Paul Manafort um hríð kosningastjóri Trumps samþykkir að vinna með Robert Mueller

Örugglega stórfrétt vikunnar í bandarísku samhengi, að Robert Mueller sé nú búinn að hafa sigur í enn einni rimmunni. Sú við Robert Manafort var sérdeilis hörð. Á föstudag hinn bóginn, lagði hann niður skottið -- viðurkenndi sekt um þau 4 ákæruatriði, sem undirréttur hafði nýverið dæmt hann sekann.
--Í staðinn virðist að önnur 8 ákæruatriði verði felld niður.
--Síðan háð því að hvaða marki hann reynist samvinnuþíður Mueller, þá getur hann átt von á afslætti af heildarrefsingu fyrir atriðin 4 sem hann samþykkir sekt um.

Trump - Manafort hlið við hlið þegar allt lék í lyndi

Trump ex-campaign head Manafort changes mind, cooperates in Russia probe

Manafort to co-operate with Mueller probeff

  1. "Manafort made millions of dollars working in Ukraine before taking an unpaid position with Trump’s campaign for five months."
  2. "He led the campaign when Trump was selected as the Republican presidential nominee at the party convention."
  3. "Manafort was present at a June, 2016, Trump Tower meeting with a Russian lawyer at which his son expected to receive possibly damaging information about election opponent Clinton."
  • "The plea agreement requires him to cooperate completely with the government, which includes giving interviews without his attorney present and testifying before any grand juries or at any trials."

Hversu alvarlegt þetta er fyrir Trump er algerlega óþekkt!

Manafort er greinilega hankaður á skattalagabrotum tengdum tekjum sem hann aflaði sér í vinnu fyrir stjórnvöld Úkraínu - árin fyrir svokallaða Úkraínukrísu, m.ö.o. hann hafi falið á annan tug milljóna dollara í tekjum fyrir bandarískum skatt-yfirvöldum.
--Skattalagabrot eru alltaf litin alvarlegum augum af bandarískum yfirvöldum.

En hvort hann veit eitthvað sem skiptir máli - er annað mál.
En vart hefur Mueller samþykkt að veita honum "plea bargain" ef hann metur Manafort ekki hafa neitt í pokahorninu - og Manafort hefur þurft að sýna honum eitthvað bitastætt, til að fá slíkt samkomulag fram.

Þekktu staðreyndirnar eru þær, að Manafort var um nokkra hríð, kosningastjóri Trumps.
Og Manafort var á frægum Trump turns fundi, þ.s. Donald Trump yngri, Jared Kushner - hittu rússneskan lögfræðing, sem var að bjóða til sölu meintar skaðlegar upplýsingar um Hillary Clinton.
--Það sem þeir sem á þeim fundi voru hafa hingað til allir neitað, er að kaup slíkra upplýsinga hafi farið fram.

Hinn bóginn er það brot á bandarískum kosningalögum, að kaupa upplýsingar af erlendum ríkisborgara með það markmið í huga - að hafa áhrif á kosningahegðan innan Bandaríkjanna.
--Það er aftur á móti löglegt, að kaupa "dirt" af öðrum bandarískum einstakling.

  • Ef Mueller fær Manafort til að vitna um að - ólögleg kaup af slíku tagi hafi farið fram á þeim fundi, sérstaklega ef Manafort hefur einhver gögn í höndum -- gæti Mueller hjólað í Jared Kushner, eiginmann Invönku Trump dóttur forseta Bandaríkjanna eða jafnvel Donald Trump yngra, son forseta Bandaríkjanna.

--Fyrir utan þetta, er það einnig spurning - hvað annað hugsanlega Manafort veit og enn frekar, hvað Manafort hugsanlega getur sannað!

Talsmaður Hvíta-hússins var ekki sein að neita því að málið tengdist hugsanlega forsetanum!

Sarah Sanders - "This had absolutely nothing to do with the president or his victorious 2016 presidential campaign,..." - "It is totally unrelated."

 

Niðurstaða

Hvort sem mönnum líkar verr eða betur, þá virðist Robert Mueller vegna vel í sinni rannsókn upp á síðkastið - hann er nú komin með röð "plea bargain" samninga við margvíslega einstaklinga sem tengjast Trump með einum eða öðrum hætti.
--Nú mætti Mueller far að sína spilin, því eitthvað bitastætt hlýtur að felast í öllum þessum vitnisburðum sem hann nú ræður yfir. Annars væri hann vart að þessu.

--Spurning, mun Donald Trump fyrir rest yfirgefa Hvítahúsið í handjárnum?

 

Kv.


Bloggfærslur 14. september 2018

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 43
  • Sl. sólarhring: 160
  • Sl. viku: 395
  • Frá upphafi: 847036

Annað

  • Innlit í dag: 39
  • Innlit sl. viku: 373
  • Gestir í dag: 39
  • IP-tölur í dag: 38

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband