Hefur heppnin yfirgefið Trump? Trump hefur mælst með minna fylgi en Biden í nokkrum könnunum! Ný alda COVID-19 smita virðist vera rísa, samtímis og Trump ætlar að ræsa eigin kosningabaráttu!

Lengst af kjörtímabil Trumps virtist hann hafa nokkurs konar - teflon húð, það er algerlega sama hvað gekk á, þá einhvern veginn snerist það fyrir rest honum í hag.
--T.d. er sennilegt að hann hafi frekar en hitt grætt fylgislega á tilraun þingdemókrata til að ákæra hann fyrir Bandaríkjaþingi.

Hinn bóginn hefur röð atvika orðið á þessu ári!
Í nýlegum fylgiskönnunum mælist Trump með minna fylgi en Biden.
--39% Bandaríkjamanna virðast nú sáttir við hann skv. nýjustu fylgismælingum.

  1. Fylgiskannanir eru að hrúgast inn, er virðast sýna viðbrögð Bandaríkjamanna við hegðan Trumps -- þær tvær vikur sem víðtæk mótmæli hafa staðið.
  2. Niðurstaðan af því virðist sú, Trump hafi tapað umtalsverðu fylgi meðal - óháðra kjósenda þ.e. farið úr forskoti á við Biden, í 10% lakara fylgi en Biden meðal þess hóps.

--Fylgismenn Trumps hafa ekki snúið við honum baki.
En kannanir virðast benda til þess, að sókn Trumps eftir atkvæðum utan þess hóps, verði erfiðari nú -- en leit út fyrir við upphaf þessa árs.

Málið virðist ekki það að einhver svakaleg fylgis-aukning hafi orðið hjá Biden.
Meir þannig að Trump hafi tapað stuðningi - utan við raðir harðs kjarna fylgismanna.
--Kannski þíðir það að Trump eigi enn möguleika á sigri þrátt fyrir allt.

 

Ný COVID-19 alda?

Trump segist ætla að setja kosningaherferð á full í nk. viku: Donald Trump says campaign rallies will resume next week despite US coronavirus fears

  1. Skv. fréttum, þá er farið að bera á aukningu smita í nokkrum ríkjum í Suður hluta Bandaríkjanna, svæðum þ.s. Trump hefur haft mikið fylgi -- sem fyrir nokkrum vikum minnkuðu verulega lokunar-aðgerðir er voru þáttur baráttu gegn COVID-19.
  2. Ekki ætti að hafa farið framhjá nokkrum manni, að víðtæk mótmæli hafa staðið yfir í 2-vikur í fjölda bandar. borga -- greinilega hefur 2ja metra reglan ekki verið virt af miklum fjölda fólks. Að mótmælin valdi nýrri smitdreifingu virðist því rökrétt.
  3. Og Trump ætlar að starta fundar-herferðum, sem þíðir að sjálfsögðu að fjölmennar samkundur verða þ.s. Trump þrumar yfir fólki - að sjálfsögðu engin 2ja metra regla virt. Þetta virðist því einnig sennilegt til að skapa fjölgun nýrra smita.

--Það eru nú 5-mánuðir í kosningar!
Ég hef enga trú á að Trump - taki nokkurt tillit til hættu tengda dreifingu smita, nú þegar mælingar sýna hann undir - þannig að væntanlega heldur herferð hans þá áfram að fjölga smitum.

Mér virðist þar af leiðandi flest benda til þess, af ofangreindir þættir eru lagði saman.
Að ný alda smita fari fljótlega að rísa af krafti - að sjálfsögðu hefur það áhrif á kosningabaráttuna!

 

Sigurmöguleikar Trumps hafa minnkað, ekki öll von úti enn!

Trump virðist nú meðaltali 8% undir í könnunum, með -approval rating- meðaltalis skv. könnunum 39%: Staring down a polling slide and growing unease, Trump campaign enters perilous moment

Staða Trump er greinilega með þeim hætti -- að sigur er orðin áskorun.
Enginn ætti samt afskrifa Trump, en það er brekka greinilega framundan.

Og ef eins og mig grunar að -- ný alda veikinnar sé framundan!
M.a. honum sjálfum að kenna -- þ.s. fylki í Suður ríkjum hafa tekið áskorun hans að opna.
--Og fundarherferð greinilega kyndir enn frekar undir - fjölgun smita.

  • Þá gæti staðan versnað enn frekar á nk. mánuðum!
    Ef ég geri ráð fyrir því, að ný stór bylgja CV19 væri honum til trafala.

 

Útlit er fyrir að fylgislega hafi Trump tapað á framkomu sinni dagana fjöldamótmæli í Bandaríkjunum hafa staðið yfir!

Most Americans sympathise with protests, oppose Trump's response: poll

  1. 64% studdu mótmælin.
  2. 27% voru móti þeim.
  3. 9% voru óviss.

Skv. þessari frétt!

ABC-Ipsos könnun: An ABC News/Ipsos poll

  1. 66% Bandaríkjamanna voru ósammála afstöðu Trumps til mótmælanna.
  2. 60% Bandaríkjamanna nú eru ósáttir við viðbrögð Trumps gagnvart CV19.
  3. 74% voru sammála því að morðið á George Floid væri merki um alvarlegt samfélagslegt vandamál, því ósammála Trump að það væri - einangrað tilvik.

Miðað við þetta -- gætu kannanir nk. daga litið enn verr út fyrir Trump.
En þær kannanir sem þegar eru komnar út.

  • Bent er á að fylgi Trumps sé nú svipað -- fylgi Jimmy Carter 5 mán. fyrir kosningar.

Ég er ekki enn að spá Trump ósigri formlega!
En staðan virðist sannarlega orðin erfið hjá honum!
--Ef spá mín um aðra öldu COVID-19 reynist rétt.

  • Gæti sú alda endanlega drekkt sigurmöguleikum hans.

 

Niðurstaða

Mjög afgerandi breyting hefur orðið til hins verra á möguleikum Trumps til sigur undanfarnar vikur og mánuði -- líkur hans á sigri voru góðar ca. í mars!
En röð atvika - viðbrögð Trumps við þeim atvikum - virðist hafa höggvið skörð í möguleika Trumps til fylgis.
--Og ef spá mín um nýja öldu COVID-19 smita rætist.

Gætu sigurmöguleika Trumps gufað upp!

----------
Ef einhver bendir á að Trump hafi verið undir í könnunum 2016!

  • Bendi ég á að lokavikur kosningabaráttu Hillary Clinton - ræsti FBI að nýju rannsókn á E-mail máli hennar, stóð sú glæpa-rannsókn fram á loka-viku kosningabaráttunnar.
  • Ég held að öruggt sé, að þetta hafi leitt til þess að Hillary Clinton tapaði.

En Trump vann ekki vegna þess að hann fékk rosalega mikið fylgi.
Hann t.d. fékk færri atvkæði en Romney 2012 er Romney tapaði fyrir Obama.

Það var ekki m.ö.o. vegna þess að rosaleg sveifla hafi orðið til Trumps.
Heldur vegna þess að kjósendur Demókrata sátu heima!

  • Ekkert sambærilegt er að gerast núna!
  • Frekar að, rás atburða virðist - veikja stöðu Trumps jafnt og þétt.
    Í stað þess að 2016 var atburðarás er stöðugt gróf undan fylgi Clintons.

Trump var heppinn 2016 -- nú virðist hann ætla að vera afar afar óheppinn.
Heppnin er virtist gefa Trump viðvarandi teflon húð - virðist hafa nú yfirgefið Trump.

  • Mig grunar að það séu nú nokkrar líkur á því að Trump virkilega muni tapa.
    Þó sú útkoma geti ekki enn skoðast örugg.

 

Kv.


Bloggfærslur 12. júní 2020

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 49
  • Sl. sólarhring: 245
  • Sl. viku: 1415
  • Frá upphafi: 849610

Annað

  • Innlit í dag: 48
  • Innlit sl. viku: 1306
  • Gestir í dag: 48
  • IP-tölur í dag: 48

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband