Þórólfur Matthíasson prófessor, og Eva Joly, eiga greinilega í ritdeilu. En, í Fréttablaðinu í dag, 16. febrúar, skrifar Þórólfur svargrein við grein Evu Joly, er byrt var nýverið í Morgunblaðinu.
Þórólfur hefur mál sitt á því, að ásaka Evru Joly um pólitískan áróður, og halla réttu máli.
Þórólfur telur það sitt hlutverk sé að bæta þar fyrir, og koma fram með þ.s. réttara sé, því framtíð Íslands sé háð því, að ákvarðanir byggi á réttum upplýsingum.
Þannig, að greinina má skoða sem vissa krossferð Þórólfs, gegn þeim rangskoðunum, er hann telur vaða uppi.
Ábyrgð kjósenda:
Þórólfur, setur sig þarna á háhest siðapostula, og spyr um ábyrgð ísl. Stjórnmálamanna, og kjósenda á Icesave málinu. Hann telur kjósendur bera ábyrgð á stjórnmálamönnum, stjórnmálamenn á embættismönnum; þannig, að ef óábyrgir stjórnmálamenn séu kosnir trekk í trekk, sem ráði vini og venslamenn sé til fullþingis, þá sé útkoman er af hljótist, ekki síður á ábyrgð kjósenda. Hann hvetur menn, að velta fyrir sér, hvort ísl. Eftirlitsaðilar, hafi uppfyllt sínar skuldur og eftirlitshlutverk, hvað snýrt að aðdragandum að Icesave málinu?
Við skulum ryfja upp, "Homo Economicus" sem skv. klassískri hagfræði er miðað við, þ.e. að einstaklinga velji ætíð besta kostinn miðað við eigin þarfir. Í leit sinni að besta kosti, skoði þeir alla valmöguleika, kasti mati á hvern og einn; og niðurstaðan sé val, sem sé hið besta val.´
- Ef við látum sem svo, að kjósendur séu gerendur á kjósendamarkaði, og hagi sér líkt og "Homo Economicus" þá má vera, að sanngjarnt hljómi að setja ábyrgð á stjórnarathöfnum á kjósendur.
- En, á hinn bóginn, eins og allir vita, þá taka einstakllingar ákvarðanir, nær alltaf, út frá takmörkuðum upplýsingum. Samanber, er margt um stjórnarathafnir og hegðun aðila er ráða á bak við tjöldin, er aldrei kemur fyrir almanna sjónir, og almenningur hefur því litla eða enga hugmynd um. Almenningur, getur að sjálfsögðu ekki tekið mið af því, sem almenningur veitt ekkkert um.
- En, til viðbótar, þá hafa einstaklingar ekki bara takmarkaða getu til að safna upplýsingum, heldur einnig takmarkaðann tíma til þess. Eðli sínu samkvæmt, eyðir fólk mestum tíma sínum, í að afla upplýsinga um þ.s. tengist þeirra störfum og áhugamálum. Hér er spurningin um sanngyrnissjónarmið, þ.e. hve mikla orku, er sanngjarnt að ætlast til, að fólk eyði í að afla upplýsinga og þekkingar um, þegar um er að ræða þátt sem er fyrir utan þeirra áhugasvið?
- Þegar raunhegðun fólks er skoðuð, kemur í ljós að fólk beitir ímsum leiðum til að stytta sér leið að markinu, til að afla sér upplýsinga eða taka ákvarðanir um þátt utan þeirra aðal áhuga - sbr. spyrja kunningja ráða er það telur vita meira um tiltekið atriði, taka mið af skoðunum ættingja sem mætti líkja við reynslu kynslóða þ.e. ef mamma og pabbi jafnvel aðrir ættingjar tóku líka ákvörðun þá hegða sér eins, mynda sér skoðun einu sinni á ævinni síðan standa við hana, o.s.frv.
Þetta er algengt um kosningahegðun, sbr. fólk kjósi þ.s. nánir vinir kjósa, ættingjar kjósa, myndi sér skoðun einu sinni á ævinni og fylgi hennis síðan sbr. að marg fólk kaupi alltaf sömu tegund af bíl.
Spurningin er sem sagt, þegar raunveruleikinn er skoðaður, að stór hluti fólks setti sig aldrei að neinni umtalsverðri dýpt inn í málin, áður en ákvörðun um hvað skyldi kjósa var tekin - að fyrir aðra sem það þó reyna var samt margt á huldu - hversu sanngjörn krafan um ábyrgð kjósenda raunverulega er?
Síðan má einnig við bæta, að ekki er hægt að taka af einstaklingum þeirra eigin ábyrgð, á þeim athöfnum er þeir taka sér fyrir hendur. Það á að sjálfsögðu við stjórnmálamenn, að þeir bera að mínu mati langstærsta ábyrgðina, á eigin athöfnum. Enda, höfðu þeir langbestu upplýsingarnar um hvað um var að vera, því bestu möguleikana á því að taka skynsamlegar ákvarðanir, eða a.m.k. að nálgast slíka skynsemi. Ef þeir völdu þannig, e-h sem var verulega minna skynsamlegt en það skynsamlegasta, er þeir voru færir um - sé sanngjarnast, að setja ábyrgðina á þeirri útkomu, að langmestu leiti á þá sjálfa.
700 milljarðar:
Hann, segir það rangt, að setja málið fram með þeim hætti, að hver Íslendingur komi til að greiða 12.000 Evrur eða 700 milljarða, og segir Joly vitna ín InDefense, þ.s. hið rétta sé að þrotabú Landsbanka muni greiða 90% af forgangskröfum.
- Þ.s. vert er að hafa í huga, að Íslendingar skv. Icesave samkomulaginu, bar að greiða vexti af allri upphæðinni.
- Skilanefnd Landsbanka hefur tilkynnt að engar greiðslur úr þrotabúi til kröfuhafa, verði inntar af hendi fyrr en öllum dómsmálum sé lokið. Þannig, að ólíklegt er talið að nokkrar greiðslur fari fram á þessu ári. Þetta eru slæmar fréttir, því þá þarf að reikna með vöxtum fyrir alla upphæðina út þetta ár a.m.k.
Verðmæti landsbankans:
Hann segir fullyrðingu Evu Joly, að líkur séu einungis á að eignir LB standi undir 30% Icesa krafna ranga. Það sé rétt, að mat skilastjórnar sé að eignir LB dugi fyrir 32% af heildarkröfum, en forgangskröfur séu á undan í goggunarröðinni. Hjá Kaupþingi, innheimtist 75% í allar kröfur, og í forgangskröfur að fullu. Þrotabú Lehmans, muni greiða cirka 40%.
Hann bendir á að skilanefndin, hafi þegar yfir 500 milljarða í hendi, þ.e. 300 milljarða skuldabréf frá endurreistum Landsbanka, og 200 milljarða. Eignir í búinu sjálfu, metnar fyrir hrun liðlega 2.000 milljarðar séu metnir á 800 milljarða, sem sé niðurfærsla um 65%.
Áætlað endurgreiðsluhlutfall, hafi hækkað frá 50% snemma árs 2009 upp í núverandi mat, um 90% forgangskrafna. Verðmæti eignasafns í Bretlandi skv. Baldvini Valtýrssyni starfsm. skilastj. í London, áætlaðar eignir í London janúar 2010 cirka andvirði 430 milljarða, sem sé um 100 milljörðum hærra, en áætlað hafi verið í september 2009.
Hann telji þetta sýna, að eignasafn LB hafi skv. öllum rökum verið vanmetið í upphafi hruns, enda tíðkist að áætla varlega í upphafi.
Þ.e. áhugavert að hann nefni þessa 300 milljarða frá Nýja Landsbankanum, (NBI) skv. skilmálum skuldabréfsins, verður þetta bréf upp á 1.9B evra (322 ma.kr) ekki greitt upp fyrr en á árunum 2014-2018.
- Þetta fé, er því ekki að berast til þrotabúsins í reynd, fyrr en á því árabili.
- Síðan, er einnig rétt, að hafa í huga, að NBÍ er ekki með traustan fjárhag, en eiginfjárinnspýting ríkisins, var í formi skuldabréfs á sjálft ríkið.
- En, þ.s. sjálft ríkið hefur mjög takmarkað lánstraust, hætta á greiðsluþroti þess verður að teljast umtalsverð; þá verður að tengja þann skort á trausti við skuldabréf þeirra sem eignfært er af NBÍ, og álykta að umtalsverðan vafa beri á raunverðmæti þess bréfs, og þannig því hvort LBÍ hafi raunverulega jakvæða eiginfjárstöðu.
- Punkturinn er sá, að vafi verður að teljast á, hve mikið mark ber að taka á þessu 300 ma.kr. skuldabréfi, sem LBÍ hefur lagt fram inn í þrotabú LB. Á endanum, getur farið svo, að það verði verðlaust, jafnvel.
Síðan varðandi eignaverð í London, er það rétt að verð á fasteignum hefur hækkar umtalsvert undanfarna mánuði, þannig að í dag er það verð einungis um 9% lægra en þegar það fór hæst rétt fyrir kreppu.
En, ég hef verið að lesa síðustu daga, aðvaranir óháðra sérfræðinga, þess efnis að verð á fasteignum í London sýni einkenni verðbólu.
The London Real Estate Bubble Is Backand It's Scary
Warning of new housing crash as prices 'soar too high'
London house prices fudging the national statistics.
Is London blowing a new housing bubble?
Are house prices rising in your postcode?
UK house prices will plummet: look at this scary chart
UK house prices 'to slump as credit crunch returns'
Þ.s. bólu-umræðan gefur til kynna, er óttann við það að forsendu brestur sé til staðar. Þ.e. einfaldlega sé ekki forsenda miðað við núverandi efnahagsástand, fyrir þvílíkum verðhækkunum.
Ályktunin er því að um sé að ræða "bear trap" eða "shadow bubble", sem mætti útleggja fylgibólu.
Þetta kemur heim og saman við aðrar aðvaranir, er maður hefur lesið um sambærilegan ótta þess efnis, að miklar verðhækkanir er urðu á mörköðum með hráefni og skuldabréf, bæði í Evrópu of Bandaríkjunum, séu æði bólukenndar.
En, setja ber þetta í samhengi við það, að efnahagslegar forsendur, hvorttveggja í Evrópu og Bandaríkjunum, næstu misserin, eru mjög lélegar. Það, fær mann til að efast, að hækkanir á bilinu 30-50% er hafa orðið á mörkuðum, frá því er þeir fóru lægst, fram á daginn í dag - séu sjálfbærar.
Þetta skiptir allt máli, því ef um er að ræða bólu sem er við það að bresta, þá mun brátt eiga sér stað heilmikið verðfall, á ný á eignum LB í London; þannig skreppa saman þ.s. fæst upp í kröfur.
Hvar eru peningarnir?
Hann segist vona að rétt sé hjá Joly, að megnið af Icesave peningunum, hafi verið í umferð í Hollandi og Bretl. En, hann bendi á, að LB hafi talið lífspursmál að eiga þess kost, að færa fé frá starfsemi sinni í Bretlandi, og því ekki skipulagt hana undir hatti Heritage bankans undir breskri ábyrgð.
Hann gruni að peningar frá Icesave hafi runnið til tónlistarhallar, holræsa og gatnagerðar um landið vítt; þó án efa, hafi umtalsvert af því fé, verið endurlánað til misvitra fjárfestinga vildarvina bankans erlendis.
Það sé rétt, að slitastjórn eigi um 300 milljarða kr. Í kröfum á hendur einkaaðila í Bretl., Hollandi og Ísl. - það fé sé að endurheimtast.
Ég hef sosum ekki mikið um þetta atriði að segja, annað en að - það verður að sjálfsögðu eitt meginrannsóknar atriðið - í hvað fóru peningarnir og hvert þeir fóru!
Framtíðarvirði eða núvirði?
Hann telur núvirði skuldbindingarinnar, vera 120 - 180 ma.kr.
Þetta er miklu lægri upphæð, en meira að segja ríkisstjórnin talaði um, í allt síðasta sumar - þ.e. 300 milljarðarnir frægu, er miðuðust við 90% innheimtur.
Sem dæmi fékk Jón Daníellson 507 milljarða, þó án þess að núvirða skv. áætluðum vöxtum.
Vilhjálmur Þorsteinsson, hefur komist að tölunni 290 ma.kr.
Það virðist vera mikið svigrúm til mismunandi útkoma, eftir því hvaða vexti menn gefa sér, innheimtuhlutfall o.s.frv.
Ég vísa til umfjöllunar Bjarna Kristjánssonar:
Nú kemur fram í uppgefnum forsendum Þórólfs að hann vilji bæði staðvirða skuldbindinguna miðað við 2.5% verðbólgu OG síðan núvirða til viðbótar miðað við 6% reiknivexti. Þetta gerir samanlagt 8.35% núvirðingu (100% - 97.5% * 94%), sem er miklu hærri prósenta heldur en hefur verið notast við alla Icesave útreikninga hingað til. Til samanburðar má geta að Vilhjálmur notaði 1.5% evru-verðbólgu við núvirðinguna í sínum útreikningum.
Þórólfur tekur sem sagt mjög háa núvirðingu, sem leiðir óhjákvæmilega til lágrar reiknaðrar upphæðar. Má jafnvel velta fyrir sér, hvort það sé ekki einmitt tilgangurinn, að fá fram sem lægsta upphæð?
En að bæta síðan 6% reiknivexti ofan á 2.5% verðbólgu til að fá út 8.35% núvirðis-kröfu er einfaldlega út í hött. Þórólfur skýrir þetta út með að skattar séu þegar mjög háir og erfitt fyrir íslenska ríkið að afla lánsfjár, og á þar væntanlega við að kostnaður ríkisins við öflun gjaldeyris sé eitthvað nálægt 8.35%..Sama hvort upphæðin er núvirt eða ekki, þá mun íslenska ríkið alltaf þurfa að greiða samkvæmt núverandi Icesave-samningi 300-400M evra að nafnvirði á hverju ári milli 2016 og 2023.
Mér finnst þetta einnig, undarleg notkun á núvirðingu. En, ef þ.e. rétt hjá honum að vaxtakostnaður ríkisins, sé e-h í líkingu við þetta. Þá, ætti að hækka upphæðina um 6% ekki lækka hana um þessi 6% í reiknings ferlinu.
En, að sjálfsögðu að ef það kostar ríkið svo mikið að taka lán til að endurfjármagna skuldbindingar sínar, svo það nái hugsanlega að höndla málið, þá ætti það að skoðast sem viðbótarkostnaður - ekki satt?
Vaxtamálin
Hann telur það fréttir, að 5,5% vextir, teljist okurvextir, þ.s. Íslendingar sjálfir hafi lengi búið við 4-6% raunvexti. En, sjálfsagt sé að sækjast eftir að fá þá lækkaða.
Ég sé ekki hvernig þessi athugasemd kemur málinu við, þ.s. við erum að tala um lán sem veitt eru í Pundum og Evrum, en ekki krónum. Því, er viðmiðið vaxtakjör er tíðkast í Pundum og Evrum, en ekki í ísl.krónum.
Neyðarlögin og mismunun
Hann segist telja, að með neyðarlögunum, hafi ísl. stj.v. mismunað reikniseigendum í Rotterdam samanborið við reikningseiganda í Reykjavík. Þetta stríði gegn EES samingnum. Margir telja, að vegna þessa sé ekki á það hættandi fyrir Íslendinga, að fara með málið fyrir dóm. Erfitt geti verið að áætla fyrirfram, um dómsniðurstöðu.
Hann endar með því að klykkja á mikilvægi þess, að endurreisa orðstír Íslendinga á erlendum vettvangi.
Þetta er orðin mjög þreytt umræða, um meint brot Íslands á Bretum og Hollendingum. Einn vandinn, er að of þröngt er horft á málið.
- Það af einhverjum orsökum gleymist, hjá þeim er tönnslast sem mest á þessu, að þjóðir skv. lögum og reglum ESB og EES, hafa einnig neyðarrétt.
- Hann skapast, þegar raunverulegt neyðarástand bríst út.
- Þegar neyðarástand ríkir, þá þíðir neyðarréttur, að í tilvikum getur verið hægt tímabundið - og þá ef sú aðgerð þjónar þeim tilgangi að verja grunnhagsmuni - að víkja til hliðar því sem við allar eðlilegar aðstæður, kallast grunnregla.
- Að sjálfsögðu, þarf slík notkun neyðarréttar, að vera mjög vel ígrunduð þannig, að aðgerðirnar raunverulega gangi ekki lengra en þarf.
- Að auki, ber að varðveita eftir fremsta mætti, þann grunnrétt að ekki ber að mismuna.
Staðreyndin er sú, að það liggur fyrir forúrskurður frá EFTA um það, að neyðarlögin hafi ekki brotið í bág við lög og reglur ESB og EFTA.
Hann tók þó ekki afstöðu til þess, hvort Hollendingum eða Bretum hafi verið mismunað í Hollandi eða Bretlandi. En, hann taldi ekki að ísl. borgarar og erlendir hafi verið beittir ranglæti hérlendis, og einnig að aðgerðir þær að endurreisa innlent bankakerfi hafi fullnægt því viðmiði, að vera aðgerðir til að mæta neyðarástandi.
Vert er að hafa þetta í huga. Að sjálfsögðu, er ekki hægt að fullyrða fyrirfram með neinni vissu um útkomu dóma.
EFTA hefur samt sem áður, viðurkennt að það var neyðarástand, og við því þurfti að bregðast með óvenjulegum aðgerðum.
Ég held, að sú viðurkenning á virkjun neyðarréttar, hljóti að skipta verulegu máli - þegar og ef, dómstóll fer að meta málsatvik.
Mín persónulega skoðun, er að besta leiðin til að bæta okkar orðstýr - sé að dæma hina seku. Rannsaka mál ofan í kjölinn. Framkvæma þær umbætur er til þarf, hérlendis - til að erlendir aðilar sannfærist um, að ekki séu neinar verulegar líkur á, að slíkt endurtaki sig.
Ég sé ekki hvernig, að e-h konar fórnarathöfn, á eigin hagsmunum, með því að undirgangast Icesave, myndi þjóna þeim tilgangi að endurreisa okkar mannorð.
Kv.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:40 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 10
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 65
- Frá upphafi: 859307
Annað
- Innlit í dag: 10
- Innlit sl. viku: 57
- Gestir í dag: 10
- IP-tölur í dag: 10
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þórólfur er ekki í okkar liði frekar en þessi ríkisstjórn og kó-a þau með Bretum og Hollendingum, gegn hagsmunum Íslands,,
Heitir það ekki landráð????
Pétur Halldórsson (IP-tala skráð) 16.2.2010 kl. 21:22
Mjög athyglisvert þetta með upplýsingaskort kjósenda og hegðunarhagfræði. Sjá t.d. nóbelshafana Tversky og Kahneman
http://www.cb.is/uploads/files/ft013-3.pdf
og Herbert A. Simon
http://nobelprize.org/nobel_prizes/economics/laureates/1978/simon-lecture.pdf
Hólmsteinn Jónasson, 16.2.2010 kl. 22:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning