Mesti viðskiptahalli Bandaríkjanna í 10 ár - þrátt fyrir tilraunir ríkisstjórnar Bandaríkjanna til að draga úr viðskiptahallanum

Eins og ég hef áður bent á - sveiflast viðskiptajöfnuður Bandaríkjanna í takt við vöxt eftirspurnar í Bandaríkjunum - og gengi Dollars.
--Rökrétt vex eftirspurn eftir Dollar í efnahagslegri uppsveiflu.
--Auk þess vex neysla innan Bandaríkjanna í efnahagslegri uppsveiflu.

  1. Ef síðan bætist við seðlabanki Bandaríkjanna hefur vaxtahækkana-ferli, þá hækkar Dollarinn enn frekar.
  2. En ofan á allt þetta á sl. ári:
    --Lækkaði Donald Trump skatta í upphafi árs.
    --Og Donald Trump, jók útgjöld til hermála.
    Skattalækkunin, skilaði enn frekari eftirspurnar-aukningu.
    Þar með, enn frekari aukinni eftirspurn eftir Dollurum.

Óhjákvæmilega varð því aukning í viðskiptahalla af völdum -stimulus- pakka Trumps sjálfs.
Þar sem að þeim var skellt inn á efnahagslegan hápunkt, varð úr hagvöxtur mældur um tæp 3%.

  • Niðurstðan virðist hafa verið nokkurs konar fullkominn stormur, sem skilaði mesta viðskiptahalla í 10 ár.

As Trump wages trade war, U.S. goods deficit hits record high in 2018

Blow to Trump as US trade deficit hits 10-year high

 

Einungis vegna þess hve mikla áherslu Donald Trump hefur lagt á minnkun viðskiptahalla, skoðast útkoman sem áfall!

Viðskiptahalli Bandar. er ekki alvarlegt fyrirbæri - vegna öfundsverðrar stöðu Bandaríkjanna, að geta fjármagnað sinn innflutning með eigin gjaldmiðli - fullkomlega.
--Sannarlega vaxa skuldir Bandaríkjanna smám saman.
--Hinn bóginn eru þær allar í eigin gjaldmiðli.

Áhugavert að þrátt fyrir þrýsting Donalds Trumps - og álagða refsi-tolla.
Varð aukning á viðskiptahalla við Kína - ekki minnkun.
--Það virðist sem að hagsveiflan í Bandaríkjunum, hafi mun meiri áhrif á stöðu viðskiptahallans - en aðgerðir ríkisstjórnar Bandaríkjanna ætlað að draga úr hallanum.

Einungis fyrir fólk með áhyggjur af þeim viðskiptahalla - er útkoman, vonbrigði.
Ég á hinn bóginn, hef alltaf sagt - viðskiptahallinn sé ekkert áhyggjuefni.
--Ekki fyrir Bandaríkin þ.e. 

Spurning hvað þessi niðurstaða þíðir fyrir stefnu Bandaríkjaforseta?
Mun hann leggja í nýja krossferð gegn viðskiptahallanum, vegna þessara frétta?
--Hver veit, a.m.k. virðist enginn geta fyrirfram lesið í ákvarðanir Trumpsins.

------------------------------------Eins og aðgerðir Trumpsins hafi engu skilað!

  1. Over the whole of last year, the deficit rose by 12.5 per cent after the 6.3 per cent expansion in US exports was outpaced by a 7.5 per cent boost to imports.
  2. The overall deficit of $621bn was the largest since 2008...The US goods deficit was $891bn, the largest on record.
  3. China...accounted for nearly half that total, increasing $43.6bn to $419.2bn last year.

------------------------------------Nánast eins og skvetta vatni á gæs!

Það verður forvitnilegt að sjá umræðu meðal bandarískra hægrimanna á næstunni.
Hvernig þeir muni túlka þessa útkomu - er virðist ekki beint lýsa miklum árangri af tilraunum Trumpsins fram að þessu.

 

Niðurstaða

Reikna má með því að viðskiptahaukar innan Bandaríkjanna innan Repúblikanaflokksins, muni í kjölfar þeirrar niðurstöðu að viðskiptahalli Bandaríkjanna hafi vaxið verulega á sl. ári - í stað þess að minnka; þrýsta á frekari viðskipta-aðgerðir af hálfu Donalds Trumps.

Það gæti þítt, aukna áherslu á einhliða tolla-aðgerðir, ætlað að bremsa niður viðskiptahallann -- kannski fara þá samningar við Kína út um þúfur, en Bandaríkin og Kína virtust vera nálgast samkomulag - en væntanlega verður þrýst á Trumpinn að herða róðurinn.

Og spurning, hvort að viðskiptastríð við ESB hugsanlega fari af stað að nýju.
Hið minnsta virðist skýrt, að Donald Trump sé ekki að takast að ná viðskiptahallanum niður - þrátt fyrir tilraunir til þess að minnka þann halla.

 

Kv.


Bloggfærslur 6. mars 2019

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 272
  • Sl. viku: 352
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 334
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband