Hræðilegir hlutir geta gerst í Bandaríkjunum þegar milljónir tapa heilsu-tryggingum, en 3,3 milljón bandarískra verkamanna töpuðu vinnunni í vikunni!

Spurningar vakna um þær hræðilegur kringumstæður að í mjög mörgum tilvikum er - heilsutrygging Bandaríkjamanna tengd þeirra vinnu, þannig að þegar þeim er sagt upp - í mörgum tilvikum tapa þeir einnig stærtum hluta aðgengi að -- þjónustu heilbrigðiskerfis Bandaríkjanna!
--Þetta gæti reynst sérstaklega hættulegt nú þegar COVID-19 geisar.
Skv. nýjustu tölum United States Coronavirus Cases: 101,652.

Record 3.3m Americans file for unemployment as the US tries to contain Covid-19

Coronavirus layoffs surge across America, overwhelming unemployment offices

How do 3 million newly unemployed people get health care?

Ef þú hefur ekki heilsutryggingu getur reynst dýrt að leita eftir aðstoð vegna COVID-19: Total Cost of Her COVID-19 Treatment: $34,927.43.
Ef fólk er ekki með tryggingu, þá getur því verið hafnað um þjónustu er getur haft afleiðingar ef þú ert alvarlega veikur: Teen Who Died of Covid-19 Was Denied Treatment Because He Didn't Have Health Insurance.

  1. Það sem er merkilegt við fjölgun á atvinnulausum um rúmar 3 milljónir á einni viku.
  2. Þetta er mesta fjölgun atvinnuleysis á einni viku í sögu Bandaríkjanna.

Langt í frá allir þeirra sem misstu vinnuna - missa tryggingu samtímis.
Það er misjafnt eftir vinnum hvort trygging fylgir með - einnig misjafnt eftir fyrirtækjum.
Síðan afla sumir sér tryggingar sjálfir - en í láglaunastörfum kvá algengt að fólk starfi en hafi samt ekki efni á tryggingu!
--Síðan geta margir er missa starf en hafa eigin tryggingu lent í vandræðum með iðgjöld.

  • Yfir 8 milljón Bandaríkjamenn voru án tryggingar -- fyrir.
  • Það gætu hæglega hafa bæst við - 2 milljónir án trygginga þessa sl. viku.

Þessi staðreynd að - fólk án trygginga þarf að borga fullan kostnað af þjónustu gæti átt eftir að reynast mjög mikið vandamál í COVID-19 krísunni!
COVID-19 krísan gæti því hugsanlega opnað umræðuna um heilbrigðismál í Bandaríkjunum sem aldrei áður.
--Eftir allt saman getur farið svo að fullt af fólki láti lífið, því það fær ekki þjónustu.

Það verður áhugavert hvaða áhrif öll þau vandamál sem nú spretta fram koma til með að hafa á forsetakosningar nk. haust.
--Trump eftir allt saman skar niður svokkallað Obama-care þ.s. m.a. var veitt fé af ríkinu til þess að niðurgreiða heilbrigðis-tryggingar til láglaunafólks.

 

Niðurstaða

Eina sem ég er viss um er að kerfisfyrirkomulagið í Bandaríkjunum á eftir að skapa vandræði í ofan, er COVID-19 krísan gengur yfir Bandaríkin. Þegar eru þekkt smit komin yfir 100.000 - þ.e. aukning um meir en 80þ. þekkt smit á einni viku. Í sömu viku og yfir 3 milljónir Bandaríkjamanna töpuðu vinnunni -- margir þeirra líklega samtímis töpuðu heilsu-tryggingum sínum, sem þíðir að aðgengi þeirra að heilsu-þjónustu skerðist stórfellt samtímis og hættulegur sjúkdómsfaraldur geisar -- einkarekin heilsufyrirtæki munu rukka um fullan kostnað.
--Spurning hvort þetta valdi jafnvel uppþotum, en fólk gæti verið að deyja utan dyra, því það fær ekki þjónustu því það á ekki pening.

 

Kv.


Bloggfærslur 27. mars 2020

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 14
  • Sl. sólarhring: 43
  • Sl. viku: 279
  • Frá upphafi: 847455

Annað

  • Innlit í dag: 14
  • Innlit sl. viku: 276
  • Gestir í dag: 14
  • IP-tölur í dag: 14

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband