Bandaríkin og Íran á leið inn í stríð?

Vandamálið við ríkisstjórn Donalds Trumps er að í dag - eru engir sem hvetja til varfærni þar lengur til staðar; heldur eru það Pompeo og Bolton - sem báðir tveir hafa í fortíðinni hvatt til stríðs gagnvart Íran.
--Trump sjálfur hefur ekki skafað af því, kallað Íran miðju hins illa í Mið-Austurlöndum, það gengur svo langt aftur sem til - kosningabaráttunnar 2016 er Trump þá þegar, fór að hamra gegn Íran, styðja sjónarmið í þá átt - að Íran væri orsök alls slæms í Mið-Austurlöndum.
--Tilraunir til að kenna Íran um allt sem miður hefur farið á því landsvæði, eru að sjálfsögðu ekkert annað en -- tilraun til sögufölsunar.

  1. Hinn bóginn, ef einungis er horft á málið út frá sjónarmiðum landa eins - Saudi-Arabíu og Sameinuðu-arabísku-furstadæmanna; þá er smávegis til í þessu.
  2. Að hvernig áhrif Írans hafa vaxið, hvernig Íran hefur unnið margvíslega sigra í -proxy- stríðum milli þeirra fjenda; hefur auðvitað verið á þeirra kostnað.

--En þ.e. einungis hægt að túlka Íran sem miðju hins illa, ef málið er einungis skoðað út frá, óförum fjenda Írans sbr. Saudi-Arabíu, sem sannarlega hefur ekki gengið vel í proxi stríði sínu við Íran hér og þar um Mið-Austurlönd.
--Og, enginn forseti Bandar. í seinni tíð er eins mikill vinur SA - og einmitt Trump.

Tal Trumps um Íran - hlýtur að hafa komið sem himnasending fyrir krónprins SA.
Í kosningabaráttunni 2016 - kvartaði Trump sáran undir skorti á stuðningi Bandaríkjanna við sína stuðningsmenn innan Mið-Austurlands í forsetatíð Obama.
--Enda var enginn vinskapur milli Sauda og Obama. 
--Má segja, Trump hafi bætt um heldur betur ef miðað er frá hagsmunum SA og UAE.

Iran nuclear deal: what has Tehran said and what happens next?

Trump’s Iran policy is making war more likely

Trump’s Iran Policy Is Becoming Dangerous

Iran-US tensions escalate as Trump imposes new sanctions

Mynd sem sýnir vel hve fjalllent Íran er!

https://www.worldofmaps.net/typo3temp/images/topographische-karte-iran.jpg

Ríkisstjórn Bandaríkjanna er greinilega á hættulegri siglingu!

Ekki enn ástæða til að fullyrða að stríð sé á næsta leiti - rétt að ryfja upp, að Trump virtist ganga mjög langt fram á brúnina 2017 gagnvart Norður-Kóreu, áður en leiðtogi þess lands -- blikkaði a.m.k. að einhverju leiti, og viðræður hófust milli Bandar. og NK.

Það er enn möguleiki, að Trump sé einfaldlega að spila sama leikritið - að láta líta svo út, að stríð geti verið á næsta leiti, að allt sé mögulegt - bendi á að Bolton um daginn fyrirskipaði að flugmóðurskip ásamt fylgdarskipum mundi sigla inn á Persaflóa.

Trump skv. nýjustu fréttum, fyrirskipaði nýjar refsiaðgerðir á Íran - ofan á þær fyrri; nú er sjónum beint að málmiðnaði Írans - sem sé næst mesti útflutningur Írans í verðmætum eftir útflutningi á olíu. Nú skal gera allt til að loka á íranska hagkerfið.

Og Hassan Rouhani - tilkynnti, að Íran mundi næstu mánuði í skrefum draga sig til baka frá kjarnorkusamningnum -- Rouhani kynnti fyrstu skrefin sem:

  • Íran hætti að flytja út þungt vatn.
  • Og auðgað úran sem áskotnast úr ferli sem Íran hefur verið heimilað að stunda, þ.e. auðgun fyrir notkun í kjarnorkuverum -- það lág-auðgaða úran sem er þá umfram notkun, safnast þá fyrir.
    --Síðar gæti það verið notað, sett í þar til gerðar skilvindur, til að auðga það enn frekar.
  • Skv. Rouhani, verður það gert eftir 60 daga, þ.e. Íran fer þá að fullu að auðga úran að nýju.

Rouhani sagði, að innan þeirra 6o daga - hefði Evrópa tíma, til að koma fram með útspil.

France calls Iran to respect nuclear deal, warns of escalation

Utanríkisráðherrar Bretlands og Frakklands skoruðu á Íran, að halda sig við samninginn.

  1. Íran hefur með þessu útspili fyrir sitt leiti - hert á sínum spilum.
    En eðli sínu skv. vill Evrópa ekki að Íran verði að kjarnorkuveldi. En Íran ræður þegar yfir eldflaugum er geta tæknilega borið kjarnasprengjur - og draga til Evrópu.
  2. Það var auðvitað vegna þeirra hagsmuna Evrópu, að ESB tók virkan þátt í kjarnorkusamningnum.
    --Bandaríkin hinn bóginn eiga ekkert á hættu, enda íranskar eldflaugar ekki með drægi þvert yfir hnöttinn.
    --Það sennilega er þáttur í því að Bandar. eru til í að labba frá kjarnorkusamningnum, síðan taka þá áhættu - að Íran ákveði að gerast kjarnorkuveldi.

--Íran ætlar sem sagt, að nota kjarnorkusamninginn sem svipu á Evrópu.
--Í von um að, sá þrýstingur leiði til þess að ESB komi með mun betra tilboð til Írans.

  • Höfum í huga hugsanlegt stríð við Íran er miklu umfangsmeiri atburður en innrásin 2003 eða átökin í Sýrlandi, eða stríðið gegn ISIS.
  • Þ.s. að Hesbollah án vafa tekur fullan þátt, þ.s. Íran hefur herlið í Sýrlandi, þ.s. mikið er að svokölluðum -militias- í Írak sem styðja Íran og eru vopnaðar, og munu án vafa taka þátt í átökum með Íran.
  • Þar með mundi stríð við Íran - draga Írak, Sýrland og Lýbanon - alveg örugglega inn í átökin - öll löndin í einu.
  1. Fyrir Evrópu er augljósa hættan -- flóttamanna-bylgja á skala, er gæti tekið langt um fram, bylgjunni er skall á Evrópu vegna borgarastríðsins í Sýrlandi.
  2. Hafandi í huga, hve katastrófísk áhrif slík risabylgja gæti haft á evrópskt samfélag - sem þegar er orðið nokkuð andsnúið flóttamönnum frá Mið-Austurlöndum.
  3. Þá klárlega hefur Evrópa og þar með - ESB, mikla hagsmuni af því - að koma í veg fyrir átök.

--Þannig, að Hassan Rouhani er ekki að tala í einhverri heimsku, er hann talar til ESB.
--Og fer fram á að ESB geri meira, mun meira - til þess að aðstoða Íran.

  • Það er sennilega of stuttur tími til þess að búa til - nýtt prógramm.
  • En ríkisstjórnir ESB landa, gætu ákveðið að sjálfar kaupa olíu í stór-auknum mæli frá Íran.

Vandinn í dag, eru að evr. einka-fyrirtæki þora ekki að versla við Íran, vegna refsiaðgerða Bandaríkjanna sem í dag eru orðnar mjög harðar - beinast einnig gegn viðskiptum annarra.
Ríkisstjórnir ESB landa - aftur á móti - gætu sjálfar tekið þá áhættu.
--Ef þær það gerðu, mundi það stórfellt pyrra ríkisstjórn Trumps.
--En ég á ekki von á að það mundi hafa það alvarlegar afleiðingar, að það sé samt ekki heilt yfir betra fyrir ESB - að kaupa í auknum mæli íranska olíu, ef það mundi duga til þess að forða þeim stríðsátökum sem annars geta verið yfirvofandi.

En það virðist hugsanlegt að með þá Bolton og Pompeo í brúnni við hlið Trumps - sé ríkisstjórn Bandaríkjanna, hafin leit að tylli-ástæðu.

Eins og kemur fram í þessari umfjöllun, virðist Bolton vera að leika gamlan leik - að spila með upplýsingar um sjálfstæða shíta herflokka sem starfa í Írak og Sýrlandi, sem sannarlega eru ekki vinir Bandar. - en voru í samstarfi þó við þau í átökum við ISIS: The Flash Point Between America and Iran Could Be Iraq's Militias. Þeir hati samt Bandaríkin, og möguleiki á átökum við bandar. hermenn að sjálfsögðu fer vaxandi, vegna þess hve Bandar. skref fyrir skref sverfa að Íran. Bolton hefur látið flugmóðurskiptadeild sigla átt til Persaflóa.
--Bolton var auðvitað staðinn að því að spila með gögn, fyrir íraksstríðið 2003.

 

Niðurstaða

Ég hef hingað til ekki talið stríð Bandar. við Íran sennilegt - vegna nær óhjákvæmilegs umfangs þess. Meira að segja George W. Bush lét gera skýrslu um það hvað væri unnt að gera gagnvart Íran - hopaði undan frekar en að láta til skarar skíða. En umfang þess gæti hlaupið upp í ca. svipað og umfang átaka Bandar. í Kalda-stríðinu í SA-Asíu. Ef Íraks-stríðið var fyrir rest óvinsælt innan Bandar, og sannarlega stríðið í - Nam. Þá geti vart farið með öðrum hætti, ef ríkisstj. Bandar. hæfi sambærilegan skala stríð við Íran og bandamenn þess.

Það er líka það að Donald Trump vill hafa sigur í kosningum 2020 - óvinsælt stríð gæti skaðað þá möguleika. Hann fór eftir allt saman ekki í stríð við Norður-Kóreu. Hann vill draga Bandar. út úr Afganistan. M.ö.o. hefur Trump ekki virst stríðsmaður.

Hinn bóginn, virðist lítil ástæða að efa - þeir félagar Pompeo og Bolton, eru líklegir að gera sitt besta til að - æsa leika.
--Þeir gætu þannig séð - teymt Trump inn í stríð, jafnvel án þess að hann ætlaði sér slíkt.

En ég er á því að Trump hafi ekki gert vel er hann valdi þá tvo félaga saman inn í sína ríkisstjórn - þeir myndi þar stórvarasamt teymi.
--Stríð gæti raunverulega leitt Trump til taps í kosningum 2020.

En áhugi bandarísks almennings á stríðsþátttöku virðist mun minni í dag en oftast áður.

 

Kv.


Bloggfærslur 8. maí 2019

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (13.5.): 40
  • Sl. sólarhring: 226
  • Sl. viku: 927
  • Frá upphafi: 848422

Annað

  • Innlit í dag: 40
  • Innlit sl. viku: 882
  • Gestir í dag: 40
  • IP-tölur í dag: 40

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband