Stefnir í aðgerð til að steypa Niculas Maduro forseta Venezuela?

Ástand sl. daga er óvenjulegt - en nokkur fjöldi ríkja hefur veitt Maduro 8 daga frest til að tilkynna að nýjar kosningar verði haldnar í landinu. Maduro hefur vísað þeirri kröfu út í hafsauga miðað við fréttir - hinn bóginn segist hann vilja ræða við Bandaríkin.
--Þó hann segi ekki akkúrat um hvað!

Nicolás Maduro rejects ultimatum on fresh elections in Venezuela

The United States, Canada and a dozen Latin American countries swiftly recognised Guaidó, the fresh-faced leader of the once-fractured opposition, and labelled Maduro a dictator, responsible for the economic and political crisis that engulfed his South American nation.

Venezuela's Maduro denounces election call but says ready to talk

Maduro's offer of dialogue with U.S. stands

Venezuela’s military envoy to Washington defects

Eins og fram hefur komið, lýsti forseti þings Venezúela, Juan Guaido - sig réttmætan bráðabirgða-forseta landsins fyrir nokkrum dögum, talsverður fjöldi ríkja hefur ákveðið að lísa yfir stuðningi við hann -- þar á meðal ríkisstjórn Bandaríkjanna.

Margvíslegur orðrómur er farinn að fljúga, þannig að Rússland neitaði formlega - að vera að senda málaliða til Venezúela: Russia denies sending mercenaries to shore up Nicolás Maduro's position

Pútín hefur líst sig andvígan aðgerðum gegn Maduro: Russia says any military intervention in Venezuela should be avoided

Forseti þings Venezúela gekk síðan skrefinu lengra á sunnudag: Juan Guaidó urges military to turn against Venezuela regime

Rétt er að benda á að hungursneyð ríkir í landinu, og umtalsverður fjöldaflótti frá því: Number of refugees and migrants from Venezuela reaches 3 million

Skv. SÞ - er heildartalan 3 milljónir nú, þannig tölurnar á myndinni eru smávegis úreltar

 

Fyrir utan þetta er stjórnlaus óðaverðbólga í landinu - olíuvinnsla skrapp saman um ca. 40% á sl. ári, og stefnir í að minnki niður fyrir milljón föt per dag á þessu ári - ef miðað er við sambærilega prósentu minnkun milli ára.

Venezuela Crude Oil Production

Spurning? Er nokkuð um annað að ræða en að steypa Maduro?

OK, einhver mun nefna að allt gæti farið í háa loft - Pútín gæti stutt Maduro, gott og vel - mögulegt.
--Hinn bóginn, fer ekki landið samt sem áður í háa loft?

  1. Það er vel unnt að færa rök fyrir slíkri útkomu, t.d. bendi á lækkandi olíutekjur -- þegar Chavez tók við var olíuframleiðsla ca. 3,2 milljón tunna per dag. Eins og sjá má að ofan, fór framleiðslan niður í ca. 1,5 millj. tunna eða fata per dag á sl. ári. Sérfræðingar vara við því, hún gæti fallið í um ca. milljón föt á þessu ári.
    --Þetta hrun, þíðir að tekjur ríkisins minnka stöðugt.
    --Ríkið hefur efni á færri starfsmönnum, og auk þessa að greiða færri kröfuhöfum.
    --Ekki gleyma, efni á minni innflutningi.
  2. Færri starfsmenn, þíðir enn meiri aukning í hrun ríkisins innan frá - væntanlega sker Maduro síðast niður í lögreglu og her, þannig að öll önnur starfsemi ríkisins líður þá harkalega - viðhald ekki síst, og þjónusta við almenning.
    --En þetta þíðir samt, færri hermenn og lögreglumenn.
    --Sem þíðir, að það svæði þ.s. ríkið í Caracaz getur haldið fullri stjórn á rýrnar. 
    --Lögleysa þá færist út.
  3. Ef olíuframleiðslan fer niður í um ca. milljón föt á þessu ári per dag, þá versnar það ástand enn enn frekar, þ.e. færri starfsmenn - yfir sviðið.
    --Ef það þíðir, færri her og lögreglumenn - þá stækkar svæðið í landinu þ.s. stjórnvöld geta ekki gætt, þannig að þar ríkir þá stjórnleysi.
  4. Ef vinnslan hrynur enn frekar saman, stækkar stöðugt svæðið þ.s. ríkið er ekki lengur með stjórn yfir -- þ.e. stjórnleysi.
    --Tæknilega er unnt að hugsa sér þá útkomu, að ríkið í Venezúela einfaldlega fjari út, þ.e. svæði í stjórnleysi stækki stöðug.

Minnkandi tekjur þíða einnig, að það fjölgar kröfuhöfum ríkisins sem leitast við að ná til sín eignum þess, taka þær lögtaki.

Eftir því sem stjórnleysi vex, þá fjölgar óhjákvæmilega flóttafólki er leita til nágrannalanda.

Ég held það sé enginn vafi, að það sé flóttabylgjan - sem sé orsakavaldurinn að baki því, að nær öll S-Ameríku ákváðu að standa við hlið bandaríkjastjórnar í kröfunni til Maduro að halda aðrar kosningar innan 8 daga - ella mundu öll löndin lísa stuðningi formlega við forseta þings landsins.

Höfum í huga, að flóttabylgjunni fylgir auk þessa alvarleg - sjúkdómahætta, vegna hruns heilbrigðiskerfis Venezúela, sem þíðir að sjúkdómafaraldrar geisa nú stjórnlaust í landinu.

--Flóttamenn, eru því einnig að dreifa hættulegum smitsjúkdómum til granna Venezúela.

 

Er hætta á stríði? Augljóslega er það svo! 

En er hún ekki hvort sem er til staðar? Pælið í því, eftir því sem ástandið versnar í landinu - stjórnleysi vex, fleiri flóttamenn leita til nágranna-landa.

  1. Það að vaxandi svæði lendi í stjórnleysi, þíðir auðvitað að þau lenda þá í -- valdtómi power-vacuum. 
  2. Það þíðir, að andstæðingar Maduro geta þá hreiðrað um sig - safnað vopnum, náð að skapa sér grundvöll.
    --Eða, glæpahópar. Eða bæði. Sum svæði lent í höndum glæpahópa. Sum í höndum andstæðinga.
  3. Ef maður ímyndar sér enginn utanaðkomandi skiptir sér af, nema utanaðkomandi lönd koma sér upp flóttamannabúðum - veita sjúkra-aðstoð og matvæla-aðstoð. 
    --Þá yrðu slíkar búðir auðveldlega að hreiðrum fyrir skipulagningu andstöðu við Maduro, pælum t.d. í flóttabúðum Palestínumanna þ.s. PLO spratt upp árum síðar eftir stríðið 1948.
  4. Punkturinn er sá, að það eru ekki slæmar líkur á þróun yfir í borgara-stríð, þó maður geri ráð fyrir -- engum afskiptum öðrum en að utanaðkomandi lönd, myndi flóttamannabúðir - veiti íbúum þeirra aðstoð.

 

Hvað með ef Rússland ákveður að styðja Maduro?

Það virðist ágætur möguleiki, á hinn bóginn - vantar Rússland öflugan bandamann í S-Ameríku, er væri til í að veita sambærilega þátttöku í hernaði og Íran veitir Rússlandi í samhengi Sýrlands. Bólivía virðist ólík til að gera mikið. Kúpa er ekki svipur hjá sjón miðað við áður.

Ég hugsa að Pútín sé einungis eftir - að rússn. olíufyrirtæki fái að stjórna olíuframleiðslu í Venezúela -- að í staðinn mundi Rússl. væntanlega vera til í að senda vopn til Maduro.

Ég efa að Rússl. geri meira - eða sé til í að taka verulega kostnaðarsama áhættu. 
Þannig að mig grunar, að ef ástandið versnar hratt í landinu, eins og mig grunar - að þar skelli á skærustríð fyrir rest, og síðan haldi ástandið áfram að versna.

Að á enda, mundu Rússar pakka saman og yfirgefa landið.
Þeir séu einungis á eftir -- smávegis gróða. Um leið og dæmið verður dýrt, fari þeir.

 

Hinn bóginn, virðist raunverulegur möguleiki á snöggum inngripum!

Persónulega efa ég að Bandaríkin sendi fjölmennan her á svæðið, en það sem ég get ímyndað mér er að Bandaríkin - styðji það sem gæti orðið, inngrip nágranna-landa.
--Bendi á að nýr forseti Brasilíu er svarinn andstæðingur Maduro.
--Kólumbía er ekki hrifnari.

Ég sé fyrir mér -- innrás úr tveim áttum, hers Brasilíu, og hers Kólumbíu.
Bandaríkin mæti á svæðið með segjum 2-flugmóðurskip, og beiti fluvélum þaðan til að skjóta eða sprengja í spað, andstöðu hers Venezúela úr lofti sem og flughers landsins.

Ég persónulega efa að Bandaríkin mundu vilja mæta sjálf á svæðið í fjölda.
Þetta væri í takt við aðgerðir gegn ISIS í Mið-Austurlöndum.
--Þ.e. herir aðila á svæðinu, nytu stuðnings Bandaríkjanna.

  1. Hvort þetta verður er annað mál.
  2. En þetta er það sem mér virðist sennilegasta innrásar-sviðsmyndin.

--Síðan styðji Bandar. með fjárframlögum aðgerðir landanna tveggja, eftir að innrásinni sjálfri væri lokið, og við tæki aðgerðir til að setja upp nýja stjórn í Venezúela.

 

Niðurstaða

Ég hef sannarlega ekki hugmynd hvort stefnir í að Maduro verði steypt af stóli. Á hinn bóginn hef ég aldrei orðið vitni að annað eins hruni hagkerfis lands, þar sem ekki hefur skollið á innanlands-styrrjöld nú þegar.

Mér virðist sennilegt að innanlands-styrrjöld sé einungis spurning um tíma. Að inngrip nágrannalanda með aðstoð Bandaríkjanna, væri þá unnt að líta á sem -- björgunar-aðgerð.
Áður en allt fer algerlega til andskotans.

En mér virðist miðað við hratt hrun ríkisins í landinu, að það stefni í raunverulegt stjórnleysi á stórum svæðum þar - stjórnleysi þíðir að þá skapast stórar hættur, allt frá því að glæpahópar taki yfir - yfir í að margvíslegar hreyfingar í andstöðu nái þar völdum.

Ef maður ímyndar sér stjórnleysi, mundi væntanlega taka tíma fyrir svæði er féllu undir stjórn margvíslegra hreyfinga, að ná að skipuleggja sig sem alvöru ógn við Caracas - jafnvel þó áhrifasvæði Caracas færi stöðugt minnkandi. Þær hreyfingar, gætu barist sín á milli. Sama tíma og þær gætu verið að beita sér gegn þverrandi áhrifasvæði stjórnvalda.

Slík þróun mundi auðvitað kalla á sístækkandi flóttamanna-bylgju.
Mig grunar að ég sé ekki sá eini sem geti lesið slíka þróun inn í spilin.

  • Það mætti þá líta á aðgerð að utan stærstum hluta líklega mannaða herjum grannlanda Venezúela, sem nokkurs konar - björgunar-aðgerð.
    --Löndin gerðu þetta, til að verja sig sjálf þeirri bylgju sem annars mundi skella yfir þau.

Bandaríkin væru þá ekki endilega í aðalhlutverki, frekar stuðnings.

Kv.


Bloggfærslur 27. janúar 2019

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 67
  • Sl. sólarhring: 101
  • Sl. viku: 419
  • Frá upphafi: 847060

Annað

  • Innlit í dag: 63
  • Innlit sl. viku: 397
  • Gestir í dag: 62
  • IP-tölur í dag: 59

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband