Hefur Viktor Orban formlega gerst einræðisherra Ungverjalands? Skv. nýrri lagabreytingu gildir neyðarástand ótakmarkað!

Bendi á Orban hefur 2/3 þingmeirihluta og fulla stjórn á sínum flokki, samtímis hafa fylgismenn hans meirihluta í stjórnarskrárdómstól landsins í dag og því má áætla að Orban - ráði því nokkurn veginn fullkomlega hvernig sá dómstóll komi til með að túlka það hvort tilskipanir frá Orban sjálfum standast stjórnarskrá landsins eða ekki.

Einræðisherra?

Hungary's PM Orban gets sweeping powers to tackle coronavirus ...

Orban handed power to rule by decree in Hungary

Hungary’s parliament approved on Monday a controversial bill that will extend the state of emergency declared earlier this month and allow premier Viktor Orban to govern by decree for an indefinite period of time.

Lagalega séð út frá stjórnarskránni er það þingið sem veitir heimildina.
Og þingið getur með sama lagatæknilega hætti afnumið þá heimild forsætisráðherra.
--Að stjórna ótímabundið með tilskipunum.

  1. Spurningin er einfaldlega hvort Orban muni nokkru sinni gera slíkt?
  2. En ég þekki dæmi þess frá 20. aldar sögu þessara veraldar - að upphaflega kjörnir einstaklingar hafi tekið sér einræðisvöld í nafni neyðarlaga.

Flestir þeir einstaklingar ég man eftir höfðu titilinn forseti.
Ég fullyrði ekkert um það hvað Orban mun gera!

En nú þegar hann raunverulega hefur full völd á við einvalds-konung eða einvalds-keisara, eða tja - einræðisherra.
--Er eðlilegt að maður velti því fyrir sér hvort hann afsali sér þeim völdum nokkru sinni.

En eins og málið lítur út - virðist það algerlega háð hans persónulegu ákvörðun.
Ekkert sem blasir við sem klárlega hindrar það - ef það er hans val.
--Að stjórna Ungverjalandi þess vegna til æfiloka skv. tilskipunum, skv. neyðarlögum.

Vegna þess að framtíðin verður ætíð að skoðast óviss.
Fullyrði ég að sjálfsögðu ekkert um það hvað mun gerast.
--En freystingar valdsins eru augljósar, margir í sögunni hafa ekki getað sleppt sambærilegu haldi á ótakmörkuðum völdum þegar þeir loks hafa þau í hendi.

 

Niðurstaða

Það væri sannarlega sérstök vegferð að maður sem var harður andstæðingur alræðis kommúnista í eigin landi á sínum tíma, endi sinn pólitíska feril á því að koma eigin landi inn í annað hugsanlega á enda allt eins mikið spillt fyrirkomulag einræðis.
En þ.e. þekkt að Orban hefur skapað spillt kerfi þ.s. aðilar fá margvíslega bitlinga frá ríkinu sem þeir græða á - gegn því að fjármagna á móti starf stjórnmálaflokks Orban, kerfi með áhugaverðum hætti vaxandi líkt því kerfi ofur-auðugra stuðningsmanna sem Pútín í gegnum árin hefur komið fyrir á vel völdum stöðum þ.s. þeir auðgast óskaplega stjórna auðlyndum landsins en Pútín stjórnar því fullkomlega samtímis hvort þeir fá áfram að halda þeim auð eða safna frekari auð eða ekki, þannig búið til kerfi vísvitandi spillt -- sem eiginlega er nokkurn veginn endursköpun á gamla konungskerfinu er var til staðar svo lengi áður fyrr þ.s. aðall og konungar ríktu, fámenn klíka átti allt - kongur/keisari/einræðisherra toppurinn á jakanum.

 

Kv.


Bloggfærslur 30. mars 2020

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 44
  • Sl. viku: 265
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 262
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband