Útlit fyrir viðræður ríkisstjórna Írans og Bandaríkjanna?

Ummæli sunnudags geta bent til þess, en þá sagði Mike Pompeo eftirfarandi við blaðamenn í Sviss:

We’re prepared to engage in a conversation with no preconditions. We’re ready to sit down with them. But the American effort to fundamentally reverse the malign activity of this Islamic Republic, this revolutionary force, is going to continue,

Mikilvægu orðin eru auðvitað - viðræður án frekari skilyrða. Restin af orðum Pompeo - hljóma eins og -negotiation position- hvers við æskjum.

Fyrr sama dag, hafði Hassan Rouhani sagt:

We are for logic and talks if [the US] sits respectfully at the negotiating table,

Utanríkisráðherra Írans virtist þó neikvæðari:

The US is engaged in war against us, and a war is painful to our participants. We have a very clear notion that in a war, nobody wins. In a war, everybody loses; the loss of some will be greater than the loss of others,

Hann virtist hafna viðræðum - segja þær ólíklegar.

...not very likely, because talking is the continuation of the process of pressure. The only thing that works with Iran is respect.

Sem sagt - utanríkisráðherrann, virtist hafna viðræðum undir þrýstingi.
Hinn bóginn, getur vel verið að orð Rouhani forseta þíði það sama - eftir allt saman sagði hann, ef Bandaríkin ...sits respectfully at the negotiating table.

Utanríkisráðherrann - talaði einnig um virðingu.

Mike Pompeo offers to talk to Iran with no preconditions

 

Mig grunar því fylgi lítil áhætta að ræða við ríkisstjórn Bandaríkjanna!

Bendi á að það virðist hafa verið snjöll ákvörðun af hálfu Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, að samþykkja viðræður.
--Áður hafði ríkisstj. Bandar. komið með svæsnar hótanir - sbr. segjast útiloka ekki, stríð af fyrra bragði - DT gekk svo langt, að segja - beiting kjarnavopna ekki útilokaða.

Eins og frægt er, tjáði í kjölfarið James Mattis þáverandi varnarmálaráðherra Bandar. þau frægu orð - að stríð yrði -catastrophic- sem gat túlkast sem gagnrýni, á hvasst orðagjálfur kollega hans innan ríkisstj. Bandar.

Hvað gat gerst eru einungis getgátur - hitt vitum við, að með ákvörðun um viðræður.
Hvarf að mestu sú spenna sem var komin!
--En þrátt fyrir það, komst Kim að virðist upp - með að lofa nánast engu.

Eins og staða viðræðna virðist í dag vera - hafa þær siglt í strand.
Og DT situr nú með þá stöðu, að hafa engu í reynd áorkað miðað við þær kröfur sem hann fór af stað með.

  1. Ég bendi á þessa stöðu, vegna þess - að í ljósi rásar atburða í samhengi NK - virðist ljóst, að núverandi ríkisstjórn Bandaríkjanna; inniheldur einfaldlega ekki - snjalla samningamenn -- eiginlega, hef ég ekki séð í mínu minni eins arfa slaka samningatækni nokkurrar ríkisstjórnar Bandaríkjanna.
    --Skiptir eiginlega einu, hvaða deilumál er skoðað.
  2. Deilur núverandi ríkisstj. Bandar. v. NK - virðast sýna, að Íran hefur nær ekkert á hættu, að samþykkja viðræður.
    --Bendi á, Kim Jong Un hefur nú þæft viðræður síðan 2017 - nú er mitt 2019. Nk. ár er kosningaár í Bandaríkjunum.
    --Ef Kim gat svo auðveldlega teimt Trump og teymið hans, án þess að nokkur árangur sjáist af tilraunum stjv. í Washington fram að þessu.

    Þá sé ég ekki ástæðu til að efast, að samningamenn Írana - er reyndust mjög liprir og snjallir, þegar viðræður stóðu yfir um svokallaðan kjarnorkusamning, sem lokið var 2015.
    --Að þeim verði kleyft, að þæfa málið í - heilt ár.

Eftir sæti þá trump - líklega með öll deilumál hangandi úti.
Án nokkurs sjáanlegs árangurs!
--Hann ætti ekki auðvelt með að matreiða þær útkomur sem sigra.

 

Niðurstaða

Ráð mín til ríkisstjórnar Írans - endilega hefjið viðræður við Bandaríkjastjórn. Sannarlega standa þær þá yfir undir þrýstingi refsi-aðgerða eins og í tilviki viðræðna Kim Jong Un við teymið hans Trumps.
En málið er, að síðan Kim samþykkti viðræður - er eins og Trump missi fljótlega áhugann á málinu. Vandinn virðist hreinlega sá, að þeir samningamenn sem hann hefur ráðið til verks. Virðast ekki snjallari en svo - að Kim virðist hafa reynst það auðvelt að snúa á þá.
--Niðurstaðan virðist -pattstaða- en litlar líkur úr þessu, áhugi Trumps vakni að nýju.

Íran, virðist auðveldlega geta leikið sama leik, með samningateymi - sem reyndist mjög snjallt og harðsnúið í viðræðum er lauk 2015, enn er sama teymið til staðar þar. Þ.s. teymi Trumps er það sama og hefur ekki getað ráðið fram úr samningum við NK - virðist flest benda til þess, að þrautsnúið samningateymi Rouhani ætti auðveldan leik - að tefja og þæfa í 1 skitið ár.

Eftir að hafa fylgst með Trump nú síðan hann tók við í jan. 2017. Verð ég að segja, að þar fer sennilega - minnst skilvirkasta ríkisstjórn Bandaríkjanna sem mig rekur mynni til. Og man ég þó svo langt aftur sem, gísla-krísunnar við Íran er Carter stjórnaði Bandar. enn.
--Sú ríkisstjórn er mörgum ljósárum frá ríkisstjórn Ronalds Reagan, en öfugt við Donald Trump - reyndist Reagan, snjall samningamaður og hann hafði með sér, mjög fært teymi.

 

Kv.


Bloggfærslur 2. júní 2019

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 35
  • Sl. sólarhring: 35
  • Sl. viku: 275
  • Frá upphafi: 847357

Annað

  • Innlit í dag: 35
  • Innlit sl. viku: 271
  • Gestir í dag: 35
  • IP-tölur í dag: 35

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband