Verið að stíga stór skref í átt að Evrópusambandsríkinu? Hið minnsta risaskref ef ESB fær að slá lán gegnt ábyrgð aðildarríkjanna!

Umræðan er farin að tala um - Hamiltonian moment - vísað til samkomulag er varð í Bandaríkjunum rétt eftir sjálfstæðis-stríðið gegn Bretum, en kjölfar þess stóðu nokkur fylki illa fjárhagslega vegna stríðs-kostnaðar. Hamilton þá einn af áhrifamestu mönnum í Bandaríkjunum, lagði til samkomulag við - state of Virginia - að það samþykkti að höfuðborg mundi rísa í fylkinu gegn því að nýskipaður fyrsti forseti Bandaríkjanna mundi taka yfir verulegan hluta skulda Virginiu fylkis.
Samkomulagið varð í meðförum víðtækara leiddi til þess að nýstofnað - bandarískt ríki fékk heimild til að gefa út skuldir, og tók yfir hlutfall stríðskulda verst settu fylkjanna!

  1. Tvennt er auðvitað svipað - þ.e. skuldastaða tiltekinna landa í S-Evrópu sérstaklega stefnir í að vera fullkomlega óviðráðanleg.
    Þessi lönd þurfa greinilega mikla fjárhagslega aðstoð.
    Annars stefna þau væntanlega á næstunni í þrot.
    --Skuldirnar eru auðvitað ekki stríðsskuldir.
  2. Vegna þess að dómur Hæsta-réttar Þýskalands nýverið virðist loka á seðla-prentun sem björgunar-aðgerð í þetta sinn fyrir S-Evrópu; voru góð ráð dýr í kjölfar þess dóms.
    Stefndi jafnvel í yfirvofandi hrun ekki einungis evrunnar heldur jafnvel sambandsins sjálfs.
    --Klárlega þurfti að taka mikilvæga ákvörðun, þessi er líklega í reynd ekki næg til að bjarga S-Evrópu, en a.m.k. góð byrjun.
  • En planið má útfæra nánar - það er alltaf hægt að bæta við frekari heimildum til skuldsetningar síðar.
  • Menn tala - cheekily - þetta sé einungis neyðar-aðgerð í þetta eina sinn, en menn þurfa vera stórkostlega naívir til að trúa því.
  • En þannig verður þessi hugmynd seld á næstunni -- Merkel er í dag ofurvinsæl í Þýskalandi í kjölfar frábærs árangur í glímu við COVID-19.

France and Germany Show the Way Forward in the COVID-19 Crisis

Merkel and Macron Find the Strength for Europe

Why the Merkel-Macron plan could be a very big deal for Europe

 

Áætlunin frá Ursula Von Der Leyen - Merkel virðir hafa ákveðið að taka þá hugmynd upp áður en hún fundaði með Macron forseta!

Macron var búinn mánuðum saman að karpa í ríkisstjórn Þýskalands að standa fyrir sameiginlegum aðgerðum til að bjarga S-Evrópu; en hugmyndir hans að meðlimaríkin mundu gefa út sameiginleg skuldabréf - fengu ekki áheyrn í Berlín!

Hugmyndin að heimila forseta-embætti ESB svokölluðu að slá lán upp á 500 milljarða Evra, virðist fljótt á litið - áhættuminna væntanlega.
Skv. tillögunni verði megnið af því fé -- styrkir/ekki lán.

Vond Der Leyen berst fyrir að fá auknar tekjur - m.ö.o. vill fá að leggja á tiltekna sameiginlega skatta, t.d. á tiltekna internet starfsemi.

  1. Þ.s. virðist hafa ýtt við Merkelu, er nýlegur dómur æðsta-dómstóls Þýskalands.
    Dómur er virðist útiloka seðlaprentunarleiðina er Mario Draghi leiddi 2012 er bjargaði Evrusvæðinu það ár frá annars nær örugglega líklegu hruni.
  2. Merkel virðist hafa skilið, að stór ákvörðun væri nauðsynleg.
    Hún virðist hafa kynnt sér hugmyndir Von Der Leien.
    Þær hugmyndir virðast grunnurinn af samkomulagi Merkel við Macron.

Fljótt á litið er 500ma.€ hvergi nóg - dropi í hafið t.d. sbr. v. vanda Ítalíu.

 

Þetta er mjög stór ákvörðun þó það væri bara 500 milljarðar, sem það verður að sjálfsögðu ekki!

Fyrsta lagi, þá eru fjárlög ESB hvergi næg til að borga upp 500 milljarða skuld með hraði.
Aðildarlöndin algerlega pottþétt hækka ekki þau framlög að nokkru ráði í kreppunni!
Og Von Der Leyen fær líklega ekki alla þá nýju skatta hún vill.

  1. Þannig það er algerlega öruggt að skuldinni verður velt áfram - ný skuldabréf gefin út í framtíðinni, eins og hjá hverjum og einum ríkissjóð.
  2. Það er einmitt punkturinn, ESB fær líklega ríkissjóð.
  • Það er stórfelld breyting!

Já - já, það verður stöðugt talað um - þetta sé bara í þetta sinn!
Þannig mun hugmyndin seld á næstunni!

  • En það ættu allir að geta séð, mun meira fé mun þurfa til, ef raunverulega á að forða hruni í S-Evrópu!
  • Ég á fastlega von á að það komi síðar í ljós.

En fyrst er að fá prinsippið samþykkt af samkundu aðildarríkja ESB - síðan Evrópuþinginu.
Þá verður einungis talað um þetta - bara 500 milljarða, bara í þetta sinn!

En mig grunar þetta sé upphafið af ríkissjóð ESB!
Vegna þess að miklu meira fé augljóslega þarf.
Og þegar hitnar síðar í krísunni í S-Evrópu þrátt fyrir aðstoð.
Grunar mig að það reynist mögulegt að víkka heimildirnar frekar!
--T.d. í 1,5 trilljón evra (miða við bandar. trilljón).

Þá verður Framkvæmdastjórnin - með skuldabréfa-útgáfu reglulega á skala einstakra aðildarríkja, og fær því vegna fjárhagslega valdsins er hún þá hefur, mun verulega aukna vikt.

  • Menn munu kannski ekki enn tala um -- U.S.E.
    En með slíkri viðbót væri þetta ríkissjóður að öllu leiti er skipti máli, öðru en að fá formlega heitið - ríkissjóður.

M.ö.o. risaskref í átt að Evrópuríkinu!

 

Niðurstaða

Að sjálfsögðu get ég ekki sannað að mál fari með þeim hætti sem mig grunar - en málið er að ég miða út frá reynslu evrukrísunnar milli 2010-2012, þegar fjölda skipta fór ESB alveg fram á blábrún hruns - á mjög heitum fundum milli pólitíkusa var rætt fram og aftur, einungis er loks pólitíkusar gáfust upp að leita lausna - gat Mario Draghi fengið stuðning fyrir það síðasta er hægt var að gera til að forða hruni sbr. seðlaprentun.
--En æðsti dómstóll Þýskalands hefur nú kippt þeirri leið burt.

Þá eru pólitíkusar ESB skildir eftir berskjaldaðir - þ.s. einungis pólit. lausn getur nú bjargað, m.ö.o. þeir hafa ekkert -- plan B.
--Þetta er einföld spurning, vilja þeir bjarga ESB eða ekki?

Mig grunar að á hólminn er komið, velji þeir að bjarga sambandinu.
Ekki síst vegna þess, að það hrun er yrði - mundi valda það risastórum efnahagslegum búsifjum á öllum aðildarríkjunum, verst í S-Evrópu sannarlega en þetta stórt hrun mundi einnig skekja efnahag Evrópulandanna í N-Evrópu mjög harkalega.
--Beint ofan á COVID-19 kreppuna er slíkt það allra síðasta menn vilja.

Þannig ég reikna með því, Merkel og Macron fái sitt fram.
Og að síðar þegar féð verður ekki nægt, muni takast að auka fjárheimildir - líklega.
--Þannig að þetta verði að raunverulegum ríkissjóð, ekki síður vegna þess að mér finnst stórfellt ólíklegt - að slík fjármögnunar-leið verði ekki margnotuð við önnur tækifæri síðar.

  • Einfaldlega of freystandi til þess annað sé sennilegt.
    Þannig að við séum sennilega að sjá verða til - raunverulegur ríkissjóður ESB eins og tíðkast hjá ríkjum, þ.e. með eigin skuld-setningar-heimildum.
    --Nema auðvitað ESB verður ekki alveg strax kallað ríki, til þess þarf væntanlega frekari útfærslur á sameiginlegu forseta-embætti, m.ö.o. yrði vera kosið í aðildarríkjum.

 

Kv.


Bloggfærslur 22. maí 2020

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 33
  • Sl. viku: 250
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 247
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband