Það er algengur misskilningur, að þ.s. skuldir fyrirtækja, séu ekki á ábyrgð ríkisins að öllu jafnaði, þá sé ekki ástæða að óttast greiðsluþrot ríkisins; þó verulegur fjöldi fyrirtækja fari í þrot.
*Misskilningurinn, felst í því, að öll fyrirtæki er starfa hérlendis, þau eru þar með hluti af veltu þjóðfélagsins; þ.e. borga laun, skatta o.s.frv.
*Stór hluti tekna ríkisins, kemur af svokölluðum veltusköttun, sem tengjast neyslu og að sjálfsögðu einnig, frá beinum sköttum af tekjum einstaklinga og fyrirtækja.
-------------------------------
Ef fjöldi fyrirtækja fer í þrot, jafnvel þó svo það hafi engin bein áhrif á skuldir ríkisins sjálfs til aukningar, þá hefur sá samdráttur er þá á sér stað í hagkerfinu, umtalsverð neikvæð áhrif á skatttekjur ríkisins.
Að auki, þá verður ríkið einnig fyrir búsifjum vegna kostnaðarhækkana frá bótakerfinu, einkum vegna fjölgunar atvinnulausra.
*Samanlagt, veldur þetta því að ríkið hefur að sjálfsögðu minna aflögu, til að standa undir öðrum útgjöldum.
*Því fleiri fyrirtæki fara í þrot, því stærri verður samdrátturinn, og því stærri verða neikvæðu áhrifin á tekju og gjaldagrunn, ríkisins.
*Ríkið stendur nú þegar, mjög tæpt með það að ráða við erlendar skuldbindingar.
*En, sú staðreynd að 50% fyrirtækja, teljast enn búa við ósjálfbæra skuldastöðu, þíðir að enn eigum við inni, mjög stórann samdrátt, í okkar hagkerfi.
*Óhjákvæmilega, verður þá verulegt hrun í tekjum ríkisins, á sama tíma og umtalsverðar kostnaðarhækkanir munu verða.
--------------------------------
Tekið saman, þá er erfitt að sjá, að ríkið geti komist hjá greiðsluþroti.
Kv.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:23 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
- Rússland ætlar að hætta stuðningi við uppreisnarmenn í Súdan ...
- Gríðarlega mikilvægt að Úkraína fær bráðnauðsynlega hernaðara...
Nýjustu athugasemdir
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Margar þjóðir eru tibúnar að hjálpa til við uppbygginguna en sú... 9.12.2024
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Grímur Kjartansson , Sýrland er efnahagslega rjúkandi rúst - ei... 9.12.2024
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Mér skilst að al-Jilani hafi keypt sér liðveislu USA með því a... 9.12.2024
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerl...: Ásgrímur Hartmannsson , grímur -- Viðreisn er hægri flokkur. Ha... 8.12.2024
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.12.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 31
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 28
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég kvíði því mest ef við verðum að hætta að greiða feðrum getnaðarorlofið. Það er ekki viðunandi heldur ef við þurfum að stöðva innflutning á fátæku fólki frá vúddú trúarbragðaríkjum.
Heyrði Ásgerði Jónu framkvæmdstjóra Fjölskylduhjálparinnar segja á Útvarpi Sögu að stór hluti skjólstæðinganna væri innflytjendur.
En miklu máli skiptir líka að skilanefndir bankanna fái frið til að hagræða fyrir sína skjólstæðinga svo þeir fari nú ekki á vonarvöl og komi standandi niður úr hruninu.
Árni Gunnarsson, 25.2.2010 kl. 09:09
Þetta er ein af meginástæðunum, fyrir því að Ísland sennilega verður að fara leið greiðsluþrots, en þ.e. til að verja eins mikið af innviðum samfélagsins, og mögulegt verður að verja.
En, í ástandi greiðsluþrots, eftir að borðið hefur verið hreinsað af öllum þeim aðilum er skulda of mikið; þá nýtast allar þær tekjur ríkisins er samt eftir verða, til þess að halda uppi innlendum samfélagsþáttum.
Ég get einfaldlega ekki séð, að hreinlega sé mögulegt, að láta þessa bylgju fara í gegn, og vera á sama tíma að senda hátt á annað hundrað milljarða af tekjum ríkisins á hverju ári, til þess eins að standa undir vöxtum. Þá held ég, að miklu mun meira af innviðum samfélagsins, myndi hrynja.
Ég virkilega sé ekki skárri leið, þó sannarlega sé hún samt sem áður mjög slæm - nema þá að pólitíkusarnir, myndu átta sig, og hefja nú þegar, samingaviðræður við kröfuhafa til lækkunar. Fræðilega væri það hægt, en tíminn er að renna út, fyrir slíka lausn fyrir hrun. Má vera nú þegar, að of lítill tími sé eftir. Að auki, sé ég ekki, nokkra möguleika til þess, að núverandi kynslóð pólitíkusa, hafi þá víðsýni að átta sig á þessu, og að auki þann dug, að taka slíka ákvörðun, og að auki þann styrk að fylgja henni eftir.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 25.2.2010 kl. 12:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning