Ekki héldu blessuðu stíflurnar lengi er reistar voru ætlað að stoppa að hraun flæddi að Suðurstrandavegi!

Eins og fram kemur á RÚV flæddi hraunið pent yfir varnargarða sem hróflað var upp dagana á undan í von um að stoppa hraunrennsli í átt að Suðurstrandavegi.
Virðist sem að varnargarðar hafi verið nánast -- engin fyrirstaða.
Enda þótt reistir upp í 8 metra.
Voru varnargarðarnir samt lægri heldur en hraunstraumurinn.
--Hraun-straumurinn virðist eins og mulnings-vél.

Skv. Rúv mynd tekin í morgun laugardag er hraunáin ruddist hratt að garðinum ca. metri að það næði yfir m.ö.o. hraun 7 metra þykkt við hann garður 8 metra hár!

 

Nokkru seinna náði hraunið yfir Eystri-varnargarðinn og fór að renna niður Nátthaga!

Hraunið rann á töluverðum hraða niður í Nátthaga.

Hörn Hrafnsdóttir, umhverfis- og byggingarverkfræðingur sagði í samtali við fréttastofu í morgun að líklegt væri að það tæki einhverjar vikur fyrir hraun að renna yfir Suðurstrandarveg og að mögulega væri hægt að setja upp varnargarða neðst í Nátthaga til að reyna að koma í veg fyrir að hraun flæði yfir Suðurstrandarveg.

Einhverjar efasemdir hef ég að það virki frekar að stífla hraunið þar fyrir neðan.
Greinilega virkaði ekki að stífla það nær gosstöðinni.
Af hverju ætti stífla frekar að virka þegar nær dregur sjó?

Áhugavert Myndskeið frá Víkurfréttum!

Annað myndskeið frá RÚV!

  1. Sannarlega er hraunið kaldara fjær.
  2. En það þíðir það verður úfnara.
  3. Og rennur þá hægar og enn þykkara.

Ekki dugði 8 metra garður nær gosstöðinni.
Hraunið verður líklega töluvert þykkara þegar það nálgast Suðurstrandaveg.
En það var er það rann yfir 8 metra garðinn.

Það sem bent er á, hversu gríðarlegir kraftar eru í gangi.
Straumurinn er ekki einungis heitur.
Hann er einnig eins og risastór mulnings-vél.

Ef menn ætla sér að stoppa tja - t.d. 15 metra hraun-vegg.
Mundi líklega þurfa afar myndarlegan garð.
Ekki gleyma hraunið mundi hækka við hann er hann myndaði hindrun.

Ég held að Suðurnesja-menn verði að sætta sig við -- bæ bæ Suðurstranda-vegur.
A.m.k. í þann tíma sem gosið stendur.
Það gætu verið einhver ár.
--Það gæti streymt svo lengi þarna niður, að hraunið myndi töluvert nes á þeim stað það nær sjó, ef maður gerir ráð fyrir að gosið vari um áraraðir.

 

Niðurstaða

Mér virðist að það sé ljóst að það virki alls ekki að stífla fyrir hraun-straum. Ekki einungis það að hraun sé afar heitt m.ö.o. yfir 1000°C glóandi, heldur að hraun er mun seig fljótandi en vatn er þíðir - að hraun rennur yfirleitt verulega þykkar en vatn gerir - þar fyrir utan þá þíðir massinn í hrauni að hraun-straumur hafi gríðarlegt afl.
Ef menn mundu prófa aðra stíflu neðan við Nátthaga, þá mundi hraunið án vafa hrannast upp við garðinn, og pent hækka þar til það færi yfir -- þó garður væri hugsanlega allt að 2-falt hærri en 8 metra garðurinn sem hraun streymdi yfir eftirmiðdag laugardag nánast að virðist án nokkurrar sjáanlegrar umtalsverðrar fyrirstöðu.

Mig grunar að þetta gos eigi eftir að standa lengi, þ.e. um árabil.
Og að hraunflæðið líklega muyndi nokkurt nes út frá þeim stað það rennur í sjó.
Það verður örugglega flott sjónarspil, mikil gufa - gríðarlegar gufusprengingar.
Það er sveitabær rétt utan við Grindavík, þaðan verður örugglega frábært útsýni með handsjónaukum.

Ég held að alls all ekki verði óhætt að fara verulega nær látunum er verði er glóandi hraun og haf mætast -- en flott sjónarspil verður það án efa.

 

Kv.


Bloggfærslur 22. maí 2021

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 45
  • Sl. viku: 265
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 262
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband