Endurkjörs strategía Trumps virðist vera -- ræsa stríð við Kína í von að svokallað war euphoria leiði hann til sigurs! Vandamál, átök við Kína hafa engan bersýnilegan endapunkt - gæti orðið hið eiginlega stríðið endalausa!

Ég held að Steve Bannon þekki Donald Trump manna best:

Steve Bannon: Trump’s campaign will be about China, China, China, -- And hopefully the fact that he rebooted the economy.

M.ö.o. því verri sem efnahagurinn er, því harðar keyri Trump á -- illa Kína.
Kenninguna þetta sé allt Kína að kenna.
Að efla sem mest haturs-öldu innan Bandaríkjanna gegn Kína!

Það versta er, að Trump virðist vera að takast þetta - þ.e. að efla til þeirrar hatursöldu, getum notað íslenska orðið -Þórðar-gleði- sem er gamla ísl. orðið yfir -war euphoria.-
En ég hef ekki séð slíka haturs-öldu í skrifum gegn nokkru landi á netinu, tja -- verð að fara aftur til 2003 þegar George W. Bush var að sannfæra Bandaríkjamenn að stríð gegn Saddam Hussain væri málið.
--Þá man ég eftir Þórðargleði hjá mörgum Ameríkönum er tjáðu sig á netinu, fögnuðu því að til stæði að enda fyrir fullt og allt stjórnartíð Saddams Hussain, auðvitað voru allir þeir er á netinu bentu á -- risastóra galla í málflutningi Bush stjórnarinnar úthrópaðir.

Það sama gildir eiginlega í dag, að málflutningus Trump stjórnarinnar hefur risastóra vankanta, sem virðist að Trump ætli að keyra yfir -- með því að efla sem mest til hatursöldu þ.s. tilfinningar keyra yfir alla umræðu, sbr. Þórðargleði.

  1. Í dag eru yfir 40 milljón atvinnulausir í Bandaríkjunum, rúmlega 35 milljónir hafa bæst við síðan kreppan af völdum CV19 hófst.
  2. Á sínum tíma, var oft talað að Bush stjórnin hefði leitt hjá sér aðvaranir vegna 9/11 atburðarins svokallaða er al-Qaeda rændi flugvélum flaug þeim á World-Trade-Center turnana og felldi þá, síðan á Pentagon - ein flugvél fór beint í jörðina.
    --Þá fékk Bush sannarlega aðvörun frá CIA -- svar hans skv. því sem sagt er, kvá hafa verið: All right, you’ve covered your ass,... -- síðan ekkert hlustað frekar.
  3. En Trump fékk aragrúa aðvarana - þ.e. fyrst frá Suður-Kóreu og Japan í Janúar, þegar CV19 barst þangað - síðan eftir 20. febrúar er veikin berst til Ítalíu þá þegar ljóst að um meiriháttar faraldur er að ræða þar - þaðan í frá verður fljótt ljóst að veikin er einnig komin víða um V-Evrópu, fyrir lok febrúar er hún klárlega nær alls staðar í V-Evrópu.
    Undir lok febrúar fara einstök fylki Bandaríkjanna að tilkynna smit hjá sér, í Mars fjölgar þeim fylkjum hratt er tilkynna faraldur hjá sér.
    --Og enn bregst Trump ekki við.
  4. Ekki fyrr en um miðan Mars - Trump lýsir yfir neyðarástandi.
    Slík yfirlýsing er mikilvæg, því þá getur alríkið farið að verja fé og tækjum til að aðstoða innanlands í Bandaríkjunum, eftir því sem fylkin óska aðstoðar.
    Neyðar-ástand virkjar sem sagt allar björgunar-áætlanir og þann mannskap, ásamt fé er ríkið hefur. Því er mjög mikilvægt að lýsa yfir neið.
    --Daginn sem Trump lýsti yfir neyð, höfðu 44 fylki tilkynnt dreifingu smita, því ljóst að sóttin var þá þegar komin um Bandaríkin nær gervöll.
  • Deilt er því á Trump - eins og deilt var á George Bush.
  • Þ.e. áhugavert að Bush kaus að hefja stríð nokkrum mánuðum síðar gegn Saddam Hussain.
    Þó Saddam Hussain hafi í engu komið nærri 9/11 atburðinum.
    --En -war euphoria- Þórðargleði leiddi Bush til sigurs í næstu kosningum á eftir.
  • Í dag keyrir Trump á hatur gagnvart Kína - kenninguna þetta er allt Kína að kenna.
    Og það er sannarlega að rísa -war euphoria- eða Þórðargleði að nýju í Bandar.
    --Það má alveg halda því fram, þetta sé kosninga-stefna Trumps.

 

Stríð gegn Saddam Hussain er eitt -- stríð gegn Kína annað!

Stríðið sem Bush hratt af stað, tók miklu lengri tíma en Bush stjórnin gerði ráð fyrir, hafði einnig miklu verri afleiðingar fyrir Bandaríkin - en stjórnin er hún fór af stað gerði ráð fyrir, eiginlega reyndust allar áætlanir Bush stjórnarinnar byggðar á sandi.
--Sannarlega vann Bandaríkjaher hratt sigur á Saddam, en síðan tók hið eiginlega stríð við þ.e. stríðið við afleiðingarnar er skullu yfir - þ.e. borgarastríð í Írak, víðtækt hryðjuverkastríð eftir að stór hluti hers Saddams gekk til liðs við al-Qaeda.

  • Og á endanum, græddi Íran mest á niðurstöðunni!
  • Heildar-mannfall er mælt í hundruðum þúsunda, ef allt er talið.
  1. Stríð gegn Kína verður á hinn bóginn miklu mun verra, og í mjög háu margfeldi kostnaðarsamara!
    Höfum í huga Kalda-stríðið stóð í áratugi, proxy-stríð voru háð um stóran hluta Jarðar í tugum landa, mörg þeirra höfðu mannfall yfir milljón hvert og eitt -- heildarmannfall ef allt er talið örugglega meir en 20 milljón.
    Manntjón langsamlega mest í löndum sem urðu bardagavellir.
    Þá íbúar þeirra landa er dóu einna helst.
  2. Kalda-stríðið vannst ekki í einni stórri orustu, heldur vegna þess að hagkerfi Sovétríkjanna var sósíalískt því ekki nærri eins skilvirkt.
    Kína á hinn bóginn hefur stærsta kapítalíska framleiðsluhagkerfi heimsins.
    Það blasir í engu við að Kína bersýnilega sé verulega minna skilvirkt.
  3. Ég meina, það blasi við enginn augljós endapunktur -- sigur sviðsmynd.
    Kalda stríðið var langt -atrition game- er snerist um það hvor mundi endast lengur.
    En það blasir ekki við mér að Kína - sé augljóslega þar um veikara.
    --Bandaríkin hafa ekki síður veika punkta en Kína.
    --Blasir ekki augljóst við, að í mjög löngu -attritium game- hafi Bandar. betur.
  4. Kalda stríðið stóð samt í áratugi -- það tók það langan tíma að hefja USSR niður.
    Þó USSR væri minna skilvirkt.
    Þ.s. Kína er ekki endilega augljóslega minna skilvirkt.
  • Gæti Trump verið að hefja hið eiginlega -- stríð án enda.
    Ég meina, það getur líklega ekki endað með öðrum hætti, en framtíðar leiðtogar beggja einhvern tíma þegar öll Þórðargleðin er útbrunnin í hrönnum líka - við er tekin fyrir margt löngu stríðsþreyta; ákveða að binda endi á átök.
    --Án þess að annar hvor hafi unnið!
  • Niðurstaðan verði m.ö.o. án niðurstöðu eða inconclusive.
    Það virðist sennilegasta útkoma slíkra átaka.
    En milli upphafspunkts og þess enda.
    --Gæti verið risastór haugur líka - í fjölda landa lögð í rjúkandi rústir.

Auðvitað má ekki gleyma því að -- barátta gegn hnattrænni hlýnun færi í súginn.
Samtímis og kalt-stríð geisaði, mundi þá einnig -- stjórnlaus hlínun vera að ógna tilvist Jarðarbúa, og líklega leiða á vergang gríðarlegan fjölda fólks ár hvert, ásamt því að valda liklega uppskerubrestum og hungursneyðum.
--Kalt stríð geisandi á sama tíma, mundi þá þíða að þau lönd fengu nær enga hjálp sem byggju við þá neyð, þannig mannfall af völdum þessa -- mundi einnig verða stórfellt liklega meira.
Vegna þess að heimurinn væri undirlagður af Köldu-Stríði tveggja sjálfs-elskra risavelda!

 

Niðurstaða

Ég er viss um að ef það hefst Kalt-stríð jafn mannskemmandi og það fyrra var, er lagði í rúst fjölda landa og drap kringum 20 milljón manns heiminn vítt.
Og Trump startar því einungis í þeirri von að -war euphoria- eða Þórðargleði byggist upp í Bandar. svo sterk að hún færi honum kosningasigur nk. haust.
Þá mun mannkynssagan ólíklega líta Trump mildari augum en leiðtoga Evrópskra stórvelda er störtuðu óþörfu stríði 1914, er einnig færði með sé neystann fyrir næsta stríð þar á eftir.

Það er sennilega það versta mögulega sem Trump getur gert, til þess að hafa kosningasigur -- að hrinda heiminum í annað kalt stríð, stríð án sýnilegs enda - stríð sem líklega leiði til eyðileggingar fjölda landa og mannfalls íbúa þar, þegar risaveldin takast á.
--En kalt stríð við Kína virkilega virðist mér ekki hafa nokkurn enda annan en hugsanlega þann, að löndin tvö á einhverjum fjarlægjum enda semji frið án þess að annað sé sigurvegari.

Það sé sennilegasta útkoman. En milli þess punkts og nú, geta legið milljóna tugir látina og heilu löndin lögð í rúst.
--Ekki gleyma hnattræn hlýnun líklega hefur mun verri afleiðingar af völdum kalds-stríðs og því stærri mannfelli, því samvinna um að vinna gegn henni þá fer óhjákvæmilega suður, ásamt því að stríð verður líklega mörgum tilvikum í mörgum sömu landa og einnig eru að líða mikið fyrir afleiðingar stjórnlausrar hlýnunar.

Ef Trump startar þessu stríði - í veikri von það leiði fram kosningasigur.
Þá er niðurstaðan sú - þeir sem vöruðu við honum 2016 höfðu rétt fyrir sér.

 

Kv.


Bloggfærslur 16. maí 2020

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 27
  • Sl. sólarhring: 31
  • Sl. viku: 271
  • Frá upphafi: 847385

Annað

  • Innlit í dag: 27
  • Innlit sl. viku: 268
  • Gestir í dag: 27
  • IP-tölur í dag: 27

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband