Ummæli Trumps vekja furðu

Atvikið varð á ríkisstjórnarfundi sem Trump sat, og þau voru eftirfarandi skv. fjölmiðlum:

Donald Trump er að tala um Norður-Kóreu: "They’ve stopped the sending of missiles, including ballistic missiles. They’re destroying their engine site. They’re blowing it up. They’ve already blown up one of their big test sites, in fact it’s actually four of their big test sites." - "And the big thing is it will be a total denuclearization, which has already started taking place."

Blaðamenn spurðu síðar varnarmálaráðherra Bandaríkjanna er sat við hlið Trumps á fundinum, hvort NK hefði hrint í verk í kjölfar leiðtogafundar Trumps og Kims einhverjum nýjum aðgerðum - í átt til eyðingar kjarnorku- og eldflaugaáætlana NK:

Mattis: "No, I’m not aware of that ... obviously, it’s the very front end of a process. The detailed negotiations have not begun. I wouldn’t expect that at this point."

Ekki er vitað af hverju Trump hélt ofangreindu fram!
En einu aðgerðirnar sem vitað er a.m.k. enn um, er þegar NK sprengdi í loft upp kjarnorkutilraunasvæði sem hafði verið notað fyrir a.m.k. þrjár tilraunasprengingar -- það tilraunasvæði var sprengt fyrir leiðtogafundinn fræga!
--Hinn bóginn eru vísbendingar í þá átt, að svæðið hafi orðið fyrir óþekktu tjóni af síðustu kjarnorkutilraun NK -- óþekkt hve miklu.
--En verið getur að það hafi verið ónothæft, því ódýr aðgerð hjá Kim Jong Un að fyrirskipa eyðileggingu þess.

  1. Miðað við það að formlegar samningaviðræður virðast enn á forstigum - að NK hefur a.m.k. ekki enn fengið nokkra sjáanlega afléttingu refsiaðgerða!
  2. Þá virðist mér afar ósennilegt, höfum einnig orð Mattis í huga, að Kim Jong Un hafi fyrirskipað frekari eyðileggingu mannvirkja er tilheyra vopnaprógrömmum NK.
    --A.m.k. ekki án þess að fá eitthvað fyrir á móti.

Þannig að þetta hljómar eins og draumsýn Trumps fremur en veruleiki - orð hans.
Ég skal ekki segja hún geti ekki orðið - en hún sé alveg örugglega ekki veruleiki nú.

North Korea 'total denuclearization' started; officials see no new moves

 

Niðurstaða

Þetta er ekki fyrsta sinn sem Donald Trump romsar upp úr sér því sem klárlega er ekki rétt. Og örugglega ekki í síðasta sinn heldur. Hinn bóginn - jafnvel þó að stuðningsmenn hans kippi sér ekki upp við slíkt - þá skapar slík hegðan vantraust. Ég meina, efasemdir um að mark sé á hans orðum takandi - slíkt er að sjálfsögðu ekki gott fyrir leiðtoga mikilvægs ríkis. Menn virðast annars farnir að venjast þessu, virðist orðin rútína að spyrja hljóðlega undirmenn Trumps og samráðherra - hvort að orð hans skuli taka alvarlega. 

Sú spurning þó hvort Trump sé hægt að taka alvarlega verður þó mikilvægari þegar spurning kemur að samningaviðræðum -- en mörg dæmi eru nú að Trump hafi snögglega skipt um skoðun, alloft snöggt þannig að ráðgjafar hans komust í bobba.
--Punkturinn er sá, hvort hann geti undirritað samning - síðan skipt um skoðun fljótlega á eftir?
--Auðvitað það einnig, ef hann hélt virkilega að NK væri þegar farin að eyðileggja mannvirki tengd sínum áætlunum - án þess að það standist skoðun; þá má auðvitað velta því fyrir sér að auki að hvaða marki hans viðbrögð yfirleitt eru byggð á áreiðanlegri vitneskju.

En ef þau eru það ekki endilega -- gæti það þítt, að nær ómögulegt væri að sjá þau fyrir.
--En neikvæða hliðin á því að vera óútreiknanlegur, er sú að óútreiknanleiki þíðir einnig fullkomið vantraust - - óútreiknanlegum einstaklingi er ekki hægt að treysta, því ekki er hægt að skilja hvernig sá tekur ákvarðanir.
--En einungis er unnt að treysta einstaklingi til að standa við orð sín, ef unnt er að skilja af hverju sá sé líklegur til þess -- sem þíðir að það þarf að vera unnt að skilja hvernig sá hugsar a.m.k. að nægilegu leiti, m.ö.o. sá þarf að vera reiknanlegur.

 

Kv.


Bloggfærslur 22. júní 2018

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 32
  • Sl. viku: 463
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 439
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband