Bandaríkin virðast komin í hyldjúpa kreppu - hlutirnir gerast hratt, vísbendingar næsta dags virðast ætíð verri en dagsins á undan!

Bandaríkin virðast hafa fallið fram af bjargbrún í efnahagslegum skilningi virðast í frjálsu falli. Þróunin niður það hröð að þeir sem eru að fylgjast með og greina, ná ekki að fylgja eftir.

Út af gríðarlega hraðri fjölgun greindra tilfella fer svæðislokunum innan einstakra fylkja hratt fjölgandi -- síðan tilkynnti ríkisstjóri Kaliforníu eftirfarandi: California goes into lockdown in battle with coronavirus.

Já, fylki Bandaríkjanna sem eitt og sér hefur stærra hagkerfi en Frakkland - það fylki Bandaríkjanna sem er hagkerfislega stærst innan Bandaríkjanna; hefur tilkynnt að mælt sé með því að borgarar í fylkinu haldi sig innan dyra eins mikið og þeir geta.

It's difficult to be the bearer of these messages, I can assure you, -- Governor Gavin Newsom said ... -- Home isolation is not my preferred choice. I know it's not yours. But it's a necessary one.

Í sömu tilmælum er allri -ónauðsynlegri- starfsemi sagt að loka.
Þetta eru sambærileg tilmæli/fyrirmæli og gilda á Ítalíu.
--Þetta fer langt með að loka hagkerfi fylkisins.

Í þessu ljósi getur mjög vel verið að Steven Mnuchin hafi síst verið að Íkja: Mnuchin warns of 20% unemployment without federal action.

Trump sagði samdægurs ekki halda þetta yrði svo slæmt en þó samþykkti að Bandaríkin væru líklega á leið í kreppu.
--Hinn bóginn í ljósi þess hve óskaplega hröð útbreiðsla COVID-19 virðist innan Bandaríkjanna, eða til vara að það sé nú að koma fram með auknum prófunum að veiran var mun útbreiddari en menn áður töldu.
--Fer svæðislokunum að ég best fæ séð hratt fjölgandi.
Einstakir fylkisstjórar virðast sjálfir taka þær ákvarðanir. Þeir spyrja ekki Washington fyrst!

  1. Vegna þess hve svæðislokanir og í tilviki Kaliforníu lokun heils fylkis eru gríðarlega efnahagslega skaðlegar aðgerðir.
  2. Þá getur einfaldlega farið svo illa -grunar mig- orð Mnuchin reynist sannspá.

En miðað við hraða fjölgun lokana sl. viku og líkur þess að þeim fjölgi á næstunni.
Virðast Bandaríkin í frjálsu falli án fallhlífar!

Í Washington er verið að ræða aðgerðir, en til þess þarf samþykki beggja þingdeilda.
Sú sérkennilega staða virðist að Steven Mnuchin sé eini maðurinn sem geti gengið á milli.

  • En forsetinn og þingforseti neðri deildar - geta að virðist ekki rætt saman, sama virðist á teningnum að þingforsetar efri deildar - og neðri deildar geta ekki heldur ræðst saman.
  • Mnuchin virðist eini háttsetti maðurinn - er getur gengið á milli aðila og hugsanlega myndað sátt.

Þetta er hugsanlega hættulegt fyrir Bandaríkin, hve gagnkvæmt hatur fylkinga er mikið.
Ef Mnuchin einhverra hluta vegna heltist úr lest t.d. greindist með COVID-19.
Gæti reynst mjög erfitt að leita uppi þá sátt á þingi og milli ríkisstjórnarinnar og þingsins sem til þarf, ef á að verða mögulegt að búa til þá efnahagslegu fallhlíf.

Meðan hrúgast slæmar fréttir inn, sbr. Kalifornía og;: US set to be inundated with jobless claims.

Rætt er í frétt við yfirmenn skrifstofa er taka við beiðnum um atvinnuleysis-greiðslur.
Þeir segjast aldrei á æfinni hafa séð beiðnir hrúgast inn á slíkum hraða.
Þetta sé miklu verra en í kreppunni 2008-2010.

In the 12 years I've been an elected official, I've never been more inundated than the last three days, -- It's people from all walks of life too.

Þegar fylkið sem viðkomandi búa í kynnir allt í einu umfangsmiklar svæðislokanir, þá myndast samstundis hár bylgjufaldur af atvinnuleysi -- fyrirtæki í Bandar. virðast geta sagt upp samstundis.

Ég hef tekið eftir sérfræði-umræðu hve djúp kreppa er líkleg!
Vandi við hana hún verður líklega nær strax úrelt.
Því vandinn hrannast svo hratt upp - ástandið virðist stökkbreytast á fáum dögum.

  1. Hæsta matið sem ég hef heyrt -- 24% samdráttur í Bandaríkjunum sl. 2 mánuði.
  2. Næst hæsta er upp á -- 10% samdrátt yfir sama tímabil.

Ég hef samúð með þessum sérfræðingum því meðan Bandaríkin eru í frjálsu falli.
Er nær engin leið einu sinni að giska með sæmilegu öryggi um framtíðar stöðuna.

Gary Cohn says the US is in a recession that will cost 'trillions' as unemployment 'skyrockets'

A recession has probably begun. How bad will a coronavirus-triggered downturn be?

Eins og sést á neðri hlekknum eru sumir afar varfærnir í spám.
--Spárnar eru frá örfáum prósentum í samdrætti yfir í tölur 10% og þaðan af hærra.
--Sem sýni hve óvissan er gríðarleg þessa daga og vikur.

 

Niðurstaða

Trump virðist mér enn vera í ferlinu að átta sig á hve slæm staðan raunverulega er og hve hratt hún versnar, þegar maður hefur í huga hve hratt svæðislokunum fjölgar innan einstakra fylkja - tekur tillit til þess að efnahagslega stærsta fylki Bandaríkjanna var rétt fyrir helgi að ákveða að loka eigin hagkerfi.
Er ég farinn að trúa því að Mnuchin hafi ekki verið of svartsýnn er hann spáði 20% atvinnuleysi en atvinnuleysi í síðustu kreppu í Bandaríkjunum fór hæst í 10%.
--Mnuchin skv. því metur nýju kreppuna ca. 2-falt dýpri.

Hann virðist í sérkennilegri stöðu sem nauðsynlegur maður.
Er hann virðist eini innan ríkisstjórnarinnar fær um að ræða við alla.
Eins gott þá að hann greinist ekki með COVID-19. Þá gæti illa farið.

  1. Höfum í huga greindum sýktum hefur á ca. viku fjölgað úr innan við 1.000 í um 20.000.
  2. Þetta er pínu farið að hljóma óþægilega svipað því maður upplyfði er maður fylgdist með tölum frá Ítalíu -- en eftir að ríkisstjórnin þar hóf öfluga greiningaherferð var eins og enginn endir væri í fjölgun greindra smita.
  3. Vonandi eru Bandaríkin ekki á leið inn í Ítalíusviðsmynd.
    Bendi á að Bandaríkin hófu einmitt öfluga greiningavinnu í sl. viku, sú greiningavinna hefur leitt fram fjölgun greindra smita frá innan við 1.000 upp í um 20.000.
    --Kenningar hafa heyrst að smit hafi verið að dreifast á Ítalíu vikum á undan áður en stjórnvöld þar urðu þess vör, það a.m.k. getur skýrt hve gríðarlega mörg smit greindust á fáum dögum þar eftir að stjórnvöld þar vöknuðu.
    --Það getur verið freystand að koma fram með svipaða túlkun að vikurnar meðan lítil greiningavinna fór fram í Bandaríkjunum -- hafi smit verið í fjölgun meðan yfirvöld vissu ekki af því.
    **Yfirvöld gætu þá enn verið á eftir.

PS: Hvað tölurnar hækka hratt, heildartala þekktra sýktra hækkuð um 5þ. í rúml. 25þ.
Ps2: Nú er fj. sýkinga í tæpum 30þ. -- á einum sólarhring fjölgað um 10.000.
Ps3: Ef þessi hraða fjölgun heldur áfram gætu fj. þekktra sýktra náð 40þ. á mánudag.
Ps4: 46þ. staðfest sýktri í Bandar. þriðjudag.

 

Kv.


Bloggfærslur 21. mars 2020

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 45
  • Sl. viku: 265
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 262
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband