Eldgos yfirvofandi við Grindavík - innan 50 km. radíus frá Reykjavík?

Flestir Íslendingar ættu að vita að svokallaður - Atlantshafs-rekhryggur - liggur í gegnum Ísland, að hryggurinn kemur í land á Reykjanesskaga. Að staðsetning Íslands mitt á rekhrygg, ásamt því að talið er að svokallaður - heitur reitur - liggi undir landinu einhvers staðar með miðju undir Vatnakjökli Norð-Vestanverðum, er ástæða ofsalegrar eldvirkni á Íslandi sögulega séð sem og þess að á Íslandi eru fjöldi háhitasvæða svokallaðra.
--Reykjavík sjálf, er á litlu nesi sem út frá hinu stærra Reykjanesi. En staðsetning borgarinnar þíðir, að eldvirk svæði eru nærri.

Forvitnileg mynd sem sýnir hraun þau er runnu á Reykjanesskaga á tímabili er hófst rétt um miðja 12. öld og lauk um miðja 13 öld! Takið eftir hrauninu er rann í sjó rétt við Staumsvík!

Hraun á Reykjanesskaga eftir landnám

Fréttir hafa borist af hræringum við Grindavík! Trölladyngjukerfi að vakna?

„Lít­ur út eins og byrj­un á langvar­andi ferli“

Óvissu­stig vegna kviku­söfn­un­ar und­ir Þor­birni

Almannavarnir lýsa yfir óvissustigi vegna kvikusöfnunar

Viðbúnaður vegna nálægðar við byggð

Áhugavert að svokallaðir Krísuvíkur-eldar verða 1151.
Gos í Trölladyngju, Ögmundarhraun og Kapelluhraun renna.
Ef maður skoðar hvaða ár gos verða á tímabilinu frá miðri 12. öld fram á miðja 13. öld.
Er eins og að hrina gosa hefjist með -- gosi í Trölladyngjukerfinu 1151.

Eins og mynd sýnir, hafa einnig orðið fjölda gosa undan landi við Reykjanesskaga!

Engum ætti að koma á óvart að Atlantshafshryggurinn sé mjög eldvirkur, og hann liggur einmitt um Reykjanesskaga - en er einnig undan landi til Suð-Vesturs út frá Reykjanesskaga.

Mynd sýnir skjálftavirkni undanfarna daga nærri Grindavík!

Jarðfræðingar hafa áttað sig seinni ár að eldgos ganga yfir í hrinum!

Um sé að ræða - rek-hrinur, þ.e. eins og væntanlega Íslendingar hafa heyrt -- rekur N-Ameríkuplatan í Vestur, og Evrópumeginlandsplatan í Austur. Milli þeirra á Íslandi, liggur rekhryggurinn umtalaði.
--Hinn bóginn, ganga þessi rek fyrir sig í hrinum.

Svokallaðir Mývatnseldar er urðu á 9. áratug 20. aldar, hafi verið rekhrina á því svæði.
Eldgosahrina á Reykjanesskaga er stóð í ca. öld, hafi verið - slík rekhrina.
--Svæðin á hryggnum er liggja um Ísland.
--Hafi slíkar rekhrinur með hléum.

  1. Kannski 1000 ár - kannski 800 eða minna - kannski lengur en 1000 ár.
  2. Ef ný rekhrina er að hefjast á landi á Reykjanesskaga - þíði það hugsanlega að slíkar hrinur á landi á því svæði, verði á bilinu 800-900 ára millibili.
  • Á þessum punkti vitum við að sjálfsögðu ekki hvort að hrina sem virðist vera hafin, lykti með gosi.
  • Í Mývatnseldum, urðu reglulegar hreyfingar þ.s. kvika færðist í kvikuhólf undir svæðinu rétt Sunnan við Mývatn -- síðan fór hún af stað, en oft endaði hún neðanjarðar.

Þó urðu í hrinunni - nokkur gos sem myndir eru til af ef fólk vill framkvæma netleit.
Hrinan sem nú virðist hafin við - Grindavík, gæti endað með kvikuhlaupi sem nær ekki upp.
Auðvitað er ekki hægt að staðhæfa, að þetta sé upphaf að nýju - óróleikatímabili á Reykjanesskaga.

Hinn bóginn, virðist það ekki sérdeilis ósennilegt: Reykjanesskagi „kominn á tíma“ og búast má við eldgosi hvenær sem er.
--Þorvaldur Þórðarsson benti á þetta í okt. 2018.
--Að Reykjanesskagi virtist kominn á tíma.

 

Niðurstaða

Reykvíkingar hafa síðan á 20. öld verið áhorfendur af gosum annars staðar á landinu. En nú gæti verið að hefjast ný landrekshrina lík þeirri sem stóð yfir frá ca. miðri 12 öld fram á ca. miðja 13 öld, og sjá mynd að ofan skilaði nokkrum eldgosum og hraunum sem teljast náttúruvætti í dag.

Gos á Bljáfjallasvæðinu og Krísuvíkursvæðinu, geta ógnað Reykjavík. Háð því akkúrat hvar þau koma upp. Auðvitað eru útbyggðir Reykjavíkur - sérstaklega Hafnarfjörður og Grindavík, í miklu meiri hættu en íbúakjarni Reykjavíkur sjálfrar.

Eins og sjá má á mynd, náði hraun frá Krísuvíkursvæðinu að renna í sjó við Straumsvík þ.s. álver er í dag.

Við getum auðvitað ekkert annað gert en fylgst með fréttum.
Það jákvæða við eldgos á Reykjanesskaga, er að þau virðast líkleg að vera - hraungos.
Það er mun skárra, en öskugos!
--En hraunum er hægt að bægja frá byggð, t.d. með því að setja upp varnar-garða er líkjast flóðvarnargörðum -- háð því að sjálfsögðu hvernig landið liggur, hve nærri byggð eldstöð er, hve mikill hraunstraumurinn er og hve mikinn tíma menn hafa.
--En þ.e. ekkert sem tæknilega útilokar smíði - leiðigarða, til að bægja hrauni framhjá byggð t.d. til sjávar, ekki ólíkt einnig því hvernig flóðvarnargarðar gegn snjóflóðum virkuðu nýverið.

Þá auðvitað þurfa stórvirkar vinnuvélar að vera tiltækar - þægilega nærri.
Við verðum að vona að gos skelli ekki á með þeim hætti, að það þurfi að rýma svæði er bera umtalsverðan íbúafjölda.
--Ef þ.e. að skella á nýtt rektímabil á landi á Reykjanesskaga, verða gos á landi á Reykjanesskaga þá væntanlega viðvarandi hætta í ca. 100 ár eins og síðast.

 

Kv.


Bloggfærslur 26. janúar 2020

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 39
  • Sl. viku: 279
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 271
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband