Donald Trump setur upp nýjar toll hótanir gagnvart heimsbyggðinni

Sjálfsagt hefur einhver heyrt að Trump hefur skipað Wilbur Ross, að rannsaka hvort innflutningur bifreiða til Bandaríkjanna - ógni þjóðaröryggi.

Rétt að nefna, að rúmur helmingur bifreiða-innflutnings er í gegnum NAFTA samandið milli Kanada og Mexíkó - þá er í flestum tilvikum að ræða, verksmiðjur í eigu General Motors, Ford Motor Corporation eða Fiat/Crysler.

Hinn bóginn er mikill innflutningur að auki frá Þýskalandi - Japan og Suður-Kóreu.

Skv. reglum Heims-viðskiptastofnunarinnar, má viðhafa 10% toll.
Bandaríkin að sjálfsögðu hafa engan toll milli NAFTA landa, enda sérstakt frýverslunarsvæði.

En það má fastlega reikna með að nýr - Trump tollur, mundi vera lagður á NAFTA lönd, sem önnur.
--Þannig að hótunin virðist beinast einkum að Kanada og Mexíkó.
--En samningar um breytingar á NAFTA, hafa ekki gengið vel fram að þessu.

Samningamenn Mexíkó og Kanada, virðast hafa staðið fastir fyrir!
Þrátt fyrir heilt ár við samninga, sé enn víð gjá á milli aðila.
--Trump er sennilega orðinn frústreraður á stappinu.
--Og vill væntanlega nú þvinga fram niðurstöðu!

Donald Trump launches US probe into car imports

U.S. launches auto import probe, China says will defend interests

----------------------------------

Wilbur Ross - "There is evidence suggesting that, for decades, imports from abroad have eroded our domestic auto industry," - "The Department of Commerce will conduct a thorough, fair and transparent investigation into whether such imports are weakening our internal economy and may impair the national security."

Donald Trump - "There will be big news coming soon for our great American Autoworkers. After many decades of losing your jobs to other countries, you have waited long enough!"

  1. "The US imported 8.27m cars and light trucks last year, worth $191.7bn."
  2. "More than half those cars (4.27m) came from fellow North American Free Trade Agreement members Mexico and Canada."

Dan DiMicco - "What was it that gave us the ability to outmanoeuvre Germany and Japan [in the second world war]? It was our auto industry. It was our industrial might. Everything was here,..." - "It’s having the ability to have the supply chains here if, God forbid, you get into a conflict and don’t have the supply chains we need,..." - "Every war we’ve fought since world war two has been a conventional war. And in a conventional war the strongest economy wins."
--Fyrrum forstjóri Nucor Steel, og stuðningsmaður Trumps.

Ég verð að segja að mér finnst það pínulítið langsótt að þetta sé þjóðaröryggismál!

En NAFTA þíðir, að Kanada - Mexíkó og Bandaríkin, virka sem eitt hagkerfi. Þróunin hefur verið sú, að framleiðslukeðjurnar teygja sig þvers og kruss yfir landamæri landanna þriggja.

Ég meina, vél getur verið framleidd í Mexíkó, en notað parta frá Bandaríkjunum og Kanada, eða framleidd í Bandar. og notað hluti framleiddir í Mesíkó og Kanada.

  1. Ég verð að segja, að ég á afar erfitt með að ímynda mér það ástand.
  2. Að Bandaríkin lentu sitt hvoru megin í stríði -- við Kanada eða Mexíkó.

En það sé eina leiðin fyrir mig að koma auga á það hvernig í ósköpunum það mundi geta varðað við þjóðaröryggi, að framleiðslukeðjur bandarísku bifreiðaframleiðendanna ná þvert yfir landamæri NAFTA landanna þriggja.

En til þess að það yrði þjóðaröryggismál - þyrfti að vera hætta á að Bandaríkin gætu ekki treyst á að varningur framleiddur í Kanada eða Mexíkó - fengi að streyma óhindrað yfir landamæri landanna.

Og ég á afar erfitt með að ímynda mér, að líkur séu á að Kanada eða Mexíkó - stoppi innflutning til Bandaríkjanna á íhlutum í tæki eða á heilum farartækjum.

--Stríð T.D. að sjálfsögðu þíðir - algert rof á samskiptum, þar á meðal - viðskipta.

 

Niðurstaða

Það sem ég held að sé málið - er að samningaviðræður við Mexíkó og Kanada um breytingar á NAFTA virðast hafa gengið afar illa.

Meir en helmingur bifreiða innflutnings til Bandaríkjanna sé frá verksmiðjum í Mexíkó og Kanada. Vegna þess að NAFTA er fríverslunarsvæði, sé enginn tollur milli landanna þriggja.

Trump sé einfaldlega að - hóta að leggja toll á bifreiða innflutning frá Kanada og Mexíkó.  Þó að sá tollur gilti einnig fyrir önnur lönd - hefði hann mest hlutfallsleg áhrif á Kanada og Mexíkó - þ.s. tollar eru "0."

Samningakröfur Bandaríkjanna:
What are the 5 most contentious U.S. NAFTA proposals?.
US' NAFTA demands: the moronic and the simply misguided

Samningamenn Bandar. virðast enn hanga á "sunset clause" þ.e. að NAFTA verði að endursemja um á 5-ára fresti, annars falli NAFTA sjálfkrafa niður - augljóslega mundi sú tillaga fullkomlega eyðileggja NAFTA. Þar sem að ekkert fyrirtæki gæti gert áætlanir fram í tímann.
--Það geta menn allt eins formlega slegið NAFTA af.

Ég held að það hafi ca. verið svör samningamanna Mexíkó og Kanada. 
--Þetta er langt í frá eina umdeilda krafan.

Einfaldlega sú tillaga sem er - mest absúrd.

  • Vandræði við núverandi ríkisstjórn Bandaríkjanna - virðist ríkjandi sannfæring, að Bandaríkin séu það stór - það mikilvæg, að þau geti þvingað önnur lönd til þess að sætta sig við miklu mun óhagstæðari viðskiptakjör en fram að þessu.

Kröfur gagnvart NAFTA ríkjum virðast á þann veg, að leitast við að fá Kanada og Mexíkó til að sætta sig við -- einhliða óhagstæðari viðskiptakjör. Þ.e. að þau verði áfram eins hagstæð fyrir Bandaríkin við Mexíkó og Kanada. En aftur á móti, verulega óhagstæðari en áður í hina áttina fyrir Mexíkó og Kanada.
--Trump virðist frústreraður, því samningamenn Kanada og Mexíkó virðast ekki hafa samþykkt slíkar kröfur a.m.k. fram að þessu.

Þrátt fyrir rúmt ár við samninga, virðist enn víð gjá til staðar.
--Mexíkó og Kanada virðast ekki þau "pushovers" sem Trump og fylgismenn virðast hafa haldið.

 

Kv.


Bloggfærslur 24. maí 2018

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 56
  • Sl. sólarhring: 118
  • Sl. viku: 408
  • Frá upphafi: 847049

Annað

  • Innlit í dag: 52
  • Innlit sl. viku: 386
  • Gestir í dag: 52
  • IP-tölur í dag: 49

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband