Ţjófarćđiđ í Venezúela útskýrt

Ég rakst á afskaplega trúverđuga útskýringu á ástandinu í Venezúela - rökin eru ţađ góđ ađ mínu mati ađ ég er ţess fullviss, ađ sérhvert atriđi sé rétt álytkađ: The crisis in Venezuela and its lessons for the left.

Ţađ skapar ţessu aukna vikt - ađ ţarna virđist fara, vinstrimađur.
Ástćđan ađ ég segi ţađ - ađ ţeir sem enn verja Maduro, halda í hugmyndir um ađ stjórn hans sé fórnarlamb - hćgri sinnađs samsćris.
--Vinstrimađur ćtti vart ađ vera ađ ţjóna einhverju slíku!
--Ađ sjálfsögđu er ţađ algert bull, ađ Maduro og stjórn hans sé fórnarlamb í nokkrum skilningi.

En Chris Carlsson svarar ţví sjálfur liđ fyrir liđ, hvernig stjórn Maduro hafi sjálf skapađ krísuna í landinu - međ eigin athöfnum.

 

I. Misnotkun á fastgengisstefnu og gjaldeyrisskömmun!

 

  1. Ţetta hef ég frétt eftir öđrum leiđum, ađ ţjófagengi tengt Maduro sjálfum - ađilar í núverandi innri valdakjarna landsins.
  2. Vćri skipulega ađ auđgast á gríđarlegum mismun milli opinbers gengis - og markađsgengis Bólivarsins.

En hvernig ţađ fer fram er afar einfalt! Sambćrileg svindl voru einnig stunduđ á Íslandi á svokölluđum haftaárum - milli 1946-1959.

En gjaldeyrishöft sem fela í sér skömmtun á gjaldeyri, skapa mikla spillingarhćttu. Ef innanbúđarmenn komast í ađ - geta skammtađ sér skammtađan gjaldeyri ađ vild.

Ţá er gróđarvon ţví meiri - sem munurinn á milli opinbers gengis og markađsgengis er stćrri.

  1. Menn sem sagt, skammta sér gjaldeyri á opinberu gengi.
  2. Annađhvort flytja hann síđan úr landi á reikninga í útlöndum, eđa selja heima fyrir og fá miklu fleiri Bólivara fyrir -- ţó mig grunar ađ í núverandi óđaverđbólgu ástandi, sé sennilegra ađ viđkomandi sendi féđ beint til útlanda á falda reikninga.

Sterkar vísbendingar séu uppi ađ a.m.k. hundruđir milljóna dollara andvirđi gjaldeyris - hafi horfiđ sporlaust. Ţađ sé líklega einungis - toppurinn á ísjakanum.

Á sama tíma skorti gjaldeyri - fyrir innflutningi nauđsynlegra lyfja.
Og til ađ létta ţá hungursneyđ sem skollin sé yfir landiđ.

 

II. Hann bendir á gríđarlega aukningu fátćktar í landinu!

 

Andvirđi lágmarkslauna - sé nú einungis 5 bandarískir dollarar. Mörg ţúsund prósent óđaverđbólga hafi holađ upp tekjur landsmanna ţađ harkalega -- ađ fátćkt sé mun alvarlegri en nokkru sinni í tíđ svokallađra hćgri sinnađra ríkisstjórna fyrri áratuga.

Fólk á einfaldlega ekki fyrir mat - hungursneyđ og alvarlegt vannćringar ástand ríki í landinu.
Gríđarleg aukning fátćktar sé stór hluti ástćđunnar.

 

III. Hann bendir einnig á hrun í fćđuframleiđslu!

 

Hann segir einfaldlega sannleikann - ađ fćđuskorturinn í landinu, sé af völdum rangra stjórnvalds ákvarđana.

En landiđ býr viđ ţá sérkennilegu stöđu, ađ meira segja í sveitum landsins sé fćđuskortur.

 

IV. Hrun í olíuframleiđslu!

Ţetta hef ég ekki eftir Svíanum ágćta - heldur öđrum heimildum.

  1. En skv. ţeim heimildum, hefur olíuframleiđsla dregist saman um 1/3 síđan á sl. ári, og sé í ár sú minnsta í yfir 30 ár.
  2. Hún sé helmingi minni, en áriđ sem Chavez komst til valda.

Ég hef fulla trú á ađ hruniđ í olíuframleiđslunni - sé upphafiđ á eiginlegu dauđastríđi Maduro stjórnarinnar.

Halliburton writes off investment in crisis-hit Venezuela

Under military rule, Venezuela oil workers quit in a stampede

Chevron evacuates Venezuela executives following staff arrests

Óstjórnin í olíuiđnađinum í Venezúela - virđist hafa náđ nýjum hćđum sl. mánuđi

En skv. fréttum hafa yfir 90 háttsettir yfirmenn í ríkisolíufyrirtćkinu veriđ handteknir - vísbending um valdaátök innan valdahópsins í landinu, líklega.

En á sl. ári virđist Maduro hafa ákveđiđ ađ láta herinn í landinu, sjá um stjórnun ríkisolíufyrirtćkisins - ţó herinn hefđi ekki nokkra hina minnstu reynslu á ţví sviđi.

Afleiđingin virđist - hćg hnignun er virđist hafa veriđ til stađar, hafi umbreyst til hins mun verra, í hratt versnandi ástand.

  1. Eins og sést, fćrđi Halliburton eignir sínar í landinu niđur í "0." Ţó fyrirtćkiđ formlega sé ekki hćtt, hafi ţađ sent flesta starfsmenn sína úr landi.
  2. Chevron virđist nú einnig lent í krísu međ samvinnu viđ ríkisolíufélagiđ undir stjórn hersins -- eftir ađ tveir háttsettir yfirmenn voru snögglega handteknir eftir ađ ţeir virđast hafa neitađ ađ skrifa undir samning.
    --Skv. frétt, er vísbending ađ ákćrt verđi fyrir landráđ.

Međan sífellt versnandi drama virđist til stađar innan ríkisfélagsins - berast fréttir af fjöldaflótta starfsmanna, ađ hratt vaxandi vandrćđi innan ţess séu vegna ţess - ađ lykilstarfsmenn hverfa og leggja á flótta úr landi.

Líkur á ađ ástandiđ innan fyrirtćkisins sé orđiđ óbćrilegt, annars vegar og hins vegar, skipti örugglega einnig máli ađ laun séu orđin nánast ađ engu í stjórnlausu verđbólgubálinu.

 

V. Ofan í allt ţetta, ćtlar Maduro sér enn eitt kjörtímabiliđ sem forseti!

Samtímis sé hann ađ láta skrifa nýja stjórnarskrá - er ef marka má orđróm, á ađ tryggja honum völd međ varanlegum hćtti.

Samtímis skreppa olíutekjur landsins hratt saman, sem eru 90% gjaldeyristekna.
Og fjöldaflótti landsmanna úr landi, ágerist hratt - vegna hungursástandsins í landinu.

Ef eins og flest bendi til, vćntanlegar forsetakosningar leiđa fram - ađ Maduro tryggi sér völd áfram. En hans fólk rćđur í dag öllu í valdastofnunum landsins, sem og kćrunefndum.
--Ţannig getur hann í reynd ákveđiđ úrslitin sjálfur, og kćrunefndir skipađar hans fólki mundu líklega vísa frá málum eđa hafna ţeim.

Vart ţarf ađ efa ađ ţá eflist enn frekar fjöldaflóttinn úr landi.

Og hratt minnkandi tekjustreymi - hlýtur ađ naga greinina smám saman undan ríkisstjórninni, sem hún sjálf sytur á.

En herinn virđist nú síđasta haldreipiđ - en hermenn hljóta eins og ađrir ađ vera í ţeim sama vanda, ađ fjölskyldur svelta!

  • Á einhverjum punkti, fer herinn sjálfur ađ hrynja saman!

Ţá ef Maduro hćttir ekki eđa er steypt - hlýtur stjórnleysi smám saman ađ taka yfir.

 

Niđurstađa

Mér virđist ekki mögulegt annađ en ađ ríkisstjórnin í Caracas hrynji á enda. En ţjófagengiđ sem ráđi landinu - sé líklegt ađ hanga eins lengi og ţađ getur, međan enn sé til stađar fé sem hćgt sé ađ stela.

Mér virđist sennilegt, ađ sú ákvörđun ađ láta herinn taka yfir ríkisolíufélagiđ - lýsi örvćntingu Maduros; nokkurs konar lokagambýttur til ađ halda hernum góđum.

En spilling innan hersins hlýtur ađ vera töluverđ, en slík ákvörđun ađ hleypa hernum beint ađ kjötkötlum ríkisolíufélagins -- en handtökur 90 stjórnarmanna ţess hefjast í kjölfariđ á ţeirri ákvörđun Maduro á sl. ári -- hlýtur ađ auka á slíka spillingu.

Punkturinn međ - sennilegt hrun hersins sjálfs fyrir rest. Snúist um ţetta stöđugt áframhaldandi hrun, ţ.s. tekjur til alls skreppa stöđugt saman.

Ţađ sé nú útbreitt vitađ innan landsins, ađ ríkiđ sé nú gerspillt. Međ ţví ađ breiđa ţá spillingu út til hersins líka, ţá hljóti óánćgjan sem tengist ţeirri spillingu einnig ađ beinast ađ hernum sjálfum.

Hermenn eru auđvitađ hluti íbúa landsins, og eiga fjölskyldur. Ţeir hljóta ađ lenda í sama vanda ađ launin hafi brunniđ upp.

Spilling yfirmanna geti ţá orđiđ síđasta stráiđ - sem leiđi fram fjöldaóhlýđni innan hersins sjálfs.

En ef eitthvađ getur steypt Maduro - sé ţađ uppreisn innan hersins. Sögulega séđ ţegar spilling verđur djúpstćđ innan hers, séu ţađ lágt settir herforingjar er leiđa slíka uppreisn.

Hinn möguleikinn sé einfaldlega sá, ađ hermenn lendi í sömu örvćntingunni og margir ađrir landsmenn, ađ hungriđ neyđi ţá til ađ leggja á flótta međ fjölskyldur sínar úr landi.

Slík ţróun gćti einnig holađ herinn ađ innan, međ ţeim hćtti ađ ţeim hermönnum fćkki stöđugt sem ríkisstjórnin ráđi yfir -- eftir ţví sem ađgengi ríkisins ađ fjármagni hnignar áfram.

Slík ţróun - gćti leitt til stjórnleysis innan landsins!
Ţađ lít ég reyndar á sem - umtalsverđa hćttu nú eins og komiđ er!

 

Kv.


Bloggfćrslur 27. apríl 2018

Um bloggiđ

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Maí 2024
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri fćrslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 13
  • Sl. sólarhring: 50
  • Sl. viku: 253
  • Frá upphafi: 847335

Annađ

  • Innlit í dag: 13
  • Innlit sl. viku: 249
  • Gestir í dag: 13
  • IP-tölur í dag: 13

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband