22.2.2010 | 16:13
Það allra versta sem við getum gert, er að semja við Hollendinga og Breta, í einhverju offorsi fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu!
Fólk verður að skilja hvað skellir í tönnum, að þ.e. einmitt okkur Íslendingum í hag, að láta þjóðaratkvæðagreiðsluna fara fram, og að þar komi fram með sem allra skírustum hætti, sá vilji þjóðarinnar, að hafna því Icesave samkomulagi, er ríkisstjórnin gerði fyrir okkar hönd við Breta og Hollendinga.
-----------------------
*Það hve Hollendingar og Bretar sjálfir, leggja svo mikla áherslu, á að semja nú þegar, eitt og sér ætti að segja okkur eitthvað.
*Að auki, hve mikla áherslu þeir hafa lagt á, að málið sé ekki sett fyrir lög og dóm, það einnig ætti að segja okkur eitthvað.
*Varðandi vælið um, að Ísland muni glata trausti um aldur og æfi, ef við stöndum ekki við skuldbindingar okkar - eins og þetta er ítrekað orðað; þá er hið fyrsta, að ekkert kemur fram í lögum ESB sbr. Directive 19/94/EB svo óvéfengjanlegt sé, að þetta sé yfirleitt okkar skuldbinding.
*Ég hef ekki heyrt nokkra sannfærandi röksemdafærslu fyrir því, að þetta sé ekki svo, nema að vísa einfaldlega í þá ósannfærandi fullyrðingu, að það verði að standa við hina 20.000 Evru tryggingu. En, "Direct"-ívið segir einfaldlega ekkert um það, hvað gerist eða á að gerast, ef ekki reynist nægjanlegt fjármagn vera til staðar í innistæðutryggingasjóði. Það eina sem kemur fram, er að innistæðutryggingasjóður, hafi allt að 9 mánuði, til að greiða út tryggingaféð. Þ.e. einfaldlega fullkomin óvissa um, hvað gerist ef peningurinn er ekki fyrir hendi. Fullyrðingin um, að það verði samt að standa við trygginguna, getur hið minnsta ekki byggst á orðalagi Directive 19/94/EB, þ.s. þvert á móti stendur, beinlínis, að ekki sé hægt að gera ríkissjóði ábyrga. Sjálfsagt, var þetta Directive barn síns tíma, en þ.e. ekki beinlínis okkar vandamál, að ESB hafi klúðrað því, að semja þessi lög. Ekki, endilega augljós okkar skilda, að redda ESB út úr þeim vanda, að hafa búið til ílla samin lög.
*Staðreyndin er einfaldlega sú, að hvergi er til neinn dómur, frá Evrópudómstólnum, sem fjallar um þetta atriði, hvað ber að gera, ef sjálfur innistæðu tryggingasjóðurinn, er tæmdur. Þannig, að fullkomin óvissa ríkir, og staða okkar er einfaldlega sú, að við Íslendingar í ljósi okkar skuldastöðu, verðum að nýta okkur alla slíka óvissu okkur í hag.
*En, staða Íslands er svo slæm, að þrátt fyrir methagnað af vöruskiptaverslun upp á cirka 90 milljarða á síðasta ári, var þjóðfélagið samt með halla við útlönd upp á cirka 50 milljarða. Þennan halla, hefur einungis verið hægt að borga, af okkar gjaldeyrisvarasjóði, sem stóð fyrir áramót e-h staðar í rúmlega 400 milljörðum.
*Með öðrum orðum, tekjur Íslands duga ekki einu sinni fyrir vaxtabyrði af erlendum skuldbindingum, og þá gerum við ekki ráð fyrir neinni viðbót eins og Icesave, eða öðrum þeim gjaldeyrislánum, sem stendur til skv. plani ríkisstjórnarinnar og AGS, að taka. En, af þeim lánum, mun einnig á endanum þurfa að borga.
*Röflið um atvinnu-uppbyggingu, sem standi og falli með afgreiðslu Icesave, er einn þvættingurinn enn, en ekkert af þeim verkefnum sem stendur til að fari af stað, hefur enn verið fjármagnað. En, ástæða þess, að fjármögnun hefur fram að þessu ekki tekist, þrátt fyrir miklar tilraunir í þá vegu, ætti að verða öllum ljós þegar raunstaða Íslands er höfð i huga.
*Málið er einfalt, þ.s. við eigum um þessar mundir ekki einu sinni fyrir vöxtum af þeim erlendu skuldbindingum, sem þegar eru á okkur fallnar, þá sjá að sjálfsögðu erlendir bankar, að ekki sé góð hugmynd að lána okkur meira fé. Vart, ætti að þurfa að leita frekar skýringa.
*Þ.e. því ekki útlit fyrir, að þessi verkefni fari jafnvel nokkru sinni af stað. En, opinber fyrirtæki í eigu ríkisins, augljóslega hafa ekki lánstraust frekar en ríkið sjálft. Þar stendur hnífurinn augljóslega í kúnni, sem sést m.a. á nýlegri yfirlísingu iðnaðaráðherra - að ef til vill mætti leysa þetta próblem, með því að bjóða útlendingum, tímabundið eignaraðild af þeim virkjunum, sem stendur til að byggja. En, hún hefur rétt fyrir sér, að án getu til að taka frekari lán, er eina leiðin að erlendir aðilar, sjái sér hag af því, að fjármagna þessi verkefni. Slíkt myndi krefjast eignaraðildar þeirra, augljóslega. Þessi verkefni eru sem sagt, í strandi alveg burt séð frá Icesave,
*Þ.s. ekki er útlit fyrir að stórframkvæmdir hefjist á þessu ári, nema að hugmyndir iðnaðarráðherra nái fram að ganga, og að auki að henni takist að fá fjárfesta; þá er augljóslega engin von á hagvexti á þessu ári. Heldur verður þetta annað stórt samdráttar ár.
*Að auki bætist við, að þ.s. tímabundnar lækkanir á greiðslubyrði 50% fyrirtækja sem gripið var til á síðasta ári - og var þetta augljóslega ástæða þess að samdráttur varð minni á síðasta ári en hafði verið reiknað með - falla niður á seinni hluta þessa árs. En, sennilega þegar þessi aðgerð var innleidd hefur ríkisstjórnin sjálf trúað því að stórframkvæmdir væru hafnar og bullandi hagvöxtur hafinn, og því þetta nægileg aðgerð. En, nú þ.s. þetta gengur ekki upp, þá þíðir þetta einungis það, að sú kreppa er ekki varð á síðasta ári, færist yfir á seinni hluta þessa árs. Að auki, fékk fjöldi almennings svipaða afgreiðslu - sem einnig mun renna út í mörgum tilvikum.
*Eins og allir ættu að muna, þá virkar þessi tímabundna greiðsluaðlögun þannig, að mismunur á fullum greiðslum er einfaldlega færður aftan á lánið sem þá hækkar og Því verður heildargreiðslubyrði erfiðari seinna meir. En, ríkisstjórnin veðjaði greinilega á að röð risaframkvæmda myndi redda öllu fyrir horn, og sjá fólki fyrir nægilegri atvinnu og tekjum, til að endar næðust saman. En nú þ.s. hún hefur tapað þessu veðmáli, þá renna þessar tímabundnu aðgerðir út hjá þessum 50% fyrirtækja og einnig fj. almennings, á svipuðu tímabili síðla þessa árs.
*Útkoman verður nokkurs konar "double wammy" þ.e. að hert greiðslubyrði bæði fyrirtækja og einstaklinga, á sama tíma og samdráttur enn ríki; mun óhjákvæmilega stórlega bæta á þann samdrátt. Sennilega kemur þá loks, sú hin stóra gjaldþrotahrina, sem lengi hefur verið við búist. Þannig, að atvinnuleysi fari loks í þær hæðir, sem að svo djúp kreppa að rökréttu leiði til - þ.s. 20% +.
*Fyrir ríkissjóð, verður vesenið það, að þá verður hann einnig fyrir "double wammy" þ.e. tekjur munu reynast mun minni en gert er ráð fyrir og á sama tíma, kostnaður af bótakerfinu magnast. Fyrirsjáanlega, verður ríkissjóður í gríðarlegum og vaxandi vanda, um seinni hluta þessa árs.
-----------------------------------------
Niðurstaða: ríkissjóður Íslands, er að stefna hraðbyri í greiðsluþrot. En, án stóru framkvæmdanna, þá mun ríkissjóður einfaldlega ekki fá þær tekjur er hann þarf, til að geta staðið við þær skuldbindingar, sem framundan eru. Greiðsluþrot verður óúmflýjanlegt.
Í ljósi oftantilgreindrar stöðu, er það fullkomin bilun, að bæta við frekari skuldum. En, þ.s. ekki er hægt að gera þjóðir upp með sama hætti og einstaklinga eða fyrirtæki, eru skuldir ekki afskrifaðar - þannig, að um þær mun þurfa að semja einhvern tíma seinna. Þ.e. því skárra, að hafa minna á bakinu í greiðsluþroti, en meira. En, ástand greiðsluþrots tekur ekki endi, fyrr en samkomulag hefur náðst við kröfuhafa, um tilhögun greiðslna.
Væntanlega, munum við þurfa að fara fram á verulega afslætti af skuldum. En, þ.e. "den tid den sorg". En, punkturinn er að slíkar viðræður eru auðveldari ef afskriftirnar sem þarf að fara fram á eru lægri fremur en hærri - "ergo" betra að skulda minna en meira.
Við þurfum að rökréttu að fara að undirbúa okkur fyrir þessa útkomu. Til liðs við okkur munum við þurfa aðila, sem eru sérfræðingar í samingaviðræðum af því tagi, sem við munum þurfa að ganga í gegnum; þ.e. endurskipulagning skulda til lækkunar.
Það ferli mun þó sennilega taka einhver ár. Ég bendi fólki á fletta í gegnum bloggið mitt, en ég hef áður bent á einstaklinga, sem hafa akkúrat þessa þekkingu og reynslu.
Kv.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:28 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
- Rússland ætlar að hætta stuðningi við uppreisnarmenn í Súdan ...
- Gríðarlega mikilvægt að Úkraína fær bráðnauðsynlega hernaðara...
Nýjustu athugasemdir
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Margar þjóðir eru tibúnar að hjálpa til við uppbygginguna en sú... 9.12.2024
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Grímur Kjartansson , Sýrland er efnahagslega rjúkandi rúst - ei... 9.12.2024
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Mér skilst að al-Jilani hafi keypt sér liðveislu USA með því a... 9.12.2024
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerl...: Ásgrímur Hartmannsson , grímur -- Viðreisn er hægri flokkur. Ha... 8.12.2024
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.12.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 31
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 28
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Eflaust enn & aftur sammála ÖLLU því sem þú segir tengt IceSLAVE málinu, en það væri KOSTUR ef þú gætir stytt aðeins mál þitt félagi...lol...:).
kv. Heilbrigð skynsemi (fun.blog.is)
Jakob Þór Haraldsson, 22.2.2010 kl. 18:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning