er talið vera enn skaðsamara fyrirbæri en verðbólga. En, þ.s. vextir geta ekki orðið neikvæðir, þá veldur verðhjöðnun því að jafnvel lágir vextir verða íþyngjandi, sem flýtir fyrir samdrætti hagkerfisins.
Spain puts labour reform on the agenda
"Madrid this week announced an average 5 per cent public sector pay cut as part of a broader push to slash a budget deficit of 11.2 per cent of gross domestic product...The new measures which also include a pension freeze and the abolition of one-off payment for having a baby followed the agreement last weekend of a 750bn rescue package for weaker eurozone members."
"Spains National Statistics Institute revealed that the countrys core price index fell year on year in April for the first time since 1986, reviving fears of a deflationary trend...Although lower prices boost purchasing power, constant deflation actually encourages consumers to stop spending as they await further declines. Deflation also pushes up the real cost of debt for all sectors of the economy, squeezes profit margins, and discourages investment."
""However, the Instituto Flores de Lemus in Madrid, which tracks inflation, warned that the public sector salary cuts could consolidate the deflationary trend. As wage cuts took hold, and spread to the private sector, prices could be driven down across a range of goods and services, it said."
Evra ekki lengur "reserve currency"?
Lækkun Evrunnar, er að auki farin að valda mönnum þeim áhyggjum, að aðilar sem sjá um rekstur gjaldeyris-varasjóða, fari að selja Evrur úr þeim sjóðum - þ.e. langtíma fjárfestar.
En, árin á undan, var það séð sem mjög mikill árangur, þegar hvert ríkið á fætur öðru, fór að nota vaxandi hlutfall Evra í sínum gjaldeyrisvarasjóðum.
Þetta orsakaði aukningu á eftirspurn eftir Evrum í heimshagkerfinu, og þar með var einn af drifkröftum hækkunar Evrunnar árin á undan. En, ef lækkun Evrunnar um þessar mundir fer að umpóla þessari þróun, þá snýst þetta við - og minnkun notkunar Evra í gjaldeyrisvarasjóðum ríkja, þ.e. sala Evra úr þeim sjóðum, mun þá skapa enn frekari þrýsting niður á verð fyrir Evru.
"Deterioration in sentiment towards the euro has raised concerns that its appeal as a reserve currency, a major support for it in recent years, is diminishing."
Spáð er áframhaldandi lækkun Evrunnar
"The euro should continue to weaken, potentially quite significantly, said Mansoor Mohi-uddin, managing director of foreign exchange strategy at UBS."
En, hafa ber í huga - að 440 milljarða Evra ábyrgðir sem þjóðir Evrópusambandins samþykktu síðasta sunnudag, og þar með gera sjálf sig sameiginlega ábyrg fyrir lánum til þeirra meðlima þjóða upp að þeirri upphæð sem kunna að lenda í greiðluvandræðum; að þær þjóðir þurfa nú að reikna með þeim ábyrðum.
Afleiðingin, er að vaxtagjöld Evrópusambands ríkjanna hækka, þ.e. það þarf að reikna með að það verði afleiðngin, sem kallar þá einnig á endurskoðun fjárlaga allra hinna meðlimaríkjanna. Þ.e. ekki einungis þeirra ríkja, sem eru búin að tilkynna um niðurskurðar aðgerðir.
Þetta vita örugglega fagfjárfestar - og sú vitneskja þ.e. væntingar um niðurskurð fjárlaga þeirra ríkja sem þurfa að standa undir þeim ábyrgðum, örugglega hefur ennig verið að íta gengi Evrunnar niður - umliðna viku.
'The EU Could Be Facing a Double-Dip Recession'
"Germany, the biggest EU member state, will also likely have to cutback spending due to its massive share in the rescue deal. Yet that will be tough sell for Merkel, who saw her party hemorrhage support in a key state election on Sunday."
Sennilega, er það þessi seinni hemill fremur en niðurskurðar aðgerðir Spánar og Portúgals, sem er að draga úr væntingum um hagvöxt innan Evrópusambandsins.
En fullljóst er, að með því að gera hækkun vaxtagjalda sameiginlega, sem er þá raunafleiðing 440 milljarða Evra sameiginlegrar ábyrgðar; þá um leið er þörf fyrir samdráttaraukandi niðurskurð í hlutfalli við þá hækkun vaxtagjalda sem fellur í hlut hvers ríkis einnig kölluð fram.
Þetta er því sennilega hin stærri afleiðing, en með því er þá samdráttaraukandi áhrifum einnig dreift í jöfnum hlutföllum yfir meðlimaríkin; og sem má líta á sem nokkurs konar byrtingarmynd slagorðsins í neikvæðu merkingunni "sameinaðir stöndum vér og sameinaðir föllum vér"?
Doubts Remain Despite Efforts to Shore Up Euro
"Try as they might, European leaders have been unable to stop the euro's freefall this week...the slew of austerity packages in countries with bloated budget deficits is now raising concerns that the severe cuts could actually stall growth and thus make paying off the debts even harder."
"In his Friday interview, Trichet emphasized that major structural changes would have to be made if the euro is to survive in the long term. "In Europe, we need fundamental changes, and not just in the supervision of fiscal policies. Also in structural issues and competitiveness. We have to improve pretty much everything.""
"Speaking on German public television on Thursday, Deutsche Bank head Josef Ackermann said: "Whether Greece will really be able to meet this challenge ... I doubt it very much," he said."
Þetta eru engin smá orð frá yfirmanni Seðlabanka Evrópu - sem ekki er ósanngjarnt að túlka sem "allt er í volli".
Og, þar ofan á - þá trúir ekki einu sinni yfirmaður "Deutche Bank" að Grikkland muni geta borgað skuldir sínar - þegar AGS pakkinn tekur enda.
Fyrir ári síðan sagðir AGS eftirfarandi:
Skýrsla AGS, 2009, fyrir G20 fund
The global economy has returned to positive growth following dramatic declines. However, the recovery is uneven and not yet self sustaining, particularly in advanced economies...A key risk is that policy support is withdrawn before the recovery can achieve self-sustaining momentum, and that financial reforms are left to languish...An overarching risk is that the recovery stalls. Premature exit from accommodative monetary and fiscal policies could undermine the nascent rebound, as the policyinduced rebound could be mistaken for a strong and durable recovery. Financial strains could also reemerge if the recovery falters and efforts to restore health to bank balance sheets are not forcefully implemented...The recent rebound in GDP growth seen in some economies is largely accounted for by policy support and a turn in the inventory cycle...One of the key lessons from experiences of similar crises is that withdrawing policy stimulus too early can be very costly, particularly if the financial system remains vulnerable and prone to adverse shocks."
Þ.e. óhætt að segja, að boðskapur AGS frá því fyrir ári síðan hafi verið - eyðum svo ekki verði aftur kreppa.
- Síðan þá, hefur Evrópa haldið áfram að vera í mjög veikum hagvaxtartölum, sem hefur sterklega bent til þess, að þar hafi hagvöxtur ekki fram að þessu náð að verða sjálfbær.
- En, í Asíu og ímsum svokölluðum ný-hagvaxtar ríkjum, þar hefur hagvöxtur tekið við af krafti og verið ívið meiri þetta ár, en spáð var í fyrra.
Þ.s. þetta segir, er að ef eins og nú er útlit fyrir, að hin sameiginlega ábyrgð kalli einnig á sameiginlegan niðurskurð útgjalda, til að mæta þeim viðbótar vaxta-gjöldum; til að komast hjá því að meðal hallinn hækki umfram það að vera milli 6-7%.
- Ef við þá reiknum með, að AGS hafi haft rétt fyrir sér í fyrra -
- Ef við reiknum einnig með, að hagvexti í Evrópu sé enn haldið uppi fyrst og fremst með ofangreindri eyðslu.
Þá virðist fullljóst, að veruleg hætta sé að sá samdráttur útgjalda, ásamt vandamálum Grikklands - Portúgals - Spánar - Írlands (- Bretlands); leiði til þess, að varúðarorð AGS manna rætist og mældur hagvöxtur koðni niður í annað af tvennu, stöðnun eða samdrátt.
Líkurnar á nýjum samdrætti, þegar allt er haft í huga, verða að teljast orðnar miklar!
Hvað þíðir þetta fyrir Ísland?
- Evrópa hefur mikla þíðingu fyrir okkar litla hagkerfi.
- Lækkuð verð á útfluttum fiski, munu skaða okkur.
- Fækkun ferðamanna frá Evrópu, ef ný samdráttarbylgja bætist við áhrif frá núverandi eldgosi - skaðar okkur þá að sjálfsögðu einnig.
- Við þetta bætist, minnkuð eftirspurn frá Evrópu eftir áli - getur lækkað álverð.
- Verð á eignum þrotabúa gömlu bankanna, geta þá einnig lækkað á ný.
- Það myndi þíða að sala eigna myndi skila minni lækkun skulda en nú er gert ráð fyrir í efnahagáætlun stjórnvalda og AGS.
- Vaxtagjöld af erlendum skuldum minnka þá minna, er gert er ráð fyrir í efnahagáætlun stjórnvalda og AGS.
- Lakari forsendur fyrir hagvexti erlendis, væntanlega draga úr áhuga erlendra fjárfesta á nýfjárfestingum í orkufrekum iðnaði.
- En, fjármögnun verður væntanlega þá einnig erfiðari, þegar bankastofnanir sjá fram á meiri lánatöp vegna endurkomu kreppu í Evrópu og að auki, minnkandi eftirspurn er dragi úr tekjumöguleikum hugsanlegra fjárfesta.
- Líkur minnka mjög hratt á því, að efnahagplan ríkisstjórnarinnar og AGS - geti gengið upp.
- En, það hvílir á þeirri forsendu, að lánsfjármögnun erlendis fyrir nýframkvæmdum í orkumálum takist.
- En, - kreppa í Evrópu, -ásamt líklegri fjölgun ríkja í skuldavandræðum.
- Stórlega dregur úr líkum þess, að erlendir lánamarkaðir muni bjóða Íslendingum lánskjör síðar á árinu, sem teljist vera ásættanleg.
- En, taka ber fram, að alla tíð síðan október 2008 hafa erlendir lánamarkaðir verið í reynd lokaðir gangvart öllu því sem ísl. er - en, vaxtakrafa hefur verið óbærilega há.
- En, líklega hækkar hún fremur en að lækka, ef kreppa skellur aftur á í Evrópu.
Með hruni efnahags plansins, þá einnig verður það fullkomlega vonlaust fyrir Ísland, alveg eins og þ.e. sennilega fullkomlega vonlaust fyrir Grikkland; að standa við lána-skuldbindingar sínar gagnvart AGS og öðrum.
Reyndar - með síðasta lánapakka AGS - þá höldum við líklega út a.m.k. til enda árs 2011 og sennilega einnig til enda árs 2012. En, eftir þann tíma geta AGS lánin verið upp-urin, peningurinn kláraður.
Þann tima, þarf að nota af skynsemi.
Kv.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
- Rússland ætlar að hætta stuðningi við uppreisnarmenn í Súdan ...
- Gríðarlega mikilvægt að Úkraína fær bráðnauðsynlega hernaðara...
Nýjustu athugasemdir
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Margar þjóðir eru tibúnar að hjálpa til við uppbygginguna en sú... 9.12.2024
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Grímur Kjartansson , Sýrland er efnahagslega rjúkandi rúst - ei... 9.12.2024
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Mér skilst að al-Jilani hafi keypt sér liðveislu USA með því a... 9.12.2024
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerl...: Ásgrímur Hartmannsson , grímur -- Viðreisn er hægri flokkur. Ha... 8.12.2024
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.12.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 31
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 28
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Bíddu bíddu áttu AGS/Norðurlanda lánin ekki að fara í að styrkja gjaldeyrisvarasjóðin svo að hægt sé að aflétta höftunum, ekki mátti nota þau í neitt annað.
Eggert Sigurbergsson, 15.5.2010 kl. 17:05
Þau fara í að fjármagna nettó halla Íslands, en raunviðskipta halli er til staðar, þ.e. nettó útflæði gjaldeyris.
Ef, ekki næst efnahagslegur viðsnúningur, með tilstilli stórframkvæmda - þá næst ekki sú tekjuaukning, m.a. í gjaldeyri, sem snúa á þessu neikvæða nettó flæði yfir i jákvætt.
En, sala eigna erlendis, kemur einnig inn í það dæmi.
----------------------
En, til að dæmið gangi upp, þarf hvort tveggja að gerast - að stórfamkvæmdir nái erlendri fjármögnun (en það kemur AGS lánum ekkert við), og sala eigna skv. hagstæðum verðum, að eiga sér stað.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 15.5.2010 kl. 19:29
Raun tilgangur AGS lánanna, er að koma í veg fyrir greiðslufall/"default" Íslands.
Markmiðið, að afnema höftin, er komið í annað sæti og það, dálitið langt í það annað sæti.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 15.5.2010 kl. 19:34
Þar sem ég hef nú "bara" barnaskólapróf úr sveitaskóla, þá er mér ómögulegt að skilja að sú barátta sem fátækt fólk á Íslandi háði um áratuga skeið fyrir réttinum til að mennta börnin sín, hafi leitt til þess, að þeir menntuðu notuðu þekkingu sína til að RÆNA þá sem þræluðu fyrir þeim. Fyrst það á að spara, finnst mér að byrja eigi á því að loka lögfræðideildum háskóla. Á Íslandi er yfirfullt af lögræningjum sem hafa þann eina starfa, að blóðmjólka almúafólkið sem borgaði menntun þeirra.
Í sjálfu helvíti, er ég farinn að skilja hvað Pol Pott átti við, þó ég fordæmi aðferðafræði hans við að leysa vandamálið.
Dingli, 16.5.2010 kl. 06:55
Ég velti fyrir mér, hvort ekki væri heppilegt, að núllstilla samfélagið.
Það myndi fela í sér, að taka bankana niður á ný - afskrifa bæði inneignir og skuldir.
Fólk fengi heimild, til að búa áfram, í sínum húsum. Enda, ekkert gagn af því að hafa þau tóm.
Við yrðum verulega fátæk um nokkur ár - engin leið að komast hjá 30-40% atvinnuleysi, að auki þyrfti að loka tímabundið stórum hluta þjónustukerfis við almenning.
En, í slíku ástandi, er það eitt víti sem verður að varast, en þ.e. þróun yfir í stjórnlausa verðbólgu eins og í Zimbabve og Þýskalandi á 3. áratugnum.
Svo, það verður þá, að loka og loka þáttum í rekstri ríkisins, þangað til að þ.e. rekið nokkurn veginn án halla.
Þaðan í frá, verður áherlsan á uppbyggingu í gegnum útflutning.
Við myndi taka 10-15 ár, þ.s. atvinnuleysi væri útbreitt, fátækt einnig.
En, eftir það færi að rofa ti.
------------------
Þ.s. úr þessu hæfist, væri að bundinn væri enda á skuldaþrældóm alemnings, sennilega ævilangan í mörgum tilvikum.
Á sama tíma, væru eignir mjög margra fjármagnsfursta, er enn virðast hafa mikil völd yfir flokkunum, þurrkaðar út og þeir gerðir áhrifalausir.
Þetta væri strategískt val, og þaðan í frá - væri hægt að byggja upp heilbrigðara þjóðfélag.
----------------------
En, kostnaðurinn væri gríðarlega djúp kreppa um tíma.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 16.5.2010 kl. 12:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning