Trump vill að Seðlabanki Bandaríkjanna - hefji seðlaprentun að nýju, þó segir Trump efnahag Bandaríkjanna góðan!

Trump lét þessi orð frá sér á lóð Hvíta-hússins skömmu áður en hann hóf ferðalag til landamærastöðva Bandaríkjanna við Mexíkó, sem stendur yfir þessa helgi.
--Óneitanlega vekja orð Trumps óskipta athygli.

Stutt fréttaskýring - síðan Trump sjálfur!

Donald Trump: Trump Heaps Pressure on Fed

  1. Our country is doing unbelievably well, economically, -- We have a lot of very exciting things going on, at lot of companies will be announcing shortly that they'll be moving back to the United States. They want to be where the action is.
  2. I personally think the Fed should drop rates, they've really slowed us down, -- There's no inflation. In terms of quantitative tightening, it should be quantitative easing...
  3. I think they should drop rates and get rid of quantitative tightening, - - I think you'd see a rocket ship.

Það áhugaverða við ummæli Trump - er að þau koma í kjölfar þess, að ný gögn um gang hagkerfis Bandaríkjanna -- gefa vísbendingar í þá átt, að hagkerfinu gangi enn vel.

Donald Trump calls for U-turn by Federal Reserve to stimulate economy

US hiring bounces back in March but wage growth cools

  1. Some 196,000 jobs were added last month...
  2. ...unemployment hovered at just 3.8 per cent...
  3. ...while pay rose at a robust 3.2 per cent over the same month a year ago.

Seðlaprentun - quantitive easing - eins og Seðlab. kallaði þá aðgerð meðan Obama var forseti, er ætlað að vera efnahagsleg björgunar-aðgerð, þegar hagkerfinu gengur illa.

En Donald Trump - virðist, ef ég skil þetta rétt, vilja kynda frekar undir bandaríska hagkerfinu -- þó það sé almennt talið, við topp hagsveiflunnar.

--Verðbólga er næglega lág í Bandar. að rúml. 3% meðal-launahækkun milli ára, felur í sér -- litla raun-launahækkun.
--Á sama tíma, telst rétt rúmlega 3% atvinnuleysi - mjög lágt í sögulegu bandarísku samhengi.

Seðlabanki Bandaríkjanna, hefur a.m.k. virst hafa hætt frekari hækkun stýrivaxta.
En Trump vill þeir verði færðir aftur niður - og ný prentunar-aðgerð sé hafin.

  1. Það sem mig grunar, er að Donald Trump -- sé umhugað að hagvöxtur verði aftur í ár, nærri 3% -- en tölur benda til þess, að hann hafi meðaltali verið -- 2,9%.
  2. En spáð að hann verði ca. 2,4% í ár.

Vegna þess, að Demókratar ráða nú Fulltrúadeild, þá væntanlega geta þeir - blokkerað alla - economic stimulus - pakka frá Trump í gegnum fjárlög.
--Svo, Trump er þá væntanlega að óska eftir -- economic stimulus - frá US Federal Reserve.

Sumir ryfja upp það að fyrir forsetakosningar 1972 - hafði Richard Nixon tekist að koma sínum manni inn í Seðlabanka Bandar. -- síðan var vöxtum haldið lágum án tillits til efnahagslegra kringumstæðna.
Útkoman er þekkt, á seinni hluta 8. áratugsins - kom tímabil verulegrar verðbólgu er stóð fram á miðjan 9. áratug.
Þetta gerðist ekki bara í Bandaríkjunum - heldur varð einnig veruleg verðbólga á þeim áratug, víða um hinn Vestræna heim -- svokallað, stagflation tímabil.

Áratuginn eftir - voru seðlabankar víðast hvar, gerðir algerlega sjálfstæðir.
Hafa verið það - síðan!
--Árangurinn af því, er auðvitað -- hin lága verðólga og vaxtastig sem er í dag.

  • Það þíðir ekki, að ekki sé mögulegt - að vinda klukkunni til baka, og kalla aftur fram -- tja verðbólgu og vaxtastig - svipað því og Íslendingar sáu 2009.
  • En ég held að verðbólga í Bandar. hafi toppað yfir 15% er hún mest var.
    --Sum Evrópulönd sáu nokkurra tuga prósenta verðbólgu.

 

Niðurstaða

Krafa Trumps um peningaprentun mitt í efnahagslegu góðæri - vegna þess að Trump finnst samt hagvöxturinn ekki nægur, verður að skoðast sem -- tær pópúlismi. Trump vill greinilega selja sig, sem efnahags-snilling -- á sl. ári fór hann mikinn, um hinn rosalega efnahag. Er hagvöxtur fór suma ársfjórðunga sl. árs yfir 3%. En árið heilt yfir um 2,9%.

Skv. útliti ársins í ár, telst hagvöxturinn samt bærilegur þ.e. milli 2-3%. Sem Trump bersýnilega finnst samt ekki nóg -- vegna þess, það sé ekki -genius- hagvöxtur. Og hann vilji selja sig sem - snilling, grunar mig.

Áhættan er auðvitað, þó verðbólgan sé lág - enn. Að seðlaprentun - beint ofan í hagkerfi statt nærri hápunkti innlendrar eftirspurnar -- að það hreinlega ofhytni. 
--Ekkert segir að ekki sé mögulegt, að kalla aftur fram verulega verðbólgu - þó hún hafi verið lág innan Bandaríkjanna, síðan hún toppaði í ca. 15% 1982.

Frá ca. rétt fyrir 1990 hefur staðið samfellt það lága verðbólgu-tímabil sem fólk er orðið vant. Það þíðir einnig, að útlána-vextir eru lágir.
--En lánavextir voru háir, mun hærri en á Íslandi nú - 1982.

  • Sumir saka Trump um að vera sama um allt, nema hugsanlegan sigur 2020.

 

Kv.


Stjórnvöld Eþíópíu segja hrap Boeing 737Max8 vélar ekki flugmönnum að kenna - rannsóknarskýrsla sýni að flugmenn hafi fylgt ráðleggingum Boeing

Í umræðu um málið á netinu - póstaði aðili hlekk á skýrsluna: Hlekkur á skýrslu!

Skýrslan er mjög forvitnilegt plagg - margt þar ekki auðskiljanlegt sannarlega þeim sem ekki eru fagmenn - þó með nákvæmum lestri, má sjá áhugaverða punkta!

Skýrslan virðist benda til þess að flugmenn hafi tekið MCAS úr sambandi - síðan verið í vandræðum með svokallaða - trim-tabs - lent í vandræðum með að stilla þá - vélin virðist ekki í fullu jafnvægi á flugi - það kemur aðvörun um flughraða umfram uppgefin hraðamörk - þeir eru enn að glíma við þann vanda að koma vélinni í jafnvægi.

Vélin virðist allan tímann hafa verið á nær fullum kný, þeir virðast ekki hafa slegið af - þó aðvörun um of mikinn hraða hafi hljómað - vélin er komin í jörðina tæpum tveim mínútum síðar.
--Skv. nýjum upplýsingum virðist sem flugmenn hafi gefið boð til vélarinnar að minnka inngjöf, en - auto throttle - hafi ekki virkað.
--Flugmenn væntanlega ekki áttað sig á því, að vélin var enn á fullri inngjöf.

Þeir virðast hafa - ræst sjálfvirka stillingu á - trim tabs - í örvæntingu örskömmu fyrir hrap, við það hafi MCAS ræst að nýju - MCAS beint nefi vélar niður, vélin hafi þá náð enn meiri hraða -- control forces - orðið óviðráðanlegir sennilega - á manual stillingu - er vélin fer sennilega vel yfir hönnunar-hraða.

Á lokasekúndum benda upplýsingar til þess að stýripinnum hafi verið beitt af afli í örvæntingarfullri tilraun til að lyfta nefi vélarinnar aftur.

Ethiopia inquiry shows Boeing MAX hurtling uncontrolled to disaster

Ethiopian 737 Max pilots not to blame for crash, probe finds

Boeing 737Max8 Ethiopian Airlines

Asset Image

Ethiopian transport minister Dagmawit Moges - Ms Dagmawit said the crew of the Ethiopian Airlines flight - performed all the procedures repeatedly provided by the manufacturer but were not able to control the aircraft. -- Since repetitive, uncommanded aircraft nose-down actions were noticed in this preliminary investigation, it is recommended the aircraft flight control system shall be reviewed by the manufacturer,...

Sú sviðsmynd sem hin huggulega Dagmawit Moges dregur fram - er af áhöfn sem var í slag við kerfi vélarinnar sem þeir flugu, frá því skömmu eftir flugtak - alveg þar til vélin skall í jörðina.

Aðilar máls munu að sjálfsögðu fara yfir gögn þau sem rannsóknar-aðilar á vegum stjórnvalda Eþíópíu hafa lagt fram, flugmálayfirvöld Bandaríkjanna - Boeing verksmiðjurnar, og væntanlega munu flugmálayfirvöld víðar - hafa eigin skoðanir á þeim gögnum.

Fljótt á litið - virðist skýrslan ekki vera ástæða til bjartsýni fyrir Boeing.

  1. MCAS kerfið svokallaða, sem beinir nefi vélarinnar niður - er það skynjar hættu á ofrisi, er sagt - a.m.k. hluta orsök slyssins.
    --Eins og í tilviki Lion Air fyrir ca. 6 mánuðum.
  2. Ástæða þess Boeing setti upp MCAS - er til að fást við hættu á ofrisi, en Max8 vélarnar kvá hafa tilhneygingu til þess að lyfta nefi sínu of mikið, sem skapi ofris-hættu.
  3. Skv. útskýringu ég hef fengið á netinu - þá er það sannarlega vegna þess, að hreyflarnir eru stærri en áður, þ.e. stærri að ummáli og flatarmáli, auk þess að vera færðir framar á vænginn auk þess að vera örlítið ofar.
  4. Skv. útskýringu er málið það, að þegar vélin er í klifri - þá skapi hliðar hreyflanna, lyfti-kraft, þ.s. loft skellur þá á horni á þeim.
  5. Þ.s. þeir hafi verið færðir framar, þá lyftist nef vélarinnar - sú tilhneyging vaxi með auknum hraða, meðan vélin sé í klifri og loft skelli á hreyflunum á horni.
  6. Eftr því sem nefið lyftist frekar, ágerast áhrifin.
  7. Ástæða staðsetningar hreyflanna - hafi verið skortur á plássi undir vél, ekki hafi verið pláss fyrir stærri hjólabúnað - milli búks og hreyfla, en hjólastellið virðist ef maður skoðar myndir - liggja flatt frá festingum rétt við hreyfla og liggja síðan út að búk.
    --Sem væntanlega þíðir, bilið milli búks og hreyfla þyrfti þá að vaxa, er kostaði líklega verulega kostnaðarsama breytingu á væng-strúktúr. Sem Boeing hafi sparað sér.

 

Niðurstaða

Skýrslan sem birt er hér, er ekki endanleg niðurstaða. Miðað við hana má alveg ræða það hvort þáttur flugmanna hafi virkilega verið enginn, þegar kemur að orsökum slyss. MCAS kerfi vélarinnar, virðist klárlega orsakaþáttur.

Boeing vill enn sem fyrr, bjóða uppfærslur á MCAS kerfinu. Vélin er enn sem fyrr, með þann galla - sem er ástæða þess að Boeing setti MCAS upp í fyrsta lagi.

Þegar ég horfi á myndir af B737 vélum, virðist mér líkleg ástæða þess að ekki hafi verið hægt að setja stærri hjólabúnað, að svæðið milli búks og vængja sé ekki nægileg. Að breyta því, þíddi líklega verulega mikla breytingu á væng-strúktúr.

En sú breyting, mundi líklega gera vélarnar algerlega öruggar.
Spurning hvort að Boeing kemst upp með það áfram, að sleppa við kostnaðar-sama lagfæringu.
En þess í stað að bjóða í annað sinn, enn eina hugbúnaðar-uppfærsluna.
--Sem væntanlega felur í sér, lagfæringu á virkni MCAS.

Í þetta sinn, er líklega ekki nóg fyrir Boeing að sannfæra einungis bandarísk flugmálayfirvöld - niðurstaðan eftir Lion Air slysið, hafi framkallað vantraust gagnvart Boeing og flugyfirvöldum Bandaríkjanna.

Mér virðist það því ekki augljóst, að Boeing sleppi við dýra og tafsama lagfæringu, er gæti tafið framleiðslu vélanna verulegan tíma -- nokkur ár hugsanlega.
--En nýr vængur tæki slatta af tíma, þyrfti nýtt prófunarferli, o.s.frv.

 

Kv.


Bloggfærslur 5. apríl 2019

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 30
  • Sl. viku: 465
  • Frá upphafi: 847116

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 441
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband