Trump virðist hafa líst Mitch McConnell -- óvin. Spurning hvort Trump sagan er orðin að Shakespeare harmleik! En Trump virðist ræsa innanflokksátök í Repúblikanaflokknum er geta hugsanlega varað lengi og sjálfskaðar sig sennilega samtímis!

Ljóst er af henni að Trump ætlar að kenna McConnell um ófarir Repúblikana í Georgíu, er leiddu til þess að Repúblikanar töpuðu 2-þingsætum í Öldungadeild Bandaríkjaþings.
--Þar með meirihluta yfirráðum þar.
Þar fyrir utan, heldur hann greinilega staðfast í ásakanir á leiðtoga Repúblikana í Georgíufylki, en fylkisstjóri þar og fylkisstjórn - ásamt þingi fylkisins; er undir meirihluta yfirráðum Repúblikana!
--Harðar árásir Trumps á fylkisstjórann - vísa til stöðugra staðhæfinga Trumps um kosningasvik hann hefur ekki getað sínt fram á að standist skoðun, og þing fylkisins fyrir að staðfesta kosninguna, og auki kjörstjórn fylkisins einnig undir stjórn Repúblikana.
--Var hart deiluefni innan Repúblikana-flokksins í tengslum við kjörið, er kosið var um þingsætin 2.
McConnell og margir lengi starfandi Repúblikanar á hinn bóginn, kenna Trump um niðurstöðuna -- m.ö.o. að tilhæfulausar eða hið minnsta ásakanir hann hefur ekki getað sannað með nokkrum hætti; hafi verið það hvað leiddi til kosninga-ósigursins í því þingkjöri.
--Þvi að fjöldi Repúblikana hafi setið heima, vegna klofningsins er deilan hafi skapað.
Trump greinilega eignar sér þann árangur að Repúblikanar unnu nokkur þingsæti í Fulltrúadeild Bandaríkjaþings.
--Mig grunar að þar um geti einnig verið skiptar skoðanir meðal Repúblikana.

  1. Þar fyrir utan virðist Trump taka þann pól, að McConnell hafi ekki staðið sig í stykkinu, þá virðist hann meina, staðið nægilega með honum -- er Trump deildi á kosninga-úrslitin.
  2. Hinn bóginn, er málið pent einfaldlega að -- flest bendi til þess, að McConnell sé sammála því að Trump hafi einfaldlega tapað.

Eins og úrslit sýna. McConnell studdi sannarlega í engu augljósu, þá aðgerð Trumps -- að leitast við að sanna svik.
--Hinn bóginn, man ég eftir mörgum tilvikum þ.s. McConnell bar blak af Trump með þeim orðum, að Trump ætti rétt á að sækja mál fyrir dómstólum.

En sannarlega lýsti McConnell aldrei því yfir -- að kosningunni hafi verið stolið.
--McConnell, hafi aldrei verið Trumpari.

Kannski er það, sem Trump getur ekki einhverju leiti lengur umborið.

Hinn bóginn virðist afar sennilegt að reiðilestur Trumps, beinist að gagnrýni McConnell á Trump -- en sl. laugardag er Bandaríkjaþing batt enda á -Second Impeachment- þá gagnrýndi McConnell Trump harkalega:

McConnell: There is no question that President Trump is practically and morally responsible for provoking the events of the day, -- The people who stormed this building believed they were acting on the wishes and instructions of their president,

Ég reikna með því, að það hafi ekki síst verið sú gagnrýni.
--Þrátt fyrir að McConnell hafi tekið þátt í að fella -impeachment- þá sé ljóst, að McConnell kenni Trump um þá atburðarás er leiddi til þess -- að stuðningsmannahópur Trumps ruddist inn í bandaríska þinghúsið á - Capitol hæð.

Hérna má sjá yfirlýsingu Donalds Trumps í heild!

https://einarbb.blog.is/users/72/einarbb/img/trump_moti_mitch_mcconnell.png

--Minn skilningur á þessum reiðilsetri er sá.
--Trump sé búinn að lísa Mitch McConnell: Óvin!
Þannig að líklega skelli yfir nokkurs konar stríð þeirra á milli.
Trump sé ekki þekktur fyrir að -- fyrirgefa.
Þar fyrir utan, hafi hann lofað því að -- fella sérhvern þann sem setur sig upp móti honum.

  1. Mitch McConnell geti því vart reiknað með öðru; en Trump ætli að eyðileggja hann.
  2. Því, sé það væntanlega svo -- Mitch McConnel eigi engan kost eftir, því fyrirgefning verði ekki í boði --> En að eyðileggja Trump.

Það sem ég á við, að líklega skelli yfir -- nokkurs konar stríð innan Repúblikanaflokksins.
Mitch McConnel, líklega verði þá leiðtogi þeirra sem -- standi í hárinu á Trump.

  1. Trump muni pottþétt leitast við að fella sérhvern þeirra.
  2. Hinn bóginn, sé McConnell afar snjall pólitíkus, og sennilega besti taktíski pólitíkus Repúblikana til margra ára -- með honum með í för.
    Verði líklega andstaðan gegn Trump innan flokksins.
    Mun betur skipulögð en áður.
    Og þar af leiðandi, mun síður líkleg til að falla í valinn fyrir Trump.
  3. Á móti, sé ólíklegt grunar mig að andstaðan innan flokksins sigrist á Trump.

Þess vegna grunar mig að þessi átök eigi eftir að standa lengi.
Því hvorugur hópurinn láti sig -- heiftin væntanlega vaxi er á lýður.

En ekki ólíklega svara þeir -- tilraunum Trumps til að fella þá, með tilraunum til að fella Trumpara --> Slíkt tit for tat mundi verða mikill gróði fyrir Demókrata.

En ef 2-fylkingar Repúblikana fara í stríð, verða í stríði, skemma fyrir hvorri annarri.
Þá augljóslega eiga Demókratar eftir að -- taka pólitíska sigra af þess völdum.
--Trump mun kenna hinni fylkingunni, sú fylking kenna Trump.
--Þannig að líklega vex heiftin er á lýður frekar en hitt.

Við gæti þá tekið langt tímabil -- er Repúblikanar eiga nánast engan séns í landskjöri.

 

Niðurstaða

Hvað á ég við með því að viðbrögð Trumps gætu skoðast sem Shakespeare-ísk? Málið er að ef fer eins og ég held, að óvina-yfirlýsing Trumps gegn McConnell ræsi langvarandi innanflokksátök milli Trumps, Trump-sinna og andstæðinga Trumps og Trump-sinna meðal Repúblikana.
--Að Trump hafi í reynd gert sér stóran óleik, m.ö.o. svokallað sjálfsmark.

Eins og ég bendi á, veikja slík átök flokkinn -- ef þau verða svo hörð sem mig grunar.
En þau veikja ekki bara flokksinn -- þau veikja einnig Trump að sama skapi.

Klassískur Shakespeare harmleikur snýst um fígúru t.d. King Lear, sem skapar sér skref fyrir skref sjálfur -- örlög er verða fjötur um fót. Sögur Shakespeare enda gjarnan í grimmum örlögum.
--En punkturinn er sá, að klassíska sjálfs-hamfara sagan, felst í því að sá er lendir í þeim örlögum, skapar þau örlög sér sjálfum.

Mér virðist Trump í mörgu sl. 12 mánuði hafa verið sinn eigin versti óvinur.
Hann sé að skapa úlfúð innan flokksins, sem hann sjálfur komi að tapa á.
--Og ásakanir hans um kosninga-svik eru hluti af ástæðunni fyrir klofningnum, þar eð fjöldi Repúblikana stóð í valdstöðu á svæðum innan Bandaríkjanna, sem þíðir að ásakanir Trumps beinast þá einnig gegn þeim.
--Og það má alveg örugglega kenna þeim ásökunum Trumps um -- kosningaósigurinn í Georgíu.
Því það hafi verið ásakanir Trumps, er hafi leitt til þess hluti kjósenda Repúblikana í fylkingu hafi setið heima -- er líklega hafi verið hvað leiddi til þess ósigurs.

Trump hafi þar með veikt stöðu flokksins með þeim ásökunum.
Og hann veiki stöðu flokksins nú aftur -- með ræsingu innan-flokks-átaka er líklega standa lengi, væntanlega árum saman - hugsanlega svo lengi sem áratug.

  • Samtímis veiki hann sína eigin stöðu.
    En klofningurinn væntanlega mun einnig tryggja að Trump eigi ekki möguleika 2024.
  • Sennilega tryggja Joe Biden öruggt endurkjör það ár.
  • Og jafnvel Kamölu Harris kjör sem forseti 2028.

Þannig gæti klofningurinn leitt til mesta veikleika-tímabil í sögu flokksins í langan tíma.
Til þess að Demókratar verða nær fullkomlega ríkjandi pólitískur flokkur í landsmálum, hugsanlega svo lengi sem áratugur.
--Með klofningnum, tryggi Trump samtímis sína eigin pólitísku útlegð, sem og pólitíska útlegð síns eigin flokks.

Einhverntíma rís flokkurinn aftur.

 

Kv.


Bloggfærslur 17. febrúar 2021

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 15
  • Sl. sólarhring: 51
  • Sl. viku: 255
  • Frá upphafi: 847337

Annað

  • Innlit í dag: 15
  • Innlit sl. viku: 251
  • Gestir í dag: 15
  • IP-tölur í dag: 15

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband