Spurning hvort Bandaríkjastjórn hefur hugsað nýjar refsiaðgerðir gegn Venezúela alla leið út á endapunkt

Mánudag í sl. viku - tóku gildi eitilharðar aðgerðir gegn Venezúela-stjórn, þ.s. ákveðið var að olíutekjur landsins tilheyrðu stjórnarandstöðu landsins undir forystu sjálfskipaðs forseta - ekki ríkisstjórn Maduro.

Sem þíðir, að þar sem að Maduro er enn við völd, að ríkisstjórn landsins er svipt tekjum af eignum ríkisolíufélags landsins og þeim fjárhæðum sem eru í eigu þess innan Bandaríkjanna, sem og tekjum af sölu af olíuförmum sem sendir höfðu verið til Bandar. og ekki var enn búið að klára að selja.

Ég átta mig á því, þetta er gert til þess að knýja fram hrun ríkisstjórnar Maduro.
En hvað ef - ef honum tekst samt að hanga á völdum, töluvert lengur?

  • Óljósar fréttir bárust á sunnudag af því, að opnaður hefði verið reikningur í banka í eigu stærsta ríkisolíufélags Rússlands.
    --Fréttir sem bornar voru til baka af rússn. ríkisfélaginu.

Gefur þó vísbendingar að verið sé að leitast við að búa til eitthverskonar - plan B.

 

Ímyndum okkur að Maduro takist að hanga, með aðstoð Rússlands!
Hvað það verður sem Maduro þarf að láta til Rússlands á móti!
Gerum ráð fyrir að þó Rússlandi takist að láta olíu-viðskipti að einhverju leiti fara fram í gegnum Rússland - þá er rétt að benda á svokallaða "secondary sanctions" sem væntanlega eru hluti af nýja refsi-aðgerða-pakkanum, að það verða væntanlega einungis fyrirtæki í engum viðskiptum við Bandaríkin og lönd í óverulegum samskiptum/viðskiptum við Bandaríkin - sem mundu vera kaupendur.
--Líklega yrði Maduro að selja olíuna langt undir markaðsverði - til þess að fá einhverja kaupendur.

  • Spurningin er þó, hvort Maduro takist að ná fram nægum peningum - til þess að borga nægilega mörgum hermönnum, þannig að Maduro geti tekist að halda stjórn á höfuðborg landsins - nærliggjandi svæðum, og ekki síst - olíusvæðunum?
  1. Segjum honum takist það - yrði væntanlega lítið sem ekkert eftir afgangs til matarkaupa fyrir landsmenn.
  2. Þannig, að þá væntanlega hefst stórfellt aukinn landflótti frá Venezúela.

Gott og vel, þegar hafa 3-milljónir flúið.
Búist var þegar við því, að flóttinn gæti náð 5-millj. fyrir árslok!

Það sem ég er að tala um sem hugsanlegan möguleika er -- þeim fjölgi t.d. í 10 milljónir.
Þannig að ef Bandaríkin ætla að halda fram þessari nýju stefnu sinni er tók gildi mánudag í sl. viku til streitu -- > Þá er eins gott að þeir standi fyrir massívum flóttamannabúðum við helstu landamæri Venezúela, innan landamæra helstu grannríkja Venezúela.

--Hrunferlið fari væntanlega í - fast forward - þ.e. hraðinn á því aukist mikið.
--Ég þegar var farinn að reikna með því að hrun Venezúela mundi á einhverjum enda ná þetta langt, þó ekkert væri gert til að íta við málum, en með nýjum aðgerðum Bandaríkjanna, ef ríkisstjórnin hrynur ekki fljótt, gerist hrunið væntanlega á stór-auknum hraða.

Þá er eins gott að Bandaríkin hefji stórfelldan undirbúning fyrir gríðarlega umfangsmikið flóttamannavandamál í S-Ameríku, og það strax.

 

Niðurstaða

Veikleiki hinnar nýju stefnu Donalds Trumps gagnvart ríkisstjórn Venezúela - er að hún getur klárlega leitt til harðrar gagnrýni á Bandaríkin - ef ríkisstjórn Trumps hefur ekki áttað sig á því, að líkleg afleiðing - ef Maduro tekst að hanga á völdum - verður væntanlega sú, að stórauka á flóttamanna-straum frá Venezúela í ár - miðað við hvað annars hefði gerst.

Ég hugsa að á enda, hefðu 10 milljón samt flúið - en refsiaðgerða-áætlun Bandaríkjanna, flýti öllu ferlinu -- og ef ríkisstjórn Bandaríkjanna áttar sig ekki á þessu, er ekki að undirbúa grannlönd Venezúela fljótlega fyrir risastóra flóttamannabylgju -- þá mætti alveg setja upp spurningar um, hversu ábyrg sú hin nýja harða refsiaðgerðastefna er.

--Það hefði kannski átt að hefja ferlið á að reisa flóttamannabúðirnar.
--En kannski eru þeir að veðja á hratt hrun ríkisstjórnar Maduro.
Kannski á það enn eftir að gerast, og áhyggjur um stórfellt aukna flóttamannabylgju eru ástæðulausar - en á móti, kannski finnur Pútín leið - fyrir Maduro að hanga aðeins lengur.
--En það mundi aðeins vera það, að hanga aðeins lengur!
Hinn bóginn gæti það samt verið þess virði fyrir Rússland, þ.s. ef ríkisstjórn Donalds Trumps er tekin í bólinu með líklegan stóraukinn landflótta, það kemur í ljós DT hafði ekki hugsað málið út á endastöð -- þá gæti beinst afar hörð gagnrýni að Bandaríkjunum.
--Margir gætu tekið undir hana, og Pútín mundi vinna áróðurs-sigur, þó svo hann líklega yrði að sjá eftir Maduro og eignum Rússlands í Venezúela fyrir - rest samt sem áður.

Hvað okkur varðar sem búum hér á klakanum, þá erum við einungis áhorfendur að þessu sjónarspili.

 

Kv.


Bloggfærslur 11. febrúar 2019

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 253
  • Sl. viku: 354
  • Frá upphafi: 846995

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 336
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband