Þorsteinn Pálsson - fíflalegt að kjósa um Icesave. En, er það svo?

Stóra málið hjá honum í Silfri Egils, virstist vera hve hálfvitalegt þ.e. að hans sögn, að kjósa um Icesave þegar Bretar og Hollendingar sjálfir, hafi nú boðið e-h skárri samning.

*Augljósa svarið, er að fram að þessu, er sá samningur er þeir eru að bjóða, að grunni til sami samningurinn, og þjóðin mun kjósa um, eftir viku.

*Það stóð einungis í boði, að umbreyta ákvæðum um greiðslu vaxta, en nokkurn veginn, að öðru leiti, er um sama samning að ræða.

----------------------------

það er merkilegt, einmitt þegar það auljóslega hentar ekki hagsmunum Breta og Hollendinga, að Íslendingar kjósi um Iceave, og felli þann samning, með miklum meirihluta.

Þá stendur upp, hver Evrópusinninn á eftir öðrum, og Samfylkingar fólk - og tekur undir þá hagsmuni Breta og Hollendinga í Icesave málinu, að þjóðin kjósi ekki.

Reyndar, hefur þetta verið eins og rauður þráður í gegnum alla Icesave deiluna, stjórnvöld ásamt hörðum talsmönnum Evrópusambands aðildar, margir hverjir en ekki allir, standa með hagsmunum Breta og Hollendinga, í því deilumáli.

Maður hefur ekki viljað trúa því, að fólk séu Quislingar, í laun á mála erlendra aðila, en það skrítna að stjórnvöld og ímsir aðrir, koma fram með þeim hætti, og hafa gert ítrekað umliðið ár, að vart væru þeir verri gagnvart okkar þjóðarhagsmunum, þó þeir raunverulega væru starfsmenn ráðuneyta Hollendinga og Breta.

-----------------------------

Hið augljósa er það, að Hollendingar og Bretar, eru logandi hræddir við það, að þjóðin upp til hópa segi "Nei".

Að, það komi fram skýrt lýðræðislegt umboð, gegn Icesave samningnum.

Það, hvers vegna margir málsmetandi aðilar hérlendis, virðast fylgja Hollandi og Bretlandi, að málum í þessari deilu - verður áhugavert rannsóknarefni, svo sannarlega.

-----------------------------

Ps:

Varðandi samninga við Evrópusambandið, þá væri best að setja það mál, á ís næstu árin, á meðan við erum að ráða fram úr efnahagsvanda okkar.

Þá verður einnig komið fram, hvort myntbamdalag Evrópu lifir enn, og hvernir ríkjum Evrópu hefur sjálfum reitt af í kreppunni.

Þ.e. nánast brjálæði, að ætla að semja um aðild, akkúrat núna - í þessu, ógnaróvissu ástandi, um framtíð Evrunnar, um framtíðarásjánu Evrópusambandsins, í ljósi þess hve mörgu þarf að breita, þar innan veggja, til að koma í veg fyrir, endurtekningu á þeim hildarleik í efnahagsmálum, sem nú er í gangi.

Að auki, hafa Evrópusambandslönd, ekkert verið neitt óskaplega hjálpsöm, við meðlimaríki í efnahags vandræðum, fram að þessu.

En, Þortsteinn Pálsson, lætur enn eins og við eigum einfaldlega að drífa í þessu, ganga inn og taka upp Evru, eins og ekkert hafi breyst, eins og nánast allt, sé ekki í lausu lofti, þessa stundina.

Við getum þá sparað okkur, þann kostnað sem verður að því að reka viðræðuferlið. Vart erum við, of rík þessa stundina.

Að auki, er samingsaðstaða okkar, tiltölulega veik akkúrat núna. Samningur, væri til allrar framtíðar. Svona mál, á alls ekki að afgreiða í einhverju hendingskasti. En, Evrópusambands aðild, á að snúast um langtíma stefnumótun, ekki skammtíma reddingu. Slíkt leiðir bara til ófarnaðar, að hugsa á þeim nótum.

Miklu ráðlegra, að íhuga þetta seinna, í góðu tómi, þegar óvissan bæði hér og þar, hefur minnkað, rykið hefur sest niður, og myndin hefur skýrst.

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 10
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 65
  • Frá upphafi: 859307

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 57
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband