Spurning hvort Donald Trump er ađ hefja nýja viđskiptadeilu - Indland?

Ríkisstjórn Bandaríkjanna tók ákvörđun sl. föstudag - ađ afnema most favored nation status fyrir Indland. Bandaríkin hafa í gegnum árin veitt fjölda ríkja sem ţau vildu styđja, ţessa skilgreiningu!
--Ţetta hefur sambćrileg áhrif viđ ţađ, ađ skella tollum á Indland!
Ţ.s. ađ skilgreiningin veitti indverskum vörum ađgengi ađ Bandaríkjunum án tolla!
--En nú fá ţćr vörur allt í einu, tolla sem gilda fyrir ríki sem Bandaríkin hafa ekki - gagnkvćma lágtolla samninga viđ.
Auk ţessa, taka nú tollar Trumps á ál og stál, gildi gagnvart Indlandi - en ţađ hafđi fengiđ svokallađan waiver eđa undanţágu međan - skilgreiningin enn gilti fyrir Indland.

Spurning hvort áfram verđa kćrleikar međ Trump og Modi

Image result for modi trump

India raises US tariffs after losing preferential trade access

  1. The increase in tariffs on more than 20 types of goods including almonds, apples and walnuts, took effect on June 16, said India’s commerce ministry.
  2. US-India bilateral trade reached $142bn in 2018, a seven-fold increase since 2001, ccording to the US state department.
  3. New Delhi’s loss of privileges under Washington’s generalised system of preferences (GSP)- will hit about $6bn worth of Indian goods previously imported into the US duty-free.

Skv. ţessu virđist Narendra Modi taka ákvörđun bandaríkjastjórnar - sem upphafi viđskiptastríđs.

Ţetta er ekki eina deilan í gangi - bandaríkjastjórn beitir indlandsstjórn ţrýstingi ađ hćtta kaupum á olíu frá Íran -- hótar Indlandi refsiađgerđum ef olíukaup halda áfram.

Afstađa bandaríkjastjórnar er svipuđ og er kemur ađ öđrum viđskiptadeilum - ađ stađa mála sé ósanngjörn gagnvart Bandaríkjunum, og ţađ sé í reynd ekki Bandaríkjunum ađ kenna - ađ mál fari í deilu; heldur ósanngjarnri afstöđu mótađilans sem og ósanngyrni ástandsins sem fyrir sé.

  • Menn velta ţví fyrir sér, hvort alvarlegar viđrćđur hefjast.
  • Eđa hvort ţetta sé, upphaf ađ nýrri ill til óleysanlegri deilu - er fari í vaxandi verri hnút, er t.d. virđist stađa mála gagnvart deilunni viđ Kína.
  • Fyrir utan ţetta, velta menn ţví fyrir sér - hvađ gerist međ samstarf Bandaríkjanna og Indlands, t.d. varđandi öryggismnál á Indlandshafi.

Bandaríkjstjórn núvernadi, virđist gjarnan halda - ađ önnur lönd haldi viđskiptadeilum og öđrum málum ađskildum -- en slíkar deilur, geta ţvert á móti skađađ önnur samskipti.

Bandaríkjastjórn kvartar yfir afstöđu Indlands til tollamála -- reyndar virđist sem ríkisstjórn Bandaríkjanna hafi heilmikiđ fyrir sér međ ţađ - ađ Indland hafi í mörgum tilvikum, töluvert háa verndartolla.
--Sem reyndar bandaríkjastjórnir fyrri ára, höfđu algerlega heimilađ Indlandi ađ hafa.

  1. Ţađ sem vekur athygli - eina ferđina enn, virđist Donald Trump gera utanríkis-viđskipti ađ megin máli í samskiptum -- ţar međ virđist til, í ađ setja önnur samskipti í hćttu.
  2. Ţađ auđvitađ opnar á ađ, önnur samskipti skađist.

Hver veit, kannski leiđir ţađ til - batnandi samskipta Indlands og Kína t.d.

A.m.k. er útlit fyrir ađ hugsanlega sé Donald Trump ađ hefja enn eitt viđskiptastríđiđ.
Í ljósi ţess ađ Donald Trump er ţegar međ deilur í gangi viđ: Kína, ESB, Japan.
--Án ţess ađ lok ţeirra deila blasi viđ.

Ţá blasir viđ ađ Donald Trump fjölgi járnunum í eldinum!

 

Niđurstađa

Ég velti fyrir mér hvernig Trump ćtlar ađ hafa sigur 2020? En miđađ viđ ţróun ţessa árs fram til ţessa - bendir eiginlega flest til ţess ađ Bandaríkin verđi međ margar stórar viđskiptadeilur í gangi samtímis.
Hann gćti sagst vera - tough on trade, en hvernig gćti hann selt sig sem mesta samningamann allra tíma, međ allar ţćr deilur - óleystar? Eđa sem hinn mikla sigurvegara, međ sigur ekki unninn í öllum ţeim deilum?

Skv. ţví stefnir í ađ Donald Trump virkilega láti á ţađ reyna - hvort kostnađurinn af mörgum viđskiptastríđum samtímis, geti bćlt bandaríska hagkerfiđ niđur.
--En hverju viđskiptastríđi fylgir gagnkvćmur kostnađur - einnig fyrir Bandaríkin. Ţá eru áhrifin cumulative ţ.e. ţau safnast upp.
Ţađ hljóta vera einhver ytri mörk á ţví hve mikinn kostnađ samanlagt bandaríska hagkerfiđ rćđur viđ. Ţađ hefur veriđ vinsćlt međal hagfrćđinga ađ spá upphafi kreppu nćrri lokum kjörtímabils Trumps. Hinn bóginn virkar bandaríska hagkerfiđ ekki í nokkurri augljósri kreppuhćttu enn.
--En Trump er hratt í ár ađ auka viđskipta-deilu-kostnađinn. Hver veit, kannski afrekar karlinn ađ framkalla eitt stykki kreppu.

 

Kv.


Bloggfćrslur 16. júní 2019

Um bloggiđ

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Maí 2024
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri fćrslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 37
  • Sl. viku: 247
  • Frá upphafi: 847361

Annađ

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 244
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband