25.2.2010 | 22:53
Samningaviðræður við Breta og Hollendinga í strandi - Gott mál!
Ég er ekki að segja að undir engum kringumstæðum eigi að semja við Hollendinga og Breta, en Icesave samningarnir voru það slæmir, að ég hreinlega fullyrði að greiðsluþrot sé skárri kostur, en að klára þá eins og Samfó og Steingrímur, hafa lengi þusað.
Ég held, að hentugast sé að salta það mál, þangað til uppgjöri þrotabús Landsbanka Íslands sáluga er lokið.
Stóra málið í samhengi Icesave samningsins, eru refsiákvæði hans - einkum ákvæðið þ.s. gjaldfella mátti þann samning ef við lentum í vandræðum með önnur lán - og - ábyrgðarákvæðið þ.s. allar eignir ríkisins eru að veði.
En, það dugði engan veginn, til að mylda ákvæðið um þau veð, sú yfirlísing Breta að ekki yrði gengið að eignum, sem væru mikilvæg fyrir "fúnksjón" sjálfstæðs ríkis.
*Fyrir hið fyrsta, var ekkert skilgreint hvað akkúrat var átt við, með eignum er væru mikilvægar fyrir virkni sjálfstæðs ríkis.
*Hefðbundin skilningur á slíku, er að það séu einfaldlega eignir er lúta að starfsemi á vegum ríkja er lúta að vörnum landamæra, gæslu landhelgi og innra öryggi.
*En, mig grunar að, ríkisstjórn Íslands hafi, lagt allt annan og miklu mun víðtækari skilning í þessa setningu, en líklegt er að Bretar hafi gert. Að sjálfsögðu, hefði skilningur Breta ráðið.
*þ.s. ég sé fyrir mér, að eftir gjaldfellingu Icesave, hefðu Bretar og Hollendingar komið, og hyrt verðmætustu eignir ríkisins, upp í skuld. Eftir það, hefði þjóðin hvorki meira né minna, en verið dæmd til ævarandi fátæktar.
---------------------------------
Þessi samningur var með öðrum orðum, tilræði við framtíð þjóðarinnar, og var það virkilega þarft verk, að eyðileggja hann.
Ég óska öllum þeim, er tóku þátt í því þarfa verki, til hamingju.
Með þessu, er búið að minnka það tjón, er stefndi í.
Það tjón er samt mjög slæmt - sbr. fullvissu mína, um að ríkið stefni í þrot.
En, þrot er þó skárra með allar mikilvægustu eignir ríkisins, enn í þess höndum.
Það að halda þeim, er reyndar alger frumforsenda þess, að ísl. hagkerfið geti rétt við sér, nokkurntíma.
Með endalokum Icesave samningsins, eigum við aftur von. Hana, var næstum því búið að koma fyrir kattarnef.
----------------------------------
Hvað með framhaldið?
*Við þurfum að fara að undirbúa greiðsluþrot ríkisins, er mun að flestum líkindum eiga sér stað á næsta ári.
*Þ.e. ekki útkoma sem við eigum að óttast - en, henni mun fylgja umtalsvert rask í hagkerfinu á meðan fyrirtæki er skulda verulega í erlendri mynnt, fara í þrot og einnig margir einstaklingar sem eru í svipaðri aðstöðu.
*En, eins og ég hef margoft sagt, duga auðlyndir okkar fyrir lágmarks innflutningi.
*Eftir að skuldug fyrirtæki eru farin í þrot, verða heilbrigð fyrirtæki eftir, og þau geta þá farið að vaxa.
*Það mun þó taka tíma fyrir þau, að vaxa nægilega að þrótti, til að hagvöxtur fari af stað. En, við munum ekki þurfa að óttast þó, að slík þróun muni ekki eiga sér stað.
*Þetta verður erfitt tímabil mjög djúprar kreppu, og þ.s. lán verða íllfáanleg þá þurfa þau að vaxa fyrir þá fjármuni er þau skapa sér sjálf, með starfsemi sinni - þ.e. án lána. Það mun e-h hægja á uppbyggingunni, en þá einnig verður hún ekki skuldug - sem seinna meir mun reynast mikill kostur.
*Ekki ófrægara fyrirtæki en Toyota er frægt fyrir að hafa nánast aldrei tekið lán, til eigin uppbyggingar. Þ.e. þeir hafi byggt sig upp, fyrir eigin rammleik kostað af eiginfjár myndun, er orðið hefur til fyrir rekstrarhagnað.
*Þetta er með öðrum orðum mjög vel mögulegt. Við, sem sagt gerum það sama, og Japanar gerðu eftir seinna stríð, er þeir voru að byggja sig upp úr rústum, þ.e. leggjum áherslu á útflutning.
*Þ.e. þó auðveldara, að framkvæma þetta, ef við skiljum skuldirnar eftir - þ.e. greiðum ekki af þeim. Þá, eins og ég hef áður marg sagt, nýtist okkur öll sú tekjumyndun er verður til hér seinna meir, fyrir uppbyggingu okkar eigin samfélags.
*Við eigum ekkert að flíta okkur, að huga að samingum við kröfuhafa. Mér finnst áratugur, ekkert of langur tími til uppbyggingar í þessu skjóli, meðan ný fyrirtæki eru að slíta barnsskónum.
*Ég er þó ekkert að segja, að við eigum að slá hendinni á móti, erlendi fjárfestingu ef hún býðst. Alls ekki. Þvert á móti, eigum við að hafa uppbyggingu skattreglna og reglu-uppbygggingar almenn með þeim hætti, að auðvelda starfsemi atvinnulífs. Og einnig, með þeim hætti, að samkeppnishæfni okkar hagkerfis, batni sem hraðast.
*Ef við framkvæmum slíkt jafnharðan - hef ég ekki áhyggjur af framtíðinni, horft lengra en næstu 10 ár.
Kv.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 26.2.2010 kl. 11:30 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 10
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 65
- Frá upphafi: 859307
Annað
- Innlit í dag: 10
- Innlit sl. viku: 57
- Gestir í dag: 10
- IP-tölur í dag: 10
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning