Hefur heppnin yfirgefið Trump? Trump hefur mælst með minna fylgi en Biden í nokkrum könnunum! Ný alda COVID-19 smita virðist vera rísa, samtímis og Trump ætlar að ræsa eigin kosningabaráttu!

Lengst af kjörtímabil Trumps virtist hann hafa nokkurs konar - teflon húð, það er algerlega sama hvað gekk á, þá einhvern veginn snerist það fyrir rest honum í hag.
--T.d. er sennilegt að hann hafi frekar en hitt grætt fylgislega á tilraun þingdemókrata til að ákæra hann fyrir Bandaríkjaþingi.

Hinn bóginn hefur röð atvika orðið á þessu ári!
Í nýlegum fylgiskönnunum mælist Trump með minna fylgi en Biden.
--39% Bandaríkjamanna virðast nú sáttir við hann skv. nýjustu fylgismælingum.

  1. Fylgiskannanir eru að hrúgast inn, er virðast sýna viðbrögð Bandaríkjamanna við hegðan Trumps -- þær tvær vikur sem víðtæk mótmæli hafa staðið.
  2. Niðurstaðan af því virðist sú, Trump hafi tapað umtalsverðu fylgi meðal - óháðra kjósenda þ.e. farið úr forskoti á við Biden, í 10% lakara fylgi en Biden meðal þess hóps.

--Fylgismenn Trumps hafa ekki snúið við honum baki.
En kannanir virðast benda til þess, að sókn Trumps eftir atkvæðum utan þess hóps, verði erfiðari nú -- en leit út fyrir við upphaf þessa árs.

Málið virðist ekki það að einhver svakaleg fylgis-aukning hafi orðið hjá Biden.
Meir þannig að Trump hafi tapað stuðningi - utan við raðir harðs kjarna fylgismanna.
--Kannski þíðir það að Trump eigi enn möguleika á sigri þrátt fyrir allt.

 

Ný COVID-19 alda?

Trump segist ætla að setja kosningaherferð á full í nk. viku: Donald Trump says campaign rallies will resume next week despite US coronavirus fears

  1. Skv. fréttum, þá er farið að bera á aukningu smita í nokkrum ríkjum í Suður hluta Bandaríkjanna, svæðum þ.s. Trump hefur haft mikið fylgi -- sem fyrir nokkrum vikum minnkuðu verulega lokunar-aðgerðir er voru þáttur baráttu gegn COVID-19.
  2. Ekki ætti að hafa farið framhjá nokkrum manni, að víðtæk mótmæli hafa staðið yfir í 2-vikur í fjölda bandar. borga -- greinilega hefur 2ja metra reglan ekki verið virt af miklum fjölda fólks. Að mótmælin valdi nýrri smitdreifingu virðist því rökrétt.
  3. Og Trump ætlar að starta fundar-herferðum, sem þíðir að sjálfsögðu að fjölmennar samkundur verða þ.s. Trump þrumar yfir fólki - að sjálfsögðu engin 2ja metra regla virt. Þetta virðist því einnig sennilegt til að skapa fjölgun nýrra smita.

--Það eru nú 5-mánuðir í kosningar!
Ég hef enga trú á að Trump - taki nokkurt tillit til hættu tengda dreifingu smita, nú þegar mælingar sýna hann undir - þannig að væntanlega heldur herferð hans þá áfram að fjölga smitum.

Mér virðist þar af leiðandi flest benda til þess, af ofangreindir þættir eru lagði saman.
Að ný alda smita fari fljótlega að rísa af krafti - að sjálfsögðu hefur það áhrif á kosningabaráttuna!

 

Sigurmöguleikar Trumps hafa minnkað, ekki öll von úti enn!

Trump virðist nú meðaltali 8% undir í könnunum, með -approval rating- meðaltalis skv. könnunum 39%: Staring down a polling slide and growing unease, Trump campaign enters perilous moment

Staða Trump er greinilega með þeim hætti -- að sigur er orðin áskorun.
Enginn ætti samt afskrifa Trump, en það er brekka greinilega framundan.

Og ef eins og mig grunar að -- ný alda veikinnar sé framundan!
M.a. honum sjálfum að kenna -- þ.s. fylki í Suður ríkjum hafa tekið áskorun hans að opna.
--Og fundarherferð greinilega kyndir enn frekar undir - fjölgun smita.

  • Þá gæti staðan versnað enn frekar á nk. mánuðum!
    Ef ég geri ráð fyrir því, að ný stór bylgja CV19 væri honum til trafala.

 

Útlit er fyrir að fylgislega hafi Trump tapað á framkomu sinni dagana fjöldamótmæli í Bandaríkjunum hafa staðið yfir!

Most Americans sympathise with protests, oppose Trump's response: poll

  1. 64% studdu mótmælin.
  2. 27% voru móti þeim.
  3. 9% voru óviss.

Skv. þessari frétt!

ABC-Ipsos könnun: An ABC News/Ipsos poll

  1. 66% Bandaríkjamanna voru ósammála afstöðu Trumps til mótmælanna.
  2. 60% Bandaríkjamanna nú eru ósáttir við viðbrögð Trumps gagnvart CV19.
  3. 74% voru sammála því að morðið á George Floid væri merki um alvarlegt samfélagslegt vandamál, því ósammála Trump að það væri - einangrað tilvik.

Miðað við þetta -- gætu kannanir nk. daga litið enn verr út fyrir Trump.
En þær kannanir sem þegar eru komnar út.

  • Bent er á að fylgi Trumps sé nú svipað -- fylgi Jimmy Carter 5 mán. fyrir kosningar.

Ég er ekki enn að spá Trump ósigri formlega!
En staðan virðist sannarlega orðin erfið hjá honum!
--Ef spá mín um aðra öldu COVID-19 reynist rétt.

  • Gæti sú alda endanlega drekkt sigurmöguleikum hans.

 

Niðurstaða

Mjög afgerandi breyting hefur orðið til hins verra á möguleikum Trumps til sigur undanfarnar vikur og mánuði -- líkur hans á sigri voru góðar ca. í mars!
En röð atvika - viðbrögð Trumps við þeim atvikum - virðist hafa höggvið skörð í möguleika Trumps til fylgis.
--Og ef spá mín um nýja öldu COVID-19 smita rætist.

Gætu sigurmöguleika Trumps gufað upp!

----------
Ef einhver bendir á að Trump hafi verið undir í könnunum 2016!

  • Bendi ég á að lokavikur kosningabaráttu Hillary Clinton - ræsti FBI að nýju rannsókn á E-mail máli hennar, stóð sú glæpa-rannsókn fram á loka-viku kosningabaráttunnar.
  • Ég held að öruggt sé, að þetta hafi leitt til þess að Hillary Clinton tapaði.

En Trump vann ekki vegna þess að hann fékk rosalega mikið fylgi.
Hann t.d. fékk færri atvkæði en Romney 2012 er Romney tapaði fyrir Obama.

Það var ekki m.ö.o. vegna þess að rosaleg sveifla hafi orðið til Trumps.
Heldur vegna þess að kjósendur Demókrata sátu heima!

  • Ekkert sambærilegt er að gerast núna!
  • Frekar að, rás atburða virðist - veikja stöðu Trumps jafnt og þétt.
    Í stað þess að 2016 var atburðarás er stöðugt gróf undan fylgi Clintons.

Trump var heppinn 2016 -- nú virðist hann ætla að vera afar afar óheppinn.
Heppnin er virtist gefa Trump viðvarandi teflon húð - virðist hafa nú yfirgefið Trump.

  • Mig grunar að það séu nú nokkrar líkur á því að Trump virkilega muni tapa.
    Þó sú útkoma geti ekki enn skoðast örugg.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Biden hefur verið með meira fylgi en Trump í nær öllum skoðanakönnunum síðastliðin ár: cool

Donald Trump vs. Joe Biden

Þorsteinn Briem, 12.6.2020 kl. 02:32

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Nú hafa 116 þúsund manns dáið vegna Covid-19 í Bandaríkjunum, um eitt þúsund manns á sólarhring síðastliðnar vikur, þannig að dauðsföllum þar vegna Covid-19 hefur ekkert fækkað á hverjum sólarhring.

Hins vegar hefur dauðsföllum í Evrópu vegna Covid-19 fækkað mikið á hverjum sólarhring síðastliðnar vikur.

Bráðlega hafa fleiri veikst í Perú en á Ítalíu vegna Covid-19 og fleiri í Íran en í Þýskalandi.

Og fleiri hafa veikst á Indlandi en í Bretlandi.

Þorsteinn Briem, 12.6.2020 kl. 03:00

3 Smámynd: Jóhann Elíasson

Hillary Clinton var líka með meira fylgi en Trump í ÖLLUM skoðanakönnunum árið 2016........

Jóhann Elíasson, 12.6.2020 kl. 07:37

4 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Jóhann, eins og ég bendi á þá skóp glæparannsókn director Comey lokavikur kosningabaráttu Clinton hreyfingu atkvæða frá henni sigur Trumps er áður en Comey ndurreisti þá rannsókn virtist óliklegur varð þá til, þetta virðist fullkomlega útskýra þann óvænta kosningasigur.

Nú hafa atburðir gengið Trump í mót, hann hefur spilað illa úr atburðum undanfarinna vikna og mánaða að virðist mati kjósenda - þannig hreyfing atkvæða er greinilega frá honum nú.

Trunp mun auðvitað gera sitt ítrasta til að skapa nýja hreyfingu til sín. En það er engan veginn öruggt það takist. Mér virðist nær öruggt að þær kosningasamkundur hann mun standa fyrir skapi enn frekari nýfjölgun smita. Bendi á 60% kjósenda ósátt við hvernig hann hefur spilað með kófið - ef ný aukning þess mun skilin af kjósendum honum að kenna. Gætu tilraunir hans til að afla sér atkvæða runnið út í sand. Það er ekkert sjálfvirkt að hann vinni. Eitthvað þarf að skapa hreyfingu til hans. Ef fer eins og mér virðist - hvatning hans til fylkja að losa hagkerfið sé að ræsa nýja öldu - síðan magni hann hana frekar með fjölmennum samkundum. Þá gætu hlutir í stað þess að snúast til hans snúist frekar frá honum. Hann var heppinn síðast - kringumstæður grófu má undan keppinaut, nú virðast kringumstæður grafa undan honum. Heppnin ekki lengur með honum.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 12.6.2020 kl. 09:39

5 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ég var nú aðallega að svara Steina Briem í þessari athugasemd minni, um það hvort "heppnin" hafi yfirgefið Trump hef ég ekki nein gögn í handraðanum til að tjá mig um.......

Jóhann Elíasson, 12.6.2020 kl. 11:15

6 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Jóhann, ég kalla það heppni að ef keppinautur minn lendir í glæparannsókn lokavikur kosningabaráttu þanni ég fæ sigurinn nánast gefins -- óheppni árið ég sækist eftir endurkjöri verði einu sinni per 100 ár atburður er kollvarpar plönum mínum um endurkjör.

Trump fékk óvænta aðstoð þó Comey hafi einungis verið að rannsaka hugsanlegan glæp eyðilagði rannsókn hans möguleika Clinton, undir glæparannsókn virkaði slagorðið Crooked Hillary vel - skóp óvæntan sigur.

Nú er það Trump er lendir í röð óvæntra atvika, hvernig þau hafa komið út fyrir hann hefur greinilega skaðað hans stöðu í augum margrs kjósenda.

--Ég mundi kalla það óheppni. 

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 13.6.2020 kl. 12:26

7 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Alveg rétt, Trump á undir högg að sækja, varla líður sá dagur að hann þurfi ekki að bera fyrir sig hönd. Enginn forseti þar vestra hefur þurft að sæta slíku, ekki bara af hálfu pólitískra andstæðinga heima fyrir heldur líka erlendis frá, einfaldlega vegna þess að hann hefur skrúfað fyrir gjafmildi amerísku þjóðarinnar gagnvart umheiminum. 
Roosevelt var sama sinnis, einbeitti sér að uppbyggingu innanlands eftir hrunið og blandaði ekki ótilkvaddur landi sínu í WW2 - og þurfti að þola gagnrýni líka, en þó aðeins utanfrá.   Sagan á það til að endurtaka sig. 
   

Kolbrún Hilmars, 13.6.2020 kl. 16:34

8 Smámynd: Örn Einar Hansen

Hérna er vandamál Trumps. Hann er business maður ... ekki "idealist". Ef hann væri staðfsatur, hefði hann sent inn herin á sama degi og uppreisnin varð ... en í stað þess, reyndi hann diplómatísku leiðina eins og allir "business" menn gera. Þetta er veikleiki hans. Því fólk vill haf afgerandi forseta, á því tímabili sem allt er í hrönnum. Í stað þess reinir hann að sigla milli skers og báru ... og síðan reinir hann að rétta málið ... hvorutveggja er sama vandamálið. Hann er hvítur, og stendur á meðal rasista .. hann gefur eftir hryðjuverkamönnum, í stað þess að berja þá niður ... dóni trump, er vandamál á þessum tímum. Því núna þarf að ver afgerandi, og hreinlega berja niður hryðjuverkin. Ef það er ekki gert, verður öllum ljóst að hryðjuverk ... er eitthvað sem ber árangur, og er því neikvætt gagnvart samfélaginu.

Örn Einar Hansen, 13.6.2020 kl. 17:24

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 6
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 810
  • Frá upphafi: 846638

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 746
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband